Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 43 DAGBÓK LJÓÐABROT MORGUNN Syngur ástar sætum róm svanur í bláum straumi, döggu slegin blunda blóm í blíðum geisladraumi. Suðar lækur silfurtær í sælum fjalla dölum, bjartur sólarbjarmi hlær á brjóstum unnar svölum. Morgunblærinn hægt fær hreyft hreina skrautið blóma, aleðlið er svásum sveipt sólargeisla dróma. Kristján Jónsson, fjallaskáld. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. júní sl. í Hvera- gerðiskirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Agnes Elva Guðmundsdóttir og Jóhann Sigurðsson. Heimili þeirra er að Þelamörk 45, Hvera- gerði. Ljósmynd/Myndrún ehf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. ágúst sl. í Akureyr- arkirkju af sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur Júlía Skarphéðinsdótir og Birgir Torfason. Heimili þeirra er að Borgarsíðu 37, Akureyri. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 3.020 kr. Þær heita Björt Magnúsdóttir, Bryndís Hrönn Kristinsdóttir og Margrét Jóhannsdóttir. Norðurlandamótinu í skák lauk fyrir stuttu í Bergen í Noregi. Mót þessi hafa langa sögu en þar sem ekki er talinn grundvöllur fyrir að skipuleggja það sérstak- lega var keppnin höfð þann- ig að hún færi fram innan opins alþjóðlegs móts. Stað- an kom upp á mótinu. Sævar Bjarnason (2281) hafði svart gegn pólsku skákkonunni Joanna Zimny (2087). 45... Rxb2! 46. Hxb2 Hxc3+ 47. Ke4 Hxc1 48. Hxb5 Hc3 49. Kxe5 Hxa3 50. Hb7+? Þrátt fyrir að svartur hafi unnið peð eru úrslitin hvergi nærri ráðin þar sem kóngur hvíts er mun virkari en kollegi hans. Þannig hefði 50. Hb6 farið langleiðina með að tryggja hvít- um jafntefli. Í framhaldinu hefði hann einnig getað varist betur þótt erfiðari hefði verið. 50... Kg6 51. g4 He3+ 52. Kd4 Hh3 53. Ha7 Hxh2 54. Ha6+ Kg7 55. Hxa4 Hf2 56. Ke5 Hf6 57. Ha7+ Kg6 58. Ha4 Hf1 59. Ha6+ Kg7 60. Ha7+ Hf7 61. Ha4 h5! og svartur vann nokkru síðar. Loka- staða efstu manna varð þessi: 1.-2. Evgeny Agrest og Artur Kogan 8 vinninga af 9 mögulegum. 3. Leif Er- lend Johannessen 7 v. 4.-9. Stellan Brynell, Lars Schan- dorff, Einar Gausel, Rune Djurhuus, Nikolay Mitkov og Olli Salmensuu 6½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. EITT af því fyrsta sem byrjendum er kennt er að spila út í lengsta lit gegn grandi. Margir gleyma þessari speki þegar þeim vex ásmegin í spilinu og eru sífellt að reyna að „hitta á lit makkers“. Vissulega reynist stundum vel að spila út í stuttlit, en þá verða að vera gild rök fyrir útspilinu. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD94 ♥ ÁG6 ♦ 10962 ♣ Á6 Vestur Austur ♠ 63 ♠ G1072 ♥ K94 ♥ 10532 ♦ D75 ♦ ÁK ♣ G9874 ♣ 1032 Suður ♠ Á85 ♥ D87 ♦ G843 ♣ KD5 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Svona gengu sagnir mjög víða í sumarbrids í Húna- búð í síðustu viku. Tígullinn er eðlileg opnun og tvö grönd áskorun í geim, án hálitar. Það er mjög líklegt að NS eigi ekki átta spila samlegu í hálit og á þeirri forsendu völdu margir að koma út með spaða eða hjarta frá vesturhendinni. En bæði útspilin eru van- hugsuð. Austur virðist eiga 6-9 punkta, en lét samt ógert að stinga inn hálita- sögn. Hann á því varla góð- an fimmlit og því er allt of hættulegt að koma út í hálit og best að halda sér við lengsta lit, eða laufið. Vörn- in sleppur skaðlaust frá út- spili í spaða, en hjarta frá kóngnum kostar slag. Sagn- hafi nær að fría slag á tígul og fær líka þrjá á hjarta, eða samtals tíu. En hvernig fer spilið með laufi út? Sagnhafi þarf að þríbrjóta tígulinn og vörnin verður þannig á undan að fría laufið. Fær suður þá að- eins átta slagi? Svo virðist vera, en Sæ- vin Bjarnason sýndi fram á annað. Hann tók laufútspil- ið með ás og spilaði tígli. Austur átti slaginn og kom með lauf, og aftur lauf þeg- ar hann fékk næsta slag á tígul. Nú er laufið frítt og vestur á enn tíguldrottn- ingu. Sævin hætti við tígul- inn og svínaði næst hjarta- gosa. Tók svo þrjá slagi á spaða. Þriðji spaðinn fór al- veg með vestur. Hjarta mátti hann ekki henda, því þá kæmi kóngurinn í ásinn, svo hann kastaði laufi. Þá spilaði Sævin tígli og vestur varð að spila frá hjarta- kóngi í lokastöðunni. Vel spilað, en Sævin fékk aðeins tæpa meðalskor fyr- ir vinnu sína, því margir sagnhafar fengu útpspil í hjarta og tíu auðvelda slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú kannt betur við tjalda- bakið en sviðsljósið. Samt ertu ekki metnaðarlaus en mörgum hættir til að dæma þig svo. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kannt að standa frammi fyrir vandamáli sem þér finnst þú ekki reiðubúinn til þess að glíma við. Dragðu djúpt and- ann og skoðaðu málið í heild sinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Allt í einu ert þú allra vinur. Það er gleðilegt að njóta slíks á meðan það varir en farðu þér hægt og mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur það á tilfinningunni að samstarfsmenn þínir efist um hæfileika þína. Einbeittu þér að því að sýna þá með ótví- ræðum hætti í verki. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert undir mikilli pressu og finnst þú þurfa að taka margar ákvarðanir með skjótum hætti. Flýttu þér samt hægt og gerðu ekkert að óathuguðu máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert eitthvað óvenju niður- dreginn þessa stundina og kannt svo sem ekki neina skýringu á því. Þú verður bara að hrista af þér slenið og halda áfram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst aðrir vilja um of stjórna þínu lífi. Þá er ekki um annað að ræða fyrir þig en að brjótast undan því oki og vera sjálfur þinnar gæfu smiður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fjölskylduböndin eru eitthvað stíf þessa dagana. Gerðu þitt til þess að létta andrúmsloftið og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu ófeiminn við að tjá öðr- um tilfinningar þínar hvort sem þær eru viðkomandi í hag eða ekki. Aðalatriðið er að þú sért frjáls að því að vera þú sjálfur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hlauptu ekki eftir hverjum hlut sem hugurinn girnist. Hugsaðu fyrst um það hvort hann sé einhvers virði og komi þér að einhverjum notum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki deigan síga heldur hamraðu á skoðunum þínum þangað til þær hljóta hljóm- grunn. Reyndu bara ekki að slá ryki í augu fólks því það hefnir sín alltaf. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Berðu höfuðið hátt þótt ein- hverjir erfiðleikar steðji að. Þeir eru bara til þess að sigr- ast á þeim og í sjálfu sér er það auðvelt því vilji er allt sem þarf. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur því annars áttu á hættu að fólk taki þig fyrir annan en þú ert og sá mis- skilningur komi sér illa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.      Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið og hefjast næstu námskeið í byrjun september NTV skólarnir bjóða upp á tvö hagnýt og markviss tölvunámskeið fyrir byrjendur. arkvisst Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Upplýsingar og innritun: NTV Hafnarfirði - 555 4980 - NTV Kópavogi - 544 4500 NTV Selfossi - 482 3937 - www.ntv.is Grunnatriði í upplýsingatækni Windows 98 stýrikerfið Word ritvinnsla Excel töflureiknir Access gagnagrunnur PowerPoint (gerð kynningarefnis) Internetið (vefurinn og tölvupóstur) Almennt um tölvur og Windows 98 Word ritvinnsla Excel töflureiknir Internetið (vefurinn og tölvupóstur) TÖK-tölvunám 90 stundir n t v .i s nt v. is n tv .i s Almennt tölvunám 72 stundir Mtölvunám Hverfisgötu 78, sími 552 8980 AUKAAFSLÁTTUR AF SUMARVÖRUM NÝJAR VÖRUR Á ÚTSÖLU Til sölu við Stigahlíð Hef til sölu fallega 3-4 herb. íbúð á 1. hæð í fjölb. við Stigahlíð. Mikið endurnýjuð. Tvö svefnherb., stofa, borðst. Suðvestursvalir. Frábær staðsetning. Verð 11,0 millj. Þórey Aðalsteinsdóttir hdl. Skeifunni 19 Sími 5503707 8491233 thorey@logmenn.is Helga Jóakimsdóttir kennir rétta líkamsbeitingu og leiðréttir skekkjur. Býð einnig upp á kennslu og hóptíma í Chi Kung, kínverskum orku- og heilsuæfingum. Helga Jóakimsdóttir, Þórsgötu 21a, 101 Reykjavík Upplýsingar og pantanir í síma 552 1851. Hef opnað aftur eftir sumarfrí. Alexandertækni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.