Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ GARY Doer er hér á landi í boði Dav- íðs Oddssonar, forsætisráðherra, sem sótti Manitoba heim síðastliðið sumar. Kona hans, Ginny Devine, fylgir honum ásamt Ron Lemieux, ráðherra menningar- og ferðamála, embættismönnum og viðskiptasendi- nefnd. Í fréttatilkynningu stjórnar- innar í Manitoba segir að með heim- sókninni gefist tækifæri til að þakka íslenskum stofnunum og fyrirtækjum fyrir framlög þeirra á sviði menning- armála, svo sem einnar milljónar dala framlags Eimskips og ríkisstjórnar- innar til íslenskudeildarinnar við Manitoba-háskóla á síðasta ári. Að sögn Doer er markmið heim- sóknarinnar margþætt. Í fylgdarliði hans eru fulltrúar allra stjórnmála- flokka, fulltrúi alríkisstjórnarinnar, fulltrúi sveitarstjórnar, sem er borg- arstjórinn í Gimli, listamenn og rekt- or Háskóla Manitoba. Auk þess er hópur kaupsýslumanna með í för, þannig að ferðin er allt í senn, á sviði stjórnmála, lista, menntunar og við- skipta. Doer nefnir, sem dæmi um þau viðskiptatengsl, sem ræktuð verði í ferðinni, innflutning á íslensk- um hestum til Manitoba. Einn föru- nauta hans af íslenskum ættum hefði eitt sinn komið hingað til lands til að hitta ættingja sína og hefði í fram- haldi af þeirri heimsókn byrjað að flytja hesta inn til Manitoba. Nú hef- ur þessi maður milligöngu um sölu á íslenskum hestum um gjörvöll Bandaríkin og í Mexíkó. Vilja fylgjast með vetnisrannsóknum „Það eru nokkur svið, sem við höf- um áhuga á að skoða. Við vorum að koma af fundi um vetnis-efnarafala. Manitoba hefur, eins og Ísland, að mestu leyti endurnýtanlega [orku], 97% raforkunnar kemur úr vatns- fallsvirkjunum og við höfum mikið vatn, þannig að við erum mjög svipuð Íslandi. Jafnvel í Norður-Ameríku erum við eins konar eyland endurnýt- anlegrar orku.“ Doer telur rannsókn- ir Íslendinga á nýtingu vetnisorku skila afar gagnlegum upplýsingum. „Ísland hefur verið leiðandi í heim- inum í [nýtingu] jarðvarma og við viljum vera hluti framtíðarinnar í vetninu.“ Fimmtungur allra vatnsfalla, sem renna til sjávar í Norður-Ameríku, renna um Manitoba út í Hudson-flóa, að sögn Doers. „Reyndar allar ár austan Klettafjalla, fyrir vestan Vötnin miklu og norðan vatnasvæðis Missisippi. Allar þessar ár renna gegnum Manitoba út í Hudson-flóa, þannig að vatnsföllin eru mjög mátt- ug og þess vegna augljóslega tiltæk fyrir nýtingu til raforkuframleiðslu. Við nýtum nú minna en helming af vatnsafli okkar.“ Doer segir sóknar- færin í nýtingu raforku úr vatnsfalls- virkjunum mörg í Manitoba. Farið sé að nota raforku meira í landbúnaði, til dæmis með tilkomu þreskivéla, sem gangi fyrir rafmagni í stað olíu, en þó séu sóknarfærin enn frekar í iðnaðinum, sem þarfnist áreiðanlegri og ódýrari orku. Evrópa–Manitoba með viðkomu á Íslandi Mér skilst að það sé þér kappsmál, að Manitoba og nágrannaríki þess, bæði í Kanda og Bandaríkjunum, myndi eitt ferðamannasvæði? „Já, við höldum, að þegar mann- eskja frá Bandaríkjunum eða Kanada fer til Evrópu, þá vilji hún fara til fleiri en eins lands. Og við höldum að Evrópumenn, t.d. ef einhver frá Ís- landi heimsækir Norður-Ameríku, þá vilji hann fara t.d. til Minnesota og Manitoba. Við erum að vinna með ríkisstjóranum í Minnesota og öðrum ríkjum og fylkjum til að búa til það, sem við köllum „tækifæri til að heim- sækja tvær þjóðir í einu og sama frí- inu“ („one vacation, two nation opportunities“). Þið munuð tala við Flugleiðir í sambandi við þessar hugmyndir? „Já. Við gerum okkur ljóst, að öll flugfélög eru að ganga í gegnum erf- iða tíma nú um stundir, vegna elds- neytisverðs og gengisbreytinga, en til lengri tíma litið held ég að margir á okkar slóðum í Kanada myndu kjósa að ferðast í gegnum Reykjavík og heimsækja Ísland. Í dag er gríðar- stór markaður meðal fólks, sem flýg- ur beint til Evrópu frá Toronto, en við höldum að Flugleiðir eigi prýði- lega möguleika í að fljúga með fólk til Manitoba og Minnesota, og á hinn bóginn að fljúga með okkar kaup- sýslufólk með viðstöðu í Reykjavík í stað Toronto eða Minneapolis. Við vitum að þetta mun ekki gerast eins og efnahagsmálin eru í dag en ef við setjum það ekki á dagskrá núna, munum við aldrei fá tækifæri til að tala um það seinna.“ Doer telur að það liggi beint við að koma við á Íslandi á leiðinni til Evr- ópu, flugleiðin liggi hvort eð er yfir Ísland og Manitoba sé mjög vel stað- sett með tilliti til flugleiðarinnar yfir Norður-Atlantshaf. Doer skoðaði Nesjavallavirkjun á sunnudag og fór til Þingvalla. Hann segir að það hafi verið stórkostlegt. Honum hafi liðið líkt og er hann kom í Kolosseum-hringleikahúsið í Róm í fyrsta skipti. Hann segist hafa velt fyrir sér frá hverju veggirnir myndu segja gætu þeir talað. „Þegar maður gengur eftir gjánni; það var stórbrot- ið.“ Doer segir Manitoba skammt á veg komið í notkun jarðvarmaorku en hægt ætti að vera að nýta jarðvarma meira en gert er. Einn þingmaður Manitoba sé til dæmis að setja upp jarðvarmavirkjun til þess að fram- leiða rafmagn fyrir húsið sitt. Rausnarleg málverkagjöf Doer opnaði sýningu á verkum Vestur-Íslendingsins G. N. Louise Jonasson á Kjarvalsstöðum í gær. Við það tilefni færði hann Íslending- um 20 af 25 olíumálverkum sýning- arinnar að gjöf og tók Davíð Oddsson á móti henni. Mun verkunum verða fundinn staður í samráði við Lista- safn Íslands. Í dag heimsækir Doer Vesturfarasetrið á Hofsósi en í kvöld býður Davíð Oddsson Doer og fylgd- arliði hans til formlegs kvöldverðar. Á morgun munu gestirnir heimsækja Alþingi og Blá lónið. Sendinefnd frá Manitoba ræðir við stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki GARY Doer, forsætisráðherra Manitoba, færði íslensku þjóðinni 20 málverk eftir listakonuna G. N. Louise Jon- asson að gjöf í gær. Davíð Oddsson tók við gjöfinni við opnun sýningar á verkum Jonasson á Kjarvalsstöðum, en 25 verk eftir listakonuna eru þar til sýnis. Mun verk- unum verða komið fyrir í samráði við Listasafn Íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson forsætisráðherra veitti málverkunum viðtöku með formlegum hætti á Kjarvalsstöðum í gær. Færði málverk að gjöf Liggur beint við að millilenda á Íslandi Gary Doer, forsætisráð- herra Manitobafylkis í Kanada, er í opinberri heimsókn hér á landi. Í för með honum er, auk konu hans, fjöldi stjórn- mála-, mennta-, lista- og kaupsýslufólks. Þau kynna sér meðal annars framleiðslu vetnis með vatnsaflsorku og ræða við Flugleiðir um mögu- leika á flugi milli Manitoba og Evrópu. Jón Ásgeir Sigurvins- son ræddi við Doer um markmið heim- sóknarinnar. jonsigur@mbl.is LEITARHUNDUR fann tvo laumufarþega um borð í Lag- arfossi, skipi Eimskipafélags Íslands á föstudagskvöld. Lag- arfoss var þá á leið til Kanada en líklegt má telja að hið fyr- irheitna land laumufarþeganna hafi verið Bandaríkin. Lög- reglan flutti mennina á brott. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip hefur fyrirtækið verið í samstarfi við Slysavarna- félagið Landsbjörg til að fyr- irbyggja að laumufarþegar komist með skipum Eimskips. Hundarnir eru látnir síga nið- ur í skipið og leita í því hátt lágt. Hundarnir sem eru þjálf- aðir til að finna lykt af fólki hafa með þessu fengið þjálfun sem kemur sér vel við leit t.d. í rústum. Höfðu vistir til tveggja daga Haukur Már Stefánsson, forstöðumaður skipa- og gám- arekstrarsviðs Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið að mennirnir hefðu verið með vatn og mat til um tveggja daga siglingar þegar þeir fundust. Hann segir að eftir um tveggja daga siglingu til Kanada hefði verið of seint að snúa skipinu við. Haukur Már segir að áhöfn flutningaskipa leiti ávallt að laumufarþegum fyrir brottför. „Ef menn ætla sér að vera laumufarþegar geta þeir hreyft sig um lestina. Menn geta fylgst með leitarmönnum, þeir heyra í þeim og annað en þeir eiga ekki möguleika gegn hundi,“ segir hann. Samstarf Landsbjargar og Eimskips um leitarhundana var til reynslu en Haukur Már segir víst að því verði haldið áfram. Hundur fann tvo laumu- farþega ÞÓR Jónsson og Telma Tómasson hafa verið ráðin varafréttastjórar á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þór Jónsson hefur m.a. starfað á fréttastofu Stöðar 2 og Bylgjunnar í rúm 10 ár og verið varaformaður Blaðamannafélags Íslands síðan 1998. Telma Tómasson var ráðin til starfa á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar árið 1993. Hún starfaði sem fréttaritari í Brussel 1995–1997, vann hjá framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins í eitt þar á eftir og kom síðan aftur til starfa á frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgj- unnar er Karl Garðarsson. Ráðin vara- fréttastjórar á Stöð 2 SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur sagt aðild sinni að Landvernd lausri frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að mjög misjafnar skoð- anir séu á meðal sveitarstjórnarmanna á vinnulagi og stefnumörkun Landverndar um þau mál sem Landvernd hefur fjallað um og tekið mjög ákveðna afstöðu til að undanförnu. Eðlilegra sé af þessum sökum að hvert sveitarfélag fyrir sig ákveði hvort það hafi aðild að Land- vernd og bendir hann á að það hafi Grindavíkurbær þegar gert. „Sambandið hefur til margra ára átt aðild að Landvernd en um langan tíma höfum við tekið lítinn þátt í störfum samtakanna. Við höfum ekki átt aðild að stjórninni og ekki tekið þátt í stefnumörkun samtakanna. Landvernd hefur heldur ekki haft samráð við stjórn sambandsins um stefnumörkun sína í þeim málum sem hún hefur fjallað um og tekið ákvarðanir um að undanförnu. Það er okkar mat að starfsemi Land- verndar hafi að undanförnu breyst á þann veg að á þeim vettvangi sé nú fjallað og tekin afstaða til málefna sem sveitarstjórnarmenn í landinu hafa afar misjafnar skoðanir á. Þess vegna teljum við eðlilegt að það verði háð ákvörðunum einstakra sveitar- stjórna hvort þær gerist aðilar að Landvernd og að við bindum ekki hendur þeirra með regnhlífaraðild að Landvernd eins og verið hefur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þetta útiloki þó alls ekki að Samband íslenskra sveitar- félaga geti átt samstarf við Land- vernd um tiltekin mál. Slíkt fyrir- komulag sé mun heppilegra og með þeim hætti hefur sambandið átt sam- starf við fjölmörg félagasamtök og stofnanir.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur jafnframt sagt lausri aðild sinni að Stjórnunarfélagi Íslands. „Ég tel að það séu fleiri félög sem sinni svipuðu hlutverki. Ef sam- bandið þarf á aðstoð að halda, t.a.m. við námskeiðahald, þá sækir það slíka þjónustu út á markaðinn.“ Segir aðild að Landvernd lausri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.