Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 17 LANDSSÍMI Íslands hf. skilaði 390 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það tæplega 41% samdráttur frá sama tímabili á síðasta ári en þá nam hagnaðurinn 656 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað, EBITDA, hækkaði hins vegar um ríflega 6% frá fyrra ári, var nú tæpir 3,6 milljarðar króna miðað við liðlega 3,3 milljarða árið áður. Fjármagns- kostnaður jókst nær fjórfalt frá fyrra ári og nam 889 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 8,7 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og jukust um tæp 10% frá fyrra ári. Í tilkynningu kemur fram að tekjuáætlanir félagsins hafi að mestu gengið eftir. Tekjur af al- mennri talsímaþjónustu hafi aukist um tæp 6%, tekjur af farsímaþjón- ustu um 19% og tekjur af gagnaflutn- ingasþjónustu hafi aukist um 17% miðað við sama tímabil í fyrra. Athygli er vakin á því að meðal tekjuþátta er söluhagnaður að fjár- hæð 383 milljónir sem stafar að stærstum hluta af sölu fasteigna félagsins við Austurvöll í lok júní- mánaðar. Rekstrargjöld félagsins námu 5,1 milljarði króna og jukust um tæp 12% frá fyrra ári. Mest aukning varð á uppgjörsgjöldum til annarra síma- félaga eða um 19%, að sögn vegna aukinnar hlutdeildar annarra síma- félaga á innlendum markaði, hækk- unar á uppgjörsgjöldum erlendis og áhrifa frá gengisbreytingum. Fjármagnskostnaður jókst um 663 milljónir króna Meginbreytingin á tímabilinu frá fyrra ári liggur í hækkun hreins fjár- magnskostnaðar úr 226 milljónum í 889 milljónir, eða um 663 milljónir sem er nær fjórföldun kostnaðar. Segir í tilkynningu félagsins að mestu muni um 702 milljóna króna gengistap af erlendum lánum félags- ins og um verðbætur á rúmlega 8 milljarða innlendar langtímaskuldir þess. Jafnframt segir að þunginn af þessum skuldum hafi orðið til þegar félagið gerði upp áratugagamlar líf- eyrisskuldbindingar við stofnun hlutafélags um Símann og vegna 5 milljarða króna greiðslu til ríkissjóðs vegna vanmats á verðmæti við stofn- un félagsins. Hagnaður fyrir skatta nam 812 milljónum króna miðað við rúman einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra, sem nemur 21% samdrætti á milli ára. Þá eru áhrif frá dótturfélög- um neikvæð um 174 milljónir króna auk þess sem yfirverð á keyptum hlutum í félögum var gjaldfært um 30 milljónir króna og eignarhlutir voru afskrifaðir um 28 milljónir. Hagnaður ársins áætlaður 1,1 milljarður króna Veltufé frá rekstri nam rúmum 2,6 milljörðum króna á tímabilinu en ríf- lega 2,7 milljörðum á sama tíma í fyrra og hefur dregist saman um tæp 4%. Viðskiptakröfur er sagðar hafa hækkað mikið og að það skýrist m.a. af sölu fasteigna í lok tímabilsins, breytingu á uppgjörsaðferðum og hægari innheimtu almennra við- skiptakrafna. Veltufjárhlutfall félagsins á fyrri hluta ársins var 1,53 miðað við 0,78 á sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfallið er 43% samanborið við 49% á sama tíma í fyrra og arðsemi eiginfjár er 5,76% miðað við 9,95% í fyrra. Gert er ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun Símans fyrir árið í heild að félagið skili hagnaði upp á 1,1 millj- arð króna á árinu og að hagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, verði yfir 6,7 milljörðum króna. Fjármagnskostnaður nær fjórfaldaðist Hagnaður Símans nam 390 m.kr. á fyrri hluta árs TAP Fjárfestingarfélagsins Straums hf. á fyrri árshelmingi 2001 nam tæpum 263 milljónum króna að teknu tilliti til tekjufærslu tekjuskatts að fjárhæð 222 milljónir króna. Tap félagsins fyrir skatta nam 484 milljónum króna en 144 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum fyrir skatta á sama tímabili ársins 2000. Tap félagsins til lækkunar á eigin fé nemur 880 milljónum, þá er tekið tillit til taps tímabilsins og lækk- unar óinnleysts geymsluhagnaðar sem nam rúmum 617 milljónum króna á tímabilinu. Stjórnendur Straums telja af- komu félagsins á fyrri hluta ársins viðunandi að teknu tilliti til þess óróleika sem verið hefur á fjár- magnsmörkuðum, að því er segir í tilkynningu. „Á tímabilinu lækkaði úrvalsvísitala VÞÍ um 17,3% auk þess sem krónan veiktist um tæp- lega 16%. Vaxtastig hefur haldist hátt auk þess sem erlendir hluta- bréfamarkaðir hafa lækkað.“ Eigið fé aukist um 37% frá áramótum Hreinar fjármunatekjur félagsins voru á tímabilinu neikvæðar um 416 milljónir króna en á sama tíma í fyrra voru þær jákvæðar um 177 milljónir. Mesta aukning innan þessa liðar var 740 milljóna króna aukning vaxtagjalda og gengis- munar af lánum. Rekstrargjöld félagsins ríflega tvöfölduðust frá fyrra ári, voru nú 69 milljónir króna. Eigið fé félagsins var 7,5 millj- arðar í lok júní og hefur aukist um liðlega 37% frá áramótum. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 31% á ársgrundvelli. Tap Straums nam 263 m.kr. TAP á rekstri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Guð- mundur Runólfssonar hf. á Grundarfirði á fyrstu sex mán- uðum ársins 2001 nam 134 milljónum króna, að teknu tilliti til skatta. Í fyrra var hagnaður- inn á sama tímabili rúmlega 17 milljónir. Skattar félagsins eru jákvæðir um 40 milljónir í ár en voru engir í fyrra. Tap fyrir skatta í ár var því 174 milljónir. Rekstrarhagnaður Guð- mundar Runólfssonar hf. fyrir fjármunaliði dróst saman um 23% milli ára, var 53 milljónir í ár en 69 milljónir í fyrra. Fjár- magnsgjöld félagsins hækkuðu um 175 milljónir milli ára, úr 52 milljónum í 227 milljónir. Eignir félagsins hinn 30. júní á þessu ári eru svipaðar eignum þess á sama tíma í fyrra, 2.362 milljónir nú en 2.330 milljónir ári áður. Eigið fé milli ára dróst hins vegar saman um 229 millj- ónir, úr 504 milljónum í fyrra í 275 milljónir í ár. Það stafar af því að óráðstafað eigið fé í fyrra var jákvætt um 148 milljónir en neikvætt um 116 milljónir í ár. Langtímaskuldir jukust um 158 milljónir og skammtímaskuldir um 130 milljónir. Tap Guð- mundar Runólfsson- ar hf. 134 milljónir HAGNAÐUR Kaupáss hf. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 nam 1,2 milljónum króna, samanborið við 42,1 milljón á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti varð hins vegar 318,1 milljón, jókst um 75% frá fyrra ári er hagnaðurinn var 182 milljónir. Hagnaður fyrir skatta var 1,9 milljónir í ár samanborið við 62,6 milljónir í fyrra. Rekstrartekjur Kaupáss juk- ust um 15% milli ára, úr 5,5 milljörðum í 6,3 milljarða. Af- skriftir félagsins fyrstu 6 mán- uði þessa árs voru 167,8 millj- ónir og fjármagnsgjöld að frádregnum fjármagnstekjum 138,4 milljónir. Þar af er gjald- færsla vegna gengistaps að upphæð 128,5 milljónir. Veltufé félagsins frá rekstri var 214,7 milljónir og hafði aukist um 15% frá árinu á undan. Eigið fé félagsins er 1.576 milljónir, hafði aukist um 10 milljónir frá áramótum, og eignir eru alls 5.462 milljónir. Veltufjárhlut- fall félagsins er 1,19 og eigin- fjárhlutfall 28,9%. Breyting varð á sjórn Kaupáss hf. á hluthafafundi félagsins síðastliðinn föstudag. Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri EFA, kom nýr í stjórn sem fulltrúi stærsta hluthafans í stað Gylfa Arn- björnssonar. Ásmundur var kosinn formaður stjórnarinnar. Hagnaður Kaupáss hf. 1,2 milljónir Uppsagnir hjá Toshiba JAPANSKI raftækjaframleiðand- inn Toshiba Corp. tilkynnti í gær að 18.800 manns yrði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu fram til mars árið 2004 vegna minnkandi sölu og samdráttar í tæknigeir- anum. Toshiba er stærsti framleið- andi tölvukubba í Japan og hjá fyr- irtækinu starfa alls 188.000 manns. KAUPÁS hf. og Smáralind hafa undirritað samninga um leigu á rými undir verslanir Nóatúns og Intersport, og munu þær verða opnaðar þar 10. október næstkomandi. Verslun Nóatúns verður 1.100 fermetrar að stærð og verslun Intersport 500 fermetrar. Nóatún og Intersport í Smáralind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.