Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR á Kjalarnesi kvarta undan því að bílar verði fyrir skemmdum vegna sandblásturs frá malarnám- um við Vesturlandsveg í Kollafirði. Þá segja þeir krossumferð vinnubíla við veginn skapa slysahættu. Þetta kom fram á borgarafundi sem nýverið var haldinn á Kjalar- nesi. Jónas Vigfússon, formaður sam- starfsráðs Kjalarness, segir að ábendingum íbúanna verði komið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Um er að ræða nokkrar malar- námur, að sögn Jónasar, en náman við Esjuberg sé þó stærst. Aðpurður hvort um væri að ræða mikið fok frá námunum, segir Jón- as: „Það var reistur varnarveggur meðfram veginum til að koma í veg fyrir að fok bærist á veginn og hef- ur það minnkað mikið við tilkomu hans.“ Hann tekur undir að krossumferð vinnubíla hafi aukist. „Umferðin á Vesturlandsvegi er mjög mikil og hröð. Umferð þvert yfir veginn er hættuleg, sérstaklega þegar um er að ræða þungavinnuvélar. Það er líka hættulegt að taka vinstri beygj- ur inn á heimreiðar annars staðar.“ En telur hann að gerð verði sú krafa að svæðið verði ræktað upp á ný? „Borgaryfirvöld munu væntan- lega gera það í framtíðinni en þá verður námuvinnslu að vera lokið. Það þýðir ekkert að rækta upp svæðið á meðan malarnám stendur yfir.“ Steypustöðin ehf. og Vinnuvélar ehf. hafa verið með malarnám á meira en 20 hektara svæði í Kolla- firðinum síðan 1955. Hafa aldrei þurft að bæta tjón Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Steypustöðvarinnar, segir að skemmdir á bílum í Kollafirðinum séu ekki endilega tengdar sandfoki frá námum á svæðinu. „Við höfum aldrei þurft að bæta tjón á bílum þar sem ekkert hefur fokið frá okkur. Fólk hefur reynt að koma á okkur sök og reynt að fá tjón á bílum sínum bætt en það hef- ur aldrei náðst að sanna. Fólk held- ur að við berum ábyrgð á þessu öllu saman en ég bendi á það að þarna fýkur allt lauslegt þegar um er að ræða sviftivinda sem eru algengir á svæðinu. Þá skal nefna að enginn er ábyrgur fyrir tjóni sem hlýst af vindhraða yfir 27 metrum á sek- úndu. Þá er um að ræða fárviðri.“ Vegna ábendinga íbúa um að krossumferð vinnubíla skapi mikla slysahættu, segir Halldór: „Það er eiginlega ekkert um krossumferð þarna. Þá er ekkert meiri slysahætta þarna heldur en á öðrum afleggjurunum. Það hefur aldrei orðið slys þarna enda sést vel til beggja hliða.“ Halldór segir að Steypustöðin hafi stundað malarnám á umræddu svæði löngu áður en Vesturlands- vegur hafi verið lagður þar sem hann er nú. „Það var Vegagerðin sem kaus að leggja hann þarna og þeir vissu vel af tilvist okkar. Ef við truflum um- ferð um veginn þá ætti vegurinn að fara þar sem við komum þarna á undan.“ Aðspurður segir Halldór að Steypustöðin muni halda áfram malarnámi á svæðinu um ókomna tíð. Engin áform séu um að hætta malarnámi á umræddu svæði enda hafi sambýlið við umferðina á Vest- urlandsveginum að mestu leyti gengið snurðulaust fyrir sig. Veldur tjóni á bílum Morgunblaðið/RAX Formaður samstarfsráðs Kjalarness segir að dregið hafi úr sandfokinu eftir að varnarveggur var reistur. Íbúar kvarta undan sandblæstri og krossumferð við malarnám í Kollafirði Kjalarnes Morgunblaðið/Billi Börnin skemmtu sér konunglega í spennandi leiktækjum. ÞAÐ var sannkölluð hátíðarstemmning í Garðabæ um helgina en þá var haldin tveggja daga fjölskylduhátíð í bænum. Var hátíðin liður í dagskrá afmælisárs Garða- bæjar sem á 25 ára kaupstaðarafmæli á þessu ári. Föstudagurinn var tileinkaður eldri borgurum bæj- arins og var efnt til hátíðarsamkomu í Kirkjuhvoli þar sem m.a. var boðið upp á erindi um kirkjur og klerka á Görðum á Álftanesi í fyrri tíð, söngatriði og skemmti- þátt með Erni Árnasyni leikara. Á laugardaginn hófst dagskráin með því að Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, veitti form- lega viðtöku vatnspósti við ós Arnarneslækjar en hann er gjöf frá Kvenfélagi Garðabæjar til bæjarins. Þá voru sett upp leiktæki fyrir börnin við íþrótta- miðstöðina Ásgarð og í íþróttahúsinu var barna- og fjöl- skylduskemmtun. Þar tróðu m.a. upp Skari skrípó, trúðarnir Búri og Jens, Gunni og Felix og íbúar Lata- bæjar. Að lokum voru haldnir tónleikar þar sem fram komu hljómsveitirnar Í svörtum fötum og Sálin hans Jóns míns. Líf og fjör á afmælishátíð Morgunblaðið/Sverrir Á hátíðarsamkomu eldri borg- ara var Örn Árnason leikari með söngatriði og skemmtiþátt. Morgunblaðið/Jim Smart Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri afhjúpar vatns- póst sem er gjöf frá Kvenfélagi Garðabæjar. Garðabær Á FUNDI íþróttaráðs Hafnar- fjarðar sl. miðvikudag var lagt fram bréf frá formanni knatt- spyrnudeildar Hauka varðandi undirbúning og frágang á gra- sæfingasvæði fyrir félagið sunnan við gervigrasvöllinn á Ásvöllum. Íþróttaráð tók já- kvætt í erindið og fól Ingvari S. Jónssyni, íþróttafulltrúa bæj- arins, að boða til viðræðufund- ar sem fyrst. Að sögn Ingvars er um að ræða svæði þar sem áætlað er að framtíðarknattspyrnuvöllur Hauka verði. Hins vegar sé núna verið að ræða um að koma á bráðabirgðaaðstöðu til þess að fjölga grasæfingasvæðum. „Þegar framkvæmdir við íþróttahús Hauka voru að hefj- ast var farið með lélega mold og möl á umrætt svæði þar sem menn voru að spara sér akstur. Við Hafnfirðingar stöndum mjög illa hvað grasæfinga- svæði varðar og FH-ingar eru til dæmis í mjög miklu basli enda leyfir þeirra svæði enga stækkun. Það er því jafnvel verið að hugsa um þetta sem lausn fyrir bæði félögin tíma- bundið. Það á eftir að hefja við- ræður við Haukana um þetta en það hefur ekkert verið áætl- að neitt um þetta í ár og reynd- ar ekki á langtímaáætlunum.“ Ingvar tekur fram að málið sé enn á viðræðustigi en þar sem þörfin fyrir grasæfinga- svæði sé mikil sé aldrei að vita hvort brugðist verði við því. „Í haust á að taka upp að- alvöllinn í Kaplakrika og laga hann. Því verða FH-ingar að spila einhverja leiki á þessu ári á frjálsíþróttavellinum og jafn- vel einhverja á næsta ári. Það mun því skerða æfingaaðstöðu þeirra næsta vor,“ segir hann. Viðræður um grasæfinga- svæði á Ásvöllum Hugsanleg lausn fyrir bæði Hauka og FH Hafnarfjörður ÞESSA dagana vinna iðnaðarmenn hörðum höndum að því að rífa inn- réttingar út úr Bíóhöllinni í Mjódd en verið að endurnýja innviði kvik- myndahússins. Meðal nýjunga eftir endurbæturnar verður svokallaður VIP-salur með meiri þægindum og þjónustu en gengur og gerist í venjulegum kvikmyndasölum. Að sögn Björns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Sam-bíóanna, er kominn tími á endurbætur því tíu ár eru síðan Sagabíó opnaði en þá voru húsakynni Bíóhallarinnar endurnýj- uð. „Síðan hafa um fjórar milljónir manna labbað hér í gegn þannig að bæði var farið að sjá aðeins á bíóinu og eins er þetta barn síns tíma,“ segir hann. Til stendur að gerbreyta anddyr- inu að sögn Björns auk þess sem salirnir verða teknir í gegn. „Við verðum líka með einn svona VIP-sal með svörtum Lazy-T leðurstólum með rafmagni í. Miðaverðið þar verður hærra og kúnninn fer beint inn í salinn þar sem hann fær frítt popp og kók og verður sinn eigin herra eða frú.“ Salurinn verður fyrir um 30 manns en að sögn Björns tók hann um 120 manns í sæti þegar bíóið var opnað þannig að í honum er stórt sýningartjald. Hann segir að til standi að leigja salinn út fyrir einka- sýningar á nýjum og ókomnum myndum auk þess sem hægt verður að velja á milli þess að sjá nýjustu myndirnar, sem verið er að frum- sýna, í venjulegum sal eða VIP-saln- um. Þá verður salurinn einnig leigð- ur út fyrir einkahópa. Björn segir ekki ákveðið hversu hátt miðaverðið í salinn verður en jafnvel sé rætt um tvöfalt verð. En er grundvöllur fyrir sali af þessu tagi? „Já ég held það því það eru margir sem óska eftir meiri þægindum og vilja fá að vera í friði. Það sést best á Saga-Class og Saga-Lounge hjá Flugleiðum og þetta minnir bara á það,“ segir Björn. Hönnuðir að endurbótunum eru breskir arkitektar sem kalla sig Martek og Guðbjörg Magnúsdóttir arkitekt. Áætlað er að opna nýtt og breytt kvikmyndahús í lok septem- ber en kvikmyndasýningum verður þó haldið áfram á meðan á end- urbótunum stendur. Bíóhöllin tekur stakkaskiptum Morgunblaðið/Billi Pappafígúra virðir fyrir sér anddyrið í Bíóhöllinni en það er nánast óþekkjanlegt eftir að iðnaðarmenn rifu stóran hluta innréttinga út. Mjódd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.