Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FARÞEGAFERJAN Lagarfljóts- ormurinn strandaði við fljótsbakk- ann skammt neðan við bæinn Hof í Fellum um klukkan hálfellefu á laug- ardagskvöld. Ferjan hafði verið í skemmtisiglingu um Lagarfljót með um 50 gesti á Ormsteiti, árlegri hausthátíð Héraðsmanna. Ferðinni var heitið eftir hefðbund- inni siglingaleið til hafnar við Lag- arfljótsbrúna er óhappið varð. Orsök þess að ferjuna rak af leið er ekki ljós, en hugsanlegt er að sjálfstýring hafi bilað. Gat kom á botn skipsins. Ýtt var við skipinu með gröfu þannig að það losnaði og tókst að sigla til hafnar, þar sem botninn var þéttur til bráðabirgða. Farþegar voru flutt- ir frá borði og ekið með rútu á áfangastað. Ekki er ljóst hvenær ferjan siglir aftur. Eftir er að meta tjón á ferjunni og eru fulltrúar Sigl- ingastofnunar og tryggingafélags væntanlegir. Siglingar ferjunnar heyra undir siglingalög og verða því haldin sjópróf ef ástæða þykir til. Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar nú tildrög strandsins. Lagarfljótsormurinn strandaði Morgunblaðið/RAX Egilsstaðir ÞAÐ var einstaklega fallegt sól- arlag séð í vestur af Reynisfjalli til Dyrhólaeyjar og Vestmannaeyjar á sunnudagskvöldið. Það er orðið mjög vinsælt af ferðamönnum að keyra eða ganga upp á Reynisfjall í Mýrdal. Í veðri eins og var um síð- ustu helgi á Suðurlandi er enginn svikinn af útsýninu af Reynisfjalli. Horft er niður til Víkur og Reyn- isdranga til Dyrhólaeyjar. Vest- mannaeyjar eru í fjarska og ekki má gleyma Mýrdalsjökli sem gnæf- ir eins og kóngur yfir Mýrdalnum. Á myndinni er Andrés Pálmason að virða fyrir sér útsýnið. Fagridalur Sólarlag af Reynisfjalli Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SKODABIFREIÐ árgerð 1976, áð- ur eign Ingimars Eydals hljómlist- armanns, var afhent Samgöngu- minjasafninu í Ystafelli nýlega, en það var fjölskylda Ingimars heitins sem kom með bílinn frá Akureyri og færði hann safninu til varðveislu. Bíllinn er í mjög góðu lagi og gekk ferðin vel austur, en hann hefur verið mikið notaður af fjölskyldunni og öll- um kær eftir svo langan tíma. Að sögn Ástu Sigurðardóttur, ekkju Ingimars, fannst þeim viðeig- andi að færa Samgönguminjasafninu bílinn og að þar myndi hann geymast best. Þeir feðgar í Ystafelli, Ingólfur Kristjánsson og Sverrir Ingólfsson, fögnuðu að vonum bílnum, en bílar sem eru í góðu lagi og með langa og merka sögu eru safninu mikill feng- ur. Safnið stækkar og dafnar Samgönguminjasafnið sem nú hef- ur starfað í nær tvö sumur stækkar og dafnar og telur á þriðja hundrað mismunandi samgöngutæki og alltaf bætist við. Húsnæði það sem byggt var fyrir starfsemina er þegar orðið of lítið og segir Ingólfur að nauðsyn- legt sé að byggja aðra skemmu til að koma sem mestu undir þak. Fyrir utan bíla er á safninu mikið af gangfærum gömlum dráttarvél- um, margar þeirra með merka sögu, auk ýmissa annarra landbúnaðar- verkfæra. Þá má nefna að gríðarlegt magn varahluta í hinar ýmsu gerðir bif- reiða er að finna í Ystafelli og hafa þeir feðgar, Ingólfur og Sverrir, mik- inn fróðleik að færa þeim gestum safnsins sem spyrja og vilja fræðast um samgöngutæki síðustu aldar. Áhugi fyrir safninu er mikill og hefur aðsókn verið góð. Á veturna þegar minna er um gesti gera þeir feðgar upp gamla bíla og stundum þarf að gera einn bíl úr tveimur. Samgönguminja- safnið fær bíl Ingimars Eydals Laxamýri Ingimar Eydal við skódann sinn. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bíllinn af- hentur Sam- gönguminja- safninu. Frá vinstri: Ing- ólfur Krist- jánsson, Sverrir Ing- ólfsson, Ásta Sigurð- ardóttir, Ingimar Ey- dal, Ingimar Björn Dav- íðsson og Ásta Guðrún Eydal. VEGAGERÐIN hefur nú lokið við að leggja bráðabirgðaveg yfir Norðfjarðará svo að þungaflutn- ingabílar þurfa nú ekki lengur að fara yfir vað á ánni. Eins og kunnugt er hefst smíði nýrrar brúar fljótlega og verður að vona að ekki komi mikill vöxtur í ána áður en brúin verður tilbúin því að hætt er við að bráðabirgða- vegurinn þoli það ekki og rofni. Morgunblaðið/Ágúst Þungaflutningar aftur á þurru Neskaupstaður Umhverfisnefnd Rangárvallahrepps veitti nýverið nokkrum aðilum í hreppnum við- urkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi og góða umgengni. Fyrir býli í dreifbýli hreppsins hlutu við- urkenningu þau Þorbjörg Atladóttir og Gústav Stolz- enwald á Stokka- læk en þau keyptu jörðina 1998, en hún hafði verið í eyði í nokkur ár. Þau hafa gert hluta útihús- anna upp, m.a. hlöðu og fjós sem hýsir nú hótel- og veitingarekstur, en að mati umhverf- isnefndarinnar þyk- ir öll endurgerð húsanna og upp- bygging bera vott um smekkvísi og virðingu fyrir umhverfi stað- arins. Fyrir lóð og hús á Hellu hlutu viðurkenningu Ingibjörg Gunn- arsdóttir og Guðni G. Kristinsson á Hólavangi 8 en húsið var byggt árið 1942. Þykir frágangur snyrti- legur og sérstaklega tekið til þess hversu endurbætur á húsinu hafa heppnast vel eftir jarðskjálftana á síðasta ári. Lóðin og garðurinn eru í góðri rækt og bera vott um mikla umhirðu. Í flokki fyrirtækja hlaut Odd- hóll-ferðaþjónusta ehf. viðurkenn- ingu fyrir Hótel Rangá á Rang- árvöllum en hótelið var tekið í notkun á sl. ári. Húsið er sérstætt bjálkahús og þykir vandað að allri Snyrtilegt umhverfi og góð umgengni Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Í garðinum hjá Ingibjörgu og Guðna á Hólavangi 8 á Hellu. gerð og ber vott um mikinn metn- að eigenda sinna. Staðsetning hót- elsins á bökkum Eystri-Rangár er rómuð og hafin er uppgræðsla og ræktun á landspildunni sem hót- elið stendur á og hefur það fram- tak breytt ásýnd þessa lands til mikilla bóta. Í flokki sumarhúsa hlutu þau Guðmundur Júlíusson og Katrín Stella Briem viðurkenningu fyrir sumarhús þeirra og jörð á Langa- nesmelum við Eystri-Rangá en húsið var byggt árið 1996. Í um- sögn umhverfisnefndarinnar segir að allur frágangur sé snyrtilegur og byggingar sómi sér vel. Hafa þau hjónin unnið að uppgræðslu og ræktun á jörðinni sem hefur tekist vel og eru nú grænir hagar þar sem áður voru svartir sandar. Hella sími 562 6470 Sveitarfélög - verktakar - fyrirtæki Ýmsir möguleikar við rýmis- og lagerlausnir. Kynntu þér möguleikana. Getum með stuttum fyrirvara afgreitt gámahús frá eftir þínum óskum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.