Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Feðginin Sig-urður Jónsson og Eva María létust af slysförum að- faranótt sunnu- dagsins 19. ágúst síðastliðins. Sigurður Jónsson fæddist 2. febrúar 1951. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, f. 7.6. 1915, d. 15.6. 1993, og Sig- ríður Sigurðardótt- ir, f. 20.2. 1915, d. 25.6. 1989. Sigurður var í sambúð með Dóru Steinsdóttur, dóttir þeirra er Sigríður, f. 26.6. 1971. Sambýlis- maður Sigríðar er Guðjón Már Guðjónsson, f. 16.2. 1972, sonur þeirra er Jason Daði, f. 26.5. 2000. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Margrét Stefánsdóttir, f. 10.9. 1954. Börn þeirra eru Eva María, f. 23.9. 1976, d. 19.8. 2001, og Jón Stefán, f. 10.8. 1980. Foreldrar Margrétar eru Stefán Jónsson, f. 6.1. 1931, og Eva Óskarsdóttir, f. 12.4. 1934. Systkini Margrétar eru: 1) Ingvar, f. 19.3. 1958, kvæntur Áslaugu Hartmannsdóttur, f. 5.11. 1958; 2) Ásta Edda, f. 4.1. 1962, gift Birgi Björgvinssyni, f. 21.2. 1957; 3) Ellert Kristján, f. 27.6. 1969, sambýliskona Helga Veronica Gunnarsdóttir, f. 9.8. 1977. Sigurður starfaði við sölu- og markaðsstörf alla tíð og undanfar- in ár sem fasteignasali. Hann var í stjórn Knattspyrnufélagsins Þrótt- ar 1979–1981 og starfaði um tíma sem framkvæmdastjóri þess. Einn- ig lék hann knattspyrnu með félaginu frá unga aldri. Sigurður var félagi í Roundtable og tók virkan þátt í starfi þeirra. Eva María Sigurðardóttir fædd- ist 23. september 1976. Foreldrar hennar eru hjónin Sigurður Jóns- son, f. 2.2. 1951, d. 19.8. 2001, og Margrét Stefánsdóttir, f. 10.9. 1954. Systkini Evu Maríu eru Sig- ríður, f. 26.6. 1971, og Jón Stefán, f. 10.8. 1980. Eva María tók stúdentspróf frá Flensborgarskóla 1996 og tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfun skólans. Hún dvaldi eitt ár sem skiptinemi í Mexíkó. Hún tók virk- an þátt í ýmsum uppsetningum Leikfélags Hafnarfjarðar. Eva María starfaði síðast við flug- freyjustörf hjá Atlanta. Útför þeirra Sigurðar og Evu Maríu fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi og litla systir. Mikið finnst mér sárt að þurfa að kveðja ykkur bæði svona snemma. Það var svo margt sem að við áttum eftir að gera saman og segja hvert við annað. Ég þakka þó innilega fyrir þetta síð- asta ár okkar saman. Fyrir það hvernig Jason Daði sameinaði okkur öll og benti okkur á að horfa fram á veginn í stað þess að dvelja við það liðna. Það var stoltur afi og frænka sem heimsóttu okkur á fæðingar- deildina síðasta sumar og mikið þótti mér vænt um að sjá ykkur. Eva María með breiða brosið sitt og stóra hjartað sem virtist rúma allan heim- inn. Þú varst einstök manneskja og áttir meira af kærleik en flestir. Þú elskaðir mig skilyrðislaust og fyrir það verð ég þér eilíflega þakklát. Og elsku pabbi minn, ég geymi þig í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég skildi þig betur en þú hélst og trúi því að við eigum eftir að hittast aftur ein- hvers staðar, til að spjalla saman um heima og geima og hlæja og gráta saman. Nú bíður það okkar sem eftir erum hér að að elska hvert annað skilyrð- islaust og opna hjarta okkar, því veg- ir Guðs eru svo sannarlega órannsak- anlegir og við megum engan tíma missa. Elsku Magga og Nonni, sorg okk- ar allra er mikil en ykkar þó mest. Ég, Guðjón og Jason Daði sendum ykkur allan þann kærleik sem við eigum. Í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Þar líða í laufinu bleika ljóðin sem kvað ég þér. Að æskunnar yndisfegurð var enginn líki þinn. Í gáskans léttúð og leiki þú leiddist seinna inn. Í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Ég krýp þar á hverju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. (Tómas Guðm.) Sirrý Sigurðardóttir og fjölskylda. Það er ekki staðurinn sem þú ert á sem skiptir máli, heldur áhrif návist- ar þinnar á umhverfið. Það eru ekki aðstæðurnar sem skipta máli, heldur að þú sért fullur af lífsorku við allar aðstæður. Þetta er grundvöllur þess að skjóta rótum og blómstra í lífinu. Þeim feðginum Sigurði Jónssyni og Evu Maríu var af Guði gefin já- kvæð návist sem lífgaði upp á hvert það umhverfi sem þau voru í. Á óskiljanlegan hátt hafa þau nú verið kölluð burt í blóma lífsins. Eftir situr harmurinn, sem aðeins mun víkja eftir að ljúfar minningar um sam- vistina hafa hægt og bítandi yfirunn- ið og ljósið lýst upp svartnætti sorg- arinnar. Það var fyrir 35 árum að við nokkrir strákar úr Kleppsholtinu drógumst saman, sumpart vegna sameiginlegs áhuga á tónlist. Við hlustuðum á Hendrix toga tóna út í hið óendanlega úr öfugum gítar- strengjum, Ginger Baker þyrla mas- síft á tvöfalt bassatrommusettið og John Mayall kynna til leiks hverja liðsskipanina eftir aðra af Bluesbrea- kers snillingum. Árið eftir hófum við Siggi báðir nám við Verslunarskóla Íslands og urðum á þeim tíma mjög nánir vinir. Heimili hans var ávallt opið okkur vinunum og foreldrarnir Jón og Sigríður voru einstakt fólk og sérstaklega umburðarlynt gagnvart okkur ungmennunum. Til viðbótar við tónlistaráhugann kom sameigin- legur íþróttaáhugi og þátttaka í lífinu yfirleitt. Margt var brallað. Siggi skrifaði í árbók mína við útskrift úr Versló: „Þú hringdir fyrir mig og ég hringdi fyrir þig. That’s friendship.“ – Við höfðum gert hvor öðrum þann ungæðislega greiða að tilkynna hvor annan veikan í þýskuprófi. Vinabönd strákahópsins voru sterk og hafa haldið þótt aðstæður breyttust. Eiginkonur og börn stækkuðu einungis vinahópinn. Þeg- ar við Igga hófum búskap var það tveim hæðum ofar í sömu blokk og Siggi bjó í. Enn man ég glöggt þann ákafa og gleði sem gagntók hann meðan hann var að gera hosur sínar grænar fyrir Möggu, stóru ástinni í lífi hans. Seinna vann hann hjá fyr- irtæki mínu um nokkurt skeið. Áfram var margt brallað, kátt á hjalla og það var gott að eldast og sjá fram á aukna samverumöguleika.. Samneytið fór í annan farveg. Mat- arboð, sumarbústaðarferðir, saman á völlinn (þó Siggi væri þróttari af lífi og sál fór hann oftast með mér á Framleikina), innanhúsbolti á sunnu- dagsmorgnum, danstímar, leikhús- ferðir, líkamsræktarátök, jógatímar og veiðiferðir. Siggi var staðráðinn í því að láta veiðibakteríuna ekki ná á sér tökum. Samt fór það svo að ferð- irnar í Veiðvötn urðu órjúfanlegur hluti tilverunnar. Við heilluðumst af fegurð þessa einstaka staðar. Siggi tók oft með sér félaga eða hópa til þess miðla upplifunn sinni. Ég var í Veiðivötnum dagana tvo áður en Siggi kom þangað með Evu Maríu og félögum sínum tveim á föstudeginum. Það hafði staðið til að ég myndi halda áfram og vera með þeim fram á sunnudag en ég hætti við það nokkrum dögum áður. Siggi hringdi í mig á fimmtudeginum til að kanna aðstæður og hvar fiskurinn væri að taka. Jafnframt bað hann mig um að skilja eftir fyrir sig gas- lampann minn sem hafði fylgt í öllum okkar ferðum. Við spjölluðum um daginn og veginn og ég sagði honum að jarðarkaupin væru að ganga eftir og lofaði vettvangskönnun bráðlega. Þekkjandi vel til allra aðstæðna er það ofar mínum skilningi hvaða röð atvika leiddi til hins átakanlega slyss. Vonandi finnast einhverjar skýring- ar sem leiða til þess að hægt verði að varna því að slíkt gerist aftur. Ég fylgdist með Evu Maríu vaxa úr grasi og verða að sviphreinni, glaðlyndri og glæsilegri ungri konu. Um tíma vann hún hjá fyrirtæki mínu við afgreiðslu á plötum og myndböndum með skólanum og milli starfa. Eva María var alstaðar sér- lega vel liðin. Þegar hún fór svo að nema lönd og strönd og dvelja lang- dvölum erlendis lét stoltur pabbi hennar mig fylgjast með hvort held- ur hún var í Mexíkó, Noregi eða ann- ars staðar. Það, að hún skyldi kjósa að fara með pabba sínum upp í Veiði- vötn þegar hún átti stutt stopp á Ís- landi, sýnir áþreifanlega hversu náin þau feðginin voru. Við Siggi vorum eins nánir og vinir verða. Hann hafði milt, kærleiksríkt hjarta, átti bjart bros og var hreinn og beinn. Við vissum nákvæmlega hvar við höfðum hvor annan. Mér leið vel með Sigga. Það ríkti gagnkvæm- ur skilningur og orðin oft óþörf þó alltaf hefðum við um nóg að spjalla. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki, var vel liðinn og vinamargur. Svo samtvinnað hefur líf okkar verið að nú þarf ég að læra að lifa mínu án hans. Ég mun sakna hans óumræð- inlega. Skarð hans verður ekki fyllt og minningin mun lifa með mér alla mína tíð. Söknuður minn og missir er þó aðeins brotabrot af þeim mikla harmi sem elsku Magga, Jón Stefán og Sirrý hafa nú orðið fyrir. Frá dýpstu rótum hjartans sendum við Igga, Palli, Alma og Dagný innilegar samúðarkveðjur og styrk þeim til handa til að takast á við þá breyttu mynd lífsins sem framundan er. Ég kveð þig Siggi minn og Eva María. Þið munuð efla hvort annað á leið ykkar til ljóssins. Þegar tíminn hefur grætt sárið og örið eitt er eftir mun taka sig upp gamalt bros vegna þeirra fjölmörgu góðu stunda sem ég átti með Sigga vini mínum og á tíðum littlu hnátunni hans. Við erum sálu- félagar, höfum alltaf þekkst og mun- um hittast aftur í annari vídd. Ég hlakka til. Guð geymi ykkur bæði. Steinar Berg Ísleifsson. Hörmulegt slys, óskiljanlegt og eftir sitjum við of rifjum upp minn- ingar langs kunningsskapar og vin- áttu í gegnum Knattspyrnufélagið Þrótt. Sigurður (alltaf nefndur Siggi í okkar hópi) hóf knattspyrnuiðkun hjá félaginu mjög ungur og lék með því upp alla flokka og síðar með eldri flokki um langt skeið. Ég kynntist Sigga þegar ég gekk í raðir félagsins 1972 og áttum við samleið í gegnum áhuga okkar á starfsemi þess og knattspyrnuiðkun allar götur síðan. Hann var keppnismaður mikill og oft var aðdáunarvert að fylgjast með honum á æfingum, jafnvel á öðrum fæti, en það var aldrei gefist upp, það var ekki til í hans orðabók. Við sam- ferðamenn hans í eldri flokki munum geyma með okkur minninguna um frábæran félaga og víst verða innan- hússtímarnir og keppnisferðir til Ak- ureyrar svipminni án hans. Siggi sat í stjórn Knattspyrnu- deildar Þróttar 1979 til 1981 og síðar um tíma var hann framkvæmdastjóri deildarinnar. Hann var mikill aðdá- andi félagsins og þótt hann hafi oft verið gagnrýninn, gladdist hann manna mest yfir unnum sigrum. Það var mikilvægur hluti tilveru hans að fylgjast með sínu liði á vellinum og þá var oft tekin umræða fyrir leikina á Ölveri. Siggi var fastagestur í hádeg- isumræðu í félagshúsinu. Hans verð- ur sárt saknað þar. Það var um miðjan júlí sl. sem við fórum nokkrir Þróttarar í tveggja daga veiðiferð upp í Veiðivötn, en Siggi hafði skipulagt hana fyrir mörgum mánuðum. Við Siggi vorum samferða á bíl og sátum við veiðar saman í tvo daga á vatnsbökkunum. Það leyndi sér ekki að hann hafði mikla ást á þessum stað, þar sem hann þekkti öll vötnin, veiðistaðina og hverja þúfu og þar sem hann hafði landað mörgum fiskum og átt ógleymanlegar stundir. Ég fann að keppnisskapið fékk líka útrás við veiðarnar og ómæld var ánægjan, þegar hann landaði 7 pundara úr Hraunvötnum. Við rifjuðum upp gamlar stundir úr félagsstarfinu, vorum stoltir af félaginu okkar, að- stöðu þess og framtíðarhorfum. Þá var rifjuð upp góð fótboltaferð okkar með nokkrum Þrótturum til London fyrir ári og vonuðum við, að það gæti orðið fastur liður á komandi árum. Þá ræddum við um lífið og tilveruna. Ég fann að fjölskyldan var Sigga mjög mikilvæg. Hann sagði mér af ferðum hennar í Veiðivötnin og ég fann að hann mat það mikils að geta tekið börnin með sér og leyft þeim að njóta þessarar paradísar. Þá hlakk- aði hann til þess að fá dóttur sína Evu Maríu heim frá útlöndum til þess að koma með sér til veiða. Loka- ferðina fóru þau feðginin saman og mættu þar skapara sínum í fjallasal íslenskrar náttúru. Ég þakka þér, Siggi, fyrir þessa tvo daga með þér í Veiðivötnum. Við vorum þegar búnir að ákveða að þetta yrði endurtekið að ári. Sú ferð verður farin án þín, en ég mun taka með mér góðar minningar um þig, ráð þín og hvatningu. Að leiðarlokum vil ég færa þakkir frá öllum Þrótturum og stjórn félag- ins fyrir störf þín, trúnað þinn og tryggð við félagið. Minningin um góðan félaga mun lifa með okkur. Elsku Margrét, börn og fjölskylda. Ég, fjölskylda mín og allir Þróttarar sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. Tryggvi E. Geirsson. Við vorum harmi slegin er við fréttum af andláti þeirra feðgina, Sigga og Evu Maríu. Hræðilegt slys hafði orðið sem olli því að fjórar manneskjur í blóma lífs- ins eru kallaðar burt, á svo sviplegan hátt og ólýsanlega sáran. Alltaf stöndum við máttvana og svo lítils megnug þegar áföllin verða og erfitt er að trúa því að þetta sé raunveru- leiki, að Siggi okkar og Eva María, þessi yndislega og káta stúlka hafi bæði verið kölluð samtímis úr þessari jarðvist. Sigga höfum við þekkt frá því að hann kom inn í líf Möggu vinkonu okkar. Þau kynntust þegar hún var 18 ára gömul og hafa þau gengið í gegnum lífið hamingjusöm, svo rík að eiga hvort annað. Þau eignuðust tvö börn, fyrst Evu Maríu, og síðan Jón Stefán, en fyrir átti Siggi eina dóttur, Sirrý. Þessi fjölskylda hefur alltaf verið mjög samheldin og gott SIGURÐUR JÓNSSON OG EVA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR við Nýbýlaveg, Kópavogi 0       "      # "    5  9 &1,,,0    1       % ! $  5   :         :  5  '     :  5 $  !   +  2"      "   "( ) )1  ,,0 "* '  + "";    '          * /    3 ! ! !  1 6  *$  1    5  ""      /   !  '    *+  1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.