Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 18
ÚR VERINU 18 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segist reiðubúinn að beita sér fyrir frest- un kvótasetningar krókabáta og segist fagna öllum stuðningi við slíkt, jafnvel þótt hann komi úr röð- um stjórnarandstöðunnar. Einar Oddur segir að meginatriði málsins sé að með álitsgerð í kjölfar Valdimarsdómsins hafi verið rofin ákveðin sátt sem skapast hafi um málefni smábáta. „Síðan hefur ríkt ófriður um þessi mál og menn eru síður en svo á einu máli um það hvort túlkun dómsins sé rétt. Valdi- marsdómurinn er af mörgum talinn ruglingslegur en Vatneyrardómur- inn er hins vegar mun vandaðri og skýrari. Lögfróðir menn hafa full- yrt að vegna Vatneyrardómsins stríði núverandi stjórnkerfi smá- báta ekki gegn stjórnarskránni og því þurfi ekki að afnema kerfið.“ Einar Oddur segir að gildistaka lagana hinn 1. september nk. sé þannig mistök og því sé allt til vinn- andi að koma í veg fyrir slíkt. „Ég vona að augu manna opnist fyrir því í hvaða vandræði og ógæfu er verið að stefna þessu máli. Málið snýst auk þess um tiltölulega lítið magn. Stofnmat á til dæmis ýsu getur sveiflast um tugi ef ekki hundruð þúsunda tonna og þekkingin á stofninum í raun og veru sáralítil. Það sem menn eru hins vegar að bí- tast um eru nokkur þúsund tonn. Mér finnst því út í hött að setja heilu byggðarlögin og hundruð sjálfstæðra útgerðarmanna í upp- nám út af svo litlu magni,“ segir Einar Oddur. Er ekki stefna ríkisstjórnarinnar Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, segir ljóst að gildistöku laganna verði ekki frestað og því komi kvótasetn- ing á krókabáta til framkvæmda hinn 1. september. Hann segir að afstaða sín til þessarar niðurstöðu hafi ekki breyst frá því í vor en þá lýsti hann sig andsnúinn þeirri leið sem nú er ljóst að farin verður og var þá kölluð miðlunarleiðin. Hann segist því munu reyna að leita leiða til að gerðar verði breytingar á málum. „Ég hef lagt áherslu á það frá upphafi að lagasetningin, sem byggð er á stjórnarskrárlegum for- sendum, leiði ekki til umtalsverðs samdráttar í veikustu byggðum landsins. Lagasetningin þýðir að um veru- legan samdrátt er að ræða á veiði þessara báta, þrátt fyrir að bætt sé við kvótann í ýsu og steinbít. Það þýðir færri störf og í kjölfarið brottflutning á fólki. Að mínu mati þarf að halda atvinnulífi þessara staða í því horfi sem verið hefur. Það er í sjálfu sér engin ein leið til þess og það þarf að finna niður- stöðu í þeim efnum. Stjórnarflokk- arnir verða að ná samstöðu í þessu máli og ég geng út frá því að þeir séu sammála um að afleiðingarnar verði ekki eins og stefnir í. Það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að slíkt gerist,“ segir Kristinn. Fagnar stuðningi stjórnarandstöðu Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson SÝSLUMAÐURINN á Akranesi hefur krafið útgerð togarans Marz AK um skýringar á veru Rússa um borð í togaranum en skipið er nú að veiðum í Barents- hafi. Útgerðarmaður togarans staðfestir að um borð séu Rússar en þeir séu ekki hluti af áhöfn skipsins og þurfi því ekki lög- skráningu. Marz AK er skráð á Íslandi og er útgerðinni, Avona ehf. á Akra- nesi, því skylt að fara að íslensk- um lögum hvað varðar lögskrán- ingu. Norska strandgæslan fór um borð í skipið í síðustu viku og hefur hún staðfest að í skipinu voru að vinna 5–6 sjómenn sem taldir eru vera rússneskir en þeir eru ekki skráðir í áhöfn skipsins. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sýslumanns á Akranesi, staðfesti það grunsemdir um að lögskrán- ingargögn útgerðarinnar stæðust ekki. Hann segir að útgerðinni hafi þegar verið gert að gera grein fyrir mönnunarmálum um borð í togaranum, sem og að koma lögskráningarmálum í sam- ræmi við lög. Samgönguráðuneyt- inu hefur verið gerð grein fyrir stöðu málsins og segir Ólafur Þór að nú sé verið að fara yfir þær skýringar sem borist hafi frá út- gerðinni. Í kjölfarið verði næstu skref ákveðin. Ólafur Þór segir að þar sem skipið sé ekki að veiðum innan ís- lenskrar efnahagslögsögu taki lög um lögskráningu sjómanna ekki beinlínis á því hvaða aðgerðir ís- lenskum stjórnvöldum er heimilt að fara út í sé um brot á lögunum að ræða. Úrræðið sé því að óska eftir liðsinni íslensku Landhelg- isgæslunnar. Leiði athugun henn- ar í ljós að ástæða sé til að aðhaf- ast enn frekar í málinu, sé hægt að vísa skipinu til hafnar. Það verði síðan að gera í samstarfi við norsku strandgæsluna. Sævar Sigurvaldason, útgerð- armaður Marz AK, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að um borð í skipunu væru Rússar. Þeir væru hins vegar ekki í áhöfn skipsins og gengju ekki til dag- legra starfa, heldur væru þeir um borð á forsendum sem hann gæti ekki upplýst að svo stöddu. Hann sagði málið byggt á misskilningi og að verið væri að reyna að koma höggi á útgerðina. Grunur um brot á lögskráningu Óskráðir Rússar um borð í Marz AK í Barentshafi VIÐSKIPTI NIÐURSTAÐA kærunefndar út- boðsmála um að ógilda samstarfsút- boð Ríkiskaupa um rafrænt mark- aðstorg ríkisins gefur tækifæri til að þannig verði staðið að málum að allir standi jafnfætis, að sögn Rúnars Más Sverrissonar, framkvæmdastjóra Netverslunar Íslands hf. Hann segir að nú verði hægt að færa fram þær skýringar sem fyrirtækið hafi óskað eftir að koma á framfæri í sambandi við þetta verkefni sem ekki hafi gef- ist kostur á í samstarfsútboðinu. Rúnar væntir þess að annað útboð verði haldið. Erla S. Árnadóttir hæstaréttarlög- maður, sem sá um að kæra sam- starfsútboð Ríkiskaupa til kæru- nefndar útboðsmála fyrir hönd Netverslunar Íslands, segir að þegar fyrirtækinu hafi verið boðið að taka þátt í samstarfsútboðinu hafi stjórn- endur þess ekki gert sér grein fyrir því að útboðið uppfyllti ekki þær reglur sem um samstarfsútboð gilda. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að farið hafi verið að vinna í útboðinu sem sé m.a. skýringin á því hvers vegna Netverslun Íslands tók þátt í útboðinu sem það síðan kærði að skyldi vera haldið. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku kvað kæru- nefnd útboðsmála nýlega upp þann úrskurð að útboð Ríkiskaupa um svo- nefnt „Rafrænt markaðstorg ríkisins – samstarfsútboð“ væri ógilt. Ríkis- kaup efndu til útboðsins eftir að hafa hafnað öllum tilboðum í almennu út- boði um sama efni. Netverslun Íslands hf. kærði sam- starfsútboðið til kærunefndar út- boðsmála í júlí síðastliðnum en fyr- irtækið var eitt þriggja fyrirtækja sem tók þátt í útboðinu en þessi þrjú fyrirtæki voru talin hafa boðið fram tæknilega fullnægjandi lausnir í al- menna útboðinu. Ríkiskaup ákváðu í júní að hefja viðræður við Miðheima hf. en hafna öðrum tilboðum. Markmiðið með rafrænu markaðs- torgi ríkisins er að þorri innkaupa hins opinbera á vörum og þjónustu fari þar fram en torginu er ætlað að greiða fyrir samskiptum milli kaup- enda og seljenda. Erla S. Árnadóttir segir að meðan á framkvæmd samstarfsútboðs Rík- iskaupa stóð hafi ýmis atriði komið upp. Þar megi til að mynda nefna að Netverslun Íslands hafi ekki verið boðið að koma öllum upplýsingum á framfæri áður en Ríkiskaup til- kynntu að ákveðið hefði verið að hefja viðræður við einn hinna þriggja aðila sem þátt tóku í útboðinu. „Þegar niðurstaða Ríkiskaupa lá fyrir óskuðu stjórnendur Netversl- unar Íslands eftir skýringum Ríkis- kaupa. Þeir fengu þau svör að ekki hefði verið boðið upp á ákveðin atriði í tilboði fyrirtækisins. Það var rangt hjá Ríkiskaupum og var gert grein fyrir því í gögnum sem send voru til kærunefndarinnar og sem Ríkiskaup andmæltu ekki. Allir stóðu því ekki jafnt að vígi í samstarfsútboðinu. Þá vöknuðu í framhaldinu upp spurning- ar hjá stjórnendum Netverslunar Ís- lands um réttmæti útboðsins og eins og kærunefnd útboðsmála hefur nú komist að niðurstöðu um var sam- starfsútboð Ríkiskaupa ekki byggt á heimildum,“ segir Erla. Væntir ann- ars útboðs Stóðu ekki jafnt að vígi í útboði Ríkiskaupa um rafrænt markaðstorg HAFÞÓR Haf- steinsson fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugfélagsins Atl- anta hf. mun taka við stöðu forstjóra félagsins af Arn- grími Jóhanns- syni frá og með 1. september nk. Arngrímur mun áfram gegna stöðu stjórnarformanns. Hafþór hefur verið flugmaður og flugrekstrarstjóri hjá Atlanta frá árinu 1992 og framkvæmdastjóri markaðssviðs frá síðasta ári. Við nýrri stöðu aðstoðarforstjóra tekur Arnar Þórisson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs, ásamt því að gegna áfram fyrri stöðu. Þá tekur Davíð Másson, aðstoðarmarkaðs- stjóri við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs. Velta Atlanta var rúmir 14 millj- arðar á síðasta ári en gert er ráð fyrir veltu upp á rúma 22 milljarða á þessu ári, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Nýr forstjóri Atlanta ÍSLENSKA fyrirtækið Altech JHM hf. gekk nýlega frá sölu á heildar- tækjabúnaði í nýja skautsmiðju í ál- veri í Sumgait í Aserbaídsjan. Sam- ingsupphæðin er 10 milljónir dollara eða um einn milljarður króna og er þetta stærsti samningur sem Altech JHM hefur gert frá því fyrirtækið var stofnað árið 1987. Jón Hjaltalín Magnússon, fram- kvæmdastjóri Altech JHM hf., segir í samtali við Morgunblaðið að samn- ingurinn hafi mikla þýðingu. „Í fyrsta lagi höfum við nú verkefni út næsta ár og þetta er mikil viður- kenning á því starfi sem við höfum lagt á okkur undanfarin tíu ár. Í öðru lagi auðveldar þetta okkur að fá fleiri samninga af þessu tagi.“ Jón segir að nú standi yfir viðræður Altech við um 80 álver í heiminum. „Við reikn- um með að ná nokkrum samningum fyrir næstu áramót, ekki svona stórum reyndar, en það eru upphæð- ir sem skipta nokkur hundruð millj- ónum.“ Aðspurður segir Jón að upphafið að töluverðum vexti fyrirtækisins megi rekja til ársins 1996 þegar Al- tech gerði um 200 milljóna króna samning í Miðausturlöndum. Fyrir- tækið er ekki með eigin framleiðslu heldur leggur út verkefni hjá verk- tökum á Íslandi og erlendis. Samn- ingurinn nú er gerður við hollenska fyrirtækið Fondel, sem er sérhæft í viðskiptum með málma og hefur gert samning við ríkisstjórn Aserbaíd- sjan um að endurbæta gamalt álver þar í landi með nútímatækni og í samræmi við ströngustu umhverfis- staðla. Álverið í Aserbaídsjan mun í byrjun framleiða 130.000 tonn af áli árlega, en verður síðan stækkað í áföngum. Með þessari sölu til Sumgait-álversins hefur Altech þeg- ar gengið frá sölusamningum fyrir 1,2 milljarða það sem af er árinu. Altech JHM hf. selur búnað fyrir milljarð króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.