Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Billi Nína Björk Elíasson og Kristín Bjarnadóttir sameina krafta sína. Samspil ljóðlest- urs og tónlistar Árnadóttur. Báðar þekktum við hana Nínu, og er þetta okkar leið til að minnast hennar,“ segir Nína Björk en hún hefur samið lög við ljóð nöfnu sinnar Árnadóttur. Und- anfarið hafa þær Nína Björk og Kristín átt samstarf þar sem þær flétta tónlist saman við upplestur hinnar síðarnefndu á eigin ljóðum úr bókinni Því að þitt er landslagið sem út komið árið 1999. Kristín les kafla úr bókinni og skapar Nína Björk nokkurs konar undirleik með röddinni. „Við fluttum hluta úr þessu atriði á Menningarnótt í Gautaborg í fyrra og fengum mjög góð viðbrögð,“ segir nú Kristín. „Það hefur verið mjög áhugavert að flytja ljóðin með Nínu Björk. Hún notast mikið við spuna, og því verður til nokkurs konar samspil milli ljóðlestursins og tónlistar- innar.“ Á dagskránni hjá Nínu Björk og Kristínu í kvöld eru einnig nokkur ný ljóð eftir Kristínu, sem hún kallar dansljóð. Einnig flytur Nína Björk lög sem hún hefur sam- ið við ljóð úr bókinni Dans í lokuðu herbergi eftir Elísabetu Jökuls- dóttur, auk fleiri verka. Nína Björk er búsett í Kaup- mannahöfn og er tekur virkan þátt í tónlistarlífinu þar auk þess sem hún hefur komið fram á tónleikum víða á Norðurlöndum og í Evrópu. Kristín Bjarnadóttir býr í Hagan í Svíþjóð. Hún hefur birt frásagnir, greinar og ljóð í blöðum og tímarit- um, auk áðurnefndrar ljóðabókar. Þær Kristín og Nína Björk hyggjast gefa út geisladisk með flutningi sín- um á ljóðunum úr bókinni. HEIM og saman nefnist ljóða- dagskrá sem haldin verður í Kaffi- leikhúsinu í kvöld, kl. 21. Þær Nína Björk Elíasson söngkona og Kristín Bjarnadóttir ljóðskáld flytja þar fléttur ljóða og tónlistar. „Við mun- um flytja hluta úr dagskrá frá Listasumari á Akureyri sem er helguð minningu Nínu Bjarkar LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson varð í gær fyrsti söngvarinn til þess að und- irrita fastráðningarsamning við Ís- lensku óperuna. Samningurinn mark- ar tímamót í íslensku tónlistarlífi en þetta er í fyrsta sinn sem gerður er slíkur samningur við söngvara hér á landi. Samningurinn er til tveggja ára og í honum felst að Ólafur Kjartan mun taka þátt í óperuuppfærslum Óper- unnar sem söngvari í burðarhlut- verki. Hann mun einnig koma fram á tónleikum á vegum Íslensku óper- unnar og loks mun hann taka þátt í þróun og mótun fræðsluefnis til kynn- ingar á starfsemi Íslensku óperunnar og óperulist almennt. Ólafur Kjartan syngur hlutverk Papagenós í Töfraflautunni eftir Moz- art, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni 22. september nk. Við undirritun samningsins sagði Bjarni Daníelsson óperustjóri að verkefni Ólafs Kjartans yrðu fjöl- breytt og að í hans verkahring yrði að móta það starf að vera söngvari við Íslensku óperuna. Hann sagði reynslu af samvinnu við Ólaf Kjartan hafa verið ákaflega góða, en mestu skiptu þó um ráðningu hans rödd og framkoma í sérflokki. Ólafur Kjartan þakk- aði þann heiður sem hon- um hefði verið sýndur með því að verða fyrsti atvinnusöngvarinn á Ís- landi í þessari grein tón- listar. Hann minnti á að að baki þessum tímamót- um stæðu margir góðir söngvarar sem hefðu hlúð að óperulistinni hér á landi og plægt akurinn með söng sínum og nefndi hann Guðmund Jónsson og Þuríði Páls- dóttur í því sambandi. Hann þakkaði þessum fyrirrennurum sínum þeirra störf og þarmeð þann grundvöll sem þeir hefðu lagt að þessum tímamótasamningi. Ólafur Kjartan nam við Söngskól- ann í Reykjavík hjá Guðmundi Jóns- syni og við Royal Academy of Music í London og Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Þaðan lauk hann meistaragráðu í óperusöng sumarið 1998. Óperuhlutverk Ólafs Kjartans eru m.a. Escamillo í Car- men, Sulpice í Dóttur herdeildarinn- ar, Bartolo í Rakaranum í Sevilla hjá British Youth Opera og Garibaldo í Rodelinda hjá Glyndebourne Touring Opera. Á hlutverkaskrá hans eru einn- ig Fígaró í Brúðkaupi Fígarós, Gug- lielmo í Così fan tutte, Leporello í Don Giovanni og Sid í Albert Herring. Önn- ur viðfangsefni Ólafs Kjartans hafa m.a. verið Sköpunin eftir Haydn á Co- vent Garden Festival, Requiem eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit Lund- úna, Magnificat og óratoríur Bachs, Requiem eftir Fauré, Messías Händ- els, Rejoice in the Lamb eftir Britten, Messe di Gloria eftir Puccini, Stabat Mater og Petite Messe Solonelle eftir Rossini og messur eftir Haydn. Ólafur Kjartan hefur komið fram á fjölda tónleika í Bretlandi, Frakk- landi og á Íslandi, m.a. í Glasgow Royal Concert Hall með Royal Scott- ish National Orchestra og á tónleik- um í St. Martin in the Fields í London. Að auki hefur hann komið fram í BBC Radio í Skotlandi. Hjá Ís- lensku óperunni hefur Ólafur Kjartan sungið hlutverk Tarquiniusar í Lúk- retía svívirt árið 2000 og hlutverk Shaunards í La Bohème síðasta vet- ur. Tímamót í íslensku tónlistarlífi er Íslenska óperan fastræður söngvara Ólafur Kjartan Sigurðar- son ráðinn til tveggja ára Morgunblaðið/Sigurður Jökull Bjarni Daníelsson óperustjóri og Ólafur Kjartan Sigurðarson undirrita samninginn um fastráðningu Ólafs Kjartans. LISA Storm Villadsen prófessor við Kaupmannahafnarháskóla heldur fyrirlesturinn „Hinn þversagna- kenndi flagari í „Flagaranum“ eftir Jan Kjærstad í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12:15, en skáldsagan hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir skemmstu. Lisa Storm skoðar mælskulist sögunnar og listina að draga á tál- ar, merkingu þess og möguleika. Hún skoðar fyrirbærið eins og það birtist í sígildum flagarabókmennt- um á borð við Háskaleg kynni eftir Laclos og Dagbók flagarans eftir Kierkegaard. Meginniðurstaða hennar er að Jonas Wergeland, að- alpersónan í þríleik Kjærstad, sé ákaflega tvíbentur flagari og að skáldsagan í heild komist að þeirri niðurstöðu að það að draga ein- hvern á tálar kynferðislega hafi misst sína upphaflegu merkingu í nútímasamfélagi. Lisa Storm fil.dr. er tímabundið prófessor við heimspeki-, mælsku- listar- og menntunardeild Kaup- mannahafnarháskóla. Hún lauk doktorsprófi frá Northwestern Uni- versity, Illinois, USA í mars 2000. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um þver- sagnir í Flagaranum SÍÐUSTU tónleikarnir í sumartón- leikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar verða í kvöld kl. 20:30. Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari flytja verk eftir Louis Spohr, John McCabe, Franz Lachner, Eyþór Stefánsson, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Jón Þórarinsson. Ingibjörg segist hlakka sérstak- lega til að syngja íslensku sönglögin. „Það er orðið svolítið langt síðan ég hef hlúð sérstaklega að þeim, – það er gaman að syngja þessi klassísku ís- lensku sönglög og verður gaman.“ Erlendu verkin sem Ingibjörg syng- ur eru öll samin fyrir söngrödd, klar- inettu og píanó. „Við syngjum verk eftir Louis Spohr. Hann var mikill fiðluvirtúós, en samdi mikið fyrir klarinettu líka. Þetta eru ágætlega þekkt verk, þrjú lög af sex, fyrir söng, klarinettu og píanó; – saklaus lög og textinn ljúfur; náttúran og ástin eru þar sterk. Þetta er vel samið fyrir þessa samsetningu og mikið jafnvægi milli okkar allra. Svo erum við með þrjú þjóðlög í útsetningu John McCabe, sem er eitt virtasta tón- skáld Breta. Lögin eru amerískt, skost og breskt þjóðlag, – og mjög skemmtilega útsett. Við ljúkum þess- um hluta svo með Frauenliebe- und leben eftir Franz Lachner. Hann var uppi rétt á eftir Schubert, og þetta var samið árið 1831 við fyrsta ljóðið úr ljóðaflokknum sem Schumann samdi við sitt vel þekkta verk. Ég gæti ímyndað mér að þetta hafi aldrei verið flutt hér áður. Þetta er mjög Schubertlegt, – og maður heyrir áhrif frá Hirðinum á hamrinum, sem Schu- bert samdi fyrir sópran, klarinettu og píanó. Það er skemmtilega ólík stemmning í verki Lachner og í sam- nefndu verki Schumanns; það er miklu meiri léttleiki og glettni hér og meiri rómantík.“ Ingibjörg segir að eitt af íslensku lögunum verði flutt af þeim þremur, en það er lag eftir Jón Ásgeirsson, Vor hinsti dagur, við ljóð eftir Hall- dór Laxness, en Jón útsetti það sér- staklega fyrir þau þrjú. Ingibjörg segir gott og gaman að syngja í Sigurjónssafni. „Þetta er yndislegur staður og gott að flytja hér aðlaðandi tónlist fyrir sem fólk hefur gaman af.“ Þær Ingibjörg og Valgerður Andrésdóttir hafa starfað saman frá árinu 1996, þegar þær voru báðar í Danmörku. „Við höfum unnið mikið saman og erum orðnar vanar hvor annarri. Ég hef verið að gæla við þá hugmynd í nokkur ár að fá Einar Jóhannesson til liðs við okkur – það gekk upp núna, og það er mjög gott að starfa með honum. Hann er góður söngvari auk þess að spila á hljóð- færið, og það hefur sitt að segja. Það er upplifun að vera að músisera með fleira fólki og gaman að breyta til frá því að vera bara með söng og píanó. Þetta er öðru vísi – og allt í einu er maður orðinn kammermúsíkant.“ Ingibjörg Guðjónsdóttir stundaði söngnám í Tónlistarskóla Garða- bæjar og í Indiana University í Bloomington. Hún hefur haldið fjölda einsöngstónleika og verið einsöngv- ari með kórum og hljómsveitum bæði hér á landi og erlendis og komið fram með ýmsum þekktum hljómsveitum. Ingibjörg hefur verið fulltrúi Íslands á tónlistarhátíðum víða um heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína. Nítján ára gömul sigr- aði hún í söngvakeppni Sjónvarpsins og tók þátt í hinni frægu söngkeppni „Cardiff Singer of the World“. Einar Jóhannesson nam við The Royal College of Music í London hjá Bernard Walton og John McCaw og vann þar til Frederick Thurston verðlaunanna. Árið 1979 hlaut hann Sonning-verðlaunin fyrir unga nor- ræna einleikara og hélt þá til frekara náms hjá Walter Boeykens. Einar hefur komið fram sem einleikari og hljóðritað fyrir fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann hefur gegnt stöðu sólóklarínettuleik- ara við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980 og er einnig félagi í Blásara- kvintett Reykjavíkur og Kammer- sveit Reykjavíkur. Valgerður Andrésdóttir stundaði framhaldsnám í píanóleik við Listaháskólann í Berlín hjá prof. Georg Sava. Þaðan lauk hún burtfar- arprófi árið 1992. Hún sótti einnig reglulega námskeið hjá György Se- bök. Valgerður hefur haldið fjöl- marga tónleika innanlands og erlend- is, unnið með söngvurum og leikið kammermúsík. „Þá er maður orðinn kammermúsíkant“ Morgunblaðið/Sverrir Tónlistarfólkið Einar Jóhannesson, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Val- gerður Andrésdóttir við eitt verka Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.