Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTI sjóbirtingur vertíðarinn- ar og næst stærsti laxinn voru dregnir á þurrt um helgina. Um var að ræða 18 punda sjóbirting sem Arnar Óskarsson veiddi á spón í Vatnamótunum, ármótum Skaftár, Fossála, Hörgsár og Geirlandsár og 24,5 punda hæng sem Helgi Eyj- ólfsson veiddi á maðk í Ólafshyl í Þverá í Borgarfirði. Ótrúlegur bolti „Arnar var búinn að sjá stóran fisk velta sér þarna um morguninn og hafði á orði við okkur að þetta hefði verið einhver stærsti birtingur sem hann hefði séð. Ég held það hafi bara verið í fyrsta kasti eftir hléið, að sá stóri negldi hjá honum bláan Hammer-spón. Þetta voru gífurleg átök, við Atli bróðir óðum til hans og við vorum að giska hvað hann væri stór, af lengdinni að dæma vorum við að skjóta á 14–15 pund, en svo þegar við sáum þetta tröll berjast um í háfnum þá blöskr- aði okkur sverleikinn. Þetta var 85 sentimetra langur fiskur, hængur, örlítið dökkur og stóð í sléttum 9 kg eða 18 pundum þegar á land var kominn,“ sagði Gunnar Óskarsson bróðir Arnars í samtali við Morg- unblaðið í gærdag. Veiði var annars góð, þeir félagar fengu 24 birtinga og voru auk 18 pundarans 16 fiskar frá 4 og upp í 10 pund. Holl á undan höfðu fengið 12 og 16 fiska hvort og eitt holl ekk- ert, enda lenti það í gríðarlegum vatnavöxtum og gruggi. Mjög stórir birtingar hafa verið á ferð á Skaft- ársvæðinu, áður höfðu fengist a.m.k. fjórir 14–15 punda á Hólma- svæðinu svokallaða, sem er fyrir neðan Vatnamótin. Þriggja kortera streð Helgi Eyjólfsson veiddi 24,5 punda lax í Ólafshyl í Þverá og tók laxinn maðk. Þetta er ekki aðeins sá stærsti úr Þverá í sumar, heldur stærsti laxinn í öllum Borgarfirð- inum og að því er virðist næst stærsti lax sumarsins, en 26 punda lax úr Laxá í Aðaldal er enn sá stærsti sem frést hefur af. „Þetta var svakalegur fiskur, 103 senti- metrar og ekta Þverárlax, stuttur og þykkur. Þó hann tæki maðk var hann gríðarlega erfiður, fór niður ána með látum, nokkur hundruð metra og Helgi var alls 45 mínútur að ná laxinum,“ sagði Dagur Garð- arsson, veiðifélagi Helga, í samtali við Morgunblaðið. Annars hefur veiði í Þverá glæðst nokkuð eftir nokkra mjög daufa daga í miðjum ágúst. Hollið hjá Helga og Degi var með tæpa 30 laxa og á sama tíma var einnig nokkuð líf í Kjarrá. Úrkoma hressti veiðiskapinn. Áin er komin með um 1.150 laxa. Fréttir héðan og þaðan Reykjadalsá í Reykjadal er ein þeirra áa sem gefur mun betri veiði en í fyrra, áin er nú komin fast að 100 löxum, en hún hefur verið í öldudal síðustu sumur og gaf aðeins örfáa tugi laxa í fyrra. Pálmi Gunn- arsson leigutaki sagði þessa góðu veiði koma skemmtilega á óvart og hún væri þeim mun athyglisverðari fyrir það að hún væri veidd á til- tölulega fáum stangardögum. Sjálf- ur var Pálmi nýlega í ánni og veiddi og sleppi 8 löxum, allt að 17 punda. Veiði hefur glæðst í Breiðdalsá eftir vatnavextina á dögunum. Enn er mjög mikið vatn, en á óvart kom, að menn rótveiddu í „lænu“ sem varð að strengri kvísl í votvirðinu og er gegnumrennsli úr sleppitjörn. Þarna voru því laxar að „koma heim“. Á einni vaktinni veiddust 3 laxar og annarri 4 stykki. Var að sjá talsvert af fiski á ferðinni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Arnar Óskarsson með 18 punda sjóbirtinginn. Helgi Eyjólfsson með 24,5 punda hænginn úr Þverá. Stórfiskar dregnir á þurrt HOLLENSKT par sem hafði verið innlyksa í Hvannadal á Horn- ströndum í rúmlega viku var tek- ið um borð í línu- og hand- færabátinn Skutul ÍS 16 frá Ísafirði á sunnudag. Til að komast að bátnum urðu þau að vaða sjó í axlir og voru að vonum köld og svöng þegar þau komu til Ísa- fjarðar síðdegis. Þau Frank van Wijk og Nel den Brejen lögðu upp frá Hesteyri 15. ágúst. Þaðan gengu þau inn Hest- eyrarfjörð og yfir í Hlöðuvík. Þau komu í Rekavík síðdegis föstudag- inn 17. ágúst og hugðust halda áfram að Höfn í Hornvík. Frá Rekavík að Höfn er ágætur göngustígur en á kafla liggur hann meðfram háum fjörukambi. Talsvert fall er af kambinum og niður í fjöru. Varð skelkuð þegar hún féll næstum niður brattan fjörukamb „Við komum skyndilega að mjög bröttum kafla. Fallið var kannski ekki ýkja mikið, kannski 15 metrar, en nóg samt. Ég komst yfir og unnusta mín reyndi líka en var næstum dottin. Við urðum bæði nokkuð skelkuð svo ég sneri til baka og við tjölduðum síðan í Rekavík,“ sagði Frank í viðtali við Morgunblaðið. Daginn eftir, laugardaginn 18. ágúst, ákváðu þau að hætta við að fara til Hornvíkur en ganga þess í stað til Aðalvíkur. Þar áttu þau bókað far til Ísafjarðar viku síðar. Frank og Nel gengu um Atla- skarð þegar þau komu frá Hlöðu- vík til Rekavíkur. Frank segir að líklega hefði verið rökrétt að fara sömu leið til baka en þar sem þau höfðu þegar farið þá leið ákváðu þau að fara frekar um Hvanna- dalsskarð. Frank segir að á kort- inu hafi virst sem sú leið væri ekki erfið. Slóðin hafi þó sífellt orðið brattari og á endanum hafi þau ákveðið að snúa við, enda um- hugað um líf og heilsu. Þegar þau komu aftur í Hvannadal voru þau úrvinda svo þau slógu upp tjaldi þar. Hlóðu varnargarð við tjaldið Gott veður var á sunnudaginn og því ákváðu þau að bíða eftir báti sem þau vissu að myndi koma til Hornvíkur daginn eftir. „Við töldum okkur geta vakið athygli á okkur en þegar báturinn kom á mánudagskvöld var skollinn á stormur. Veðrið varð líklega til þess að bátsverjar tóku ekki eftir okkur í gegnum sjóbarðar rúð- urnar,“ sagði Frank. „Við héldum því til í tjaldinu. Um nóttina var mjög hvasst og um morguninn var allur okkar búnaður renn- blautur svo við þurftum að þurrka hann. Næstu nótt skall aftur á stormur og næstu tvo daga var rigning og þoka,“ sagði Frank. Sökum veðurs treystu þau sér ekki til að halda ferðinni áfram. Að sögn Franks mátti litlu muna að tjaldið gæfi sig í verstu vindhviðunum. Súlur bognuðu og stög slitnuðu en með því að hlaða grjótgarð við tjaldið tókst þeim að verja það fyrir veðrinu. „Stundum urðum við býsna örvæntingarfull en þess á milli vorum við róleg,“ sagði Frank. „Við gerðum okkur grein fyrir möguleikunum. Við spöruðum matinn okkar því við vissum að ferðalagið gæti tekið marga daga til viðbótar. Við borð- um lítið og misstum reyndar bæði um 5–6 kíló þessa daga,“ sagði Frank. Meðan þau voru í Hvanna- dal söfnuðu þau sprekum til að nota í bál þegar veðrið gengi nið- ur. Þá útbjuggu þau e.k. brúðu úr ýmsu dóti sem þau fundu í fjör- unni. Þau settu brúðuna í appels- ínugulan bol og vonuðust til þess að hún yrði til að vekja athygli sjófarenda. Á sunnudaginn skánaði loks veðrið og þau ákváðu því að halda af stað til Hlöðuvíkur, sömu leið og þau höfðu komið. Þá voru þau orðin afar matarlítil enda ferðin orðin þremur dögum lengri en þau höfðu ætlað. Frank og Nel settu allra nauðsynlegasta bún- aðinn í bakpoka og voru lögð af stað þegar þau tóku eftir þremur fiskibátum í Hornvík. Fengu þurr föt í bátnum Þeir Jón Halldór Pálmason og Ægir Thorarensen voru að veið- um í vestanverðri Hornvíkinni þegar þeir urðu varir við Frank og Nel. Þau voru þá í Hvannadal og veifuðu ákaft belg, sem þau höfðu fundið í fjörunni, til að vekja athygli á sér. Jón Halldór benti þeim að koma niður í Reka- vík enda ekki hægt að leggja að við Hvannadalinn „Svo fór ég bara með bátinn eins grunnt og ég þorði og þau óðu um borð,“ sagði Jón Halldór. Hann kynti miðstöðina eins mikið og hægt var og útvegaði þeim þurr föt. „Þau voru brött framan af en eft- ir um klukkustund fór að draga af þeim,“ sagði Jón Halldór. Þau Frank og Nel voru tekin um borð í Skutul um hádegið og siglingin til Ísafjarðar tók um þrjá klukkutíma. Þar tók Albert Óskarsson, skipstjóri á björg- unarskipinu Gunnari Friðrikssyni, á móti þeim og skaut yfir þau skjólshúsi. Frank segir móttök- urnar á Ísafirði hafa verið ákaf- lega hlýjar og góðar. Frank og Nel fara til Hollands á laugardag og vonast til að sá tími sem eftir er af fríinu verði ánægjulegur. Hollenskt par innlyksa í Hvannadal á Hornströndum í rúmlega viku „Stundum urð- um við býsna örvæntingarfull“                                                            !   "# $     #   ! #   !   !   % & &  '(  )*   !   +   , -  . %                             %#  *  !&                                                     "#  $         %     %  & ' (    )  "*      FRANK Van Wijk og Nel Den Brejen sem voru innlyksa í Hvannadal á Hornströndum í rúmlega viku, áttu pantað far með bát frá Aðalvík til Ísafjarð- ar þann 23. ágúst. Skipverjar á línu- og handfærabátnum Skutli tóku þau upp í bátinn í Rekavík bak Höfn þremur dögum síðar, sunnudaginn 26. ágúst. Hjá þeim fyrirtækjum sem selja ferðir til Hornstranda fengust þær upplýsingar að engar sérstakar reglur væru til um hvað gera skal ef ferðalang- ar sem pantað hafa ferðir með bátum til Hornstranda skila sér ekki á umsömdum tíma. Þau Frank og Nel fengu far til Hesteyrar hjá Hornströnd- um ehf. Henry Bæringsson hjá Hornströndum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyr- irtækið hefði vitað af þeim á Hornströndum. Hefðu þau ekki skilað sér í gær, mánudag, hefði verið farið að athuga málið nán- ar. „Við erum að flytja fleiri þús- und manns þarna norður yfir sumarið. Þetta er í rauninni að koma fyrir iðulega hjá okkur að fólk skili sér ekki. Stundum fer það eitthvert annað eða breytir áætlun,“ sagði Henry. Þá eru dæmi um að fólk útvegi sér far með einkabátum til baka, stund- um líði jafnvel lengri tími en þrír dagar. Þó fólk komi ekki á umsömdum tíma hafi menn því yfirleitt ekki miklar áhyggjur. Reynsla þeirra Franks og Nel verði þó væntanlega til þess að menn setjist niður og komi sér saman um vinnureglur í slíkum tilvikum. Í viðtali við Frank kom fram að hann og Nel reyndu að vekja athygli báts sem kom til Horn- víkur mánudaginn 20. ágúst. Henrý segir að báturinn hafi þar tekið 18 ferðalanga um borð en setti um leið þriggja manna gönguhóp í land. Hópurinn mun hafa farið frá Hornvík, um Rekavík og yfir í Hlöðuvík á miðvikudeginum. Hópurinn varð þeirra Franks og Nel ekki var. Algengt að fólk skili sér ekki á umsömdum tíma Sigríður Kristjánsdóttir for- stöðumaður Vesturferða segir algengt að fólk skili sér ekki á tilsettum tíma. „Það vantar um- gengnisreglur þarna á svæðinu um að fólk skilji eftir ferðaáætl- anir og haldi sig við ferðaáætl- anir.“ Hún segir mörg dæmi þess að lengri tími en þrír dagar líði frá því fólk panti sér far og þar til það skili sér. „Það var í raun og veru ekki fyrr en síð- asta sumar sem við fórum að taka mjög hart á því að fólk bók- aði sig til baka, segir Sigríður. Enginn viti þó í raun hverjir séu á Hornströndum enda eru margar leiðir til að komast þangað. Margir leggi upp frá Unaðsdal eða jafnvel frá Strandasýslu. Þá fær fólk far með ýmsum bátum yfir á Strandir. „Vonandi verður þetta til þess að við setjumst niður og búum til ákveðnar reglur en það getur enginn fylgt þessu eftir í raun og veru. Við getum ekki bannað fólki að fara og ekki skyldað það til eins né neins,“ segir Sigríður. Á Hornströndum er allra veðra von, þar er engin þjón- usta, samgöngur stopular og yf- irleitt fáir á ferli. Af þessum sökum er meiri þörf á umgengn- isreglum þar en víða annars- staðar, að sögn Sigríðar. Vantar vinnu- reglur skili fólk sér ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.