Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMRÆMD VEFMÆLING VIKA NR. 34 Sjá á www.chamber.is og textavarpi síðu 611 Samræmd vefmæling er listi yfir vefsetur, sem öll eru mæld af Modernus ehf. VEFUR FLETTINGAR INNLIT GESTAFJÖLDI www.mbl.is 1.364.369 389.198 75.415 www.einkamal.is 1.147.481 135.666 19.275 www.simaskra.is 399.978 102.627 32.564 www.hugi.is 343.909 62.324 13.451 www.femin.is 310.540 31.426 7.414 www.strik.is 234.864 57.886 19.657 www.torg.is 118.912 31.528 7.765 www.theyr.com 109.135 32.507 15.560 www.eidfaxi.is 54.545 12.182 4.022 www.netdoktor.is 54.037 8.936 4.291 www.formula1.is 38.028 9.126 2.907 www.althingi.is 31.993 8.119 3.464 www.ruv.is 29.099 11.282 5.298 www.skifan.is 20.836 3.668 1.740 www.form.is 17.190 4.872 2.927 www.gulalinan.is 15.839 3.981 2.750 www.ha.is 14.265 4.265 2.650 www.sjonvarp.is 12.494 3.425 1.866 www.rsk.is 9.832 4.194 1.494 www.akureyri.is 7.807 1.500 654 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. Verslunarráð Íslands FRAMKVÆMDARÁÐ Akur- eyrar samþykkti á fundi sín- um í gær að leggja til við bæj- arráð að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda í endurbætur á Hafnarstræti/ göngugötu. Samið með tilliti til breytinga á hönnuninni Áður hafði framkvæmdaráð samþykkt að hafna báðum til- boðunum sem bárust í verkið en þau voru bæði vel yfir kostnaðaráætlun. Jafnframt hafði fram- kvæmdaráð samþykkt að fara yfir hönnun götunnar á nýjan leik og bjóða verkið út að nýju, sem hefði þýtt að fram- kvæmdir hefðu frestast til næsta vors. Ásgeir Magnússon, formað- ur framkvæmdaráðs, sagði að lagt væri til að gengið yrði til samninga við G. Hjálmarsson hf. á grundvelli tilboðs fyrir- tækisins og þá með tilliti til þeirra breytinga sem nauð- synlegt er að gera á hönnun. Ásgeir sagði að með þessari samþykkt væri verið að reyna að koma framkvæmdum í göngugötunni í gang. Lægra tilboðið var 133% af kostnaðaráætlun Deila hefur staðið yfir um höfundarrétt á hönnun Ráð- hússtorgs vegna fyrirhugaðra breytinga. Ásgeir Magnússon sagði við Morgunblaðið að samið yrði við þá aðila sem hönnuðu Ráðhústorg á sínum tíma um að vinna að tengingu við göngugötuna og þá í sam- vinnu við þá aðila sem hönn- uðu fyrirhugaðar breytingar á göngugötunni. Tilboð G. Hjálmarssonar hf. hljóðaði upp á tæpar 49 millj- ónir króna, eða 133% af kostn- aðaráætlun. Tilboðið frá GV- gröfum ehf. hljóðaði aftur á móti upp á rúmar 64 milljónir króna eða 175% af kostnaðar- áætlun. Endurbætur á Hafn- arstræti/göngugötu Samið verði við lægst- bjóðanda HÓLMAR Svansson og Þórður Kárason voru nálægt því að ljúka akureyrsku þríþrautinni á laug- ardag en urðu að láta sér nægja að ljúka við tvær leiðir af þremur, eftir að hafa lent í mjög erfiðum að- stæðum við að synda yfir Pollinn. Þeir hjóluðu yfir í Vaðlaheiði, lögð- ust þar til sunds og ætluðu síðan að hlaupa úr fjörunni við Torfunefs- bryggju upp í Sundlaug Akureyrar en hættu við það. „Þetta var rosalegt og enginn af- gangur af þessu hjá okkur,“ sagði Þórður við Morgunblaðið. Þeir höfðu reiknað með að sundferðin tæki 40–45 mínútur en þeir voru tæpar 67 mín. í rúmlega 10 gráðu heitum sjónum og voru því orðnir mjög þrekaðir er þeir komu að landi við Drottningarbraut. „Að- stæður í sjónum voru eins erfiðar og frekast gat verið. Vegna sjó- gangs þurfti maður að synda nánast lóðréttur og það erfiðasta var að ná ekki almennilegum sundtökum. Þá bar straumurinn okkur til suðurs og mistök okkar voru að taka ekki land sunnar en við gerðum. Enda reyndist þessi leið sem fórum mun lengri en við héldum, eða 1,9 km.“ Mættir á dansleik um nóttina Þórður sagði að þeir hafi verið það þrekaðir eftir sundið að ekki hafi þótt ráðlegt að hlaupa upp að Sundlaug. Þórður fór í skoðun á FSA en Hólmar fór í heitu pottana og gufubaðið í Sundlauginni og náði þar yl í kroppinn á ný. Þórður hafði skamma viðdvöl á FSA, þótt líkamshiti hans hafi farið niður í 28 gráður. Þeir félagar voru svo báðir mættir í matarboð um kvöldið og á dansleik síðar um nóttina ásamt konum sínum. Þeim varð því ekki meint af en með þessu uppátæki voru þeir að efna áramótaheit frá síðustu áramótum. Aðspurður hvort reikna mætti með frekari afrekum frá þeim félögum sagði Þórður að þeir hefðu vissulega áhuga á að ljúka þraut- inni og jafnvel að fá einhverja fleiri með sér. „Annars langar okkur mest að klifra Hraundranga næst en það mál er í skoðun.“ Um 30 manns synt yfir Pollinn Skv. upplýsingum Haraldar Sig- urðssonar, fyrrverandi bankafull- trúa á Akureyri, var Karl Hansson trésmiður fyrstur til að synda yfir Pollinn 1907. Hann synti yfir frá Oddeyrartanga, nokkrum dögum áður en lærifaðir hans, Lárus Rist sundkennari, synti sömu leið. Ári síðar syntu svo þrír nemendur Lár- usar yfir Pollinn. Haraldur taldi að um 30 manns hafi synt yfir Pollinn í gegnum tíðina en einnig hafi nokkrir afrekað það að synda frá Svalbarðseyri til Akureyrar, bæði að Oddeyrartanga og inn að Torfu- nefsbryggju, sem er mun lengri leið en yfir Pollinn. Hólmar Svansson og Þórður Kárason syntu yfir Pollinn við erfiðar aðstæður Morgunblaðið/Kristján Þórður Kárason og Hólmar Svansson koma að landi við Torfunefsbryggju eftir að hafa synt yfir Pollinn og verið rúman klukkutíma í sjónum. Páll Sig- urjónsson fylgist með þeim úr kajak sínum en einnig voru björgunarsveitarmenn á gúmmíbáti með í för. Fjöldi fólks tók á móti sundgörpunum. „Þetta var rosalegt“ MATSNEFND sem fór yfir tilboð í byggingu fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Ís- lenska aðalverktaka um byggingu hússins. Íslenskir aðalverktakar buðu 449 milljónir króna í verkið en tilboðinu fylgdu frávik varðandi verktilhögun og komu til mismun- andi mikillar hækkunar. Alls bárust átta tilboð frá fjórum fyrirtækjum í verkið og sagði Ás- geir Magnússon formaður mats- nefndar að Íslenskir aðalverktakar hafi fengið hæstu einkunn við mat á tilboðunum. Ásgeir sagði að lagt væri til að gervigrasið og búnaður í húsið yrði tekið út úr tilboði ÍAV og það boðið út sérstaklega. Aðspurður um hvenær fram- kvæmdir gætu hafist sagði Ásgeir að það ætti eftir að koma í ljós enda ætti málið eftir að fara fyrir bæj- arráð. Hann sagði að Íslenskir að- alverktakar ætluðu ekki í neinar stórframkvæmdir fyrr en á næsta ári „og ætla þá að klára þetta í ein- um hvelli. Þeir bjóðast til að ljúka verkinu fyrir 1. desember á næsta ári.“ Tilboðin sem bárust í fram- kvæmdina voru mjög mismunandi enda voru verktakarnir að bjóða ýmsar gerðir húsa og því var ekki hægt að horfa eingöngu á fjárhæðir tilboðanna. Tréverk í Dalvíkur- byggð átti lægsta tilboð í verkið í alútboði en það hljóðaði upp á 447,5 milljónir króna. Einnig sendu Katla í Dalvíkurbyggð og Ístak inn tilboð í bygginguna. Áður en verðtilboðin voru opnuð hafði matsnefndin gert mat á teikn- ingum og greinargerðum með til- boðunum og gefið þeim einkunn. Hlutur einstakra matsþátta í heild- areinkunn var eftirfarandi; útlit og aðlögun 20%, gerð og gæði 20%, tenging við Hamar 5%, rekstrarleg- ir þættir 10% og tilboðsfjárhæð 45%. Hugsanleg bygging fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs á Akureyri Matsnefnd leggur til að geng- ið verði til samninga við ÍAV SKÓLASTARF hófst í grunnskólum Akureyrar í gær en tæplega 2.500 nemendur setjast nú á skólabekk, eða heldur fleiri en í fyrra. Skólarnir hefjast nú viku fyrr en venjulega og mun skólastarf einnig standa lengur fram á sumarið á næsta ári en skólaslit fara fram þann 7. júní. Við þessi tímamót fjölgar ungum vegfarendum til mikilla muna og er full ástæða til að minna ökumenn á að taka tillit til þeirra. Morgunblaðið/Kristján Það var ekki laust við að þessir ungu nemendur í Glerárskóla væru þungt hugsi á fyrsta skóladeginum. Skólastarf hafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.