Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Starfsmenn í móttöku Óskum eftir ábyggilegum starfsmönnum í mót- töku. Góð tungumálkunnátta áskilin. Tekið er við umsóknum á staðnum eða sendið tölvupóst. Grand hótel Reykjavík Sigtúni 38 johann@grand.is Hótel Reykjavík Rauðarárstíg 37 thordis@hotelreykjavik.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Dalvegur 4 til leigu Til leigu 447,9 fm að Dalvegi 4 Kópavogi. Leigutími frá 1. febrúar 2002 (ef til vill fyrr). Næg bílastæði. Upplýsingar í símum 544 5430, 557 5714 og 893 4609. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisfélag Seltirninga og fulltrúaráð Fundur verður haldinn fimmtudaginn 30. ágúst nk. kl. 20:00 í fundarsal félagsins, Austurströnd 3, 3. hæð. Dagskrá: 1. Kosning landsfundarfulltrúa. 2. Kynning á hugmyndum um hjúkrunarheimili. Frummælandi Sigurgeir Sigurðsson. Stjórnin. KENNSLA er sjálfstæður grunnskóli þar sem sköpunargleðin er í fyrirrúmi. Litlir bekkir í náttúrulegu umhverfi. Er þetta eitthvað fyrir barnið þitt? Við getum tekið á móti fleiri nemendum. Nánari upplýsingar í síma 587 4499. Bóklegt Einkaflugmannsnámskeið (JAR-PPL) Flugfélagið Geirfugl heldur JAR námskeið til einkaflugprófs sem hefst þann 10. sept. nk. Boðið er upp á að skipta náminu upp og taka þau fög sem henta hverju sinni. Nám- skeiðið hentar sömuleiðis vel þeim sem vilja endurnýja réttindi sín. Pakkaverð er 95.000 kr. og eru öll námsgögn innifalin, þar með talið allt námsefni á íslensku. Einnig er hægt að kaupa stök nám- skeið. Láttu gamla drauminn rætast og skráðu þig í síma 562 6000 eða á www.geirfugl.com, eða með tölvupósti geirfugl@simnet.is . Frá Nýja tónlistarskólanum Innritanir og staðfestingar umsókna fyrir 2001—2002 Innritun og staðfesting umsókna í allar deild- ir skólans fara fram á skifstofu skólans frá kl. 14:00 til 18:00, frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 28. ágúst og lýkur mánudag- inn 3. sept. nk. Kennt verður í eftirfarandi deildum: Hljóðfæradeildum (píanó-, fiðlu-, selló-, flautu-, klarinett-, blokkflautu-, gítar- og harmóníkudeild). Söngdeild, tónfræðideild, súzúkídeild og forskóli. Skólinn verður settur föstudaginn 7. sept- ember á sal skólans kl. 18:00. Nánari uppl. á skrifst. Nýja tónlistarskólans, Grensásvegi 3—5, 3.h., frá kl. 14—18. Sími 553 9210, 553 9215. Fax 553 9211. Netfang nyton@ismennt.is . TIL LEIGU Hótel til leigu Hótel Eldborg í Laugagerðisskóla á Snæfells- nesi er til leigu. Hótelið er 124 km frá Reykjavík. Hefur verið rekið á sumrin síðan árið 1992. Sundlaug og íþróttahús er á staðnum. Upplýsingar gefur Guðbjartur í símum 435 6685 og 899 6675. TIL SÖLU Jörð í Kjósahreppi Jörðin Þúfa í Kjósahreppi til sölu af sérstökum ástæðum. Landsstærð um 200 hektarar. Eigninni fylgir gott einbýlishús 150 fm. Byggt árið 1980 og eldri fjárhús og hlaða. Frábært útsýni m.a. yfir allan Hvalfjörðinn og yfir Meðalfellsvatn. Góð staðsetning, um 30 mín. akstur frá Reykjavík. Eign með mikla möguleika, nánari upplýsingar á skrifstofu. Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 17, 230 Keflavík. Símar 421 1700, fax 421 1790. STYRKIR Umsóknir óskast um styrki til jarðhitaleitar Iðnaðarráðuneyti, Orkuráð og Byggðastofnun halda áfram sérstöku átaki til leitar jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem hitaveitur eru ekki nú. Átakinu er einkum ætlað að vera hvati að rannsóknum og jarðhitaleit á svæðum þar sem jarðhiti er lítt eða ekki þekktur á yfir- borði. Ekki er veittur styrkur fyrir kostnaði sem var áfallinn áður en átakið hófst. Um er að ræða tvenns konar styrki samkvæmt nánari reglum þar um: A) Styrkir til almennrar jarðhitaleitar með hitastigulsborunum og jarðvísindalegum aðferðum, gegn eðlilegu mótframlagi umsækjanda. B) Styrkir vegna þróunar og prófunar á nýj- um aðferðum við vinnslu jarðvarma og nýtingar, s.s. skáborun, örvun á borhol- um, niðurdælingu o.fl. Styrkir standa til boða sveitarfélögum og orku- fyrirtækjum, en við forgagnsröðun verkefna verður einkum tekið tillit til eftirtalinna atriða: 1) Að verkefnið sé þjóðhagslega arðbært, m.a. með tilliti til flutnings- og dreifikerf- is raforku, 2) Að verkefnið efli byggð í landinu. Umsóknarfrestur vegna annars áfanga þessa átaks er til föstudags, 14. september 2001. Umsóknir skulu sendar Orkustofnun á þar til gerðum eyðublöðum sem þar fást og merktar þannig: Jarðhitaleit á köldum svæðum Auðlindadeild Orkustofnun Grensásvegur 9 108 Reykjavík Fyrirspurnir b.t. Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík (www.os.is), s. 569 6000, fax 568 8896. Netfang átaksins er: heto@os.is . Þess er óskað að umsækjendur geri grein fyrir þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á við- komandi stað, borholum, mælingum ýmis kon- ar og athugunum og láti fylgja afrit af niður- stöðum af slíkum rannsóknum, hafi það ekki verið gert við fyrri umsóknir. Athugið að ekki nægir að vísa til gagna á Orkustofnun eða á öðrum stöðum. Umsóknir verða meðhöndlaðar á grundvelli þess fjölda sem sækir um og fjölda sem mun njóta hitaveitu á hverjum stað, ef af verður. Afritum af öllum gögnum er varða rannsóknir og boranir á hverjum stað ber að skila til um- sjónarmanns verkefnisins, Orkustofnun og verða slík gögn varðveitt í gagnasafni stofnun- arinnar. Öll gögn sem aflað er vegna þessara rannsókna eru opin, ekki er veittur styrkur til rannsókna sem lúta einhvers konar leynd. TILKYNNINGAR Kærufrestur vegna álagn- ingar opinberra gjalda gjaldárið 2001 Kærufrestur vegna álagningar opinberra gjalda í Reykjanesumdæmi gjaldárið 2001 rennur út fimmtudaginn 30. ágúst 2001. Kærur þurfa því að póstleggjast í síðasta lagi þann dag eða berast Skattstofu Reykjanesum- dæmis, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, fyrir mið- nætti þess dags. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. LifeFitness Einkaþjálfaranámskeið II World Class í samvinnu við LifeFitness heldur einkaþjálfaranámskeið dagana 26. - 30. sept- ember nk. Kennarar eru: Stefán B. Sigurðsson Háskóla Íslands, Ragnar Hermannsson sjúkraþjálfari, Fríða Rún Þórðardóttir næringar- ráðgjafi, Steven Morgan LifeFitness og Pétur Magnússon lyfjafræðingur. Námskeiðsgjald er 38.000 kr. og greiðist við skráningu sem fer fram í afgreiðslu World Class Fellsmúla 24. Nánari upplýsingar á heimasíðu World Class www.worldclass.is og hjá Fríðu Rún í síma 898 8798 milli kl. 20 og 22. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Karlsbraut 16, eignarhluti, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Guðmunda Sigríður Óskarsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 10:00. Vanabyggð 4b, eignarhluti, Akureyri, þingl. eig. Guðjón Atli Stein- grímsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 10:00. Vættagil 32, íb. 04, Akureyri, þingl. eig. Teikn á lofti ehf., gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður verslunarmanna, föstudaginn 31. ágúst 2001 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 27. ágúst 2001. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.