Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Stella Pollux kemur og fer í dag. Helgafell kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Oz- ernitsa fór í gær. Ver- land og Brúarfoss kom í gær. Bitland kom í gær og fer í dag. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13:30 og síð- an á klukkustundar fresti til kl. 17:30. Kvöld- ferðir eru föstu- og laug- ardaga.: til Viðeyjar kl. 19, kl. 19:30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyrir hópa eftir samkomulagi. Við- eyjarferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Viðeyj- arferju kl.10:30 og kl. 16:45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099 Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17- 18. Mannamót Aflagrandi 40 og Hraunbær 105. Samein- inleg sumarferð í Vík í Mýrdal miðvikudaginn 29. ágúst, lagt af stað frá Aflagranda kl. 9:30 og frá Hraunbæ kl. 10. Ekið verður um Vík í Mýrdal kirkjan skoðuð og prjónastofan Víkurprjón heimsótt. Í bakaleiðinni verður ekið um Reyni- staðahverfi og Fljótshlíð. Fólk hafi með sér nesti. Fararstjóri Anna Þrúður Þorkelsdótir. Skráning í Aflagranda s. 562-2571 og í Hraunbæ s. 587- 2888. Aflagrandi 40. Skráning er hafin á námskeið í postulínsmálningu, myndlist og bútasaum. Ef næg þátttaka fæst verður boðið upp á jóga- tíma. Skráning og nánari upplýsingar í afgreiðslu Aflagranda 40 sími 562257. Nokkur sæti laus í ferðina til Víkur í Mýrdal á morgun. Árskógar 4. Kl. 9-12 bókband og öskjugerð, kl. 13-16:30 opin smíða- stofa, kl. 10-16 púttvöllur opinn. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8:30 böð- un, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9:30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11:15 matur, kl. 15 kaffi. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Miðvikudag- inn 29. ágúst er ferð í Elliðarárdal. Rúta frá Kirkjuhvoli kl.13:30. Rafveitustöðin skoðuð. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 11:30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffiveitingar, Félagsstarf aldraðra á Suðurnesjum. Dagana 27.- 29. ágúst, ferð í Skagafjörð lagt að stað frá SBK kl. 9, gist að Hólum í Hjaltadal, tvær nætur með fæði. Þriðju- daginn 4. sept. hálfs dags ferð í Borgarfjörð m. a. Hvanneyri, Borg á Mýrum, Borgarnes, lagt af stað frá SBK kl. 12.30. Þeir sem áhuga hafa á ferð til Kanarí eyja hafi samband sem fyrst, dvalið verður á íbúðar- hótelinu Los Tilos, farið verður um mánaðamótin janúar-febrúar. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag hefjast aftur saum- ar eftir sumarfrí kl. 13:30. Púttað á Hrafn- istuvelli milli kl. 14-16. Á morgun verður pílukast kl. 13:30. Innritun á myndlistarnámskeið hjá Rebekku er hafin. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeg- inu. Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi mið- vikudaginn 29. ágúst kl. 9.50. Baldvin Tryggva- son er með fjár- málaráðgjöf 31.ágúst n.k. panta þarf tíma. Dagsferð 5. september. Sögustaðir í Rang- árþingi. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10-12 f.h. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10-16 í s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-12 hár- greiðsla, sjúkraböðin kl. 9-14:30, morgunkaffi kl. 9-11, hádegisverður kl. 11:30-13, kl. 12:45 Bón- usferð, eftirmiðdags- kaffi kl. 15-16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16:30 vinnustofur opnar m.a. perlusaumur umsjón Kristín Hjalta- dóttir, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia umsjón Óla Stína. Myndlistarsýning Gunnþórs Guðmunds- sonar stendur yfir. Allar veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9:30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Leik- fimin hefst í Gjábakka þriðjudaginn 4. sept. skráning er hafin. Fyr- irhugað er að kenna kín- verska leikfimi í Gjá- bakka í vetur. Áhugasamir skrái þátt- töku sem fyrst. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9:45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9-17 fótaaðgerðir, kl. 9:45 boccia, kl. 12:15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13- 17 hárgreiðsla. Hallgrímskirkja eldri borgarar, á morgun mið- vikudag fyrirbænastund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13-15. Mosfellingar - Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþrótta- kennari er með göngu- ferðir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlað- hömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16 til 16:30. Gönguhópur 2: kl. 16:30. Norðurbrún 1. Kl. 10-11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9:15- 15:30 almenn handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 11:45 matur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14:30 kaffi. Bútasaumur hefst þriðjudaginn 4. sept. Myndmennt og postu- línsmálun hefst miðvi- kud. 5. sept. Kóræfingar hefjast mánud. 17. sept Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9:30 morgunstund og almenn handmennt, kl. 10 fóta- aðgerðir og almenn leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 11:45 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14:30 kaffi Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fund- artíma. Eineltissamtökin. Fund- ir að Túngötu 7, á þriðju- dögum kl. 20. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Skagfirðingafélagið í Reykjavík verður með félagsfund í Drangey, Stakkahlíð 17, í kvöld þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20, kaffiveitingar. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13-15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- uninni Íris í Miðgarði. Í dag er þriðjudagur 28. ágúst, 240. dagur ársins 2001. Ágústínusmessa. Orð dagsins: Velgjörðarsöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta. (Orðskv. 11, 25.) Á DÖGUNUM hélt und- irritaður í smáheimsókn til heimabæjarins Norðfjarð- ar (Fjarðabyggðar). Áður en lagt var í ferðina var sá sem hér ritar eiginlega á móti álveri í Reyðarfirði (Fjarðabyggð). Fjöllin við þann djúpa fjörð eru orðin svolítið bláleit í minning- unni enda alllangt síðan heimabyggðin var síðast sótt heim. Vélfákurinn hélt sem leið lá hina svo- kölluðu Norðurleið í gegn- um blómlegar sveitir með flosgrænum túnum en þó eru á þeirri leið fleiri heið- ar með gráleitum grjót- flekkjum. Loks var lokið við hálfan hringveginn og numið staðar í heima- byggðinni. Þá var komið kvöld og undirritaður skrapp í smágöngutúr um bæinn. Mætti þar fljótlega æskufélaga og tókum við tal saman. Enn var fjalla- bláminn í huganum og var spurt: Búa ekki hérna í kringum 1.700 manns? Svarið breytti aðeins um- hverfinu: „Nei gamli vin- ur, hér búa núna bara í mesta lagi 1.400 manns.“ Næstu dagar opnuðu enn frekar augu gestsins fyrir þeim raunveruleika sem fólk býr við þar sem íbú- um og atvinnutækifærum fækkar. Fjarlægðin gerði gömlu fjöllin ekki lengur blá. Hið gráleita grjót heiðanna sótti á hugann, því hvaða gagn er að ósnertu grjóti ef mannlífið fær ekki að dafna? Svo var haldið heim eft- ir annars ánægjulega dvöl. Eftir næstum 11 stunda ferð blasti Reykjavík við sem ljósfláki á dimmum himni. Þarna í ljósadýrð- inni hafði fólkið ekki áhyggjur af fólksflótta eða verðlitlum eignum. Vélfák- urinn skeiðaði fram hjá tveimur stóriðjuverum sem kúrðu friðsæl í miðri blómlegri Hvalfjarðarsveit áður en hann stakkst inn í göngin undir hafið. Þegar hann skaust upp úr göng- unum og enn magnaðist ljósahafið þá mundi und- irritaður eftir litlum kont- ór sem nefnist „Skipulags- stofnun“. Hvar skyldi hann leynast í þessu ljósa- hafi svo órafjarri Fjarða- byggðum þessa heims? Og hugurinn flaug aftur til fjarðanna þar sem býr fólk sem getur breytt vist- vænni orku fossanna uppi í grjótheiðunum í orkuspar- andi léttmálm er nefnist ál. Er ekki annars svolítil eigingirni að vilja setja alla náttúru landsins í sýn- ingarglugga handa borg- arbúum og túrhestum? Brottfluttur Austfirðingur. Tindarnir sjö SUNNUDAGINN 12. þ.m. horfði ég á þátt í sjónvarpinu sem hét Tind- arnir sjö. Í þessum þætti var fjallað um klif Harald- ar Arnar á einn af þessum tindum, McKinley, sem er sá fyrsti af þeim sjö. Ég dáist að dirfsku og þori þessa unga manns, sem þá þegar hefur gengið á báða pólana. Sama kvöld horfði ég á þátt sem heitir Date- line. Þar var sýnt frá nokkrum þrautreyndum breskum hermönnum sem hugðust klífa sama tind- inn, McKinley. Við mjög erfiðar aðstæður fór svo að tveir þeirra hröpuðu og urðu að hafast við á sillu í tæpa 3 sólarhringa í slæmu veðri, matar- og drykkjarlausir, þar til þeim var bjargað við illan leik. Þá hafði kalið á tám og fingrum, sem þeir misstu að hluta. Geri hver sem vill sér í hugarlund, hvers má vænta við slíkar aðstæður. Ég segi bara að lokum. Áfram Haraldur og gangi þér allt í haginn. Kveðja, Svanur Jóhannsson. Tapað/fundið Kvenmannsúr tapaðist KVENMANNSÚR tapað- ist sl. þriðjudag í Hlíða- hverfi. Upplýsingar í síma 551-2968 á kvöldin. Dýrahald Kettlinga vantar heimili ÞRÍR sjö vikna kettlingar fást gefins. Kassavanir. Upplýsingar í síma 896- 0086. Dýri er enn týndur DÝRI týndist föstudaginn 6. júlí sl. úr Salahverfinu í Kópavogi. Hann var nýr í hverfinu og gæti því verið að leita að gamla heimilinu sem var í Seljahverfinu í Breið- holti. Hann er eyrna- merktur, með dökkgræna hálsól en ekki merkimiða á ólinni. Hann er allur stein- grár, mjög mjór og frekar fælinn. Hans er sárt sakn- að, ef einhver hefur séð hann vinsamlegist hringið í síma 557-5269, 698-0280 eða 696-5269. Kettlingur í óskilum KETTLINGUR fannst í Barðavogi fyrir rúmri viku. Hann er kassavanur og mjög gæfur, grábrún- bröndóttur, með hvítar loppur og hvíta bringu. Hann er ómerktur. Upplýsingar í síma 865- 0448. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Ál eða grjót Víkverji skrifar... NÚ ERU skólarnir að byrja ogsjást þess mörg merki. Mun meira ber á börnum og ungu fólki í umferðinni og því mikilvægt að aka varlega og með mikilli aðgát í ná- grenni skólanna, einkum þeirra sem yngstu börnin sækja. Enginn vill verða fyrir því að slasa barn og til að koma í veg fyrir það verður að fara varlega. Þess sjást líka merki í bílaumferð- inni að framhaldsskólarnir og skólar á hærri stigum eru byrjaðir. Umferðin hefur þyngzt verulega á síðustu dög- um. Víkverji og kona hans aka saman til vinnu fyrir átta á morgnana og fara eftir Bústaðavegi til vesturs. Um sumarið, þegar umferðin er minnst, nægir að fara af stað um 20 mínútur fyrir átta til að forðast mesta umferðarþungann. Nú verður að leggja nokkru fyrr af stað til að vera komin á vinnustað á sama tíma og áð- ur. Það er í sjálfu sér allt í lagi. Merg- urinn málsins er nefnilega sá að leggja nægilega snemma af stað til þess að verða ekki háður því að þurfa að komast hraðar áfram en góðu hófi gegnir. Þetta á við um alla bíltúra, hvort sem þeir eru lengri eða skemmri. Það er bezt að leggja tím- anlega af stað og vera fyrir vikið óstressaður og betri ökumaður. x x x VÍKVERJA finnst það mikill mun-ur að morgunsjónvarp Stöðvar 2 skuli vera hafið á ný eftir sumar- leyfi. Fyrir Víkverja og konu hans var morgunsjónvarpið orðið snar þáttur í morgunverkunum og gott að geta fylgzt með því sem hefur verið að ger- ast meðan verið er að hafa sig af stað. Einhverra hluta vegna gengur betur að koma sér fram úr rúminu eftir að morgunsjónvarpið byrjaði. x x x ÞAÐ var ekki þrautalaust ferða-lagið hjá Hollendingunum sem línuskipið Skutull bjargaði úr Reka- vík á Hornströndum eftir að þau höfðu náð athygli skipverja og synt út að skipinu. Í Rekavík höfðu þau hafzt við dögum saman án matar og komust hvorki lönd né strönd þar sem konan treysti sér ekki til að ganga upp úr víkinni og til Aðalvíkur. Þar höfðu þau pantað far til Ísafjarðar fyrir nokkr- um dögum. Það vekur athygli að eng- ar viðvörunarbjöllur skuli hringja þegar ferðamann mæta ekki til skips sem á að flytja þá til byggða. Víkverja finnst að við slík atvik ætti í það minnsta að hefja eftirgrennslan því vissulega gæti eitthvert óhapp hafa orðið. x x x SÍFELLT berast fréttir af miklumuppsögnum erlendra risafyrir- tækja, einkum í hátæknigeiranum en einnig fjölmiðlun. Það er ljóst að sá mikli gróði sem margir töldu sig sjá í netfyrirtækjunum var ekki einu sinni sýnd veiði, hvað þá gefin. Fyrirtæki af þessu tagi hér á landi berjast einnig í bökkunum, sýna gífurlegt rekstrar- tap og segja upp fólki. Gengi hluta- bréfa í þessum fyrirtækjum hefur fallið að sama skapi og hafa margir orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af þeim sökum. Þar er ekki einungis um venjulegt fólk að ræða, sem reynt hefur að ávaxta sparifé sitt, heldur bæði sjóði og banka. Það er athyglisvert hve gíf- urlegum upphæðum Landsbanki Ís- lands hefur tapað á viðskiptum með hlutabréf. Fyrst bankinn gat ekki metið áhættuna betur er vart hægt að ætlast til þess að almenningur geti það. Það er sjaldan of varlega farið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 umönnunin, 8 kraftur- inn, 9 smábátur, 10 grein- ir, 11 stólpi, 13 dimm ský, 15 hali, 18 mótlæti, 21 kærleikur, 22 þyngdar- einingar, 23 gerist oft, 24 veikur jarðskjálfti. LÓÐRÉTT: 2 brytja í duft, 3 vekur máls á, 4 spaug, 5 geng- ur, 6 fréttastofa, 7 beiti- land, 12 blóm, 14 amboð, 15 munnfylli drykkjar, 16 lýkur upp, 17 skýjahulur, 18 spilið, 19 hamingja, 20 kylfu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 grófs, 4 bólur, 7 staka, 8 rómum, 9 puð, 11 nótt, 13 arga, 14 eðlan, 15 full, 17 nasa, 20 æra, 22 liðug, 23 fangs, 24 rónar, 25 rýrar. Lóðrétt: 1 gisin, 2 ósatt, 3 skap, 4 borð, 5 lómur, 6 romsa, 10 uglur, 12 tel, 13 ann, 15 fílar, 16 lóðin, 18 asn- ar, 19 ausur, 20 Ægir, 21 afar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.