Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420 Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840 ÞJÓÐIN hefur nú um nokkurra vikna skeið fengið að kynnast við- skiptasiðferði á íslenskum fjármála- markaði m.a. við lestur greina um átökin í Lyfjaverslun Íslands hf. Fjársterkir aðilar í stjórn þessa fyrirtækis ætluðu að knýja stjórnina til að kaupa á uppsprengdu verði samning sem þeir höfðu á hendi og hagn- ast þannig við milli- færsluna. Þetta var margumræddur samn- ingur um elliheimili við Sóltún í Reykjavík. Samninginn gerði heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadótt- ir, fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar á fyrri- hluta árs 1999. Þetta var liður í einkavæðingaráformum sem fram- kvæmd eru undir handarjaðri einka- væðingarnefndar forsætisráherra. Í þeirri nefnd sitja m.a.menn sem einkavæða eignir almennings upp í eigin hendur. Stjórnarformaður Að- alverktaka á t.d. sæti í einkavæðing- arnefndinni en það fyrirtæki fékk Sóltúnsverkefnið til sín í samvinnu við Securitas og eru Aðalverktakar nú að reisa elliheimilið í Sóltúni. Í fyrrnefndum skrifum hefur margt nýtt og athyglisvert komið fram. Þannig virðast fjárfestar hafa verið afgerandi í stefnumótun ríkis- stjórnarinnar um einkavæðingu. Engin svör hafa borist þegar spurt hefur verið um ráðgjöf þessara aðila innan Stjórnarráðsins. En umræðan var fjárfestum mjög vel kunn og voru þeir jafnan í viðbragðsstöðu að ná til sín bitunum og gera sér úr þeim mat. Í Morgunblaðinu 15. ágúst sl. segir Örn Andrésson, stjórnar- maður í Lyfjaverslun Íslands, eftir- farandi: „Ég var fylgjandi að útvíkka það svið í heilbrigðisgeiranum sem LÍ var að fást við og takast á við ný verkefni. Þar kom Sóltúnsverkefnið (nú Frumafl) sem kjörin byrjun.“ Í Viðskiptablaðinu 18. júlí sl. segir að ef ekki hefði komið fram gagnrýni á opinberum vettvangi og málið því „pólitískt viðkvæmt“ hefði verið gengið frá þessum samningi þegar í ársbyrjun 2000. „Þá var Öldungur búinn að loka samningunum við ríkið um rekstur á hjúkrunarheimilinu við Sóltún og Jóhann Óli vildi setja það inn í LÍ. Það hefði gert honum kleift að innleysa hagn- aðinn úr samningnum mun hraðar en ella.“ Ríkisendurskoðun gerði sem kunnugt er úttekt á þessum maka- lausa samningi. Í úttektinni var fundið að því að ekki hafi eðlilega verið staðið að útboði. Fleiri aðilar hafa lýst furðu á að hagstæðasti kosturinn skuli ekki hafa verið val- inn. Þá hefur Ríkisendurskoðun staðfest að samningurinn við Öldung hf. (síðar Frumafl) hafi verið mun hagstæðari en samningar við alla aðra rekstraraðila öldrunarstofnana vegna þess að ríkisstjórnin hafi vilj- að gera ráð fyrir því að eigendur fyr- irtækisins gætu haft arð af fjárfest- ingu sinni. Ef allar öldrunarstofnanir hefðu notið góðs af örlæti ríkisstjórnarinnar hefði auknu framlagi til öldrunarmála án efa verið fagnað. En því var ekki að heilsa. Stuðningurinn var augljós- lega ekki við aldraða heldur við fjár- magnseigendur. Viðleitni þeirra til að maka krókinn skyldi verða rík- isstyrkt. Út á þetta gekk samning- urinn. Fleiri þætti þessa máls mætti rekja. Á undanförnum árum hafa menn fylgst með því hvernig aðal- persónur í þessu leikriti hafa hagn- ast á kostnað ríkissjóðs. Þannig fékk Securitas, fyrirtæki lengi í eigu Jó- hanns Óla Guðmundssonar, ýmis verkefni sem áður voru á hendi hins opinbera. Iðulega versnuðu kjör starfsfólksins við þessi skipti og ekki fer sögum af því að ríkissjóður hafi hagnast á þessum viðskipum. En dæmi eru um hið gagnstæða. Gott ef þetta gerðist ekki í menntamálaráð- herratíð Ólafs G. Einarssonar. Gefum nú þeim ágæta manni orð- ið. Ólafur G. Einarsson hefur sem kunnugt er átt sæti í þeim ríkis- stjórnum sem skorið hafa niður að- stoð við aldraða á liðnum árum. Í Morgunblaðinu 9. ágúst segir þessi fyrrverandi stjórnarmaður í Lyfja- verslun Íslands: “Nokkrar ástæður liggja að baki þess að ég féllst á að taka sæti í stjórn Lyfjaverslunar Íslands. Í fyrsta lagi hef ég lengi haft áhuga á heilbrigðismálum, einkum umönnun aldraðra. Sjálfsagt vegna þess að ýmsir mér nákomnir hafa þurft á umönnun að halda á stofnunum síð- ustu ár ævinnar. Þótt við þessa aðila hafi í flestu verið vel gert hefur mér orðið æ ljósara að margt mætti betur fara. Ég átti þess einnig kost fyrir atbeina Jóhanns Óla Guðmundsson- ar að fylgjast með hinu svonefnda Sóltúnsverkefni frá því það fór af stað. Ég varð strax mjög hrifinn af því hvernig að því öllu var staðið. Fyrst af hálfu ríkisstjórnarinnar undir forystu þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, og svo af hálfu þeirra sem áttu lægsta tilboð í verkið, þ.e. Íslenskra aðalverktaka og Securitas, nú Frum- afl. Þar var ekkert til sparað þegar menn lögðu grunn að byggingu og rekstri slíks heimilis sem Sóltún verður. Mér þótti vænt um að fá að fylgjast með þróun verkefnisins og jafnvel á stundum að leggja orð í belg.“ Þarf að segja mikið meira? Ólafur G. Einarsson leggur orð í belg Ögmundur Jónasson Einkavæðing Fjárfestar, segir Ögmundur Jónasson, virðast hafa verið afger- andi í stefnumótun ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu. Höfundur er alþingismaður. ALLIR þekkja ástandið í húsnæðis- málum Reykvíkinga. Engar lóðir er að fá, húsnæðisverð er mjög hátt, biðlistar eftir félagslegu leiguhús- næði hafa aldrei verið lengri sem eru bein af- leiðing af gríðarlegu háu leiguverði á mark- aðnum. Að sjálfsögðu eru margir samverk- andi þættir sem valda þessu; mikil fólksfjölg- un hefur verið á höfuð- borgarsvæðinu, góðæri hefur ríkt sem eykur eftirspurnina eftir hús- næði og ekki síst meginástæðan sem er að í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík, sem hefur rúmlega 60% íbúa svæðisins, er rekin mjög stíf lóðaskortsstefna. Ástæður lóða- skortsstefnu eru hugmyndafræði- legs eðlis þar sem borgarstjóri hefur lýst því yfir að hún telji að Reykjavík- urborg tapi á því að stækka! Kópavogur vex og dafnar, Reykjavík staðnar Hverjar eru afleiðingar lóða- skortsstefnu til lengri tíma? Það er mjög athyglisvert að skoða tímabilið frá 1994-2000 í Reykjavík og Kópa- vogi, en þar er rekin hvor sín stefnan í þessum málum. Undirritaður fékk gögn frá Hagstofunni sem sýna að á þessu tímabili, frá 1994-2000, hefur íbúum fjölgað um 11,8% á höfuðborg- arsvæðinu. Í Reykjavík með Kjalar- nesi (en sameiningin varð 1997) hefur fjölgunin orðið 7,6% meðan fjölgunin í Kópavogi er um 35%. Í tölum þýðir þetta að íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um 7825 en íbúum Kópavogs fjölgað um 6100. Fjölgunin í Reykja- vík er rétt rúmlega náttúruleg fjölg- un (fæddir umfram dána). Á tíma- bilinu 1994-1999 (tölur fyrir 2000 eru ekki komnar) kemur í ljós að nátt- úruleg fjölgun er 5093 en fjölgunin í borginni 6246 eða 1153 fleiri! Fjölg- unin fyrir utan náttúrulega fjölgun er innan við 200 manns á ári! Það er vægast sagt athyglisvert í ljósi þess að það búa 111 þúsund manns í Reykjavík en 23 þúsund í Kópavogi. Þegar skoðaður er fjöldi barna á leikskóla- aldri 1-5 ára á sama árabili, það er 1994- 2000, hefur þeim fækk- að um 1,8% á höfuð- borgarsvæðinu en fækkunin er 5,5% í Reykjavík eða 472 börn. Í Kópavogi er fjölgunin 21,3% eða 331 barn. Þetta er sérstak- lega athyglisvert í ljósi þess að biðlistar hafa aldrei verið lengri eftir leikskólavist í Reykja- vík. Þegar þróun skatttekna á þessu tímabili er skoðuð í þessum tveim bæjarfélögum sést að vel launað fólk flyst í auknum mæli til Kópavogs. Út- svarstekjur á hvern einstakling mið- að við sömu forsendur hafa hækkað um 51% í Reykjavík en 58% í Kópa- vogi. Auknar tekjur þýða einfaldlega að hægara er að koma til móts við óskir íbúanna um þjónustu. Reykjavík er því að missa tekjur yfir til nágrannana í Kópavogi, tekjur sem nota mætti til að auka og bæta þjónustu í borginni. Það má segja að ein af afleiðingum af lóðaskortsstefnu R-listans sé að í önnur sveitarfélög og þá sérstaklega Kópavog flyst barnafólk með góðar tekjur. Það er eðlilegt því að á þeim tíma sem fólk er koma sér upp fjöl- skyldu þarf það gott húsnæði og oft og tíðum í stærri kantinum. Barnafólk með hátt útsvar flýr borgina Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi. Borgin Reykjavík, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, er einfald- lega að missa tekjur yfir til nágrannanna. MARGIR stjórnend- ur lýsa því yfir að starfsfólkið sé mikil- vægasta auðlind fyrir- tækisins. Þessi auðlind á það sammerkt með ýmsum öðrum að geta þrotið ef ekki er gætt að. Skynsamlegasta leiðin til að viðhalda sjálfbærni mannauðs er að gera starfsfólki stöð- ugt kleift að viðhalda og bæta við þekkingu sína og færni. Slíkt felur í sér ávinning fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Menntamálaráðu- neytið, Mennt og starfs- menntaráð halda nú í annað sinn Viku símenntunar, 3.-9. september nk. Að vanda kynna þar skólar og fræðslu- stofnanir þjónustu sína fyrir einstak- lingum og fyrirtækjum. Vika símenntunar var afar vel sótt í fyrra. Sérstaka eftirtekt vekur hve fólk á vinnumarkaði var ötult að leita sér upplýsinga og þjónustu á sviði menntunar og fræðslu. Einn aðili hygg ég að hafi sérstaka ástæðu til að gefa Viku símenntunar gaum: fyrir- tækin í landinu. Ekki þarf í löngu máli að rifja upp þau sannindi að fyrirtæki, sem duglegust eru að nýta sér þann mannauð sem í þeim býr, sigra í samkeppni. Mannauð- urinn er hins vegar ekki óbreytanleg stærð, hann þarf að ávaxta. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér heldur verður slík viðleitni að vera lið- ur í virkri starfsmanna- stefnu. Þegar fyrirtæki hefur markað stefnu um hvernig það vill halda við og byggja upp mannauð sinn er ráð að leita aðfenginnar þjónustu til að vinna einstök verkefni, m.a. hjá skól- um og fræðslustofnunum. Aldrei áður hefur fyrirtækjum þessa lands boðist eins fjölbreytilegt framboð endur- og símenntunar og einmitt nú. Í Viku símenntunar gefst fyrir- tækjunum tækifæri til að kynnast á einum stað framboði fræðslustofnana á sviði endur- og símenntunar. Það er því ástæða til þess að starfsmanna- stjórar og fræðslustjórar stærri fyr- irtækja kynni sér hvaða tækifæri bjóðast fyrirtækjum þeirra í Viku sí- menntunar. Stjórnendur smærri fyr- irtækja geta hlotið prýðilega yfirsýn um framboð Viku símenntunar með því að verja til þess fáeinum klukku- stundum. Rétt er að minna á að stjórnendum fyrirtækja gefst í Viku símenntunar sérstakt tækifæri til að meta hvaða sóknarfæri leynast í auknu framboði menntunar fyrir atvinnulífið. Það er á ábyrgð fyrirtækjanna að nýta sér þetta framboð. Ingi Bogi Bogason Símenntun Fyrirtæki geta leitað þjónustu við að efla mannauð sinn, segir Ingi Bogi Bogason, hjá skólum og fræðslustofnunum. Höfundur starfar hjá Samtökum iðn- aðarins og er formaður menntahóps Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækin ávaxti mannauðinn Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.