Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 19 ÚTSALA í nokkra daga Raðgreiðslur Victoria Antik Síðumúla 34 Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16. NEYTENDUR hafa ennsem komið er lítið orðiðvarir við nýjar flokkun-arreglur fyrir íslenskt grænmeti sem komu út fyrr í sumar. Reglunum er ætlað að samræma flokkun á grænmeti í úrvalsflokk, fyrsta flokk og annan flokk. Kaup- menn almennt eru ekki farnir að merkja vörur í verslunum sínum eft- ir flokkum. Einu búðirnar sem hafa merkt grænmetið hingað til eru Hagkaup og Nýkaup, en þessar verslanir unnu að þróun flokkunar- reglnanna ásamt MATRA, Sölu- félagi garðyrkjumanna og fleirum. Hefur efasemdir um flokkunarkerfið „Vandamálið, sem við stöndum frammi fyrir, er að kassarnir sem við fáum grænmetið í eru ekki merktir eftir flokkum enn sem komið er,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Um leið og það verður komið verður þetta að sjálfsögðu merkt í okkar hillum, en þangað til er ómögulegt fyrir okkur að flokka þetta í hillum okkar.“ Guðmundur segist hafa vissar efa- semdir um þetta nýja flokkunar- kerfi: „Í raun finnst mér ekki farið að reyna á þetta kerfi enn sem komið er, það fer fyrst að reyna á það í haust þegar íslenska kálið er búið að vera í nokkurn tíma í geymslu. Þá er spurning hvort það verður áfram flokkað sem fyrsti flokkur, þótt það sé jafnvel farið að gulna, eða hvort það verði flokkað sanngjarnt og sett í annan flokk.“ Stendur til að merkja Í samtali við Morgunblaðið í byrj- un júlí segir Júlíus Guðmundsson, kaupmaður í Sparversluninni, að til standi að merkja bæði íslenska og erlenda vöru eftir upprunalandi, gæðaflokki og uppskeru. Þetta segir Ingvi Guðmundsson, kaupmaður í Sparverslun, ekki enn komið í gagnið og treystir sér ekki til að spá hvenær svo verði. Hann segir þó að merking- ar á flokkun íslensks grænmetis séu ágætis byrjun og á von á því að það verði fyrir mánaðamót. „Fljótlegasta aðferðin sem við getum beitt er að merkja hillumiða þannig að flokkurinn komi fram. Ég á von á því að það verði komið fyrir mánaðamót.“ Sjálfsögð þjónusta við neytendur Árni Ingvarsson, kaupmaður í Ný- kaup, segir grænmeti hafa verið merkt samkvæmt gæðaflokkum í hillum verslunarinnar undanfarna mánuði. „Þetta er vara sem við selj- um mjög mikið af og því mikilvægt fyrir okkur að neytendur geti séð að hún uppfyllir ýtrustu gæðakröfur.“ Aðspurður hvort það sé mikið mál að halda merkingunum í hillunum rétt- um, segir Árni svo ekki vera og bendir á að þetta sé sjálfsögð þjón- usta við neytendur. Bíða eftir samkeppnisaðilum „Allt okkar grænmeti er fyrsta flokks nema annað sé tekið fram,“ segir Gísli Sigurbergsson, verðlags- stjóri í Fjarðarkaupum. Hann telur þó líklegt að ef samkeppnisaðilar fari að merkja grænmeti sitt sérstaklega sem fyrsta flokks komi vel til greina að gera slíkt hið sama. Jákvæð viðbrögð neytenda Að sögn Finns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaups, er íslenskt grænmeti merkt eftir flokkum í Hagkaupsverslununum. „Það er ákveðið mál að halda þessu kerfi gangandi en við reynum að hafa þetta í góðu lagi.“ Spurður um við- brögð neytenda segir Finnur: „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og fólk er ánægt að vita nákvæmlega hvað það er að kaupa.“ Finnur segir þó eitthvað hafa borið á misskilningi varðandi flokkunina þar sem fólk átti sig ekki alltaf á því að til sé betri flokkur en fyrsti flokkur. Að öðru leyti segir hann kerfið hafa gengið vel. Merkt í hillum fljótlega „Þetta er ekki merkt í okkar versl- unum, hingað til hefur okkur ekki þótt þörf á því enda bara verið með fyrsta flokk í sölu,“ segir Pétur Vals- son, gæðastjóri Nóatúns. Hann bæt- ir við að það væri eflaust ekki mikið mál að merkja íslensku framleiðsl- una eftir gæðaflokkum í hillum. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á að fá góða vöru og þá er rétt að láta fólk vita af gæðunum. Ég á von á að þessar merkingar verði komnar í hillur hjá okkur mjög fljótlega.“ Kerfið lengi í gang Sigurður Teitsson, framkvæmda- stjóri 11-11 verslananna, segir kerfið í raun ekki komið full- komlega í notkunn hjá framleiðendum, og því erfitt að vita nákvæm- lega í hvaða flokkum grænmetið sé. „Kassarn- ir sem við fáum frá Sölu- félagi garðyrkjumanna eru ekki merktir enn sem komið er svo við getum ekki merkt í hillum okkar þar til það er orðið. Þegar framleiðendur eru komn- ir með þetta í lag munum við merkja grænmetið eftir flokkum í hillunum.“ Verður merkt í náinni framtíð Flokkunarreglurnar höfðu ekki verið skoðaðar í Samkaupum í júlí- byrjun. Í dag segir Skúli Skúlason, fulltrúi framkvæmdastjóra Sam- kaupa, að þessar flokkunarreglur séu komnar í notkun í versluninni. Ekki er þó farið að merkja sérstak- lega í hvaða flokk íslenska grænmet- ið fellur í hillunum. „Ég tel víst að þessum upplýsing- um verði komið til neytenda í náinni framtíð. Við erum með merkingar við allt grænmeti og alla ávexti þar sem kemur fram uppruni vörunnar og almennar næringarupplýsingar. Þessi skilti hanga við allar vörur og þar ætti að vera hægt að bæta upp- lýsingum um gæðaflokka.“ Kallar á þekkingu starfsfólks „Eina íslenska grænmetið sem er í gangi núna er fyrsti flokkur,“ segir Hannes Karlsson, deildarstjóri Nettó. Hann bætir við að erfitt geti reynst að halda vörunum rétt merkt- um, sér í lagi þar sem grænmetið fellur niður um flokka eftir að hafa verið í versluninni í nokkurn tíma. „Þegar líða tekur á árið munu gæði breytast sem kallar á þekkingu starfsfólks á þessum flokkunar- reglum svo þetta gæti tekið einhvern tíma.“ Nýju flokkunarreglurnar fyrir íslenskt grænmeti lítt sýnilegar Morgunblaðið/Þorkell Til að merkingar í flokka séu marktækar þarf mikið innra eftirlit í verslunum til að fjarlægja grænmeti sem rýrnar í gæðum þegar líða tekur á. Hægt er að merkja grænmetið á einfaldan hátt. Slíkar merkingar auðvelda allan sam- anburð þar sem vitað er að verið er að bera saman sambærilega vöru. Kaupmenn seinir að taka við sér Nýlegar flokkunarreglur fyrir grænmeti hafa ekki verið áberandi í verslunum und- anfarið. Brjánn Jónasson kynnti sér stöð- una. Einungis Nýkaup og Hagkaup merkja grænmeti eftir flokkum. brjann@mbl.is KOMINN er á markað nýr næring- arhristingur, Myoplex MRP. Drykknum er ætlað að koma í stað einnar eða fleiri máltíða. Hann inni- heldur prótein, orkurík kolvetni, trefjar og mikið af vítamínum og steinefnum. Drykkurinn hentar að sögn inn- flytjanda vel sem næring fyrir skipulagða þyngdar- stjórnun. Myoplex MRP er til með jarð- arberja-, súkkulaði-, vanillu- og banana- bragði. Innflytjandi er B. Magn- ússon hf. en vöruna má nálgast í heilsubúðum, heilsuræktarstöðvum og apótekum. Myoplex MRP-næring- arhristingur Nýtt HAUST- og vetrarlistarnir frá Quelle eru komnir. Stóri Quelle-listinn er með mikið úrval fyrir fjölskylduna og heimilið. Sér- listarnir eru ætlaðir sér- hæfðari mark- hópum. Til dæmis eru í boði Mode-listinn fyrir eldra fólk, Maine Grösse-listinn með kvenmannsfötum upp í stærð 62, K-listinn fyrir konur undir 157 á hæð, Euro-Kids fyrir krakka og Haushalt- listinn fyrir búsáhöld. Nýir Quelle- listar BRAZZI, hreinn appelsínusafi er kominn á markað frá Vífilfelli í nýj- um umbúðum; 2 lítra fernu með skrúfuðum tappa. Brazzi í nýjum umbúð- um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.