Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S IGURBJÖRN Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands (LÍ), Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) og Sigurður Guðmundsson landlæknir lýstu í gær á fréttamannafundi mikilli ánægju með samkomulag sem náðst hefur um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Undirrituðu þeir sameiginlega yfirlýsingu sem kveður annars vegar á um að skylt verði að eyða upp- lýsingum um sjúklinga úr gagnagrunninum óski þeir þess og hins vegar um að aðilar sé sammála um að bíða niðurstöðu Alþjóða- félags lækna um söfnun, flutning og vinnslu upplýsinga í gagnagrunnum og að þær reglur verði síðan hafðar að leiðarljósi hér á landi. Merkur áfangi í þróun vísinda Sigurbjörn segir að viðræðum Lækna- félagsins og ÍE sem hófust í febrúar árið 2000 sé nú lokið með þessari sameiginlegu yfirlýs- ingu. Samkomulag hafi náðst um tiltekin at- riði og vísað sé til framtíðar um önnur. Þakk- aði hann landlækni sérstaklega fyrir framlag hans í þessu máli. ,,Ég vil lýsa ánægju minni með að við skul- um vera hér saman komin til þess að skrifa undir sameiginlegan skilning á því hvernig standa beri að því að framfylgja lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði,“ sagði Kári Stefánsson. ,,Það ber þess að geta að í lögunum um miðlægan gagnagrunn segir að það skuli fara í einu og öllu við fram- Um lei grunni aðgang um eða þú vilt hætta, mögule þar af þegar k gerð,“ Aðsp gildi g því hve úr gru máli. É miða v linga sé lægan skrá e segja o að gera held að félagi hann. ,,Gag ákveðin mestu þannig kvæmd laganna að þeim vilja sem hið alþjóð- lega samfélag hefur þegar kemur að vísinda- siðfræði og verndun persónuupplýsinga. Þetta samkomulag okkar er að nokkru leyti í samræmi við þann vilja sem kveðið er á um í lögum,“ sagði hann. Sigurður Guðmundsson sagði að merkum áfanga væri náð í þróun vísinda á Íslandi. ,,Þessi umræða um miðlægan gagnagrunn hefur verið erfið, en hún hefur jafnframt ver- ið mjög skapandi og ég trúi því að sú umræða sem hér hefur farið fram, hafi komið okkur Íslendingum nokkuð á oddinn í umræðu um vísindasiðfræði í heiminum,“ sagði hann. Tefur ekki undirbúning að gerð gagnagrunnsins Að sögn Kára mun biðin eftir niðurstöðu Alþjóðafélags lækna, um söfnun, flutning og vinnslu upplýsinga í gagnagrunnum, ekki tefja fyrir vinnu við uppsetningu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Aðspurður um þá breytingu að sjúklingum gæfist kostur á að láta eyða upplýsingum um sig úr grunninum sagði Kári að ÍE, sem rekstrarleyfishafi, þyrfti að semja við yfir- völd um hvernig túlka bæri lögin. ,,Þetta er frekar skilgreiningaratriði en nokkuð annað. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og Læknafél Samkomulag grunn á heilb Undirritun og kynning sameiginlegrar yfirlýsinga erfðagreiningar og landlæknis. F.v. Jón G. Snædal, v son, formaður LÍ, Sigurður Guðmundsson landlækn Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og Lækna- félags Íslands hafa náð sam- komulagi um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Einstaklingum verður heimilt að láta eyða upplýsingum um sig úr gagnagrunninum og samkomulag er um að hafa væntanlegar reglur Alþjóða- félags lækna að leiðarljósi við söfnun heilsufarsupplýsinga í gagnagrunna. KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf., Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Ís- lands, og Sigurður Guð- mundsson landlæknir und- irrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu ÍE, LÍ og land- læknis um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Yfirlýsingin er svo- hljóðandi: I. Hafi upplýsingar um sjúkling úr sjúkraskrám, sem varðveittar eru á heil- brigðisstofnunum eða hjá sjálfstætt starfandi lækn- um, verið fluttar í gagna- grunn á heilbrigðissviði skv. lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði og óski sjúklingur eftir að þeim verði eytt úr grunninum skal það gert strax eftir að ósk sjúklings kemur fram. Rekstraraðili gagna- grunns á heilbrigðissviði þróar aðferðir til eyðingar að þegar yfirlýsing (decl- aration/statement) aðal- fundar Alþjóðafélags lækna (World Medical Associa- tion) um vísindasiðfræði gagnagrunna á heilbrigð- issviði og flutning heilsu- farsupplýsinga einstaklinga í slíka gagnagrunna liggur fyrir beri að hafa þær regl- ur að leiðarljósi um söfnun, flutning og vinnslu upplýs- inga í gagnagrunna á heil- brigðissviði hér á landi. Munu stjórnir hvorra tveggju hvetja til breytinga á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/ 1998 í samræmi við þær reglur, reynist þess þörf. III. Stjórn Læknafélags Ís- lands mun mæla með við ís- lenska lækna að yfirlýsing þessi verði virt af þeirra hálfu og leggja hana fyrir aðalfund félagsins á yf- irstandandi ári til staðfest- ingar.“ upplýsinga í gagnagrunn- inum og heitir því að hefja ekki flutning heilsufars- upplýsinga í gagnagrunn- inn fyrr en þær hafa verið þróaðar að fullu. Óskum um eyðingu upp- lýsinga um sjúkling í gagnagrunni á heilbrigð- issviði skal beina til land- læknis, sem hefur eftirlit með að þeim verði fram- fylgt. Íslensk erfðagreining ehf. greiðir þann kostnað, sem af úrvinnslu og fram- kvæmd þessa hlýzt. II. Alþjóðafélag lækna (World Medical Associat- ion) er leiðandi afl um sið- fræði læknisfræðinnar og hefur haft forgöngu hvað varðar alþjóðlega við- urkenndar reglur í vís- indasiðfræði. Stjórn Ís- lenskrar erfðagreiningar ehf. og stjórn Læknafélags Íslands eru sammála um, Sameiginleg yfirlýsing um gagnagrunn á heilbrigðissviði STJÓR lands s irlýsin undirr inlegra félagsi erfðag læknis ar LÍ e „Stjó lands ( erfðag komizt sem un Af því LÍ árét Aðal ítrekað markm söfnun lýsinga miðlæg heilbri fundirn arljósi um vís mönnu fram a SAMKOMULAG UM GAGNAGRUNN Samkomulag hefur tekist milli Ís-lenskrar erfðagreiningar ogLæknafélags Íslands um það hvernig fara eigi með upplýsingar í mið- lægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Það var tímabært að samkomulag tæk- ist í þessu mikilvæga máli. Rúmlega tvö og hálft ár eru liðin frá því að gagna- grunnslögin voru samþykkt á Alþingi og viðræður ÍE og Læknafélagsins hafa staðið í eitt og hálft ár með hléum. Fyrir ári hljóp snurða á þráðinn þegar sam- komulag virtist liggja í loftinu. Íslensk erfðagreining og Lækna- félagið gáfu frá sér sameiginlega yfir- lýsingu í gær þar sem samkomulaginu var lýst. Þar kemur fram að tekist hafi samkomulag um að óski sjúklingur eftir að upplýsingar um sig verði fjarlægðar úr grunninum skuli þeim eytt strax eftir að sú ósk komi fram. Upphaflega var gert ráð fyrir því að grunnurinn yrði þannig úr garði gerður að ekki yrði hægt að finna upplýsingar um einstak- linga í honum og því yrði ekki hægt að eyða úr honum gögnum ef þau á annað borð væru komin í hann. Nú verður búið þannig um hnútana að hægt verði eyða þeim, þótt ekki sé ljóst á þessu stigi að það þýði að þær verði persónugreinan- legar þannig að finna megi upplýsingar um einstaklinga í grunninum. Þetta samkomulag er í raun mála- miðlun um það hvernig setja eigi upp- lýsingar í gagnagrunninn þar til settar hafi verið alþjóðlegar siðareglur um það hvernig standa skuli að gagnagrunnum á heilbrigðissviði og er þar aðeins tekið á öðru helsta ágreiningsefni Íslenskrar erfðagreiningar og Læknafélagsins eða úrsögnum úr grunninum. Hitt ágrein- ingsefnið er með hvaða hætti flutningur upplýsinga í gagnagrunninn eigi að fara fram og þar á meðal hvernig fara eigi með það, sem snýr að samþykki sjúk- lings fyrir því að upplýsingar um hann fari í grunninn. Í yfirlýsingunni ÍE og LÍ segir: „Stjórn Íslenskrar erfðagrein- ingar ehf. og stjórn Læknafélags Ís- lands eru sammála um, að þegar yfirlýs- ing (declaration/statement) aðalfundar Alþjóðafélags lækna (World Medical Association) um vísindasiðfræði gagna- grunna á heilbrigðissviði og flutning heilsufarsupplýsinga einstaklinga í slíka gagnagrunna liggur fyrir, beri að hafa þær reglur að leiðarljósi um söfn- un, flutning og vinnslu upplýsinga í gagnagrunna á heilbrigðissviði hér á landi. Munu stjórnir beggja hvetja til breytinga á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998 í samræmi við þær reglur, reynist þess þörf.“ Skuldbindur stjórn Læknafélagsins sig til þess að mælast til þess við ís- lenska lækna að þeir virði yfirlýsinguna og verður hún lögð fyrir aðalfund LÍ á þessu ári til staðfestingar. Sendi Læknafélagið síðan frá sér sér- staka yfirlýsingu til nánari áréttingar. Þar segir meðal annars: „Stjórn LÍ vill eiga samleið með samfélagi starfssystk- ina sinna um víða veröld við mótun þess- arar grundvallarreglu við hinar nýju að- stæður og í ljósi nýrra tæknilegra möguleika, sem ekki voru þekktir fyrir fáum árum.“ Skuldbinding Íslenskrar erfðagrein- ingar um að hafa að leiðarljósi niður- stöðu Alþjóðafélags lækna um vísinda- siðfræði gagnagrunna og flutning upplýsinga í þá sýnir hins vegar að fyr- irtækið hyggst ekki ganga á skjön við hið alþjóðlega vísindasamfélag í upp- byggingu grunnsins. Mjög hart hefur verið tekist á um gagnagrunninn og því er ánægjuefni að fundin hafi verið leið til sátta. ÍSLENZKAR ÓPERUR Í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinnlaugardag er athyglisverð úttekt á íslenzkum óperum. Þar kemur fram að rúmlega þrjátíu óperur hafa verið samdar í Íslandi, en jafnframt að lítill áhugi hefur verið á því að flytja þær hérlendis. Svo virðist sem megináhersla hafi verið lögð á að flytja íslenzkum áhorfendum klassískar óperur erlendra tónskálda á undanförnum áratugum. Ástæðan fyrir því er áreiðanlega sú, að þau verk hafa verið talin líklegust til þess að draga að áheyrendur og er það mat vafalaust rétt. Einnig má telja lík- legt að bæði Þjóðleikhúsið, sem við og við hefur sett upp óperur, Íslenzka óperan og Sinfóníuhljómsveitin, sem hefur staðið að konsertuppfærslum á óperum, hafi viljað gefa íslenzkum söngvurum kost á að takast á við hin sí- gildu hlutverk óperuheimsins, sem margir þeirra hafa gert með glæsibrag. Af þessum sökum hefur almenningur hér á landi haft aðgang að því sem hæst hefur borið á heimsvísu. En jafnframt því að setja á svið klass- ískar óperur má benda á góð rök fyrir því að leggja megi mun meiri áherslu á flutning á íslenskum óperum en gert hefur verið. Íslenskir listamenn – eða íslensk leik- og óperuhús – geta skapað sér listræna sérstöðu með því að flytja verk sem ekki eru flutt að staðaldri annars staðar, ís- lenzk sem erlend. Nægir að nefna list- ræna stjórn Íslenska dansflokksins sem gott dæmi um vel heppnaða áherzlu- breytingu af þessu tagi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum að skapa Íslenska dansflokknum sérstöðu á sviði nútímadanslistar, með þeim árangri að hann hefur vakið verðskuldaða eftirtekt bæði hér heima og erlendis. Það er vitað mál að til þess að ball- ettverk, ópera eða tónverk njóti vin- sælda verður að gera almenningi kleift að upplifa verkið reglulega. Enda eru t.d. þau tónverk sem oftast heyrast vin- sælust meðal hins almenna áhorfanda, eins og Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands eru nærtækt dæmi um. Í Lesbókargreininni er bent á að verk sem flutt er einu sinni og síðan aldrei meir á litla möguleika á að njóta sann- mælis í listrænum skilningi. Einnig er sagt frá átaki Finna við að koma tónlist sinni á framfæri. Finnsk tónlistar- og óperuhefð hefur vakið heimsathygli, og byggist ekki sízt á þeim grunni, sem Sibelíus lagði. Í gær urðu þau þáttaskil í sögu ís- lenskrar óperulistar að Ólafur Kjartan Sigurðarson skrifaði undir fastráðn- ingarsamning við Íslensku óperuna, en þetta er fysti samningur slíkrar tegund- ar hérlendis. Í framhaldi af því er von- andi að íslenzk tónskáld eigi eftir að njóta meiri meðbyrs í tilraunum sínum við að koma óperum sínum á svið hér eftir en hingað til, svo að verk þeirra verði vel kynntur þáttur í tónlistarhefð okkar í stað þess að falla í gleymsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.