Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 15 H ö n n u n & u m b ro t e h f. © 2 0 0 1 D V R 0 7 4 Sænsk úrvalsfura á hagstæðu verði OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Síðumúla 34, Fellsmúlamegin Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is - trygging fyrir l águ verði! InnréttingarFu rufulnin ga í sumar húsið Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Rýmum fyrir nýjum vörum Bolir frá kr. 500 Buxur frá kr. 1.790 Dragtir frá kr. 7.900VEIÐARFÆRADEILD Fjölbrauta- skóla Suðurnesja hefur verið að auka áherslu á fjarnám. Deildarstjórinn segir að það henti bæði netagerðar- nemum og skipstjórnarmönnum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er eini framhaldsskóli landsins sem býður upp á nám í veiðarfæragerð. Þar hef- ur verið kennsla í netagerð frá árinu 1991. Lengst af var kennt annað hvert ár en eitthvað starf hefur verið þar á hverju ári eftir að Lárus Pálmason kom til starfa 1998. Lárus segir að á árinu 1999 hafi tveir nemendur sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna verið þar við nám, tveir á síðasta ári og í vetur komi tveir nemar. Annar er frá Mexíkó og hinn frá Taívan. Eftir áramótin verða 5–7 nemend- ur í dagskólanum og nokkrir í fjar- námi að auki. Unnið hefur verið að endurbótum á námskránni og náms- efnisgerð til þess að auka möguleika á fjarnámi sem hófst við skólann á síð- asta ári. Fjarnámið verður auglýst á næstunni en Lárus á von á að jafn- margir verði í því og dagskólanum. Fjarnámið er ætlað fyrir netagerð- arnema og skipstjórnarmenn sem vilja bæta við sig. Segir Lárus að þótt dýrt sé að stunda fjarnám sé það mun ódýrara fyrir nema sem búsettir eru fjarri Suðurnesjum. Þeir þurfi þá ekki að flytja á milli landshluta. Námið í skólanum tekur þrjá mánuði í dag- skólanum en tvöfalt lengri tíma í fjar- náminu. Auk þess þarf að koma til al- mennt nám sem getur farið fram í öðrum framhaldsskólum og starfs- þjálfun hjá meistara, þannig að nám fyrir sveinspróf tekur allt að fjórum árum. Eftirspurnin er þó að hans sögn ekki síður frá skipstjórnar- mönnum sem vilja bæta við sig, til þess að eiga frekar kost á starfi í landi. Þá getur hann þess að deildin hafi annast hluta af kennslu nemenda Stýrimannaskólans í Reykjavík, það er að segja um veiðar og veiðarfæra- fræði. Breytt verkefni Samdráttur hefur víða verið á neta- gerðarverkstæðum, ekki síst þeim sem lagt hafa áherslu á troll og snur- voðir. Aukning hefur þó orðið sums staðar á Austfjörðum vegna mikillar áherslu útgerða þar á veiðar á upp- sjávartegundum. Þá hefur hagræðing í útgerð, með sameiningu útgerða og fækkun skipa, minnkað verkefnin. Á hinn bóginn hafa verkefnin breyst. Veiðarfærin eru orðin stærri og flóknari og meira af vinnunni hefur farið inn á verkstæðin. Áður tóku sjó- mennirnir meiri þátt í að útbúa veið- arfærin. Nú eru gerðar kröfur um að þau komi tilbúin um borð, frá spili í poka, eins og Lárus orðar það. „Svo lengi sem gert verður út héð- an,“ segir Lárus þegar hann er spurð- ur að því hvort áfram verði þörf á að mennta netagerðarmenn. Þá hafa íslenskir netagerðarmenn fengið verkefni erlendis, sérstaklega vegna útrásar Hampiðjunnar. Raun- ar eru flestir nemarnir í dagskóla veiðarfæradeildarinnar frá Hampiðj- unni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja kennir netagerðarnemum Aukin áhersla á fjarnám Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lárus Pálmason stendur við líkan að trolli sem nemar hans hafa búið til. Reykjanesbær Morgunblaðið/Júlíus Búið er að flóðlýsa gokart-braut Reisbíla í Reykjanesbæ og hægt að aka þar frameftir kvöldi. MAGNÚS Ó. Jóhannsson fékk besta tímann í tímatökum fyrir Esso-körtumótið hjá Reisbílum í Reykjanesbæ. Eftir harðan slag sem minnti á tímatökur í Form- úlu-1 liggur nú fyrir hvaða tólf ökumenn fá rétt til að taka þátt í mótinu sem fram fer fimm næstu laugardaga. Geysihörð keppni var síðastlið- inn sunnudag, lokadaginn sem gestir gokart-brautarinnar við Reykjanesbæ gátu spreytt sig í tímatökum fyrir Esso-mótið. Féllu bestu tímar hvað eftir annað og röð efstu manna breyttist ört. Þá komust tveir ökuþórar í hóp tólf bestu með ótrúlegu harðfylgi á síðustu sekúndunum um kvöldið. Tólf fljótustu Jón Ingi Þorvaldsson hafði átt besta tímann um nokkurra daga skeið en hann féll niður í þriðja sætið á sunnudag. Magnús fékk tímann 37,27 sek. Auk hans komust áfram þeir Hlyn- ur Einarsson, Jón Ingi Þorvalds- son, Egill Þórarinsson, Karl Thor- oddsen, Ingiberg Kristjánsson, Hafsteinn Sigurðsson, Ólafur Jök- ull Herbertsson, Sveinn Ólafsson, Brynjólfur Einarsson, Valdimar Jóhannsson og Ari Axelsson. Tólf gokart-ökumenn komnir áfram Hörð barátta í tímatökum Njarðvík VINNUSLYS varð í sundmið- stöðinni við Sunnubraut í Keflavík síðastliðinn föstudag. Maður sem fyrir slysinu varð reyndist þó ekki alvarlega slas- aður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík var starfsmaður að setja vatn á stóran kút undir þrýstingi. Við það sprakk lokið af kútnum og lenti í höfði mannsins. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunar en reyndist ekki alvarlega slas- aður. Slasaðist í sund- miðstöð Keflavík FIMM verktakar hafa óskað eftir að taka þátt í alútboði Grindavíkurbæj- ar á Saltfisksetri Íslands. Bæjar- stjórinn er ánægður með undirtektir. Grindavíkurbær og ýmis félög og fyrirtæki standa fyrir uppbyggingu Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Fyrirhugað er að byggja yfir setrið og opna þar saltfisksýningu á næsta ári. Hönnun og bygging hússins ásamt frágangi lóðar verður boðinn út í alút- boði. Verktakarnir fimm sem sýnt hafa því áhuga að taka þátt í útboðinu eru Byggingaráðgjafinn í Garðabæ, Íslenskir aðalverktakar í Reykjavík, Keflavíkurverktakar í Reykjanesbæ, Ístak í Reykjavík og Grindin í Grindavík. Þrír til fjórir verktakar verði valdir úr þessum hópi og gefinn kostur á að keppa um verkið. Nið- urstaðan mun ráðast af verði og út- færslu, að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra. Fimm vilja byggja yfir saltfisk Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.