Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 21 FJÓRIR voru með allar tölur réttar í Powerball-lottóinu í Bandaríkjun- um á laugardag og deila með sér ein- um hæsta vinningi sögunnar, 295 milljónum dollara eða 30 milljörðum króna. Eini vinningshafinn sem hafði gef- ið sig fram í gær var David Edwards, einstæður, atvinnulaus faðir frá Kentucky. Ekki verður annað sagt en að vinningurinn komi sér vel fyrir Edwards því atvinnuleysisbæturnar voru í þann mund að renna út og búið var að loka símanum hjá honum auk þess sem hann vantaði fé til að gang- ast undir bakaðgerð. Edwards sagðist ekki hafa keypt lottómiða í marga mánuði vegna peningaleysis en á laugardaginn hefði hann samt slegið til og keypt átta miða í verslun í Ashland í Ken- tucky. „Ég taldi mig hafa allt að vinna og engu að tapa,“ sagði hinn lukkulegi vinningshafi. Á fyrstu mið- ana merkti hann inn afmælisdaga vina og kunningja, en á einn miðann, vinningsmiðan sjálfan, reyndi hann aðra aðferð. „Ég ákvað að virða töl- urnar fyrir mér og láta þær eiginlega velja mig,“ sagði Edwards. Hann var að vonum í sjöunda himni eftir útdráttinn á laugardags- kvöld og kvaðst hafa „stokkið út úr bílnum og þakkað guði“ er hann heyrði fréttirnar. Kýs að fá vinningsféð í einu lagi Viningshafarnir fjórir geta valið um að fá 2,9 milljónir dollara á ári í 25 ár, samtals 72,5 milljónir, eða fá 41,4 milljónir greiddar strax út í hönd. Í viðtali í þættinum Good Morning America á ABC-sjónvarps- stöðinni kvaðst Edwards myndu kjósa eingreiðsluna. Í viðtali við CNN sagðist hann ennfremur ætla að leita ráðgjafar fjármálasérfræð- inga um það hvernig fénu yrði best varið. „Við þurfum nýtt hús,“ sagði Edwards, en unnusta hans, Shawna Maddux, bætti við að hún „myndi fá sér Ferrari“. Síðdegis í gær hafði reyndar ekki verið staðfest að Edwards hefði vinningsmiða undir höndum því hann átti eftir að gefa sig fram við höfuðstöðvar lottósins í Louisville, ríkishöfuðborg Kentucky. Hinir vinningsmiðarnir voru seldir í New Hampshire, Minnesota og Delaware. 21 ríki í Bandaríkjunum, auk Col- umbia-umdæmisins, stendur að Powerball-lottóinu. Potturinn á laugardag var sá næststærsti í sögu þess happdrættis og sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum. Árið 1998 fékk hópur vinnufélaga í verksmiðju 295,7 milljóna dollara vinning í Powerball- happdrættinu og í fyrra deildu tvær fjölskyldur með sér 363 milljónum dollara í Big Game-happdrættinu. Fjórir deila 30 milljarða lottóvinningi í Bandaríkjunum Einstæður faðir einn vinningshafanna Louisville, Washington. AFP, AP. MARITA Petersen, fyrsta konan, sem gegndi lögmanns- embætti í Færeyjum, er látin aðeins sextug að aldri. Marita var kjörin á þing fyrir Jafnaðarflokkinn 1988 og fimm árum síðar var hún kjör- in formaður hans. Var hún í því embætti til 1996. Hún fór með mennta- og dómsmál í samsteypustjórn Jafnaðar- flokksins og Fólkaflokksins, sem tók við 1991, og beitti sér þá meðal annars fyrir nýjum áfengislögum í Færeyjum. Marita tók við af Atla P. Dam sem lögmaður 1993, en þótt Jafnaðarflokkurinn sæti í stjórn eftir kosningarnar 1994 vildi hún ekki taka sæti í land- stjórninni. Var hún forseti þingsins í eitt ár, síðan al- mennur þingmaður en gaf ekki kost á sér í kosningunum 1998. Marita Petersen látin Þórshöfn. Morgunblaðið. YFIR fimm þúsund manns komu saman í kirkju í Sacramento í Kaliforníu á sunnudag við útför þeirra sex sem úkraínskur inn- flytjandi myrti fyrir rúmri viku. Lögregluþyrla sveimaði yfir kirkj- unni og um 20 lögreglumenn stóðu vörð ef maðurinn sem talinn er hafa myrt fólkið kæmi til útfar- arinnar. Nikolay Soltys er grun- aður um að hafa skorið á háls van- færa konu sína, þriggja ára son sinn, frænku sína og frænda og tvö ung skyldmenni sín 20. ágúst sl. Soltys er efstur á lista banda- rísku alríkislögreglunnar yfir eft- irlýsta menn og hafa 70 þúsund dollarar verið settir til höfuðs honum. Lögreglan telur líklegast að Soltys sé enn í Sacramento eða ná- grenni og eru yfir tíu skyldmenni hans þar undir sérstakri vernd. Engu að síður er leitað að Soltys víðar, í San Francisco og Oregon, og hefur lögreglan sérstaklega beint athyglinni að Seattle, Charl- otte í Norður-Karólínu og Bing- hamton í New York en á þessum stöðum hefur Soltys annaðhvort búið áður eða á skyldmenni. Útför í Sacramento AP SEX létu lífið er loftbelgur sprakk í loft upp eftir að hafa rekist á raf- magnslínu í frönsku Ölpunum á sunnudag. Loftbelgurinn lagði upp í stutta flugferð á sunnudagsmorg- un frá Albertville og varð slysið er loftbelgurinn var á leið aftur til jarðar og rakst á 20.000 volta raf- magnslínu, að því er fréttastofa AP hefur eftir Laurent Moiron, stöðvarstjóra á slökkvistöð stað- arins. Tveir farþegar létust er þeir reyndu að forðast eldinn með því að stökkva til jarðar og tveir köst- uðust úr lofbelgnum við spreng- inguna. Flugstjóri lofbelgsins og einn farþegi til viðbótar fundust um borð í belgnum um fimm km frá Albertville. Rannsókn stendur nú yfir á til- drögum slyssins en rannsakendur vilja komast að því hvort árekst- urinn við rafmagnslínuna hafi or- sakað það að eldur kviknaði í loft- belgnum. Fólk sem varð vitni að slysinu kvaðst hafa séð eldtungur standa upp úr belgnum áður en hann rakst á línuna. Loftbelgsstjórinn, Roger Fug- ier, var mjög reyndur og hafði margoft tekið farþega í útsýnis- flug. Hann hafði meðal annars far- ið yfir Gíbraltarsund og Pýrenea- fjöllin í loftbelg. Sex létust í loftbelgs- slysi í Frakklandi Verrens-Arvey, Frakklandi. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.