Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAndri Sigþórsson fór af leikvelli vegna meiðsla / B12 Fer Jóhannes Karl til Real Betis? / B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM LJÓSVIRKI ehf. leggur þessa dagana loka- hönd á lagningu 200 kílómetra langs ljósleið- ara yfir Sprengisand en ljósleiðarinn mun ná allt frá Vatnsfelli yfir til Akureyrar. Ferða- langar um miðhálendið hafa margir rekið upp stór augu þegar risavaxnar kaplarúllur og stöðugur niður stórvirkra vinnuvéla hafa rofið auðnina og kyrrðina á sandinum. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ljósvirkja, var nýkominn ofan af Sprengisandi þegar Morgunblaðið náði tali af honum og segir hann framkvæmdina ganga vel en verkið sem um ræðir er unnið fyrir fjar- skiptafyrirtækið Fjarska sem er í eigu Lands- virkjunar. Erling segir vel hafa unnist, ekki síst þar sem sumarið hafi verið með afbrigðum gott og því unnið af krafti í blíðviðrinu flest- alla daga sumars. Að sögn Erlings er þetta eini ljósleiðarinn sem liggur yfir miðhálendið og því nauðsynlegt að fara gætilega um ósnortnar náttúruperlur. Til þess að fara eftir öllum settum reglum var Sigfinnur Snorrason, jarðfræðingur, fenginn til að hafa yfirumsjón með hönnun og eftirliti verksins fyrir hönd verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. Sigfinn- ur hefur því verið á ferðum um miðhálendið í allt sumar til að fylgjast með framkvæmd verksins. Verkefnið hefur gengið vel vegna blíðviðris á hálendinu Sigfinnur tekur undir orð Erlings og segir verkefnið hafa gengið óvenju vel og lagningu ljósleiðarans og frágangi í kringum verkið verði að öllum líkindum lokið fyrir sett tíma- mörk en verklok eru áætluð um miðjan októ- ber. Verkið er unnið í tveimur áföngum þar sem einn vinnuhópur vinnur að því að plægja 200 km kapalinn ofan í jörðina og annar hópur blæs ljósleiðarastrengnum sjálfum ofan í rör- in. Samanlagt eru það því um 14 menn sem hafa unnið að lagningunni sumarlangt. Sigfinnur segir að þrátt fyrir að náttúra og landslag miðhálendisins séu með óblíðara móti og aðstæður til vinnu því erfiðar taki menn því sem að höndum beri. „Vinnusvæðið er auðvit- að nær endalausir sandar og auðn. Við leggj- um kaplana yfir sandana og förum framhjá öll- um gróðursvæðum svo sem minnst rask verði á viðkvæmri náttúru landsins – menn leggja langan krók á leiðina til að sleppa við að valda spjöllum,“ segir Sigfinnur og bendir á að sum- um hafi reyndar brugðið í brún við að sjá svart strikið sem komi í kjölfar uppgraftrarins en það eigi eftir að jafnast umhverfinu á næstu misserum svo engin sjónræn ummerki verði eftir ljósleiðaralagninguna yfir Sprengisand. Morgunblaðið/Nína Björk Ótal metrar af kapli bíða þess að verða grafnir í jörðu niður á Sprengisandi þar sem unnið er að lagningu ljósleiðara. 200 km af köplum lagðir í sandinn PÉTUR Hauksson, formaður Mannverndar, segir að yfirlýsing Íslenskrar erfðagreiningar, stjórn- ar Læknafélags Íslands og land- læknis, sem undirrituð var í gær, staðfesti það sem samtökin hafa haldið fram um að einstaklingar séu persónugreinanlegir í gagna- grunninum. Hann segir að það skjóti skökku við að í gagna- grunnslögunum sé gagnagrunnur- inn skilgreindur sem ópersónu- greinanlegur. „Núna er þetta staðfest og und- irskrifað af rekstrarleyfishafa að það er hægt að eyða einstaklingum úr grunninum eftir á. Það þýðir í mínum eyrum að sá einstaklingur er persónugreinanlegur. Við höf- um reyndar alltaf haldið því fram að það þurfi að finna einstakling- inn til að laga upplýsingar um hann og bæta inn nýjum. En nú ætti það að vera öllum ljóst að ein- staklingar eru persónugreinanleg- ir í grunninum,“ segir Pétur. Pétur segir að þetta þýði í raun að leita verði eftir upplýstu sam- þykki fyrir rannsóknum sem sé grundvallaratriði í öllum rann- sóknum á mönnum í heiminum. Hann segir að Íslendingar fái eng- ar sérstakar undanþágur frá þeim siðareglum, hvorki frá Alþjóða- læknasamtökunum né öðrum. Hann bendir einnig á að verið sé að semja um aðgang að sjúkra- skrám á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi vegna gagnagrunnsins. Starfsmenn sem eru fjármagnaðir af Íslenskri erfðagreiningu muni hafa aðgang að sjúkraskrám sem eru persónugreinanlegar. Þar verði einnig einstaklingar sem hafi sagt sig úr gagnagrunninum. „Þegar niðurstaðan verður sú að upplýsingar úr gagnagrunninum eru einnig persónugreinanlegar eins og sjúkraskrárnar þá er það ennþá ríkari ástæða til að gera þetta ekki nema með leyfi sjúk- linganna,“ segir Pétur. Hann telur að af þeim sökum geti Landspít- alinn alls ekki samið við Íslenska erfðagreiningu um aðgang að sjúkraskrám. Þetta séu enn ein rökin fyrir því að semja ekki um aðgang að slíkum upplýsingum nema með upplýstu samþykki sjúklinga. Formaður Mannverndar um samkomulag LÍ og ÍE Staðfestir að hægt er að greina einstaklinga HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Austurlands frá 27. júlí sl., þar sem vísað var frá dómi máli sýslumanns- ins á Höfn í Hornafirði gegn fjórum mönnum sem ákærðir eru fyrir stór- felld skemmdarverk á bænum Hval- nesi í Lóni. Sýslumaður kærði úr- skurð héraðsdóms til Hæstaréttar, sem felldi úrskurðinn úr gildi og lagði jafnframt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Einn hinna ákærðu hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa brotist inn í bæinn í janúar sl. og kveikt í húsinu. Tjón vegna þessa er metið á tæplega 20 milljónir króna. Skemmdarverkin voru unnin um ári fyrr og var tjón vegna þeirra metið á 1,6 milljónir króna. Héraðsdómur vísaði máli sýslu- manns frá dómi m.a. á þeim forsend- um að ekki væri unnt að kveða upp dóm vegna ágalla á ákærunni. Taldi héraðsdómur ákæruna ekki nægi- lega glögga til að fullnægja kröfum um meðferð opinberra mála og að hún bryti jafnframt í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Nægilega greint frá efnisatriðum Þá fann héraðsdómur að því að ekki lægi fyrir mat á þeim munum sem skemmdust og að vátrygginga- félagið hefði ekki lagt fram kvittanir fyrir því að tjónið hefði verið greitt. Hæstiréttur taldi aftur á móti að í ákærunni væri nægilega greint frá þeim efnisatriðum sem áskilin væru í 116. gr. laga nr.19/1991. Á þessu stigi málsins væru ekki að öðru leyti ann- markar á reifun þess af hendi ákæruvaldsins sem gæfu tilefni til að vísa málinu frá dómi. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Héraðs- dómari taki málið til efnismeð- ferðar Hvalnessmál DRIFSKÖFTUM var stolið af hey- vinnutækjum frá tveimur bæjum í Fljótshlíð aðfaranótt sunnudags. Vélarnar stóðu í báðum tilfellum á túnum talsvert langt frá bæjunum. Lögreglan á Hvolsvelli óttast að nú sé í uppsiglingu hrina slíkra þjófnaða. Mikið hafi borið á því að drifsköftum væri stolið fyrir nokkr- um árum. Svo rammt kvað að þessu að menn ræddu um að faraldur gengi yfir. Lögreglan vill því beina því til bænda að þeir hugi að drifsköftum á vélum sínum. Varað við þjófnuðum á drifsköftum ÁLVER Norðuráls á Grundartanga framleiðir nú með fullum afköstum eftir stækkun álversins í 90 þúsund tonna árlega framleiðslugetu, en sextíu ný ker voru gangsett í verk- smiðjunni í sumar. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnun- arsviðs fyrirtækisins, segir að tekið hafi um tvo mánuði að koma álverinu í fulla framleiðslu. Hafist hafi verið handa í byrjun júnímánaðar og gangsetningunni hafi verið lokið í lok júlí en þá hafi verið búið að gang- setja sextíu ný ker. Samtals séu þá í gangi 180 ker í verksmiðjunni. Ragnar sagði að gangsetningin hefði gengið mjög vel og engin sér- stök vandamál komið upp enda starfsmennirnir vel þjálfaðir og reynslumeiri en þegar fyrsti áfangi álversins var gangsettur. Álver Norðuráls Gangsetning nýrra kera gekk vel ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.