Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 41 Í KJÖLFAR hins hörmulega flugslyss í Skerjafirði í fyrrasum- ar hafa augu almenn- ings, óhjákvæmilega, beinst að öryggismál- um í rekstri minni far- þegaflugvéla hérlendis. Aðstandendur þeirra er lentu í slysinu hafa lagt mikla vinnu í að skoða þau mál með það að leiðarljósi að minnka líkur á því að annað líkt slys verði. Að því er best verður séð hafa vinnubrögð þessara einstaklinga verið hlutlæg og óhlut- dræg í takt við áðurgreind markmið, enda hafa þeir notið faglegrar ráð- gjafar. Hafa þeir fundið og bent á ýmsa vankanta við skráningu vélarinnar sem fórst, TF-GTI, viðhald á henni, rekstur hennar og eftirlit með þessu. Þeir hafa bent á að einn og sami að- ili, Guðjón V. Sigurgeirsson (GVS), hafi, í raun, einkaleyfi til að skoða minni atvinnuflugvélar og annast eftirlit með viðhaldi þeirra. GVS rekur flugvélaverkstæði sem situr nánast eitt að viðhaldsmarkaði slíkra véla. Aðstandendurnir hafa einnig bent á að verkstæði þetta hafi fleiri verkefni á sinni könnu en það getur, með góðu móti, annað. – Nokkuð sem ekki ýtir undir áreið- anlegt viðhald. Jafnframt er GVS tæknistjóri Leiguflugs Ísleifs Ottesens (LÍO) er átti viðkomandi vél og einnig tækni- stjóri fleiri flugfélaga. Hann er því í þeirri sérkennilegu stöðu að vera í mörgum lykilstörfum er koma að viðhaldi minni flugvéla. Í þessu felst að hann er opinber eftirlitsaðili með eigin vinnu sem verktaki í einkageir- anum. Að ýmsu leyti eftirsóknarvert hlutskipti, en augljóslega afleit stjórnsýsla samkvæmt þeim hefðum og lögum er gilda í okkar heims- hluta. Einnig hafa þeir bent á ýmsa handvömm við rannsókn slyssins, t.a.m. þá að viðhaldsaðili hreyfilsins (GVS) hafði frjálsan, eftirlitslausan aðgang að honum eftir slysið. Einnig hafa þeir vakið athygli á því að frum- skýrsla rannsóknarnefndar flug- slysa (RNF) var mun ýtarlegri og gagnrýnni en lokaskýrslan. Þegar frumskýrslan var fengin þeim aðil- um er hún gagnrýndi hvað mest til umfjöllunar var hún stytt mjög af þeim. Hér er átt við LÍO og Flug- málastjórn (FMS). Þannig fer end- anleg gerð skýrslunnar mun mildari höndum um þá en frumútgáfan. Fengu þessir aðiljar þannig að „skammta“ sér gagn- rýni. Nokkuð sem ekki bendir til áhuga þeirra á að læra af mistökum og koma úrbótum í kring. Einnig kom í ljós að 7 launaðir starfsmenn, sem sendir voru á veg- um FMS til eftirlits- starfa á Vestmanna- eyjaflugvelli, voru ekki til staðar er til átti að taka og hvergi sér þess stað í skýrslum að þeir hafi framkvæmt nokk- urt eftirlit. Þó má ljóst vera að sitt- hvað var ekki samkvæmt gildandi reglum þarna. T.d. má benda á skort á farþegalistum og hleðsluskrám, flug með of marga farþega o.fl. Hér hefur aðeins verið talið upp fátt eitt af því sem þessir aðstand- endur hafa dregið fram í dagsljósið og er augljóslega ekki eins og best verður á kosið. Þótt ekki væri fleira dugar þetta til þess að traust al- mennings á viðkomandi stofnunum bíður hnekki. Við sem erum hugs- anlegir farþegar með minni flugvél- um, við sem erum flughrædd og við sem borgum skattana okkar, eigum einfaldlega heimtingu á því að skráning, viðhald og rekstur minni farþegaflugvéla og eftirlit Flugmála- stjórnar sé með þeim hætti að það standist ströngustu skoðun þar til bærra eftirlitsaðilja. Í öðrum vestrænum löndum er ákaflega mikill metnaður lagður í þennan málaflokk og allri málefna- legri gagnrýni er tekið alvarlega. Hér hafa flugmálastjóri, formaður RNF og samgönguráðherra hins vegar tekið þann pól í hæðina að ásaka aðstandendur um að hafa í frammi „neikvæða tilfinninga- þrungna umræðu er hefur rýrt traust almennings á yfirstjórn flug- mála í landinu“, svo vitnað sé í sam- gönguráðherra. Það er ljóst að þessir ábyrgðar- aðilar skjóta sig í fótinn með þessu, því þótt aðstæður hafi vissulega ver- ið tilfinningaþrungnar hefur vakið athygli (og aðdáun) hve málflutning- ur aðstandendanna hefur verið hlut- lægur og málefnalegur. Málflutning- ur embættismannanna í fjölmiðlum hefur, aftur á móti, verið sýnu „til- finningaþrungnari“. Hefur þetta gengið svo langt að þeir hafa virst líta á sig sjálfa sem fórnarlömb í þessu slysi. Nokkuð sem er e.k. slys í sjálfu sér og ekki fallið til að auka trú manna á að tekið verði á þessum málum af einurð. Hafa ábyrgðar- aðiljar þessir greinilega ekki áttað sig á því að þessi umræða fjallar orð- ið um annað og meira en þetta til- tekna flugslys. Hún fjallar orðið um grundvallaratriði. Það er engin önnur leið til að end- urvekja traust almennings en sú að fá viðurkennda, óháða rannsóknar- aðilja til að fara vandlega yfir alla þætti er um ræðir og birta niður- stöður sínar óstyttar. Mér skilst að þaulvanir menn frá Cranfield Uni- versity í Bretlandi séu þegar byrj- aðir að rannsaka aðdraganda flug- slyssins umrædda og aðstæður allar. Þessir aðiljar munu vera meðal þeirra fremstu í heiminum á sviði flugslysarannsókna og hafa, ólíkt al- þjóða flugmálastofnuninni sem sam- gönguráðuneytið fékk til að rann- saka þátt RNF í þessu slysi, enga skuldbindingu gagnvart FMS og hafa því einskis heiðurs eða hags- muna að gæta í málinu. – Nema að verða dæmdir fyrir eigin vinnu- brögð. Þeir eru sem sé óháðir. Allir ættu að geta sætt sig við nið- urstöður Cranfield-manna og við- komandi embættismenn yrðu menn að meiri við að þora að horfast í augu við slíka úttekt og standa eða falla með niðurstöðunum. Síðast en ekki síst; niðurstöður slíkrar rannsóknar nýttust til að bæta flugöryggi og rannsóknir flugslysa hérlendis í framtíðinni, en það hlýtur þó, þegar öllu er á botninn hvolft, að vera sam- eiginlegt markmið okkar allra. Þess vegna finnst mér ósann- gjarnt að samgönguráðherra ætlist til þess að aðstandendurnir greiði fyrir rannsókn Cranfield-manna, enda þeirra hagsmunir ekkert frek- ar í húfi en okkar hinna úr þessu. Þeir ýttu boltanum af stað fyrir okk- ur öll og við njótum öll góðs af þeim umbótum sem af því leiða. En það hlýtur þó að vera hlutverk sam- gönguráðuneytis að stuðla að auknu umferðaröryggi í lofti, á láði og legi. Því á ráðuneytið að grípa svona tækifæri fegins hendi. Vonandi átta ráðuneytismenn sig á þessu áður en traustið gufar alveg upp. Óháð úttekt –eina leiðin Gunnar Rósarsson Flugslysarannsókn Eina leiðin til að end- urvekja traust almenn- ings, segir Gunnar Rósarsson, er að fá óháða rannsóknaraðila til að fara vandlega yfir alla þætti og birta nið- urstöður sínar óstyttar. Höfundur er tannlæknir í Reykjavík og áhugamaður um bætt öryggi í samgöngum í lofti, á láði og á legi. Útileiktæki H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár iG un na rs so n / 06 .2 00 1 Frábæ rt verð! Rólur -margar gerðir Rennibrautir Buslulaugar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.