Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 27 UM tvö hundruð konur fráEvrópu og Bandaríkj-unum tóku þátt í alþjóð-legri ráðstefnu á vegum samtakanna Norrænar konur gegn ofbeldi sem fram fór á Hótel Loft- leiðum um helgina. Stígamót, Kvennaathvarfið og Bríet, félag ungra femínista, stóðu að undir- búningi ráðstefnunnar sem bar yf- irskriftina Hinir óbifanlegu – of- beldismenn. Er með henni verið að beina athyglinni að gerendum kyn- ferðisofbeldis, en undir skilgrein- ingu Stígamóta á kynferðisofbeldi fellur m.a. nauðganir, sifjaspell, kynferðisleg áreitni og kynlífs- þrælasala. Ein þeirra sem erindi hélt á ráð- stefnunni er Liz Kelly, breskur prófessor, en hún hefur stundað rannsóknir á ofbeldi gegn konum og börnum í áratugi. Í erindi sínu greindi Kelly frá nýrri rannsókn, styrkt af Evrópusambandinu, sem leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir fjölg- un kæra vegna nauðgana síðustu 20 árin hefði kærum sem enduðu með sakfellingu ekki fjölgað. Þetta ætti við um fjölda Evrópulanda og þar á meðal Ísland. Til útskýringar tók Kelly dæmi af Bretlandi. Þar hefði ein af hverjum þremur nauðgunar- kærum endað með sakfellingu árið 1977 en til samanburðar hefði ein af hverjum tíu nauðgunarkærum end- að með sakfellingu árið 1997. ,,Mið- að við þessar tölur,“ segir hún, ,,má álykta sem svo að minni líkur séu á því að menn verði dæmdir fyrir nauðgun nú á tímum en fyrir 20 ár- um.“ Kelly áréttar að reynslan hafi sýnt að flestir gerendur kynferðis- ofbeldis séu karlmenn.og ennfrem- ur að þeir séu oftast vinir eða kunn- ingjar þeirra sem fyrir ofbeldisverkinu verða. ,,Vegna starfa samtaka eins og þeirra sem sitja þessa ráðstefnu hafa konur og stúlkur í auknum mæli kært nauðg- anir manna sem þær þekkja,“ út- skýrir hún. ,,Kærur berast því ekki aðeins vegna meintra nauðgana ókunnugra manna heldur líka vegna meintra nauðgana vina eða kunningja,“ segir hún. ,,Lögin gera hins vegar ekki ráð fyrir því að sá sem verði fyrir nauðgun þekki ger- andann. Þau gera í staðinn ráð fyrir því að gerandinn sé ókunnugur og þurfi þar með frekar að beita miklu ári til að þræla í vændishúsum borganna. Hún segir að fátækt reki flestar konurnar af stað, þeim sé lofað gulli og grænum skógum en sjaldnast sé staðið við gerða samn- inga þegar á áfangastað sé komið. Þar séu þær einfaldlega hnepptar í þrælahald vændisins. ,,Ég tek það fram að ég lít ekki á vændi sem vinnu heldur leið til að afla tekna,“ segir hún og heldur áfram. ,,Við þurfum að breyta viðhorfi sam- félagsins til vændis. Í Danmörku er til dæmis varla gerð athugasemd við það að konur noti líkama sinn til að afla tekna. Háttsettur embætt- ismaður lét t.d. hafa það eftir sér að það væri þó skömminni skárra fyrir erlendu konurnar að vinna sem vændiskonur í Danmörku en þræla í verksmiðju í heimalandinu.“ Ot- zen segist hafa starfað að þessum málum í áratugi og kveðst aldrei á þeim ferli hafa hitt hamingjusama eða ánægða vændiskonu. ,,Ég hef hitt konur sem hafa lifað af vændi en aldrei hitt hina hamingjusömu vændiskonu. Aldrei.“ Ofbeldismaður fjarlægður Að lokum má geta innleggs Rosa Logars í þessari umræðu, en hún átti þátt í setningu nýrra laga um heimilisofbeldi í Austurríki fyrir fjórum árum, en í þeim er kveðið á um heimild lögreglu til að fjarlægja hinn ofbeldisfulla aðila burt frá heimilinu. ,,Yfirleitt eru það þeir sem verða fyrir ofbeldinu; konur og börn, sem hafa þurft að yfirgefa heimilin en með þessum lögum er verið að tryggja að ofbeldismaður- inn þurfi að víkja,“ útskýrir hún. Logar segir að samkvæmt lögunum þurfi lögreglan að kanna vel allar aðstæður þegar tilkynnning berst um heimilisofbeldi; athuga hvort og þá um hvers konar ofbeldi sé að ræða og meta á staðnum líkurnar á því að ofbeldismaðurinn láti til skarar skríða að nýju ef svo ber undir. ,,Meti þeir stöðuna svo að líkur séu á frekara ofbeldi geta þeir farið með ofbeldismanninn burt frá heimilinu en með því verður honum óheimilt að koma heim aftur innan tíu daga. Brjóti hann það og komi aftur innan tilsetts tíma verður hann sektaður um ákveðna upp- hæð. Sá sem fyrir ofbeldinu verður er sömuleiðis ekki heimilt að taka við manninum aftur innan þess sama tíma,“ segir hún og bætir því við að á þessum tíu dögum geti þol- andinn tekið ákvarðanir um næstu skref; t.d. hvort hann vilji taka við ofbeldismanninum að nýju, skilja við hann eða leggja fram kæru. Logar segir að lögin hafi reynst vel og að sífellt fleiri þolendur heimilisofbeldis nýti sér þann rétt að láta fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu. ,,Það sem er ekki hvað síst mikilvægt við þessa lagasetn- ingu er að með henni er ofbeldis- fullum mönnum gefin skýr skilaboð um það að þeir geti ekki gert hvað sem þeir vilja við fjölskyldur sínar. Samfélagið samþykkir ekki ofbeldi inni á heimilum. Það segir stopp; hingað og ekki lengra.“ líkamlegu ofbeldi til að ná fram vilja sínum. Ólíklegra er hins vegar að vinir eða kunningjar þurfi að beita slíku ofbeldi. Þeir geta náð fram vilja sínum með öðrum hætti. Til dæmis með því að nota eiturlyf eða alkóhól til að slæva dómgreind þolandans.“ Kelly segir einnig að ýmsar að- stæður geri það oft að verkum að erfiðara sé fyrir þann sem fyrir of- beldinu verður að fylgja kærunni eftir. Til dæmis þegar lögreglan eða saksóknari telji að sannanir fyrir verknaðinum séu ekki nægar. Þá segir hún að lögreglan veigri sér oft við að fylgja eftir kærum í mál- um þar sem t.d. vændiskonur eiga í hlut, geðfatlaðar konur eða konur sem eiga við námsörðugleika að stríða. Goðsagnir um karla Janice G. Raymond, prófessor í kvennafræðum og læknisfræðilegri siðfræði við háskóla í Bandaríkjun- um, fjallaði á ráðstefnunni m.a. um það af hverju karlar kaupi konur til kynlífsathafna. ,,Ég bendi á að til eru margar goðsagnir um karla og vændi,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. ,,Ein þeirra er sú að kynlíf sé eitthvað sem karlar verði að fá sérstaklega þegar þeir eru fjarri konunum sínum. Til dæmis þegar þeir taka þátt í hernaði eða eru í viðskiptaferðalagi. Þessi út- skýring á hins vegar ekkert sam- eiginlegt með raunveruleikanum. Hún skýrir ekki þá staðreynd að karlar kaupa sér kynlíf vegna þess að þeir geta það. Þeir búa í menn- ingarsamfélagi sem gerir kvenlíka- mann að söluvöru. Í samfélagi þar sem allt er falt og hví ekki að kaupa kvenlíkamann eins og allt annað?!“ Dorit Otzen er dönsk og starfar sem yfirmaður alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn vændi. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að sífellt fleiri konur séu fluttar inn til Evr- ópusambandslandanna frá Austur- Evrópu. Bendir hún auk þess á eins og margoft hefur komið fram í um- ræðunni að talið sé að um fimm hundruð þúsund konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafi verið fluttar til ESB-landanna á síðasta Hver hefur hitt hamingjusama vændiskonu? Kastljósinu var beint að þeim sem ábyrgð bera á kynferðisofbeldi – ofbeldismönnunum sjálfum – á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Hótel Loftleiðum um helgina. Arna Schram ræddi við fjór- ar konur sem þátt tóku í ráðstefnunni. Morgunblaðið/Billi Um tvö hundruð konur frá Evrópu og Bandaríkjunum tóku þátt í ráðstefnunni. Dorit Otzen Janice Raymond Rosa Logar Liz Kelly arna@mbl.is um einstakling úr grunninum. Ef menn gerðu slíkt, þá lægi við því refsing að lögum, bæði fjársektir og fangelsisvist,“ sagði Kári. ,,Nú erum við að leggja til samkvæmt þessu samkomulagi okkar að þessum skilningi verði breytt þannig að það megi sækja upp- lýsingar í þeim tilgangi að eyða þeim. Þá er- um við að endurskilgreina gagnagrunninn og í því felst töluvert stórt skref. Ég held að það sé til bóta og að það sé mjög skynsamlegt og í samræmi við skilning okkar á rétti einstak- linga að þetta sé mögulegt, þannig að menn geti tjáð þann vilja sinn að láta eyða gögnum sem í grunninn eru sett,“ sagði Kári. Hann var spurður hvort ÍE væri reiðubúin að beygja sig undir niðurstöðu Alþjóðafélags lækna ef hún yrði sambærileg þeirri afstöðu sem Læknafélag Íslands hefur fylgt. ,,Ef skoðanir Alþjóða læknasamtakanna eru þær að það eigi að nota upplýst samþykki fyrir notkun svona upplýsinga, og þær eru að minnsta kosti í einhverskonar samræmi við annan vilja hins alþjóðlega samfélags, þá eig- um við samkvæmt 6. grein laganna um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði að fara að því. Það hefur aldrei verið okkar hugmynd eða okkar vilji að víkja frá því sem litið er á sem eðlilegt og sjálfsagt í svona rannsókn- um,“ sagði hann. Búist við niðurstöðu Alþjóðafélags lækna haustið 2002 Jón G. Snædal, varaformaður LÍ, sagði að gera mætti ráð fyrir að niðurstaða Alþjóða- félags lækna mundi liggja fyrir haustið 2002. Fram kom í máli Sigurbjörns að í viðræðum LÍ og ÍE sl. vetur, sem sigldu í strand, hefði verið reynt að ná samkomulagi sem byggðist á flókinni og erfiðri úrlausn mála. ,,Meðal annars þurfti að vera mjög rík- ur pólitískur skilningur á því í þjóðfélaginu, svo hægt væri að koma því fram, þannig að það var lagt til hliðar. Í viðræðum aðila var hægt að nálgast málið frá nýjum vinkli sem hefur leitt til þessarar niðurstöðu í dag,“ sagði hann. Sigurbjörn sagði að hin sameiginlega yf- irlýsing yrði um miðjan október lögð fyrir að- alfund Læknafélagsins, sem ætti síðasta orð- ið. ,,Það er alveg ljóst að það mun ekki verða einhugur um þetta, en ég er þess fullviss að mikill meirihluti lækna mun fagna þessari niðurstöðu. Læknar eru sáttfúsir og þeir eru raunsæir og þeir munu fagna svona áfanga, sem er boðinn til þess að ná sátt um þetta mál,“ sagði hann. ið og þú leyfir að eytt verði gögnum úr inum, þá ertu um leið að veita svolítinn g á einhvern máta að þeim einstakling- a upplýsingum um þá einstaklinga sem eyða. Ég held að í því felist ekki mikil en ég held að í því felist hins vegar sá eiki að virða vilja einstaklingsins og f leiðandi sjálfsákvörðunarrétt hans kemur að nýtingu á gögnum af þessari sagði Kári. purður hvort þessi breyting rýrði nota- runnsins, sagði Kári að það réðist af ersu margir kæmu til með að segja sig unninum. ,,En það bara skiptir ekki Ég held því fram að það sé eðlilegt að við að sjálfsákvörðunarréttur einstak- é virtur, hvort sem um er að ræða mið- gagnagrunn á heilbrigðissviði, síma- eða krabbameinsskrá. Ef við viljum okkur úr þessu þá eigi að leyfa okkur a það. Það er a.m.k. sú skoðun sem ég ð ráði ríkjum ekki bara í okkar sam- heldur í flestum samfélögum,“ sagði gnagrunnurinn var skilgreindur á nn hátt. Það sem mér fannst skipta máli var að hann var skilgreindur g að það mætti aldrei ná í upplýsingar lags Íslands undirrita sameiginlega yfirlýsingu um gagna- brigðissviði Morgunblaðið/Sverrir ar Læknafélags Íslands, Íslenskrar varaformaður LÍ, Sigurbjörn Sveins- nir og Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. omfr@mbl.is RN Læknafélags Ís- sendi frá sér yf- gu í gær samhliða ritun sameig- ar yfirlýsingar ins, Íslenskrar greiningar og land- . Yfirlýsing stjórn- er svohljóðandi: órn Læknafélags Ís- (LÍ) og Íslensk greining ehf. hafa t að samkomulagi, ndirritað er í dag. tilefni vill stjórn tta eftirfarandi: lfundir LÍ hafa ð sett félaginu skýr mið hvað varðar n og flutning upp- a úr sjúkraskrám í gan gagnagrunn á igðissviði. Hafa nir haft að leið- tvær meginreglur sindarannsóknir á um, sem settar voru af Alþjóðafélagi Íslands og Landlæknir senda frá sér í dag er annarri þessara meg- inreglna fullnægt þ.e. réttinum til brotthvarfs úr rannsókn. Aðilar hafa orðið sammála um að bíða að öðru leyti nið- urstöðu WMA um söfnun, flutning og vinnslu upp- lýsinga í gagnagrunnum á heilbrigðissviði. Lækna- félag Íslands á þátt í gerð þessara reglna og munu þær m.a. taka afstöðu til þess hvernig útfæra beri regluna um samþykki við þessar aðstæður. Stjórn LÍ vill eiga samleið með samfélagi starfssystkina sinna um víða veröld við mótun þessarar grund- vallarreglu við hinar nýju aðstæður og í ljósi nýrra tæknilegra möguleika, sem ekki voru þekktir fyrir fáum árum.“ lækna (World Medical Association, WMA) í yf- irlýsingu, sem kennd er við Helsinki. Reglur þess- ar varða annars vegar kröfu um að fyrir liggi upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókn og hins vegar að þátttakandi geti hvenær sem er dreg- ið sig út úr rannsókn og þær upplýsingar, sem um hann eru til staðar í rannsóknargögnum. Þannig hefur aðalfundur LÍ lýst því yfir að við rannsóknir á heilbrigð- isupplýsingum í miðlæg- um gagnagrunni eigi að afla samþykkis þeirra, sem upplýsingarnar eru um og að farga megi þessum upplýsingum í grunninum að ósk hinna sömu. Með þeirri yfirlýsingu sem Íslensk erfðagrein- ing, stjórn Læknafélags Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.