Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 35
Kveðja frá Ferðafélagi Íslands Fallinn er mikill og traustur liðs- maður Ferðafélags Íslands. Haukur Bjarnason var í stjórn þess í 21 ár og átti sæti í bygginganefnd, ferðanefnd og skemmtinefnd þess í fjölmörg ár. Fyrir störf sín var hann sæmdur gullmerki félagsins. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist Hauki Bjarnasyni ekki fyrr en Hauk- ur hafði horfið frá stjórnarstörfum í félaginu. Af annnálum Árbókar Ferðafélagsins var honum hins veg- ar ljóst að ærin verk höfðu verið unn- in í þeim nefndum sem Haukur sat í. Tuttugu og eitt ár er langur tími í þágu áhugamannafélags. Þótt form- legu umboði til stjórnarsetu og nefndarstarfa lyki, hélt Haukur áfram störfum í þágu félagsins, fús til ráðgjafar og miðlunar upplýsinga til þeirra sem við tóku. Hann hélt merki félagsins hátt á loft þegar þess helst við þurfti og fáni sá, er félagið notar á hátíðar- og sorgarstundum, er til orðinn að hans frumkvæði. Hann var manna fróðastur um sögu Ferðafélagsins og samdi ásamt konu sinni skrá yfir alla höfunda Árbóka, stjórnarmenn og nefndarmenn félagsins allt frá stofnun þess árið 1927 til loka síðasta árs. Haukur var ljúfur maður í öllu fasi og gott dæmi þess, er hefst af verk- um sínum en ekki af hávaða eða ytri fyrirferð. Hann var lánsmaður í einkalífi sínu. Kona hans, Þórunn Lárusdóttir, studdi hann í öllum félagsstörfum og ekki síst, er úr starfsgetu hans dró sökum veikinda. Félagar í Ferðafélagi Íslands minn- ast látins félaga með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Konu hans, börnum og venslafólki er vottuð sam- úð. Höskuldur Jónsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 35 Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguð- sþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Grafarvogskirkja. Innritun í Barna- og unglingakórinn (11 ára og eldri) verður í dag, þriðjudaginn 28.ágúst kl.16:00-17:30 í Grafarvogskirkju. Innritunargjald kr. 2000.-Innritun í Krakkakórinn (7 -10 ára) er kl.17:30- 18:30. Inritunargjald kr.1.500- Hjallakirkja. Bænastund kl. 18. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Kaffi á könnunni. Hægt að grípa í spil, rabba saman og yfirleitt að hitta mann og annan í góðu tómi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10–12. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. STARFSMANNAFÉLAG Greining- ar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umfjöllunar um stöðu stofnunarinnar í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Starfsmannafélag Greiningar- stöðvarinnar lýsir yfir áhyggjum af því ástandi sem ríkir vegna fjárhags- vanda stofnunarinnar. Hlutverk Greiningar-og ráðgjafarstöðvar ríkis- ins er að greina fötlun hjá börnum og ungmennum auk þess sem starfs- menn gefa leiðbeiningar um leiðir til að draga úr áhrifum fötlunarinnar. Greiningarstöðin starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og er ætl- að að þjóna öllu landinu. Í byrjun sumars lýsti forstöðumað- ur Greiningarstöðvarinnar yfir áhyggjum sínum af atgervisflótta og þeim samdrætti í þjónustu sem fyr- irsjáanlegur væri fyndist ekki lausn á fjárhagsvanda stofnunarinnar. Yfir- völd félagsmála hafa ekki brugðist við og afleiðingarnar eru nú óðum að koma í ljós. Sérhæfður starfsmaður hefur sagt upp störfum og enginn verður ráðinn í hans stað. Tveir starfsmenn hafa farið í barnsburðar- leyfi án þess að hægt hafi verið að ráða í afleysingar fyrir þá. Vitað er að fleiri starfsmenn eru farnir að líta í kringum sig eftir betur launuðum störfum. Alls er óvíst að hæft fólk fengist til starfa, þótt gefið væri leyfi til að ráða í laus störf, vegna þeirra launa sem í boði eru og höfum við nú þegar skýr dæmi um slíkt. Vegna þessa hefur reynst óhjákvæmilegt að draga úr þjónustu og frekari sam- dráttur er óumflýjanlegur verði ekk- ert að gert. Skjólstæðingum Greiningarstöðv- arinnar hefur fjölgað síðustu ár langt umfram aukningu á stöðugildum. Álag á starfsfólk hefur aukist og stjórn starfsmannafélagsins hefur þungar áhyggjur af því að afleiðing- arnar verði frekari flótti frá stofnun- inni. Við höfum ekki síður áhyggjur af neikvæðum áhrifum þessarar stöðu á börn með fötlun og fjölskyld- ur þeirra. Í Morgunblaðinu 6. júlí sl. birtist grein eftir móður fatlaðs barns þar sem hún fer fram á varanlega lausn á vanda Greiningarstöðvarinn- ar. Þar benti hún á þá staðreynd að foreldrar fatlaðra barna eiga ekki í nein önnur hús að venda. Í máli henn- ar kom einnig fram mikilvægi mennt- unar og starfsreynslu starfsfólks á sérhæfðri stofnun eins og Greining- arstöðinni. Við tökum undir orð henn- ar og bendum á að sú sérþekking, sem er forsenda starfsemi stofnunar- innar, fæst einungis með starfs- reynslu, þjálfun og sérhæfðri teym- isvinnu. Ljóst er að þessi sérþekking mun glatast stofnuninni verði ekki gripið nú þegar til viðeigandi ráðstaf- ana. Starfsmannafélag Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins lýsir yfir stuðningi við forsvarsmenn stofnun- arinnar. Við skorum á yfirvöld félags- mála að finna varanlega lausn á vandamáli sem kemur fyrst og fremst niður á þeim sem síst skyldi. Kópavogi, 23. ágúst 2001, Bryndís Halldórsdóttir fræðslufulltrúi, Hrönn Björnsdóttir, félagsráðgjafi á fötlunarsviði 2, Svandís Ása Sigurjónsdóttir, sálfræðingur á fötlunarsviði 4, Þuríður Pétursdóttir, sálfræðingur á fötlunarsviði 1. Yfirlýsing frá starfsmannafélagi Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins textil.is AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Vélstjóri óskast Vélstjóra vantar á Eyvind KE-99 sem er að hefja dragnótaveiðar í Faxaflóa frá 1. september. Upplýsingar í síma 892 0766. Skipstjóra vantar á togara í Namibíu Áhugasamir sendi inn umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „Skipstjóri Namibía“, fyrir 15. september. Afgreiðslustarf Okkur vantar nú þegar góðan starfsmann til afgreiðslustarfa í verslun okkar að Austurst- rönd 14, (við Eiðistorg). Vinnutími eftir hádegi virka daga auk helgarvinnu ef vill. Upplýsingar gefa Kristjana í síma 699 5423 og Margrét í síma 561 1433. Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast frá 1. október 2001, á hjúkr- unardeild sem er í smíðum og tekur væntan- lega til starfa í nóvember. Skemmtilegt og spennandi verkefni fyrir hjúkr- unarfræðinga sem hafa áhuga á að byggja upp og skipuleggja nýja hjúkrunardeild. Menntun og reynsla í stjórnun æskileg og að eiga auð- velt með mannleg samskipti. Upplýsingar veitir Áslaug Björnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, sími 560 4163 eða netfang aslaslaug@sunnuhlid.is . Forstöðumaður NORDITA Kaupmannahöfn, Danmörku NORDITA, norræn stofnun um kennilega eðlisfræði, auglýsir lausa stöðu forstöðumanns frá 1. ágúst 2002. NORDITA heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Hlutverk stofnunarinnar er að sinna rannsóknum og skapa fræðilegt umhverfi sem stenst strangar alþjóðlegar kröfur, auk þess að efla og þróa norræna samvinnu á sviði grunnrannsókna og menntunar í kennilegri eðlisfræði. Forstöðumaður þarf að hafa framúrskarandi hæfni á rannsókna- sviði, hafa reynslu af stjórnun stofnunar/rannsóknarhóps, og stjórn- sýsluhæfileika. Staðan krefst góðra samskiptahæfileika í ræðu og riti, á ensku og einu Norðurlandamáli, góða þekkingu á norræn- um aðstæðum og hafa góð sambönd við aðra fræðimenn á Norður- löndunum og víðar. Gert er ráð fyrir að viðkomandi sinni til jafns vísindalegum rannsóknum og stjórnunarstörfum. Að öllu jöfnu er ráðið í stöðuna til fjögurra ára, með möguleika á framlengingu til annarra fjögurra ára, hið mesta. Samkvæmt samkomulagi milli norrænu landanna jafngildir staða hjá NORDITA starfi hjá hinu opinbera og veitir rétt til starfsleyfis frá norrænum háskóla. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og skrá yfir útgefin rit, sendist til: Professor Dan-Olof Riska, Styrelseordförande, NORDITA Blegdamsvej 17 DK-2100 København, Danmörk, í síðasta lagi 30. september 2001. Nánari starfslýsingu er að finna á slóðinni www.nordita.dk/positions . Hefur þú áhuga á að vinna með fólki? Félagsþjónustan í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsfólk til starfa við búsetuþjónustu geð- fatlaðra í borginni. Starfið felst í að aðstoða einstaklingana við daglegt líf þeirra heima og heiman. Reynsla af starfi með geðfötluðum er æskileg. Um er að ræða vaktavinnu. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og hlutað- eigandi stéttarfélaga. Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Kristinsdóttir, forstöðumaður, í síma 567 0017 eða 899 8145 f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Umsóknare Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Félagsþjónustunnar að Síðumúla 39. Umsókn- um skal skila til Félagsþjónustunnar í Reykjav- ík, starfsmannastjóra, Síðumúla 39, merkt „búsetuþjónusta“. Hljóðdeild Starfsmaður óskast í hljóðdeild Þjóðleikhússins leikárið 2001 til 2002. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í hljóð- vinnslu og almennri viðhaldsvinnu hljóðtækni- búnaðar. Unnið er á vöktum. Laun fara eftir kjarasamningi RSÍ við ríkissjóð. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 5. september nk. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni KIRKJUSTARF FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.