Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 23 KERAMIKGERÐ er heillandi, ekki aðeins vegna efnisins og tækn- innar heldur einnig út af hinni ríku hefð og sögu sem nær mörg þúsund ár aftur í tímann. Þó að keramik- tækni sé vissulega notuð við gerð frjálsra myndverka, höggmynda og tvívíðra verka, hafa keramikhlutir flestir verið gerðir með notagildis- sjónarmið í huga sem hefur haft mót- andi áhrif á lögun og útlit þeirra í gegnum aldirnar. Það er stór ástæða þess að listformið hefur ekki tekið stökkbreytingum í gegnum tíðina og þróunin hefur meira komið fram í til- raunum með efni og vinnuaðferðir. Þessi staðreynd gerir það að verkum að hægt er að skoða og meta ker- amikverk dagsins í dag í samhengi við allt sem gert hefur verið í ker- amiki í gegnum árþúsundin, sem gefur þeim ákveðinn sögulegan styrkleika. Kristín S. Garðarsdóttir sýnir þrjú sett af keramikverkum í List- húsi Ófeigs. Í sýningarskrá eru verk- in aðgreind með upplýsingum um vinnsluaðferð frekar en heitum og má ímynda sér að gaman væri að sjá titla við verkin, slíkt gæti verið áhugaverð viðbót. Fyrsta settið á sýningunni er á lægri palli og sam- anstendur af stórum skálum hand- mótuðum úr postulíni og grófum steinleir. Á efri palli eru fínlegri verk. Það eru ýmis ílát, föt, skálar og bollar úr postulíni steypt í gifsmót. Þessi verk bera með sér ferskan blæ og frjálsleg en hæfilega sparleg notkun blás litar gefur þeim ríkan karakter. Annað sterkt einkenni verkanna er tilraunir með „pósitívt/ negatívt“ rými en listakonan hefur t.d. gert gat í botninn í öðrum helm- ingi skálar en í andstæða helminginn upphleypta kúlu. Þriðja atriðið sem áberandi er í þessum verkum, og reyndar einnig í verkunum úr grófa steinleirnum, er notkun 8-formsins, þ.e. verkin eru í laginu eins og talan átta. Í kristinni hugmyndafræði er talan átta tákn upprisunnar og eilífs lífs en hvort Kristín hefur haft það í huga við gerð verkanna skal ósagt látið. Í miðjum hópi verkanna með bláa litnum eru litlar skálar úr postulíni sem brenndar eru í gasofni. Í upplýs- ingum sem fylgja sýningunni kemur fram að þegar postulín er brennt í gasofni komi fram mismunandi blæ- brigði eftir því hvar munirnir eru staðsettir í ofninum. Blæbrigðamun- ur var þó afskaplega lítill að sjá á verkunum. Verk Kristínar í Listhúsi Ófeigs eru falleg og faglega er að sýning- unni staðið. Í því samhengi bendi ég á boðskortið sem liggur frammi á sýningunni og sýningarsalinn sjálfan sem hentar verkunum afar vel. Allir gripirnir eru verðmerktir og vakti hagstætt verð þeirra undrun mína, en það er furðulega nálægt verði fjöldaframleiddra gripa af sömu teg- und. Keramik 8ur LISTHÖNNUN L i s t h ú s Ó f e i g s Opið virka daga kl. 11–18 og laug- ardaga kl. 11–16. Til 29. ágúst. LEIRLIST KRISTÍN SIGFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR Morgunblaðið/Þóroddur Frá sýningu Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur. Þóroddur Bjarnason GLÚMUR Gylfason, organisti Sel- fosskirkju, leikur á fyrstu Sept- embertónleikum kirkjunnar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Upphaf þessarar tónleikaraðar má rekja til stækkunar orgelsins árið 1991 og mun orgelið hljóma á öll- um tónleikunum sem framundan eru í tónleikaröðinni. Næsta þriðjudag, 4. september, leikur Steingrímur Þórhallsson og 11. september Björn Steinar Sól- bergsson. Ásamt honum koma fram Margrét Bóasdóttir sópran og Nora Kornblueh selló. 18. sept- ember leikur Douglas Brotchie á orgelið. Tónleikaröðinni lýkur svo 25. september með leik Jörgs Sondermanns. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru innan við 50 mínútna langir. September- tónleikar í Selfoss- kirkju AUKASÝNING verður í kvöld, þriðjudagskvöld, á leikritinu Fröken Júlía – enn og aftur alveg óð. Leik- sýningin er í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13, gengið inn um port frá Klapp- arstíg. Aðeins er um þessa einu sýn- ingu að ræða. Auka- sýning á Fröken Júlíu ♦ ♦ ♦ BJARNI H. Þórarinsson sjónhátta- fræðingur opnaði á Menningarnótt sitt 12. sjónþing í Reykjavík- urAkademíunni í JL-húsinu, Hring- braut 121, en hann er meðal þeirra listamanna sem hlutu starfslaun Reykjavíkurborgar á þessu ári. Bjarni sýnir úrval af verkum sínum undanfarin ár og einnig vísi að næsta sjónþingi. „Framsetning verka Bjarna er í myndlistarformi nýs liststíls, þar sem hann blandar saman handriti og myndlist, og kallar benduvísilist sem birtist í formi vísirósa. Höf- undur kallar verkefnið Litlu ís- lensku endurreisnina,“ segir í kynningu. Bjarni er stofnandi Vísiakadem- íunnar og höfundur fræða hennar. Sýningin er opin frá kl. 9-17 virka daga og stendur til 1. októ- ber. Bjarni H. Þórarinsson hóf sjón- þing sitt með gjörningi. Benduvísilist í Reykja- víkurAka- demíunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.