Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagurinn 18. ágúst rann upp með mikilli rigningu hér á suð- urlandi, þegar við Smári héldum í okkar árlegu rútuferð með félaginu okkar Ljóði og sögu. Þrátt fyrir úr- hellisrigningu flaut gleðin um bíl- inn, bæði í vísum, söng og músík. Við vorum komin austur að Skóga- fossi þegar síminn hringdi og Halli minn sagði: „Mamma, hann Brynjar er dáinn.“ Ég lenti í þeim mesta sorgardal sem ég hef upplifað. Það var þögull hópur félaga okkar sem umvafði okkur kærleika og styrk er við snerum við til móts við bíl sem flutti okkur til Reykjavíkur. Upp í huga minn kemur sú stund þegar dóttir mín fæddi sitt fyrsta barn, hann Brynjar Örn, ótrúlega fallegan dreng, mikinn gleðigjafa og hvers manns hugljúfi. Sumarið sem hann var hjá okkur í sveit á Vilmundarstöðum kom strax í ljós keppnisskapið, hann þá aðeins um átta ára gamall, þegar hann fór á bak hryssunni Eldingu og datt af baki, kom skælandi inn, sneri sér við í dyrunum, þerraði tárin, tók í tauminn og sagði: „Ég ríð þér snarlega til Reykjavíkur ef þú gerir þetta aftur,“ og þar með var hann kominn á sprettinn niður að hliði. Það lýsir Brynjari vel þegar hann fór með nammipeninginn frá ömmu út í búð og kom ekki með gotterí til baka, heldur lambalifur sem hann bað ömmu um að steikja handa sér. Ótal myndir líða hjá, þar á meðal sumarið sem við dvöldum í bústað á Klaustri og hann birtist í dyragætt- inni, mættur frá Reykjavík í fiski- súpuna hennar ömmu sem honum þótti svo góð, skaust þetta eins og ekkert væri og til baka aftur. Takk, elsku Brynjar, fyrir þær ótal mörgu yndislegu minningar sem við eigum og geymum um þig, elsku vinur. Elsku dóttir, tengdasonur, Daníel okkar og Guðrún. Megi algóður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og hjálpa okkur öllum að vinna úr sorginni. Amma Ingibjörg Ósk og Smári. Elsku Brynjar frændi lést af slysförum þann 18. ágúst sl. Aldrei hefði mér dottið í hug að þú myndir kveðja þennan heim nærri nærri strax og hvað þá á þennan hátt. Þú varst aðeins 26 ára gamall og í blóma lífsins. Þú áttir alla framtíðina fyrir þér. Þú varst að læra rafvirkjun og áttir bara einn vetur eftir í því. Þú varst framúrskarandi öku- maður í go-karti, eða það fannst mér. Ég man í fyrra þegar þú keyptir fyrsta go-kart-bílinn þinn. Þá BRYNJAR ÖRN HLÍÐBERG ✝ Brynjar ÖrnHlíðberg fæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1974. Hann lést af slysförum laugardaginn 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Anna María Gestsdóttir, f. 20. febrúar 1958, og Ell- ert Þór Hlíðberg, f. 28. ágúst 1954. Bróð- ir Brynjars er Daníel Bragi Hlíðberg, f. 25. mars 1980, unnusta hans er Guðrún Jó- hanna Þórðardóttir. Brynjar var ókvæntur og barn- laus. Brynjar stundaði nám í raf- virkjun . Hann var á lokaári og starfaði að iðninni hjá Ljósvirkj- anum. Hann var virkur félagi í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavík- ur, Landssambandi íslenskra akstursíþrótta svo og Round Table 1 Reykjavík. Útför Brynjars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kveiktir þú áhuga minn á þessari íþrótt og það varð til þess að ég fór á hverja einustu keppni hjá þér í sum- ar. Mikið er ég fegin að hafa veitt þér þó þenn- an stuðning í áhuga- málinu. Ég þakka Guði fyrir að hafa ekki orðið vitni að þessu hrikalega slysi sem varð þinn bani, þrátt fyrir allar skammirnar við for- eldra mína fyrir að komast ekki norður þennan dag. Þennan laugardag kom svo þetta hrikalega símtal sem mamma mín svaraði. Svo sagði hún okkur þessar fréttir. Ég trúi þessu varla enn, að þú sért bara farinn og komir aldrei aft- ur. Að enginn Brynjar sé í Fanna- fold þegar við komum þar við í göngutúrunum okkar. Ég mun heldur aldrei gleyma nóttinni þegar þú komst þreyttur og rifbeinsbrotinn í pottinn til okk- ar og við sátum þar fram á nótt. Svo fórum við inn og þú stakkst upp á því að við færum að spila og allir tóku undir það og það var spil- að fram undir morgun. Þú varst yndislegur karakter og góður frændi. Ég þakka Guði fyrir að hafa þekkt þig svona vel, ég á svo marg- ar góðar minningar um þig sem ég mun varðveita alla tíð. Mér þótti og mun alltaf þykja svo vænt um þig. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég bið Guð og englana hans að passa þig og varðveita. Bless elsku frændi, þangað til við hittumst á ný. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Góður Guð veittu Önnu, Ella, Daníel og Guggu styrk til að halda áfram í þeirra miklu sorg. Þín frænka Ellen Mjöll. Ég mun aldrei gleyma þessum laugardagsmorgni 18. ágúst sl. þeg- ar við Anna sátum saman í eldhús- inu hjá mér og vorum báðar svolítið pirraðar yfir að hafa ekki komist norður á keppnina, hugurinn var allur hjá Brynjari og gemsarnir á borðinu til að fá strax allar fréttir. Anna sýndi mér minningargrein um litla stelpu sem hafði látist úr krabbameini og við vorum að þakka Guði fyrir börnin okkar og að ekk- ert væri að hjá þeim, þegar símtalið kom. Þetta símtal sneri veröldinni við á svipstundu. Af hverju, af hverju? Af hverju þurfti að taka hann strax frá okkur og láta okkur sitja eftir með þessa miklu sorg í hjarta. Hann sem átti allt lífið framundan og alla sína drauma og fyrirætlanir, hann ætlaði að gera svo margt. Síðan hellast yfir allar minning- arnar. Minningar allt frá því að Brynjar fæddist. Hann var óvenju fallegt barn með mikið hár og alltaf glaður og kátur. Hann var alla tíð hvers manns hugljúfi, greiðvikinn og hjálpsamur. Einhvern tímann þegar hann var í pössun hjá ömmu í Garðabæ og hún las fyrir hann bænina um að englar Guðs myndu sitja yfir sæng- inni hans kom hann fram svolítið seinna og gat ekki sofið af því að hann var svo hræddur við alla engl- ana. Við erum þakklát fyrir að hafa þekkt hann svona vel og við erum líka þakklát fyrir allar stundirnar með honum, allar keppnirnar sem við fórum á í sumar. Við vorum svo stolt af þér. Núna er efst í huga mér nóttin í pottinum sem virðist núna jafnvel hafa verið kveðju- stund, skipulögð af æðri máttar- völdum. Ég á eftir að minnast hans í svo mörgu og sakna hans. Elsku Brynjar, ég reyni að hugga mig við það að þér líði vel þar sem þú ert núna og að þér hafi verið ætlað eitthvert æðra hlutverk; eitthvað sem við skiljum ekki núna. Ég bið almættið að hugsa vel um þig og hjálpa þér. Einnig vil ég biðja um styrk til handa Ella, Önnu, Danna og Guggu, til að takast á við þetta mikla áfall. Ég er viss um að við munum hitt- ast aftur, en þangað til munum við sakna þín. Elsku frændi, takk fyrir allt og allt. Hrafnhildur og Magnús. Brynjar Örn Hlíðberg, þetta nafn hefur verið með þér öll þín 26 ár, en þau ár hefðu átt að vera fleiri, miklu miklu fleiri. Þú varst þessi stóri frændi sem ég leit alltaf upp til. Allt sem þú hafðir áhuga á vakti áhuga minn líka, allt frá litlum fjar- stýrðum bílum upp í go-kart-bíla, en eftir þetta hræðilega slys missti ég allan áhuga á þeim aftur. Margar minningar skjótast upp í hugann þegar ég hugsa til baka, jafnvel bara litlar eins og þegar ég var einhvern tímann í OLÍS með vinum mínum og Brynjar kom keyrandi framhjá á mótor-hlaupa- hjólinu og veifaði til mín með bros á vör. Svo er fullt af stórum minningum alveg upp í heilu kart-keppnirnar. Ég mun aldrei eiga annan eins frænda eins og þig. Bless og góða ferð. Litli frændi Bjarki. Í dag verður borinn til hinstu hvílu Brynjar Örn Hlíðberg, elsku- legur systursonur, frændi og vinur, sem svo skyndilega og óvænt var tekin í burt frá okkur. Það var snemma að morgni 18 ágúst að við fjölskyldan héldum norður á Sauðárkrók til að vera með syni okkar á Króksmótinu í fótbolta þessa helgi. Mótið var ný- hafið, fyrsta leik lokið og allt komið í fullan gang þegar síminn hringdi og okkur bárust þau hörmulegu tíð- indi að hann Brynjar væri dáinn. Það er erfitt með orðum að lýsa þeim tilfinningum sem sækja að við slík tíðindi, sársauki, sorg og sökn- uður yfirgnæfa allt annað og ótal- margar spurningar sæka á hugann. Hvers vegna ungum manni eins og Brynjari er svift frá okkur í blóma lífsins, svo kátum og glöðum og allra manna hugljúfi. Maður verður að trúa að almættið ætli honum miklu stærra hlutverk og nú séu grösugir dalir drottins orðnir malbikaðir og Brynjar keppi þar við Ayrton Senna og fleiri mæta menn. Margar minningar sækja á hug- ann og er mér minnisstætt hversu vel Brynjar hlúði að sambandi sínu við foreldra og bróður, gátu hann og mamma hans rifist eins og hund- ur og köttur en fimm mínútum síð- ar var Brynjar búinn að taka ut- anum Önnu og sagði mér þykir vænt um þig gamla mín, það var stutt í stríðnina en hún var alltaf græskulaus. Ekki var að spyrja að því ef Daníel eða pabbi hans stóðu í einhverjum viðgerðum þá var Brynjar kominn í gallann og farinn að hjálpa til og var ekki óvanalegt að koma í Fannafoldina og sjá alla feðgana koma alsæla en kolskítuga úr bílskúrnum. Brynjar hafði mikinn áhuga fyrir öllum vélknúnum ökutækjum og fór maður ekki varhluta af þeim áhuga því oft hringdi Brynjar og sagði að nú væri hann kominn með einhvern nýjan bíl eða nýtt mótorhjól, var maður þá þotinn í Fannafoldina að skoða eða Brynjar var skyndilega mættur á planið hjá okkur á ein- hverju nýju tæki. Nú hin síðari ár átti go-kartið hug hans allan og var hann á miklu skriði í þeirri íþrótt og var í þriðja Í viðhorfi fyrir tveimur vik- um varpaði ég þeirri til- gátu fram að krafan um hlutlæga blaðamennsku litaði málnotkun blaða- manna og gerði hana blæbrigða- lausari en hún gæti verið. Einnig var þeirri spurningu varpað fram hvort skrif blaðanna lituðust ekki af því að þau óttist að rifta eins konar samningi við lesendur um hvað sé raunsönn skírskotun til veruleikans og því haldi þau enn fast í goðsögn realismans um hlutlægni tungumálsins. Það væri auðvitað sögufölsun að halda því fram að dagblöðin hafi alltaf reynt að sýna hlutleysi í fréttaskrifum. Á kaldastríðstíma giltu allt önnur lögmál en gera nú í þeim efnum eins og Þorleifur Hauksson hef- ur bent á í um- fjöllun sinni um dag- blaðastíl á tuttugustu öld í riti þeirra Þóris Óskarssonar, Íslensk stíl- fræði (s. 604–609). Þorleifur komst að þeirri niðurstöðu eftir skoðun íslenskra dagblaða á kald- astríðstíma að ekki var gerður hefðbundinn greinarmunur á sannfræði fréttar og frásagn- artúlkunar hennar í for- ustugreinum. Það vildi jafnvel brenna við að hlutverkum þessara tveggja vettvanga í blöðunum var snúið við þannig að skoðanirnar komu skýrar fram í fréttaskrif- unum en í leiðurunum og þá með tilheyrandi tilþrifum í stíl, gild- ishlöðnum lýsingarorðum, há- stemmdum líkingum og mælsku- fullri framsetningu á flestan máta. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og blöðin hafa fært pólitíkina inn í leiðarana aft- ur, góðu heilli. Afturhvarf til póli- tískra fréttaskrifa er ekki áhuga- vert en sjálfsagt er einlægur vilji blaðanna til þess að hrista af sér pólitíska fortíð sína ein ástæðan fyrir því að þau fylgja svo fast eft- ir kröfunni um hlutleysi. En hlutleysið virðist koma nið- ur á fjölbreytni og nýsköpun í stíl og framsetningu frétta sem ein- kennast miklu frekar af íhalds- semi. Orðalag er viðtekið, ef svo má segja, hefðbundið; sömu hlutir eru orðaðir með sama orðalagi aftur og aftur eins og til þess að halda í heiðri fyrrnefndan samn- ing milli blaðanna og lesendanna um veruleikaskírskotun tungu- málsins; fyrir vikið verða úr eins konar ritklif sem einmitt voru notuð í fornum þýðingum á lærð- um ritum til þess að færa þau nær íslenskri alþýðu (Íslensk stílfræði, s. 201). Hvergi verður þetta meira áberandi en í íþróttaskrifum eins og margoft hefur verið bent á. En slík ritklif er einnig að finna í öðr- um fréttaskrifum. Átök breiðast iðulega út, hlutum og mönnum er sífelldlega stefnt í hættu, fólk hlýtur líka oft minniháttar meiðsl, kannski ekki síst vegna stuðla- setningarinnar. Og svo er iðulega tekin staða í viðskiptaheiminum og hlutir eru auðvitað teknir formlega í notkun, en það er auka- atriði eins og öll þessi smávægi- legu dæmi um það hvað málfar getur verið tuggulegt í blöðunum. Ástæðan fyrir klifununum virð- ist vera sú að það er verið að halda hinn óformlega samning milli miðilsins og lesendanna. Þessi samningur er raunar að sumu leyti byggður á formlegum grunni. Blaðamönnum eru til dæmis settar ákveðnar skorður með lagaboðum. Þannig hefur ís- lenskur blaðamaður verið dæmd- ur fyrir að kalla mann sem sveik undan skatti þjóf, en almennt séð myndu sennilega flestir sam- þykkja þá skilgreiningu á skatt- svikara. Fréttaskrifum eru því settar hömlur af umhverfinu sem einnig gera þau líflausari en þau gætu verið. Það geta því verið ýmsar aðrar ástæður en hlut- lægniskrafan fyrir því að sum skrif í blöðunum líta frekar út fyr- ir að vera stirðnaðar reglugerðir í lögbókum en fréttir úr deiglu samtímans. Áhrif hlutlægniskröfunnar koma hins vegar hvað skýrast fram í því að túlkandi hugur blaðamannsins fær yfirleitt ekki að njóta sín í fréttaskrifum; til þess að gæta hlutlægni er miklu frekar reynt að fela það að á bak við textann er óhjákvæmilega höf- undur sem setur mark sitt á skrif- in hvað sem allri hlutlægni líður. Að mínu mati er þessi ótti við túlkandi hug höfundarins ástæðu- laus og raunar skaðlegur út frá stíllegu sjónarmiði. Frásagn- arlegir möguleikar á borð við sviðsetningu með lýsingum á per- sónum, umhverfi og andrúmi eru til dæmis vannýttir í íslenskum dagblöðum. Þeir sjást vissulega en allt of sjaldan. Yfirleitt er upp- bygging frétta og frásagna hin sama, leitast er við að setja aðal- atriði fréttarinnar fremst í text- ann og síðan kemur nánari útlist- un á efninu með tilvitnunum í „málsaðila“, svo enn ein tuggan sé notuð, og síðan er iðulega eins og frásögnin fjari út í lokin því það er kannski ekki endilega gert ráð fyrir því að lesandinn hafi tíma eða nennu til þess að lesa til enda, frásögninni lýkur því á auka- atriðum í stað þess að hafa þar einhvers konar niðurstöðu eða niðurlag sem mætti jafnvel varpa nýju eða óvæntu ljósi á efnið. Höf- undur textans myndi þá jafnvel leyfa sér að setja fram eins konar túlkun á efni frásagnarinnar og þannig hjálpa lesandanum að skilja atburði og sjá þá í sam- hengi. Þetta þarf ekki að þýða að sjónarmiðum hlutlægrar eða hlut- lausrar fréttamennsku sé þar með varpað fyrir róða. Blaðamaðurinn þarf fyrst og fremst að hafa í huga að öll sjónarmið komi fram í frá- sögninni, að allir viðmælendur fái að segja það sem þeir vildu sagt hafa; hann þarf með öðrum orðum að vera heiðarlegur og sjálfum sér samkvæmur í vinnubrögðum. Sé hann það getur hann leyft sér að gera textann læsilegri með þeim meðulum frásagnarinnar sem til- tæk eru án þess að lesandinn fái það á tilfinninguna að fréttin sé óáreiðanleg. Þessi vinnubrögð hafa raunar sannað sig í mörgum erlendum stórblöðum, ekki síst bandarískum og breskum þar sem blaðamenn leyfa sér að nota möguleika miðilsins til hins ýtr- asta. Meira um tungu blaðanna síð- ar. Tunga blaðanna Frásagnarlegir möguleikar á borð við sviðsetningu með lýsingum á persónum, umhverfi og andrúmi eru til dæmis vannýttir í íslenskum dagblöðum. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.