Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 11 DYRNAR á Frímúrarahúsinu við- Skúlagötu voru opnar upp á gátt í gær þegar fjölmiðlum var boðið að kynnast Frímúrarareglunni sem jafnan hefur hvílt mikil leynd yfir. Tilefnið var að fyrr í sumar voru fimmtíu ár liðin frá því Frímúr- arareglan á Íslandi var stofnuð og vígð formlega sem sjálfstæð regla hinn 23. júlí 1951 og verður haldinn hátíðarfundur af því tilefni hinn 8. september næstkomandi í Borg- arleikhúsinu. Sigurður Örn Einarsson, stór- meistari Frímúrarareglunnar sem er æðsti yfirmaður Reglunnar, sagði að ákveðið hefði verið að kynna starfsemi hennar í fjöl- miðlum til að sýna að Frímúr- arareglan sé ekki leynifélag og til að leiðrétta þann misskilning að þar fari fram starfsemi sem ekki þoli dagsljósið. Um 3.000 manns eru í Frímúr- arareglunni á Íslandi, eða rúmlega 1% af allri þjóðinni, sem Sigurður segir óvenjuhátt hlutfall. Þrettán frímúrarastúkur eru starfandi á landinu, sem eru í öllum lands- hlutum. Hver regla er algjörlega sjálfstæð og engum valdhöfum háð, nema löglegum yfirvöldum hvers lands. Engar konur Aðeins karlar geta gerst félagar í Frímúrarareglunni. Til að gerast félagi þarf viðkomandi að fá tvo reglubræður til að mæla með sér og þarf hann sjálfur að óska eftir því að gerast félagi. Umsækjandinn þarf að hafa náð 24 ára aldri, hafa óflekkað mannorð, játa kristna trú, vera fjár síns ráðandi og má hann ekki liggja undir opinberri ákæru. Um 100–150 frímúrarar bætast ár- lega í hópinn, að sögn Sigurðar og er meðalaldur þeirra um 30–35 ár. Hann segir að ekki sé hægt að segja sig úr Reglunni, nema í sérstökum tilvikum. Frímúrarar greiða 27 þúsund króna ársgjald og er til viðbótar safnað fjárframlögum til velgerðar- og líknarmála á hverjum fundi, en er það hverjum í sjálfsvald sett hvert framlag hans er. Einnig þurfa frímúrarar að greiða sérstaklega fyrir máltíð sem er snædd í lok stúkufunda, svokallaða bræðra- máltíð. Frímúrarareglan skiptist í stig eða gráður og byrja allir nýir frímúrarar á svokölluðu ung- bræðrastigi en alls eru stigin ellefu talsins. Frímúrarareglan hefur mann- rækt að markmiði og byggir starf- semi sína á kristnum grundvelli. Hún tekur ekki afstöðu til stjórn- mála- eða trúardeilna og eru um- ræður eða áróður um slík mál bönn- uð á fundum. Fundir eru haldnir einu sinni í viku, eða hálfsmán- aðarlega, yfir vetrarmánuðina. Þeir hefjast klukkan sjö og enda með því að menn snæða saman. Sigurður vildi ekkert meira segja um hvað er gert á fundunum og sagði það vera hluta af þeirri leynd sem hvílir yfir starfsemi Reglunnar, en frímúrarar eru bundnir þagnarskyldu um siði og táknmál Reglunnar og gildir sú þagnarskylda einnig gagnvart eig- inkonum þeirra. Konunum er þó boðið öðru hverju að sækja svokölluð systrakvöld, há- tíðarfundi sem enda með sameig- inlegum kvöldverði. Einnig er lögð áhersla á að konur frímúraranna samþykki að menn þeirra séu í frí- múrarareglunni. Sigurður segir að ekki hafi komið til tals að veita kon- um inngöngu í Regluna. Lög frí- múrarareglna kveði á um að þetta sé félagsskapur fyrir karlmenn. Hann segir að í öðrum löndum hafi konur stofnað reglur sem kenni sig við frímúrara, en að slíkar reglur hafi Frímúrararegla Íslands við- urkennt. Frímúrarareglan á Íslandi heldur upp á 50 ára afmælið Morgunblaðið/Billi Hátíðarsalurinn í Frímúrarahúsinu við Skúlagötu. Þessi salur er notaður á stærri fundum Reglunnar og taka menn sæti eftir því hvaða stigi þeir hafa náð. Frímúrarar klæðast kjólfötum á öllum sínum samkomum. Um þrjú þúsund frímúrarar eru starfandi á Íslandi. Hér eru Jón Sigurðsson, oddviti Fræðaráðs, Allan Vagn Magnússon innsiglisvörður, Sigurður Örn Einarsson stórmeistari, sr. Hreinn Hjartarson, æðsti kennimaður, og Einar Birnir, oddviti Stúkuráðs, á blaðamannafundinum í gær. Segja Frímúrararegluna ekki vera leynifélag FÉLAG íslenskra flugumferðar- stjóra hefur sent frá sér athuga- semd þar sem kemur fram að út- skrift af fjarskiptum og samtölum flugumferðarstjóra í flugturninum í Reykjavík fyrir og eftir flugslysið í Skerjafirði í ágúst 2000, og birst hefur í fjölmiðlum að undanförnu, falli undir lög um persónuvernd og lög um fjarskipti og njóti því vernd- ar sem slíkar. Loftur Jóhannsson, formaður stjórnar Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, segir að það sem hafi verið birt heyri undir persónuleg samtöl flugumferðarstjóranna, sem síðan séu túlkuð. Útskriftin lýsi fyrst og fremst mannlegum við- brögðum á erfiðleikastundu og óvarlegt sé fyrir ókunnuga að túlka það sem þarna kemur fram eins og þeim hentar. Félagið ákvað í apríl sl. að kæra ákvörðun flugmálastjóra um að leyfa aðstandendum fórn- arlamba flugslyssins í Skerjafirði að hlýða á nefndar upptökur úr flug- turninum. Lögreglurannsókn er ekki lokið. „Við munum sennilega fara fram á það að það verði sérstaklega rannsakað hvernig á því standi að einstaklingar hafi útskriftina undir höndum og hún skuli berast fjöl- miðlum. Við njótum sömu verndar gagnvart lögum og aðrir lands- menn. Vegna okkar starfs eru þess- ar upptökur fyrir hendi en í einum tilgangi aðeins, þ.e. til þess að lög- mætir aðilar geti rannsakað flug- slys,“ segir Loftur. Hann kveðst ómögulega sjá hvaða tilgangi það þjóni að birta upptökur af persónulegu samtali flugumferðarstjóra við félaga sinn á vinnustaðnum eftir atvikið. Flugumferðarstjórar gera athugasemd við birtingu samtala Falla undir lög um per- sónuvernd MIKILL meirihluti þjóðarinnar, eða 75%, vill að Íslendingar hefji hvalveiðar að nýju samkvæmt könnun sem Pricewaterhouse- Coopers gerði nýverið. Alls sögð- ust 12,4% aðspurðra andvíg hval- veiðum og 12,6% sögðust ekki hafa skoðun eða neituðu að svara. Í könnuninni kemur fram mark- tækur munur á afstöðu karla og kvenna. Rúmlega 81% karla er fylgjandi hvalveiðum en rúmlega 69% kvenna. Þá kemur fram mark- tækur munur á afstöðu fólks eftir aldri. Með hækkandi aldri fjölgar þeim sem vilja hefja hvalveiðar, rúmlega 86% fólks á aldrinum 50 til 75 ára styður veiðar á móti tæp- lega 65% fólks á aldrinum 18 til 29 ára. Marktækur munur er á skoðun- um fólks eftir búsetu, en tæplega 71% íbúa í Reykjavík styður hval- veiðar á móti tæplega 81% íbúa á landsbyggðinni. Einnig er mark- tækur munur á skoðunum fólks eftir tekjum, en með hækkandi heimilistekjum fækkar þeim sem styðja hvalveiðar. Við framkvæmd könnunarinnar var tekið slembiúrtak 1.200 Íslend- inga um allt land á aldrinum 18–75 ára. Könnunin var framkvæmd í ágúst og var nettósvarhlutfall 57,7% þegar dregnir eru frá látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis. Könnunin var framkvæmd símleiðis og spurt var: Telur þú að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar að nýju? Meirihluti þjóðarinn- ar vill hefja hvalveiðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Rannsókn- arnefnd flugslysa: „Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) vill koma eftirfarandi á fram- færi og varðar frétt í Fréttablaðinu 24. ágúst 2001 um flugslys TF-GTI 7. ágúst 2000, þar sem fullyrt er af Garðari Erni Úlfarssyni blaðamanni að upptökur úr flugturni stangist á við rannsóknarniðurstöðu RNF. Hefði blaðamaðurinn, Garðar Örn Úlfarsson (gar), vandað upplýsinga- öflun sína, úrvinnslu og framsetn- ingu eins og honum ber að gera, þó ekki væri annað en að lesa loka- skýrslu RNF um flugslysið, væri honum ljóst hvernig atburðarásin var stuttu áður en TF-GTI fórst. Í lokaskýrslu RNF er skýrt frá staðreyndum eins og þær lágu fyrir og tekið tillit til þeirra reglna sem um flugið giltu. Niðurstöður RNF eru meðal annars byggðar á upptök- unum sem sýna að flugmaður TF- GTI hélt ekki hæfilegri og öruggri fjarlægð frá ICB-753, sem var Dorn- ier flugvél Íslandsflugs hf., þegar hann kom inn á eftir henni og er það ein af mörgum staðreyndum sem koma fram í lokaskýrslu RNF. Blaðamaðurinn hefði getað spurt sjálfan sig hvort þær sekúndur sem það tók flugmenn ICB-753 að hægja á flugvélinni í lendingarbruninu nið- ur á aksturshraða og aka þvert út af flugbrautinni, hafi verið of langur tími. Sú ákvörðun flugumferðastjórans, að fyrirskipa flugmanni TF-GTI að hverfa frá lendingu, var í samræmi við viðurkenndar starfsreglur í flug- umferðarstjórnun, þar sem ICB-753 var enn á flugbrautinni þegar TF- GTI kom inn yfir flugbrautar- endann. Það mat viðmælanda blaðamanns- ins, Friðriks Þórs Guðmundssonar, og væntanlega ráðgjafa hans í flugi, að orsök flugslyssins sé að leita í því hversu lengi ICB-753 var á flug- brautinni sýnir vanþekkingu þeirra. Þetta er málatilbúnaður sem á ekk- ert skylt við bætt flugöryggi og les- endur verða að geta sér til um það hver hinn raunverulegi tilgangur sé. Meginniðurstaðan var sú, að gangtruflanir og afltap hreyfilsins urðu vegna eldsneytisskorts og flug- maðurinn beindi ekki nefi flugvélar- innar tafarlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauð- lendingar á haffletinum. Líklegum ástæðum eldsneytisskortsins og meðverkandi þáttum í slysinu er lýst í lokaskýrslu RNF og tillögur til úr- bóta gerðar til þess að fyrirbyggja sams konar eða svipuð atvik. RNF vann að fullum heilindum að þessari rannsókn og fylgdi í alla staði lögum og reglum sem um rannsóknir flugslysa gilda. Endurteknum ósmekklegum dylgjum viðmælanda blaðamannsins verður því að vísa til föðurhúsanna. Greinin er blaðamanninum Garðari Erni Úlfarssyni ekki til sóma. Hann gætti ekki hagsmuna lesenda við þessi skrif sín og ætti þar af leiðandi að biðja þá afsökunar á þeim. RNF lýsir enn fremur vanþóknun sinni á herfilegri misnotkun á vand- meðförnum upptökum samtala ein- staklinga á vinnustað sem eingöngu eru ætlaðar til þess að nota við rann- sókn flugslysa og atvika. RNF vill benda á að misnotkun og trúnaðar- brestur sem þessi getur beinlínis skaðað flugöryggi til frambúðar, öf- ugt við það sem umræddur viðmæl- andi hefur áður gefið í skyn að fyrir honum vaki. Rannsóknarnefnd flugslysa Kristján Guðjónsson, lögfræðingur. Skúli Jón Sigurðarson, BA, formaður RNF. Steinar Steinarsson, flugstjóri. Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri. Þorsteinn Þorsteinsson, flugvélaverkfræðingur, varaformaður RNF.“ Yfirlýsing frá Rannsóknarnefnd flugslysa ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.