Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 39
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 39 LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dag- skrá á internetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtudaga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Net- fang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstu- daga–miðvikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag- lega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán- ._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575-7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskóg- um 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leið- sögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Einholti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp://www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn- arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmynd- um. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30– 16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10– 18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suð- urgötu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánu- daga - laugardaga kl. 11.00 - 16.00 STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 10–18. Opnað fyrir hópa utan þess tíma. For- sýning á safni Landmælinga Íslands. Maríukaffi býð- ur upp á gómsætar veitingar. Til sölu steinar, minja- gripir og íslenskt handveerk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mán- uði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pantað leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861-0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýn- ingar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sumar frá kl. 11–17. UM helgina voru sjö öku- menn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akst- ur. Þá var tilkynnt um 39 árekstra. Bílvelta varð á laugardagskvöld á Vesturlandsvegi við Víkurveg. Tvennt var flutt á slysadeild með minniháttar meiðsli. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ekið var á 10 ára stúlku í Fanna- fold. Hún meiddist á hné og var flutt á slysadeild. Síðdegis á laugardag ók vörubif- reið með tengivagn aftan á fólksbíl á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Far- þegi í fólksbifreiðinni meiddist minniháttar. Tuttugu innbrot voru tilkynnt til lögreglu um helgina, flest í ökutæki þar sem stolið er sýnilegum verð- mætum. Brotist var inn í nýbyggingu á Kjalarnesi og þaðan stolið vélum og verkfærum. Brotist var inn í bíla á nokkrum stöðum í borginni, oft við útivistar- svæði, almenningsbílastæði eða bíla- geymslur. Lögreglan minnir á að því miður er tilefni slíkra skemmda og þjófnaða að verðmæti eru skilin eftir sýnileg í bifreiðum. Hugðust ekki greiða fyrir matvöruna Brotist var inn á heimili í Breið- holti og stolið verðmætum; skart- gripum, DVD-myndum, 200 geisla- diskum og hljómflutningstækjum. Á laugardagsmorgun var karl- maður handtekinn í fyrirtæki í Hlíð- unum. Öryggiskerfi fór í gang en maðurinn gat ekki gert grein fyrir veru sinni í fyrirtækinu. Höfð voru afskipti af feðgum eftir þjófnað og líkamsárás þeirra á sunnudag. Feðgarnir höfðu farið í verslunarleiðangur síðdegis á sunnudag en höfðu ekki uppi áform um að greiða fyrir matvöruna sem þeir tíndu í burðarpoka. Þegar starfsmaður hugðist ræða við þá um greiðslu var hann sleginn í andlitið af syninum. Vörurnar sem feðgarnir höfðu týnt til voru að verðmæti rúm- lega 30 þúsund. Ökumaður var stöðvaður í Vest- urbergi aðfaranótt sunnudags. Við leit fundust ætluð fíkniefni og landi. Annar ökumaður var stöðvaður á Selásbraut aðfaranótt sunnudags þar sem einnig fannst landi og hafði ætluðum fíkniefnum verið hent út úr bílnum. Tveir voru handteknir vegna málsins. Lögreglan varð að leysa upp ung- lingateiti í heimahúsi í vesturbænum um miðnætti á sunnudag. Sex ung- mennum, sem flest voru um 14 ára gömul, var ekið heim. Á sama stað haldlagði lögregla tvær haglabyssur og 150 haglaskot sem lágu á glám- bekk. Að mati lögreglu er það ábyrgðarhlutur þegar foreldrar samþykkja slík veisluhöld ung- menna án þess að nokkur fullorðinn sé á staðnum. Haglabyssur á glámbekk í samkvæmi unglinga Úr dagbók lögreglu – 24. til 26. ágúst Morgunblaðið/Júlíus Bíll valt á Vesturlandsvegi á móts við Víkurveg á ellefta tímanum á laugardagskvöld. Loka þurfti vesturakrein Vesturlandsvegar um tíma. Í VIÐTALI í Morgunblaðinu 25. ágúst sl. við Hjálmar W. Hannesson sendiherra, er ekki gefin rétt mynd af samskiptum okkar við Kanada og Kína. Þeir, sem lesa greinina, mættu halda, að nú fyrst væri verið að taka upp stjórnmálasamband við Kanada og Kína. Sú er ekki raunin. Hjálmar er ekki fyrsti sendiherra okkar í þess- um löndum, þótt hann sé fyrsti sendi- herrann sem er búsettur í þessum löndum. Fyrsti sendiherra okkar í Kanada var Thor Thors árin 1947 til 1965 með búsetu í Washington. Síðan komu þeir hver af öðrum: Pétur Thorsteins- son, Magnús V. Magnússon, Guð- mundur Í. Guðmundsson, Haraldur Kröyer, Hans G. Andersen, Ingvi S. Ingvarsson, Tómas Á. Tómasson, Einar Benediktsson, Jón Baldvin Hannibalsson allir með búsetu í Washington og sendiherrar þar. Hjálmar W. Hannesson er því nr. 11 í röðinni. Fyrsti sendiherra okkar í Kína var Sigurður Bjarnason árin 1973 til 1976 með búsetu í Kaupmannahöfn. Pétur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal og Ingvi S. Ingvarsson næstu sendiherr- ar í Kína voru með búsetu í Reykja- vík. Hjálmar W. Hannesson var fimmti sendiherra okkar í Kína, en sá fyrsti með búsetu í Peking. Oddný Thorsteinsson. Athugasemd Sendiherrar Íslands í Kanada og Kína Í KVÖLD, þriðjudaginn 28. ágúst, verður farið í síðustu kvöldgöngu sumarsins um Viðey og hefst hún með siglingu yfir sundið kl. 19:30. Gangan verður með óvenjulegu sniði því, ásamt því að fara um vestu- hluta eyjunnar verður boðið til kúm- entínslu. Fólk sem hefur áhuga á tínslunni er því beðið um að koma með skæri og poka. Þeir sem hafa áhuga á að tína kúm- en, en komast ekki í kvöld og vita ekki hvernig það lítur út, geta haft sam- band við leiðsögumann og mælt sér mót til tínslunnar út vikuna. Fyrir ferðina í kvöld er nauðsyn- legt að fólk klæði sig eftir veðri og verði í góðum skóm. Leiðsögnin er án endurgjalds, en í ferjuna kostar kr. 400 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Kúmen tínt í Viðey EDMUND Gussmann flytur fyrir- lestur miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16.15 í boði Íslenska málfræðifélags- ins. Fyrirlesturinn er í stofu 422 í Árnagarði og nefnist „A Double Agent in the Phonology of Icelandic“. Edmund Gussmann er prófessor í almennum og keltneskum málvísind- um við háskólann í Gdansk. Hann hefur fengist við hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði og málbreytingar í ýmsum tungumálum, þar á meðal ensku, íslensku, pólsku og írsku. Hann hefur samið fjölda bóka og greina og nýjasta bók hans, Phono- logy: Analysis and Theory, verður gefin út hjá Cambridge University Press í haust. Fyrirlestur á vegum málfræðifélagsins HINIR árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á Íslandi verða að þessu sinni frá miðvikudeginum 28. til föstudagsins 31. ágúst. Merkjasala Hjálpræðishersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi, segir í frétta- tilkynningu. Tekjur af merkjasölunni eru notaðar til að fjármagna barna- og unglingastarfið sem nú er að hefj- ast að afloknu sumarfríi. Merkið verður selt á götum Reykjavíkur og Akureyrar og einnig verður víða selt í húsum. Verðið er hið sama og undanfarið ár, 200 krónur. Það er von Hjálpræðishersins að sem flestir kaupi merki og styrki þannig félags- og hjálparstarfið, segir í tilkynningu frá Hernum. Merkjasala Hjálpræðis- hersins ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.