Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STÆKKUN álversins í Straumsvík úr 170 þúsund tonna framleiðslu á ári í 370 þúsund tonn er nú til athug- unar hjá eigendum verksmiðjunnar. Um er að ræða tvo 100 þúsund tonna áfanga og gæti fyrri áfanginn orðið að raunveruleika árið 2005 og seinni áfanginn um tveimur árum seinna. Orkuþörf álversins við stækkunina myndi aukast um 3.000 GWst á ári en engar formlegar viðræður hafa farið fram við þá aðila sem gætu ann- að þessari orkuþörf. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi ÍSAL, segir að telja megi talsverðar líkur á því að af stækkun verði og nú sé hafin könnun á því hvort slík stækkun sé í fyrsta lagi möguleg og þá í öðru lagi hvort stækkunin sé hagkvæm fyrir eigend- ur álversins. „Ef við getum fengið orkuna, hvort sem það er frá Landsvirkjun eða einhverjum öðrum, á verði sem við getum sætt okkur við og þetta fer í gegnum þennan formlega feril sem þessar framkvæmdir þurfa að fara í gegnum, umhverfismat og annað slíkt, þá eru talsverðar líkur á því að af þessu geti orðið. En þetta miðast við að við erum eitt af 15 álverum sem eru í eigu móðurfélagsins og stækkun hér fer að sjálfsögðu eftir því hvað er í boði annars staðar, hvort yfir höfuð er hagkvæmara að stækka hér eða annars staðar.“ Að sögn Hrannars er erfitt á þess- ari stundu að meta kostnaðinn við stækkunina. Verði kostnaðurinn hins vegar einhvers staðar á bilinu 500 til 700 milljónir dollara, um 50 til 70 milljarðar íslenskra króna, er tal- ið líklegt að stækkunin geti orðið hagkvæm. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér hefði verið kunnugt um þennan áhuga og því kæmu þessi áform ekki á óvart. Ráðherra segist munu hitta fulltrúa ÍSAL fljótlega til að fara yfir stöð- una. „Ég hef í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja að þeir hafi uppi áform um slíkt. En eins og þeir segja nú sjálfir, þá er í sjálfu sér ým- islegt sem þarf að geta gengið upp til þess að af þessu verði. En orð eru til alls fyrst og með því að greina frá þessu svona, eins og þeir hafa gert, tel ég að málið sé hugsanlega komið í ákveðinn farveg,“ sagði Valgerður. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fulltrúar ÍSAL hafi átt óformleg samtöl við Landsvirkjun um hugsanlega virkj- unarkosti. Hins vegar sé ljóst að fleiri aðilar en Landsvirkjun þurfi að koma að málum. „Verði af þeim áformum öllum sem menn eru að ræða þessa stundina, þ.e.a.s. að virkja bæði vegna Grundartanga- stækkunar og stækkunar ÍSAL, þá þarf að koma til rafmagn frá Lands- virkjun, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur, að minnsta kosti, til að mæta þörfum þessara tveggja stækkana upp í fulla stærð.“ ÍSAL kannar hagkvæmni stækkunar á álverinu í Straumsvík Stefnt að 370 þúsund tonna framleiðslu á ári GÆRDAGURINN verður án efa lengi í minnum hafður hjá fjölskyldu Jökuls Guðjónssonar, sem lá heldur betur á að komast í heiminn, enda náði móðir hans, Árdís Grétarsdóttir, ekki að ljúka símtalinu við sjúkrabílinn þegar hún fann að komið var að fæðingunni. Jökull lét ekki bíða eft- ir sér og fæddist því í stofunni heima hjá sér á um 45 sekúndum. Fæðingin gekk að óskum og reynd- ist Jökull rúmar 17 merkur og 56 cm. „Ég var á leið út í búð en hætti sem betur fer við það, því mér fannst eins og eitthvað gæti farið að gerast,“ sagði Árdís í samtali við Morgun- blaðið. „Svo hringdi ég á sjúkrabílinn og meðan ég var að panta hann fæddist Jökull. Ég var bara búin að segja til nafns og að ég þyrfti sjúkrabíl fyrir fæðingu.“ Að svo komnu máli hófst fæðingin sem var afstaðin örskömmu síðar. „Ég henti frá mér símanum rétt á meðan og þegar ég var að hugga hann og þurrka honum. Svo tók ég símann aftur og sagði þeim að hann væri kominn.“ Mæðginin biðu sjúkraflutningamannanna Það voru því mæðgin í stað verðandi móður sem biðu Sigurjóns Valmundarsonar og Ólafs Inga Grettissonar sjúkraflutningamanna þegar þeir komu heim til Árdísar nokkrum mínútum eftir útkallið. Árdís ól barnið ein, en skömmu síð- ar kom móðir hennar, sem er hjúkrunar- fræðingur, og aðstoðaði dóttur sína. Sjúkraflutn- ingamennirnir sáu fljótt að móður og barni heilsaðist vel og eftir að hafa klippt á nafla- strenginn fluttu þeir mæðginin á Landspítala – háskólasjúkrahús. Spítaladvölin stóð þó ekki lengi og fóru hin stálhressu mæðgin heim skömmu eftir vigtun og þvotta. Árdís var yfirveguð í fæðingunni, hún kvaðst ekki hafa fundið til óöryggis þrátt fyrir hinar óvenjulegu aðstæður og sagði fæðinguna hafa verið mjög auðvelda. „Þegar þetta gerist svona hratt er þetta ekkert mál. Það þarf að passa að missa ekki barnið og reyndar var ég ekki hrædd um að það myndi gerast.“ Jökull er þriðja barn Árdísar og manns hennar, Guðjóns S. Arinbjörnssonar. Eldri bræður Jökuls litla eru Bóas, níu ára, og Grétar Ari, fimm ára. Ól barn heima í stofu á tæpri mínútu rétt eftir að hafa pantað sjúkrabíl Morgunblaðið/Golli Jökull er Gaflari enda fæddur heima hjá sér í Hafnarfirðinum. Foreldrarnir Guðjón og Árdís með Jökli ásamt eldri bræðrunum, Grétari Ara og Bóasi. „Henti frá mér símanum rétt á meðan“ ÍSLENSK erfðagreining, stjórn Læknafélags Íslands og landlæknir undirrituðu í gær sameiginlega yf- irlýsingu um gagnagrunn á heil- brigðissviði, sem samkomulag hefur náðst um. Í henni kemur fram að eyða skal strax upplýsingum um sjúklinga úr gagnagrunninum óski þeir þess. ,,Rekstraraðili [Íslensk erfðagreining] gagnagrunns á heil- brigðissviði þróar aðferðir til eyð- ingar upplýsinga í gagnagrunninum og heitir því að hefja ekki flutning heilsufarsupplýsinga í gagnagrunn- inn fyrr en þær hafa verið þróaðar að fullu,“ segir í yfirlýsingunni. ÍE og LÍ eru jafnframt sammála um að bíða niðurstöðu aðalfundar Alþjóðafélags lækna um vísindasið- fræði gagnagrunna og flutning heilsufarsupplýsinga einstaklinga í gagnagrunna og að þær reglur verði hafðar að leiðarljósi hér á landi þeg- ar þær liggja fyrir. ,,Munu stjórnir beggja hvetja til breytinga á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998 í samræmi við þær reglur, reynist þess þörf,“ segir í yf- irlýsingunni. Búist er við að nið- urstaða Alþjóðafélags lækna liggi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi haust- ið 2002. Tefur ekki undirbúning gagnagrunnsins Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, og Sigurður Guðmundsson land- læknir undirrituðu yfirlýsinguna í gær og lýstu allir mikilli ánægju með það samkomulag sem nú liggur fyrir. Kári sagði m.a. að sú breyting að skylt verði að eyða upplýsingum úr gagnagrunninum, komi fram ósk- ir um það, fæli í sér endurskilgrein- ingu á gagnagrunninum. Aðspurður segir Kári að biðin eftir niðurstöðu Alþjóðafélags lækna muni ekki tefja fyrir vinnu við uppsetningu gagna- grunns á heilbrigðissviði. Yfirlýsingin verður lögð fyrir að- alfund Læknafélagsins í október, sem á síðasta orðið, að sögn Sig- urbjörns Sveinssonar. ,,Það er alveg ljóst að það mun ekki verða ein- hugur um þetta en ég er þess full- viss að mikill meirihluti lækna mun fagna þessari niðurstöðu,“ sagði hann. Sameiginleg yfir- lýsing LÍ og ÍE Skylt er að eyða gögn- um óski sjúkling- ur þess  Staðfestir/2 Samkomulag/26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.