Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 1
194. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. ÁGÚST 2001 ÍSRAELSSTJÓRN lét í gær myrða róttækan leiðtoga einnar stærstu stjórnmálahreyfingar Palestínu- manna í djörfu tilræði sem talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar sögðu að markaði endalok friðarvona og upphaf „algers stríðs“. Haft er eft- ir ónafngreindum talsmanni Ísraels- stjórnar í ísraelska dagblaðinu Haar- etz í dag, að Ísraelar muni ekki gera háttsetta menn í palestínsku heima- stjórninni eða í nánasta samstarfs- mannaliði Yassers Arafats að skot- marki slíkra tilræða. Abu Ali Mustafa, 63 ára leiðtogi PLFP, samkeppnishreyfingar Frels- issamtaka Palestínu, PLO, sem Yass- er Arafat fer fyrir, lét lífið er flug- skeytum var skotið úr ísraelskum herþyrlum inn á skrifstofu hans í gærmorgun. PLFP hefur beitt sér eindregið gegn friðarsamningum við Ísrael. Tilræðið vakti mikla reiði í röð- um Palestínumanna, sem flykktust í þúsundatali út á götur til að mótmæla því og heita hefndum. Gyðingur úr einni af landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum var skotinn til bana í hefndarárás síðdegis. Réttir ellefu mánuðir voru í gær frá því nýjasta átakabylgjan í Mið-Aust- urlöndum hófst. Gerði morðið á Must- afa að engu alþjóðlegar vonir um að takast mætti að fá fulltrúa Ísraels- stjórnar og Palestínumanna aftur að samningaborðinu á næstunni. „Að taka þennan mann úr umferð var liður í herferð okkar gegn mönn- um sem eru virkir í skipulagningu hryðjuverka,“ sagði Ari Pazner, tals- maður Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, um tilræðið gegn Must- afa. Pazner sagði Mustafa hafa borið ábyrgð á röð bílsprengjutilræða í Ísrael á síðustu mánuðum. Mustafa er mesti áhrifamaðurinn í röðum Palestínumanna sem hefur verið myrtur í nafni þeirrar stefnu Ísraelsstjórnar að elta uppi og drepa þá sem hún telur ógna öryggi Ísraels. Yasser Abed Rabbo, upplýsinga- málaráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, kallaði tilræðið „einn hættulegasta glæp sem Ísraelsstjórn hefur nokkru sinni framið“. Og Nabil Abu Rudeina, náinn samstarfsmaður Arafats, sagði Ísraela fremja þessi ódæði í skjóli Bandaríkjamanna. Arafat láti verkin tala Talsmenn Bandaríkjastjórnar for- dæmdu tilræðið gegn Mustafa, en ítrekuðu gagnrýni á Arafat og heima- stjórn Palestínumanna fyrir að sýna ekki nægilegan vilja í verki til að rjúfa vítahring átakanna með því að grípa til ráðstafana sem dygðu til að halda aftur af herskáum Palestínumönnum. Palestínskur stjórn- málaleiðtogi myrtur Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP. RÍKUSTU þjóðir heims eldast svo hratt að þær gætu verið dæmdar til varanlegrar efna- hagskreppu vegna verulegrar fækkunar vinnufærs mannafla, minni neyslu og álagsins af því að sjá um hina öldruðu. „Öldrun alþjóðasamfélagsins gæti orðið stærsti vandinn á fyrri helmingi 21. aldarinnar,“ sagði Paul He- witt, forstöðumaður rannsókn- armiðstöðvar um alþjóða- og skipulagsmál, við setningu al- þjóðlegrar ráðstefnu um öldrun- arvandann í Tókýó í gær. „Varanlegur samdráttur, sem við höfum kosið að kalla öldrun- arsamdrátt, á eftir að hrjá hinn iðnvædda heim,“ sagði Hewitt. Hewitt dró upp dökka mynd af efnahagsástandi framtíðar- innar og vitnaði í tölur frá OECD sem hann sagði benda til þess að hagvöxtur í hinum iðn- vædda heimi muni lamast nema atvinnu-, skatta- og félagsmál verði tekin til róttækrar endur- skoðunar. Hann sagði nóg að líta til Japan, sem hefur verið í efna- hagslegri lægð í tíu ár, til að gera sér grein fyrir umfangi vandans. Hewitt sagði Japani vera í vítahring, enda er fæðing- artíðni þar er sú lægsta í veröld- inni en þar er jafnframt mesta langlífi í heimi. Varanleg kreppa af völdum öldrunar? Tókýó. AP. MALAJINN Azlan Ismail stekkur ofan af Petronas-háhýsinu í Kuala Lumpur í gær, í æfingum fyrir fyrstu opinberu alþjóðlegu heims- meistarkeppnina í BASE-stökki, en í þessari íþrótt stökkva menn með fallhlíf ofan af mannvirkjum eða klettum. Hollendingurinn Jean- Louis Becker, einn hinna 51 ofur- huga sem skráðir eru til leiks, fót- brotnaði við æfingarnar í gær þar sem fallhlíf hans opnaðist ekki að fullu. Stokkið er af svölum í 266 m hæð, en Petronas-turnarnir eru 452 m háir. Hinn hálf-íslenzki Arne Aarhus, sem stundað hefur þessa hættulegu íþrótt af kappi, er ekki meðal þátt- takenda að þessu sinni, að eigin sögn vegna þess að mótshaldarar hafi farið fram á hátt þátttökugjald, sem aldrei hafi verið gert áður. Í mótmælaskyni við þessa ráðstöfun hafi margir beztu BASE-stökkvar- arnir ákveðið að mæta ekki. Stokkið í Kuala Lumpur AP HERLIÐ Atlantshafsbandalagsins í Makedóníu sýndi festu í gær og hóf að safna saman vopnum skæruliða Makedóníu-Albana þrátt fyrir að brezk- ur NATO-hermaður hefði verið drepinn á sunnu- dagskvöld og að Makedóníustjórn lýsti enn óánægju með að umsaminn fjöldi vopna sem til standi að gera upptækan sé allt of lítill hluti vopnabúrs skæruliða. Verkefni NATO-herliðsins í Makedóníu, sem fengið hefur nafnið „Nauðsynleg uppskera“ og snýst um að gera 3.300 byssur og önnur vopn skæruliða upptæk á 30 dögum, var hrint í fram- kvæmd samkvæmt áætlun þótt að á sunnudag hefðu makedónsk ungmenni valdið dauða NATO- hermanns með því að henda steypubita ofan af brú á herbíl sem ók undir hana. „Fyrsti dagur vopnaupptökunnar hefur verið mjög árangursríkur,“ tjáði Alex Dick, brezkur höfuðsmaður í afvopnunarliði NATO, blaðamönn- um síðdegis í gær í Matejce í Kumanovo-héraði, þar sem liðsmenn hins svokallaða Þjóðfrelsishers Makedóníu-Albana afhentu um 350 hríðskota- byssur og um 50 önnur vopn. Dick sagði að stjórnendur NATO-liðsins von- uðust til að takast myndi að safna þriðjungi um- samins magns skæruliðavopna saman á þremur fyrstu dögunum, þ.e. á miðvikudaginn. Áður höfðu talsmenn NATO sagt að stefnt yrði að því að þessu marki yrði náð fyrir lok þessarar viku. Makedóníustjórn óánægð Makedóníustjórn, sem álítur uppreisnarmenn Makedóníu-Albana vera „hryðjuverkamenn“ sem hafi einsett sér að sölsa undir sig sem stærst land- svæði, hefur lýst afvopnunarleiðangri NATO sem farsa. Stjórnin telur víst að skæruliðar búi yfir tugþúsundum vopna og því sé hið umsamda magn, 3.300 stykki, fáránlega lítið. Fyrsti afvopnunardagurinn í Makedóníu árangursríkur Skopje, Otlja í Makedóníu. AP, AFP. Reuters Brezkir NATO-hermenn vinna við að skrá vopn sem makedóníu-albanskir uppreisnar- menn afhentu í þorpinu Otlja í gær. MATARSKORTUR og hungur hrjá nú allt að 1,6 milljónir manna í Mið- Ameríku. Er ástæðan miklir þurrkar síðastliðna þrjá mánuði en við eðli- legar aðstæður hefði rigningartím- inn gengið í garð fyrir allnokkru. Í tilkynningu frá Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sagði, að ástandið væri alvarlegt og verst hjá um 700.000 manns. Ekki hefði þó enn tekist að koma aðstoð nema til helm- ings þeirra. Er þurrkurinn mestur í Gvatemala, El Salvador, Níkaragva og Hondúras. Um er að ræða mestu náttúruhamfarir á þessu svæði síðan fellibylurinn Mitch gekk yfir það fyr- ir þremur árum og varð þá 26.000 manns að bana. Sérfræðingar telja, að um 80% af meginkornuppskerunni hafi nú þeg- ar farið forgörðum vegna þurrkanna en einnig er um að kenna ólöglegu skógarhöggi. Það veldur því, að í rigningum veldur vatnið skyndileg- um skriðuföllum í berum fjallshlíð- unum í stað þess að skógurinn geymi það og miðli á löngum tíma. Hungurs- neyð í Mið- Ameríku Tegucigalpa. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.