Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI greinar Kristins Péturs- sonar fyrrverandi alþingismanns. „Kiddi minn, voðalega hefur legið illa á þér þegar þú sendir okkur ná- grönnum þínum á Eiði dembuna í Mogganum miðvikudaginn 22. ágúst. Ekki hefði okkur órað fyrir, að við ættum í huga þínum eftir að njóta þess sérstaka heiðurs að verða til- nefndir til upptöku í heimsmetabók Guinness fyrir argaþras. Og fyrir þá sök að vera vondir við og djöflast endalaust í Kananum. Fyrr hefði okk- ur dottið í hug að þú sjálfur ættir kannski eftir að komast í slíka bók, fyrir annars aðdáunarvert þref þitt um fáránleika hins íslenska fiskveiði- stjórnarkerfis. Blaðaskrifa sem margir vona að verði ásamt baráttu annarra hópa í þjóðfélaginu til þess að ganga af kvótakerfinu dauðu. Órétt- látu kerfi sem margir spá að verði lagt af, sama dag og höfundur þess og þeir sem hrifsuðu til sín kvótagróð- ann verða flúnir land. Þess utan þá er það skoðun okkar, að ef einhver ætti skilið að komast í heimsmetabækur í tilefni þessa sér- staka máls, þá eru það starfsmenn og stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Þann vafasama heiður bæri þeim, fyr- ir met í undirlægjuhætti gagnvart bandarískum hernaðaryfirvöldum og þjónkun við þeirra hagsmuni, gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgara. Það er bandaríski herinn sem er eig- andi eiturefnahauganna á Heiðar- fjalli, og honum ber samkvæmt því að fjarlægja þá. Það örlar líka á óskiljanlegri öfund hjá þér, vegna þess að við munum „hugsanlega ef til vill geta haft pen- inga út úr öllu saman“ eins og þú orðar það sjálfur. Er það fráleitt í þín- um huga að þiggja skaðabætur fyrir það lítilræði að hafa setið uppi með þúsundir tonna af eitruðum herstöðv- arúrgngi yfir vatnsbólum okkar í meira en 30 ár? Þetta er samviskusp- urning sem við ætlumst ekki til að þú svarir. Þú ættir sjálfur að minnast orða okkar dáða og margblessaða for- sætisráðherra, þegar hann í um- ræðum um kvótakerfið vandaði um við fólkið í landinu. Þá fullyrti hann að það væri lágkúrulegt af almenningi að vera að öfundast út í hina útvöldu, sem fengu „sameign“ þjóðarinnar út- hlutað án endurgjalds. Kæri Kiddi, ég vona að þú getir í framtíðinni fundið þér eitthvað annað til að skammast þín fyrir, en baráttu nokkurra einstaklinga fyrir að stjórn- arskrárvernduð eignar- og mannrétt- indi verði virt. Varðandi hugmyndir þínar um kaup „á öllu klabbinu“, eins og þú orðar það svo skemmtilega, þá mun- um við ekki svara tilboðum þess efnis opinberlega. En verðum væntanlega tilbúnir til viðræðna undir réttarvegg í haust, ef þú verður í traustum félagsskap.“ SIGURÐUR R. ÞÓRÐARSON, Glaðheimum 8, Reykjavík. „Heiðarfjallið í heimsmet“ Frá Sigurði R. Þórðarsyni: ÉG ER foreldri barns í leikskólanum Álfabergi í Hafnarfirði. Leikskóli þessi er í gömlu húsi á góðum stað og líður börnunum þar vel. Eitt er það þó sem skyggir á gleðina og er það umhirða og frágangur á lóðinni. Girðingin kringum lóðina er orðin götótt og tvö leiktæki þarfnast við- halds en fá ekki. Fjárveiting til við- halds leiktækja þetta árið mun vera 50.000 kr. Kofi og bíll, hvort tveggja úr timbri, er orðið brotið en þó hefur lítillega verið átt við þessi tæki í sumar. T.d. var þak kofans málað, eina umferð, en ekki hefur verið gert við það sem brotið er né heldur hafa naglar verið dregnir úr sem standa út úr. Gert var við annað sætið í bíln- um, einnig var ,,mælaborð“ lagað og bíllinn síðan málaður. Eftir stendur að hitt sætið er brotið og gat er á ,,húddi“. Ég er nokkuð viss um að sá starfsmaður sem þetta gerði gerði það af heilum hug og gekk ekkert nema gott eitt til. Eftir stendur að leiktæki þessi eru brotin og kofinn er allt að því hættulegur. Þessi leiktæki eru með þeim vinsælustu hjá krökk- unum og væri því synd ef þyfti að fjarlægja þau. Í sumar voru fjar- lægðar tvær klifurgrindur þar sem þær teljast hættulegar. Í staðinn kom gamalt vegasalt frá einhverju öðru leiksvæði og erum við ekki ósátt við það að fá gamalt svo fremi sem það er boðlegt og í lagi. Lóðin sjálf er að mestu möl þannig að þeg- ar rignir eru börnin mjög óhrein. Vakin hefur verið athygli bæjar- stjórnar á málinu og var það gert í byrjun sumars en lítið gengur. Hinn 14. júní svarar einn bæjarfulltrúi því til að hann búist við að aukafjárveit- ing vegna viðhalds á leiktækjum leikskóla og róluvalla verði afgreidd á næstu dögum en ennþá hefur það ekki gerst. Á sama tíma horfum við upp á ný- smíðaða stiga sem munu hafa kostað 1.600.000 kr. Stigar þessir komu úr tveimur áttum niður í hraungjótu, rétt við leikskólann, og er göngustíg- ur á milli. Ekki er ég að hallmæla því að umhverfi sé fegrað en eftir að hafa fylgst með þessum tröppum í nokkurn tíma skil ég þetta ekki al- veg því það eru 4-8 sem nota þessar tröppur á dag. Minnihlutinn í Hafn- arfirði hefur flutt tillögu í bæjar- stjórn að varið verði 2 milljónum króna til viðhalds og endurnýjunar á leiktækjum á róluvöllum og leikskól- um, en sú tillaga hefur enn ekki fengið afgreiðslu. Mál þetta allt minnir á Hafnarfjarðarbrandara og því er fyrirsögnin eins og hún er. Hægt er að fylgjast með framgangi málsins á heimasíðu foreldrafélags- ins http://home.islandia.is/alfaberg. GUÐMUNDUR FYLKISSON, Reykjavíkurvegi 27, Hafnarfirði. Hafnarfjarðar- brandari 2001 Frá Guðmundi Fylkissyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.