Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 31 sæti til Íslandsmeistara þegar þetta hörmulega slys átti sér stað. Mikið erum við þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með Brynjari því all- ar voru þær góðar og var sérstak- lega gaman að borða með honum því ekki var sá matur til sem hann var ekki tilbúinn að smakka. Ég átti því láni að fagna að hafa starfað með Brynjari í litlu fyr- irtæki við Ármúla fyrir níu árum og á því margar góðar minningar um hann frá þeim vinnustað og nú síð- astliðið ár vorum við saman félags- kap sem ber nafnið Round Table og fórum við meðal annars í mjög svo eftirminnilega ferð í Offisera-klúbb- inn á hersvæðinu í Keflavík. Minningin um einstaklega góðan og yndislegan dreng mun alltaf eiga sinn stað í hjörtum okkar og varð- veitast þar um ókomna framtíð. Elsku Anna systir, Elli, Daníel og Guðrún, orð eru svo lítils megn- ug en við samhryggjumst ykkur og megi algóður Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Einn er maðurinn veikur en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður sem himinn bjartur og sorgar ský sópast burt. (J.G. Herder.) Haraldur, Ragna, Þorsteinn Andri, Inga Björk og Ragna Björg. Okkar fyrstu kynni af Brynjari eru eftirminnileg, þessi glaðlegi og hressi drengur varð strax vinur okkar og félagi í go-kartinu. Hann hafði þennan skemmtilega íþrótta- mannsanda að stefna til sigurs en alltaf á heiðarlegum forsendum. Strax á fyrsta móti sýndi hann að hann var efni í góðan ökumann þótt hann sigraði ekki þá. En hann beið ekki lengi eftir verðlaununum því á fyrsta móti þessa árs stóðum við félagarnir saman á palli og það ekki í þetta eina skipti. Brynjar gat ekki beðið eftir vorinu hann notaði hvert tækifæri til að fara og æfa sig, jafn- vel þótt það væri hálka, það var bara betra eins og hann sagði. Þess á milli aflaði hann sér upplýsinga um akstur og uppsetningar á kört- um. Hann var heill hafsjór fróðleiks og ef við vorum ekki vissir um eitt- hvað var bara nóg að spyrja Brynj- ar, hann var oftar en ekki með lausnir á hlutunum. Áhugi hans á þessari keppnisí- þrótt var svo mikill og einlægur að við hin hlutum að hrífast með. Það leið ekki sá dagur að hann kæmi ekki við í búðinni hjá okkur til að ræða um bílana, keppnina eða ann- að það sem snerti íþróttina. Brynjar var alltaf svo léttur í lund og hafði gaman af smá prakk- araskap. Honum fannst gaman að stríða stelpunum Svövu og Evu, sem eru að keppa með okkur, með símhringingum og smáskilaboðum. Eitt skipti sendi hann tölvupóst á alla kartara þar sem hann var að velta fyrir sér hvaða nafn ætti að gefa þessum hóp og þar var efst á lista „Gellukartklúbbur Svövu“. Þetta var ekta hann. Brynjar bjó til þennan litla kjarna með léttleika sínum og glað- værð. Sá kjarni stendur þétt saman á þessari stundu. Það var mikil til- hlökkun að fara norður á Sauð- árkrók að keppa, þetta var líka síð- asta keppni sumarsins. Við ókum saman þrír félagarnir norður en að- eins tveir frændurnir til baka með söknuð í hjarta og þungt hugsi yfir þessu hörmulega slysi. Við þökkum góðum dreng fyrir samverustundirnar og óskum hon- um góðrar ferðar á öðrum go-kart- brautum. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, bróður og annarra ættingja. Bogi Guðmundur og Steinar Freyr.  Fleiri minningargreinar um Brynjar Örn Hlíðberg bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Anton Gunnars-son fæddist á Reykjum í Ólafsfirði 30. september 1927. Hann andaðist á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 20. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorgrímur Gunnar Ásgrímsson, f. 1. júní 1903, d. 11. desember 1981, og Guðfinna Stefanía Sigurðardóttir, f. 4 nóvember 1901, d. 19. janúar 1984. Systkini Antons eru: 1) Ásgrímur Gunnarsson, f. 11. október 1931, kvæntur Ástu Dóm- hildi Björnsdóttur, f. 8. október 1929; 2) Halla Gísladóttir (fóstur- systir), f. 27. október 1938, gift Guðlaugi Eyjólfssyni, f. 23. októ- ber 1933. Hinn 8. apríl 1950 kvæntist Ant- on Sveinhildi Torfadóttur, sjúkra- liða, f. 4. febrúar 1926. Foreldrar hennar voru Torfi Karl Eggertsson, f. 29. ágúst 1893, d. 17. janúar 1951, og Guð- rún Sigríður Brandsdóttir, f. 22. október 1898, d. 16. júní 1972. Sonur Antons og Sveinhild- ar er Torfi Karl Ant- onsson, náttúru- fræðingur, f. 27. október 1951. Kona hans er Ingibjörg Erla Jósefsdóttir, f. 16. desember 1951. Börn þeirra eru: 1) Jósef Trausti (fóstursonur Torfa), f. 4. nóvember 1972. Börn hans eru Alexander Birgir, f. 21. sept- ember 1994, og Hafsteinn Aron, f. 19. júlí 1998. 2) Sveinhildur, f. 22. febrúar 1977, og 3) Erla Hjördís, f. 22. maí 1983. Útför Antons fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Stundum fylgir frétt af andláti einhvers þakklæti og svo var þegar ég heyrði af andláti Antons, eða Tona eins og hann var alltaf kallaður innan fjölskyldunnar. Þá vissi ég að hann þurfti ekki lengur að þjást, að veikindastríðinu var lokið, ekki endi- lega með sigri einhvers, heldur ein- ungis umbreytingu. Eins og alltaf flögrar hugurinn svo til baka og maður rifjar upp sam- skiptin við þann sem horfinn er af sjónarsviðinu. Eiginlega man ég eft- ir Tona alveg frá því ég var lítil stelpa. Hann var kvæntur Sveinhildi móðursystur minni og ég minnist þess hversu ættfræðin þvældist fyrir mér þegar mamma var að skýra það út að þótt Stella væri frænka mín væri Toni ekki frændi minn. Sú ætt- fræði hentaði mér ekki og þrátt fyrir útskýringar mömmu voru þau alltaf í mínum huga Stella frænka og Toni frændi. Þau höfðu kynnst á „Súðinni“ við Grænland og bjuggu fyrsta hjúskap- arárið í Ólafsfirði en fluttu síðan 1952 til Reykjavíkur. Þar man ég fyrst eftir heimili þeirra í kjallara- íbúð við Laugarnesveginn. Toni hóf nám í múrverki við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinspróf frá þeim skóla í júlí 1959. Meistari hans var Guðvarður Sigurðsson, móðurbróðir hans. Árið eftir sveinsprófið gerðist hann félagsmaður í Múrarafélagi Reykjavíkur og starfaði við iðn sína allt fram til ársins 1996. Ég sá Tona alltaf fyrir mér sem traustan, hæg- látan og þægilegan mann. Fjöl- skyldumann sem sótti sína vinnu, var alltaf áreiðanleikinn uppmálaður og gekk hinn gullna meðalveg í nán- ast öllu í gegnum lífið. Hann var góð- ur vinur vina sinna og þegar á þurfti að halda var hann alltaf tilbúinn til að rétta hjálparhönd og nutum bæði móðir mín og við systkinin góðs af því. Toni hafði mikið dálæti á Kiljan og ég man oft eftir honum í góðum hæg- indastól með bók við hönd og einnig því hvað honum þótti gaman að ræða um skrif skáldsins síns. Hann hafði sterkar skoðanir í pólitík og keypti einungis Þjóðviljann en hafði ekkert á móti því að lesa Moggann þegar við vorum í nábýli við hann og hann gat fengið hann lánaðan hjá mömmu. Bæði Stella og Toni lögðu mikið upp úr fjölskyldutengslum og fylgd- ust vel með systkinabörnunum þeg- ar þau eltust. Eftir að ég stofnaði mína eigin fjölskyldu hitti ég þau samt sjaldnar en áður, en í hvert sinn sem við hittumst voru alltaf fagnað- arfundir. Í mörg ár vakti árleg heim- sókn okkar hjóna til þeirra með nýj- an lax gleði og ánægju. Og Stella og Toni voru ein þau fyrstu sem lögðu á sig ferð vestur að Hellnum, til að skoða nýjan búsetustað okkar eftir að við fluttum þangað. Þrátt fyrir mikil veikindi geislaði gleðin í augum Tona þegar ég hitti hann í vor í fermingarveislu hjá fjöl- skyldunni og þá gleði ætla ég að muna. Ég og fjölskylda mín sendum Stellu frænku og Torfa og Ingu og börnum þeirra og barnabörnum okk- ar einlægustu samúðarkveðjur. Guðrún G. Bergmann. ANTON GUNNARSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986                                         !       ! " #$  #%  &$ #$  ' (  )    *+   , -    . / ! %$    0      +  !     + 1       "      # "      2  3 2 ,,0  ! +$ $44 "*%"       $% !  &   '      ()(  " '   '* 1 *   !  '* / *  5 %'*   1&   '*  ' "'   +  !     + 1 *   )     )    +    !    '+'  #    !                     )05   6 %'478 "  1 ,    )    ' '(    - ( . / (   +   '  *+  *+ ) "   %1     ) "  ' (% ! ' ) "  0!/1    ! (1) " ! '    - +  !!- + 1                                          !"#"  $  %& "'   "%#"  !"  %& ( ) *#)#"   %! $& ## $#"  *  !"&    !"#"  +,  -" . %& , ', !"#"  . %! (/ +, &0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.