Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námsefni í mál- og hreyfiþjálfun Bregðast þarf fljótt við TÖLUVERÐAR um-ræður hafa veriðað undanförnu um læsi og lestrarerfiðleika. Kristín Björk Jóhanns- dóttir, þroskaþjálfi og kennari, og Guðrún S. Þór- arinsdóttir sérkennari hafa búið til og gefið út námsefni til að greina og vinna með námserfiðleika af ýmsu tagi. Guðrún var spurð hvort mikil þörf væri á slíku námsefni. „Ástæðan fyrir að þetta námsefni var gefið út var einmitt að mikið var um það spurt. Meðan ég vann við greiningar og ráðgjöf á Fræðsluskrifstofu Suður- lands kynnti ég vinnu- brögð mín í þessu efni fyrir kennurum og foreldrum sem ég starfaði með. Síðan þegar ég fór að vinna með Kristínu Björk þroskaþjálfa komst meira skipulag á vinnubrögð og áætlanir og við ákváðum að sækja um styrk úr Verkefna- og námsstyrkjasjóði Kennarasambands Íslands (Von- arsjóði). Við fengum þennan styrk og það varð til þess að við gátum gefið námsefnið út með tilstyrk Þróunarsjóðs Árborgar og For- eldrafélags misþroska barna.“ – Er samhengi á milli mis- þroska og lestrarerfiðleika? „Já, það er samhengi milli þess- ara þátta. Námsefnið byggist á því að örva alhliða þroska barna og hverjar sem orsakirnar eru fyrir námserfiðleikunum þá höf- um við gert okkur grein fyrir að þetta efni er til mikillar hjálpar.“ – Hvernig hafið þið komist að þessu? „Kennslan hjá okkur hefur ver- ið greinandi. Námsefnið er þannig uppbyggt að því fylgja bæði mats- listar, gátlistar og kennsluáætlan- ir. Hægt er að fylgjast stöðugt með framvindu námsins og sjá hvort færni nemendanna eykst. Okkur finnst við sjá mjög góðar framfarir hjá langflestum nem- endum.“ – Um hvað er þetta námsefni? „Þetta heitir Námsefni í mál- og hreyfiþjálfun fyrir 1.–7. bekk grunnskólans. Það skiptist í tvennt. Annars vegar greiningar- gögn fyrir 1.–3. bekk og hins veg- ar fyrir 4.–7. bekk.“ – Hvert er markmið námsefn- isins? „Í fyrsta lagi er það að skima og finna nemendur við upphaf skóla- göngu sem líklegir eru til að eiga í námserfiðleikum. Í öðru lagi að örva þroska nemenda til að takast á við formlegt nám og standa sig í félagslegu samspili. Þetta eru yfirmarkmið ef svo má segja. Þetta er handbók fyrir kennara og það fylgir með handbók fyrir for- eldra sem er afhent öllum foreldr- um sex ára barna. Fyrir kennar- ann fylgja svo með kennsluáætlanir fyrir fjölda kennslustunda, matslistar og gát- listar – eða öll vinnugögn. Hjá yngri börnum er auk skimunar sem öll sex ára börn fara í unnið með málþroska, hreyfi- þroska og samskipti, starfið er unnið í litlum hópum og það eru tveir fagmenn með hvern hóp. Hjá eldri börnunum er líka skimun, til að finna þá nemendur sem enn eiga í erfiðleikum þrátt fyrir þjálfun í 1. til 3. bekk. Þar er líka unnið í litlum hópum og þar er mest áhersla lögð á fínhreyfingar, skipulag og félagslega færni.“ – Fara námserfiðleikar vax- andi? „Að hluta til er einhver aukning en það er líka það að farið er að vinna miklu meira með börn sem eru ekki í hópi alvarlegra tilfella. Þegar ég byrjaði að vinna fyrir 30 árum komu inn á borð til mín til- vik þar sem um var að ræða eldri nemendur með mun alvarlegri lestrarerfiðleika en nú gerist. Nú er yfirleitt búið að vinna með börnunum í yngri deildum og þá standa þau betur að vígi í eldri deildunum. Þar er hins vegar farið að vinna meira með skipulagn- ingu, fínhreyfingar, hegðun og at- ferli. Við finnum stundum börn í eldri bekkjunum sem eiga í náms- erfiðleikum, t.d. vegna tilfinninga- örðugleika, en hafa svo væg ein- kenni að þau hafa ekki fundist meðan þau voru yngri.“ – Hver eru merki um námserf- iðleika? „Þau geta næstum því verið eins margvísleg og börnin eru mörg. Nefna má t.d. þegar börn verða félagslega einangruð af því að þau hafa slakan málskilning og eiga erfitt með að tileinka sér reglur og skipulag og verða þess vegna óvinsæl í leik og starfi. Svo eru börn sem eiga í tilfinningaerf- iðleikum sem erfitt er að greina, þeim gengur kannski ekki illa í námi en vegnar illa félagslega, al- gengara er þó að svona erfiðleikar komi líka niður á námi.“ – Er þegar byrjað að nota þetta námsefni? „Já, það er byrjað að nota það víða og við er- um farnar að fá jákvæð viðbrögð við því. Við leggjum áherslu á að þetta er okkar rammi sem gott er að fara eftir en auðvitað verður hver og einn kennari að taka mið af þörfum sinna nemenda. Hægt er sem sagt að kenna alveg eftir þessum ramma en einnig að nota upplýsingarnar sem gagnabanka. Mikilvægt er að börnum sem eiga í námserfiðleikum sé komið til hjálpar strax og þetta námsefni miðar að því. Guðrún S. Þórarinsdóttir  Guðrún Sigríður Þórarins- dóttir fæddist 29. nóvember 1941 í Reykjavík. Hún tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1962 og kennarapróf frá Kenn- araskóla Íslands 1964. Fyrri hluta sérkennslufræða tók hún árið 1974 og BA-próf í sér- kennslufræðum tók hún 1990. Guðrún er gift Guðna Ágústi Alfreðssyni, prófessor í örveru- fræði við Háskóla Íslands. Þau eiga þrjá syni og fimm barna- börn. Hægt að fylgjast stöðugt með framvindu námsins FYRSTI skóladagurinn á haustin markar ávallt merk tímamót í lífi barna og víst að spenningurinn er mikill, burtséð frá því hvort hafi yf- irhöndina, tilhlökkunin eða kvíðinn. Í gær var fyrsti kennsludagurinn í Rimaskóla samkvæmt stundaskrá og því margt um manninn á skóla- lóðinni í sólskininu á meðan beðið var eftir að skólabjallan hringdi inn. Það má heita fullvíst að ýmis verkefni hafi beðið barnanna á myndinni, sem gætu hafa verið að leiða hugann að hinum ýmsu svið- um mannlífsins sem oft eru tekin til gaumgæfilegrar rannsóknar inni í bekk hjá kennaranum. Rimaskóli er að hefja sitt níunda starfsár og eru þar 810 nemendur í 1.–10. bekk. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Beðið eftir bjöllunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.