Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  Til sölu Toyota Landcrusier GX 3.0 diesel, f.skrd. 07.07. 1999, ekinn 29 þ. km, blár, 5 dyra, 33" breyting og dráttar- kúla. Verð 3.290.000 FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur gefið út reglugerð sem heimilar að lán Íbúðalánasjóðs vegna íbúða- kaupa geti numið allt að 85% af brunabótamati íbúðar, en áfram er við það miðað að lánshlutfallið verði ekki hærra en sem nemur 65% eða 70% af kaupverði. Breytingarnar ganga í gildi um mánaðamótin. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að þessi niðurstaða valdi vonbrigðum. Á blaðamannafundi kom fram að á fundi stjórnar Íbúðalánasjóðs 23. ágúst síðastliðinn hafi verið lagt til að áfram verði grundvallarreglan sú að lána 65% eða 70% af kaup- verði íbúðar en lögð til sú breyting á reglugerð um húsbréf og hús- bréfaviðskipti að lán skuli ekki vera hærri en sem nemur 85% af bruna- bótamati íbúðar. Með því móti náist að upphefja sem næst þau áhrif sem boðuð breyting á brunabóta- mati, sem tekur gildi 15. september næstkomandi þegar gengur í gildi endurmat brunabótamats, myndi hafa að óbreyttu á útlán Íbúða- lánasjóðs. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að þessar breyttu regl- ur vægju upp þær breytingar sem nýtt brunabótamat hefði í för með sér og gott betur. Það væri hins vegar ástæða til að stíga varlega til jarðar og þessar breytingar ættu hvorki að vera þensluhvetjandi né að hækka verð á fasteignum. Páll bætti því við að hámarkslán Íbúðalánasjóðs hefðu verið hækkuð í maí síðastliðnum og væru nú 8 milljónir kr. vegna kaupa á not- uðum íbúðum og 9 milljónir kr. vegna nýbygginga. Páll sagði að haft hefði verið náið samráð við Seðlabankann út af þessum breytingum og hefði hann fallist á þær. Fram kom að með þessum breyt- ingum væri við það miðað að ástandið héldist sem næst óbreytt hvað varðaði útlán Íbúðalánasjóðs. Páll sagði að hann teldi þetta sann- gjarna niðurstöðu, þó fasteignasal- ar hefðu sjálfsagt viljað sjá miklu hærra lánshlutfall. Skekkir verðmyndun á fasteignum Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, sagði að þessi niðurstaða væri vonbrigði fyrir kaupendur og seljendur fasteigna, en ekki fyrir fasteignasala eins og félagsmálaráðherra léti liggja að. Þetta myndi skekkja verðmyndun á fasteignum og hafa áhrif á sölu- möguleika margra eigna, auk þess sem þetta myndi hafa áhrif á þær leiðir sem kaupendur þyrftu að fara til að fjármagna fasteignakaup. Guðrún sagði að þetta myndi koma verst niður á þeim sem væru að kaupa sína fyrstu íbúð, tækju 90% lán og væru með meðaltekjur. Of margir myndu þurfa að sætta sig við skerðingu húsbréfalána og þurfa því hugsanlega að leita dýrari leiða til fjármögnunar og sitja uppi með meiri greiðslubyrði af þeim sökum. Guðrún sagði að þó fullyrt væri að meðaltalsútkoman yrði svipuð og áður, þá lægju mörg dæmi að baki meðaltalinu og nú þegar hefðu þau hrópandi dæmi um það til dæmis hvað sölumöguleikar eigna yrðu miklu minni en áður. Húsbréfalán geta numið 85% af brunabótamati BROTIST var inn í sendibíl lakkr- ísgerðarinnar Kóluss við Tunguháls í gærmorgun og þaðan stolið sælgæti að verðmæti 300.000 krónur. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru einnig unnar nokkrar skemmdir á bifreiðinni. Nokkuð var um innbrot og eigna- spjöll í Reykjavík í fyrrinótt. Eignaspjöll urðu er slagsmál brut- ust út á Kringlukránni skömmu fyrir miðnætti. Þá var tilkynnt um innbrot í fyr- irtæki í austurborginni klukkan 0:55 og í bíl í Breiðholti klukkan 3:44. Undir morgun var síðan lögregla ködd til til vegna manna sem létu ófriðlega og hentu grjóti í rúður húss í Bústaðahverfi. Sælgæti fyr- ir 300 þús- und stolið NOKKUR dæmi eru um það í sumar að bílar hafi skemmst í akstri utan vega. Í sumum til- fellum töldu tryggingatakar að kaskótrygging ökutækis bætti slík tjón. Svo er þó ekki og þurfa bíleigendur eða umráða- menn bíls, þegar eigandi er fjármögnunarleiga, að kaupa sérstakt utanvegakaskó, sem yfirleitt kostar um 10% af grunniðgjaldi kaskótrygging- ar, eða á bilinu 3-4 þúsund kr. á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá-Almennum kemur þetta fram í skilmálum trygginganna og sé viðskiptavinum yfirleitt bent á þetta þegar því verður komið við. Oftlega sé hins vegar gengið frá tryggingum af fjár- mögnunarfyrirtækinu og um- ráðamaður bíls kemur þar hvergi nærri. Hann fær hins vegar skilmála tryggingarinnar senda. Utanvegakaskótrygging er einkum hugsuð fyrir björg- unarsveitir og menn sem eru vanir fjallaferðum. Guðríður Ólafsdóttir, yfir- maður útlánasviðs Lýsingar, segir að um þetta gildi hið sama og um æfingaakstur. Leigutaki bíls í eigu Lýsingar þarf m.ö.o. að sækja um sérstaka trygg- ingu og fá leyfi til æfingaakst- urs. Á sama hátt þurfi umráða- maður bíls að sækja sérstaklega um tryggingu vegna aksturs utanvega. Þótt umráðamaður bíls komi ekki við sögu þegar bíll í eigu fjár- mögnunarfyrirtækis er tryggð- ur fær hann engu að síður skil- málana og staðfestingu frá sínu tryggingafélagi. Guðríður segir að tjón sem verður utan vega falli á umráðamann bíls ef ekki er tryggt á annan hátt en með venjulegri kaskótryggingu. Kaskó- trygging nær ekki til tjóna í utanvega- akstri ÞRESKING á korni hófst óvenju snemma þetta árið á bænum Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum en þresking hefst yfirleitt ekki fyrr en um miðjan september. Kornrækt hefur verið stunduð á Þorvaldseyri í 40 ár og segir Ólafur Eggertsson ábúandi að kornræktin hafi heppn- ast á hverju ári allan þann tíma. Uppskeran er um 60 til 70 tonn á ári og er kornið fyrst og fremst nýtt í kjarnfóður fyrir nautgripi. Að sögn Ólafs er ástæðan fyrir snemmbúnum slætti sú að und- anfarin tvö ár hefur hann sáð ís- lensku kornafbrigði sem kynbætt hefur verið fyrir íslenskar að- stæður á Rannsóknastofnun land- búnaðarins. „Það er kornið sem ég er að slá þessa dagana og er a.m.k. hálfum mánuði á undan öðrum tegundum. Þetta þarf bara styttra sumar og er orðið svona bleikt og fínt á mun skemmri tíma en aðrar tegundir.“ Á Þorvaldseyri er ræktað korn á um 20 hekturum og íslenska af- brigðið á u.þ.b. helmingnum. Ólafur segir að kornrækt sé heldur að aukast hér á landi en um 150 bænd- ur stunda nú kornrækt á landinu. Úrvalsfóður „Afurðin er notuð sem kjarnfóð- ur og sumir blanda sitt kjarnfóður á búunum sjálfir og aðrir senda korn- ið í verksmiðju þar sem þeir fá það blandað. Þetta er úrvalsfóður. Við notum ekki eiturefni og úðum þetta lítið sem ekki neitt. Síðan er kornið okkar alltaf ferskt og nýtt sem við erum að gefa skepnunum en við vit- um ekki alltaf hvaðan hitt er upp- runnið. Þá hefur kornið staðið sig fyllilega í gæðum í samanburði við útlent korn,“ segir Ólafur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þresking á korni hófst nýlega á bænum Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Ólafur bóndi segir að þetta sé úrvals fóður fyrir skepnur. Bleikir akrar undir Eyjafjöllum BÍLL fór út af veginum við gatna- mót Austurlandsvegar og Hafnar- vegar síðdegis í gær. Bíllinn fór tvær heilar veltur og hafnaði á hjólunum á túni sem nýbú- ið var að bera kúamykju á. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Höfn slapp ökumaðurinn ómeiddur. Valt út af vegi og út á tún ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.