Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 13 STEFNT er að því að Hótel Óð- insvé auki við hótelrýmið og hafa forráðamenn hótelsins sótt um leyfi fyrir stækkun þess til bygg- ingarnefndar Reykjavíkurborgar í þeim tilgangi. Alls verða byggð fimm ný her- bergi en fyrir er hótelið með 40 gistiherbergi. Við framkvæmd- irnar verður hins vegar eitt þeirra lagt niður og fjölgar því hótelher- bergjum í 44. „Þegar ljóst var að það þyrfti að endurnýja þakið á Þórsgötu 1 lögðum við fram óskir um nokkra hækkun þaksins um leið og það yrði endurnýjað,“ segir Bjarni Ing- var Árnason hjá Óðinsvéum. Í fundargerð skipulags- og bygging- arnefndar segir að sótt sé um leyfi til að lyfta mæni hússins og koma þar fyrir tveimur herbergjum. Þá verði byggt ofan á bakbyggingu og innréttuð þrjú hótelherbergi þar. Segir Bjarni að hann áætli að við þetta aukist nýtanlegt húsnæði hótelsins um allt að 100 fermetra. Í afgreiðslu nefndarinnar segir að nefndin geri ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi að uppfylltum tilgreindum skilyrðum. Morgunblaðið/Sverrir Hótel Óðinsvé verður með 44 gistiherbergi að framkvæmdum loknum. Hótel Óðinsvé eykur við gistirými Þingholt ALMENNINGSSALERNI við göngustíga í borginni verða hugsan- lega að veruleika fyrir næsta sumar nái tillaga Sigrúnar Jónasdóttur, nefndarmanns í umhvefis- og heil- brigðisnefnd, fram að ganga. Tillagan var fram borin á fundi í nefndinni á fimmtudag og var henni vel tekið að sögn Sigrúnar. Lagt er til að nefndin beiti sér fyrir uppsetningu almenningssalerna á lengstu gönguleiðum borgarinnar og eru nefndar leiðirnar Miðborg-Laug- arnes og Ægisíða-Nauthólsvík sem dæmi. Að sögn Sigrúnar er tillagan sprottin af þörf. „Það voru fulltrúar gönguklúbbs sem komu að máli við mig vegna þessa. Þetta eru svo langar leiðir og við erum búin að vera dugleg að setja göngustíga víða en höfum ekki alltaf munað eftir þessum þætti.“ Hún segir markmiðið vera að sal- ernin stingi sem minnst í stúf við um- hverfið. „Við vonumst til að finna lausn sem getur jafnvel fallið inn í landslagið. Við sjáum til dæmis ekki fyrir okkur plastkassana heldur eitt- hvað smekklegt.“ Tillögunni var vísað áfram til vinnuhóps um útivistarmál og segir Sigrún hana hafa fengið já- kvæð viðbrögð í nefndinni. „Það tóku allir vel í þetta þannig að ég á von á því að fljótlega á næstu vikum komi einhverjar tillögur frá vinnuhópnum um lausn. Ég geri þá fastlega ráð fyr- ir að þetta verði sett upp fyrir næsta vor,“ segir hún að lokum. Salerni við göngustíga Reykjavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.