Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Helgin (The Weekend) D r a m a  Leikstjórn og handrit: Brian Skeet. Aðalhlutverk: Gena Rowlands, Deborah Kara Unger og Brooke Shields. Skífan. (92 mín.) Öllum leyfð. UNG hjón efna til kvöldverðar á heimili sínu í sveitinni. Hörmulegur atburður í fortíðinni varpar skugga sínum yfir at- burðina og sam- koman verður til- efni fyrir persónurnar til að horfa um öxl og takast á við erfið- leika sem reynt hefur verið að forð- ast. Söguþráðurinn er að vísu margbrotnari en þessi stutta lýsing gefur til kynna, myndin byggist rólega upp en nær fyrir vikið að mynda tilfinningalegan þunga sem heldur áhorfendum föngnum. Leikarar standa sig afar vel, kemur þar Brooke Shields dálítið á óvart þar sem hún er kannski þekkt fyrir flest annað en sterkan leik í drama- tískum myndum, og hrein unun er að Genu Rowlands í hlutverki athygl- isglaðrar ekkju. Hér er á ferðinni af- ar góð mynd fyrir fullorðið fólk. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Drama- tískur vinafundur Á STEFNUMÓTI Undirtóna í kvöld leikur hljómsveitin Right On Red en sveitin er við það að ryðja sér til rúms á rokklandakortinu íslenska. Hljómsveitin er u.þ.b. eins árs gömul en allir liðsmenn hennar voru saman í sveitinni Cyclone fyrir nokkrum ár- um. Liðsmennirnir rauðu eru þeir Egill Árni Hübner gítarleikari og söngvari, Hugi Jónsson bassaleikari og Þorvaldur Kr. Þorvaldsson trommari. Aðspurðir segjast þeir vera undir áhrifum frá Kent, At the Drive-in og öllu því sem þeir hafa hlustað á í gegnum árin. Einnig kemur fram plötusnúður- inn Dj Ölwis. Eins og áður fer Stefnumótið fram á Gauki á Stöng, hefst upp úr 21 og inngangseyrir er 500 kr. Stefnumót Undirtóna í kvöld Morgunblaðið/Arnaldur Right On Red: Hugi, Egill og Þorvaldur leika á Gauknum í kvöld. Rauðrokk BANDARÍSKA leikkonan Angel- ina Jolie var á mánudaginn út- nefnd velviljandi sendiherra um- boðsskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna. Jolie var grátklökk við athöfnina, sem fram fór í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Sviss, og sagði frá kynnum sínum við flóttamenn frá Afganistan í Pak- istan. Jolie, sem kom frá Pakistan á sunnudaginn, sagðist enn eiga erfitt með að tala um ástandið í flóttamannabúðunum. „Þetta eru hræðilegar aðstæður sem fólkið býr við,“ sagði Jolie við athöfnina. „Þau búa við aðstæður sem ég efast um að nokkur hér inni gæti lifað við í nokkra daga.“ Jolie hóf að heimsækja flótta- mannabúðir fyrr á árinu. Dag- bækur sínar frá heimsóknum til Síerra Leóne og Tansaníu birti hún á Netinu til að vekja athygli á málefninu. Með heiðursnafnbótinni fetar Jolie í fótspor leikaranna Rich- ards Burton og Sophiu Loren. Hinn háttsetti stjórnarnefndar- maður Sameinuðu þjóðanna, Ruud Lubbers, sagði Jolie hjálpa þeim að vekja athygli ungs fólks á mál- efnum flóttamanna. Sendiherr- ann Angel- ina Jolie AP Sendiherrann Angelina Jolie með skírteinið sitt. TÓNLISTARMAÐURINN virti Tom Waits er við það að senda frá sér nýja breiðskífu. Um er að ræða tónlist sem hann og kona hans Kathleen Brennan sömdu fyrir leikritið Woyzeck. Verkið hefur verið sýnt við miklar vinsældir í Batty Nan- sen leikhúsinu í Kaupmannahöfn síðan síðasta haust. Áætlað er að platan komi út næsta vor. Í leikritinu, sem hefur fengið lof gagnrýnenda, eru lögin leikin af leikhússveit en sjálfur hefur Waits aldrei flutt lögin á tónleikum. Það verður því í fyrsta skipti hægt að heyra þau í hans flutn- ingi þegar platan kemur út. Hópurinn sem leikur lögin í verkinu er við það að hefja tónleikaferð um Evrópu, án Waits. Tónlistarmaðurinn hefur ekki gefið út breið- skífu í tvö ár, en síðast gaf hann út hina mögnuðu skífu Mule Variations, en þá voru liðin ein sex ár frá því að hann hafði gefið út plötu. Síðustu ár hef- ur Waits einbeitt sér að föðurhlutverkinu, en hann og fjölskylda hans eiga búgarð í Kaliforníu. Væntanleg plata frá Tom Waits Lögin úr Woyzeck gefin út Tom Waits.biggi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.