Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 25 UNDIRRITUÐUM brá í brún við lestur greinar í Fiskifréttum dags. 24. ágúst undir fyrirsögninni „Rangsleitni“. Þar vegur formaður LÍÚ með miður smekklegum hætti að einum dugmesta skipstjórnar- manni Íslendinga á nýliðinni öld. Orðrétt segir í niðurlagi greinar- innar. „Það er ástæða til að óska Ásgeiri Guðbjartssyni sérstaklega til hamingju með að vera færður veiðiréttur með þessum hætti með hliðsjón af öllu því sem hann er bú- inn að selja frá sér.“ Fyrst af öllu rifjuðu þessi um- mæli upp fyrir mér máltækið, að „gleymt er þá gleypt er“. Það eru ekki mörg útgerðarfélög, sem byggt hafa lengur og betur undir sjóði LÍÚ en útgerð Ásgeirs til fjörutíu ára, Hrönn hf. Formann- inum virðist ofbjóða allur sá veiðiréttur, sem Ásgeir hefur selt frá sér. Rétt er því og skylt að bæta nokkuð úr fáfræði þessa gam- alreynda formanns. Ás- geir Guðbjartsson hef- ur aldrei selt frá sér eitt einasta kvótatonn. Þvert á móti var fyrir- tæki hans eitt af drýgstu kaupendum veiðiheimilda, eða með öðrum orðum „hann vann með kerfinu“. Útgerð Ásgeirs, Hrönn hf., ákvað fyrir nokkrum árum að sam- einast útgerðarfélaginu Samherja á Akureyri. Þessi sam- eining fór ekki framhjá þjóðinni, svo mikið var um hana fjallað í fjöl- miðlum. Rétt er, að gefnu tilefni, að rifja upp forsendur þess, að Ásgeir Guðbjartsson og Guðmundur Guð- mundsson útgerðarmaður ákváðu að ganga til sameiningar við Sam- herja hf. Þeir fengu ítrekuð loforð stjórnenda Samherja um að engin grundvallarbreyting yrði á útgerð skipsins, þ.e.a.s. það yrði áfram gert út frá Ísafirði. Loforð þessi kristallast í orðum, sem eru þjóð- inni kunn. „Hún verður áfram gul, áfram gerð út frá Ísa- firði með hinum dug- miklu ísfirzku sjó- mönnum.“ Þjóðin öll þekkir einnig efndir Sam- herja á drengskapar- loforðum, sem þess- um virta skipstjóra og útgerðarmanni á Ísafirði voru gefin. Það verður hver og einn að leggja sitt mat á þá afstöðu þeirra Ásgeirs og Guðmundar að trúa því, að staðið yrði við það atriði, sem var meginforsenda þess, að sameiningin varð að veruleika. En það er nú svo, að hin gömlu ís- lenzku gildi orðheldni og dreng- skapur vega létt á þingi verðbréf- anna. Ásgeir trúði því lengi vel ekki, að menn yrðu með þeim hætti af aur- um apar, að þeir opinberuðu slíkan ódrengskap fyrir þjóðinni, en korn- ið semfyllti mælinn, var þegar ákveðið var að selja Guðbjörgina úr landi. Þá ákvað hann að selja hlut sinn í Samherja til að geta á ný haf- ið uppbyggingu í sinni heimabyggð. Fyrir það liggur hann nú undir ámæli frá formanni LÍÚ. Því er við þetta að bæta, að Ás- geir Guðbjartsson hefur aldrei á opinberum vettvangi tekið þátt í þeim deilum, sem uppi eru um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Þaðan af síð- ur hefur hann verið að vega að for- ystu LÍÚ. Hins vegar hefur ekki hjá því farið, að löng og farsæl störf hans á sjónum hafa byggt undir þau völd í þjóðfélaginu, sem formaður LÍÚ nú nýtur. Vil ég því skora á formanninn að biðja þennan sjötíu og þriggja ára sævíking opinber- lega afsökunar á ómarklegum orð- um. Hann yrði maður að meiri. Guðmundur Halldórsson Höfundur er formaður smábáta- félagsins Eldingar. Sjávarútvegur Hin gömlu íslenzku gildi, orðheldni og drengskapur, segir Guðmundur Hall- dórsson, vega létt á þingi verðbréfanna. Guðbjörg ÍS-46. Skora á formann LÍÚ að biðjast afsökunar Kringlunni, sími 568 9033. Í haust er áherslan lögð á sindrandi mjúka húð, áberandi varir, áhrifamikla innrömmun augnanna og glæsilegar neglur. Haustlitirnir eru sólmettaðir - vínrautt, plómulitt, ryðgullið, falleg tilbrigði Estée Lauder við sígild stef. Nýjung sem gaman er að prófa: In Color Lip and Eye Blocks, nútíma- leg snyrtiaskja með varalit, augn- skugga og „liner“. Gerðu varirnar tælandi með Real Rouge Lip Tint og prófaðu Copper Lights Microfine lausa púðrið sem sindrar á húðinni. Fæst aðeins hjá Estée Lauder. HAUSTIÐ ’01 Í LIT HAUSTLITADÝRÐ, VÍNRAUTT, PLÓMULITT OG RYÐGULLIÐ ESTÉE LAUDER Ráðgjafar frá Estée Lauder verða í versluninni þri. til lau. Nokkur frábær fyrirtæki 1. Nýlegur tölvuskóli með mjög fullkomin tæki og góðan viðbúnað. Frábært námsefni fylgir með. Selst vegna anna eigandans. Pláss fyrir 36 nemendur. Allt nýtt og fullkomið. Aðalvertíðin er að byrja. 2. Lítið en þekkt innrömmunarfyrirtæki til sölu. Ágætis aðstaða fyrir sýningar og sölu á listmunum. Það geta allir innrammað. Góð vinna fyrir hjón eða einstakling. 3. Þjónustufyrirtæki til sölu. Plöstun á kortum u.þ.h. Ljósritun. Nafn- spjaldagerð. Óteljandi möguleikar. Gott og þekkt fyrirtæki. Auð- velt fyrir hver sem er að læra þetta og það á skömmum tíma. Ertu þreyttur á að vinna hjá öðrum, var kannski verið að segja þér upp, eða er hætta á því? Þá er þetta tækifærið til að vera sjálfstæður og eiginn herra. 4. Lítil blómaverslun með mikla veltu og á sanngjörnu verði. Vel staðsett. Einnig selur hún fallegar gjafavörur. Gott tækifæri fyrir tvær samheldnar vinkonur. 5. Heilsustofa með trimmform tæki og strada. Góð aðstaða á góðum stað. Sanngjarnt verð. 6. Iðnfyrirtæki með prjónavélar sem framleiðir frábærar vörur, betri en innfluttar (ekki peysur). Getur verið hvar sem er á land- inu. Einstök gæðavara með fallegu útliti. Mikil hönnunarvinna hefur átt sér stað. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         SENNILEGA eru þeir fáir, sem í dag mundu mæla fyrir al- gjörri einokun ríkisins á útvarpi hér á landi, eins og Stefán Jón Hafstein fjölmiðla- fræðingur taldi besta kostinn fyrir Ísland og Íslendinga í greinum sínum í Vísi sáluga í febrúar og apríl 1978. Greinar Stefáns Jóns Hafstein voru að ein- hverju leyti viðbrögð vinstrisinnaðs ung- mennis við hugmynd- um Sjálfstæðismanna svo sem Guðmundar H. Garðarssonar, þáverandi þing- manns Sjálfstæðisflokksins, Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar lögfræð- ings, Markúsar Arnar Antonssonar, Þorsteins Pálssonar þáverandi rit- stjóra Vísis og Ólafs Haukssonar, sem allir töldu að leyfa ætti einka- rekið útvarp hér á landi. Sumir þessara manna, svo sem núverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Markús Örn Antonsson og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræð- ingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, gengu svo langt að óska eftir leyfi til einkarekins útvarps þegar á árinu 1976 og Guðmundur H. Garðarsson bar fram frumvarp á Alþingi 1977 um afnám einkaréttar Ríkisút- vapsins. Markús Örn og Vilhjálmur fengu ekki útvarpsleyfi og ríkiseinokun útvarps var viðhaldið og þeim gerð refsing, sem fóru gegn henni jafnvel, þó svo hagaði til að ríkið gæti ekki staðið fyrir útvarpsrekstri vegna verkfallsaðgerða starfsmanna sinna, eins og reyndin var á haustdögum 1984, sbr. hæstaréttardóm frá 20. maí 1987 ákæru- valdið gegn Kjartani Gunnarssyni, Eiríki Ingólfssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Refsimál þetta, sem höfðað var vegna einkarekins útvarps á haust- dögum 1984, var ef til vill það, sem þurfti til að sannfæra meirihluta Al- þingismanna, um að einkaréttur ríkisins til útvarps samrýmdist ekki stjórnarskrárvörðum rétti einstak- linga til atvinnu- og tjáningarfrelsis (á þessum tíma prentfrelsis), eins og komið hafði fram hjá Kjartani Gunnarsyni við skýrslutökur hjá lögreglu í áðurgreindu máli og í máli verjanda hans Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. Í dag á fimmtán ára afmæli Ís- lenska útvapsfélagsins hf., ber að þakka þeim einstaklingum, sem hér að framan hafa verið verið nafn- greindir svo og þingmönnum, sem veittu frumvarpi til útvarpslaga brautargengi á Alþingi 1985 fyrir framlag þeirra í baráttunni fyrir af- námi ríkiseinokunar á öldum ljós- vakans. Þó frelsið sé fengið er bar- áttunni fyrir tilvist einkarekins útvarps hvergi nærri lokið og því er skorað á framangreinda aðila og alla þá sem una einkarekstri að standa vörð um einkarekið útvarp með því að berjast fyrir því að nauð- ungaráskrift að ríkisútvarpinu verði afnumin. Baráttukveðja á afmæli einkarekins útvarps Sigurður G. Guðjónsson Fjölmiðlun Þó frelsið sé fengið, segir Sigurður G. Guðjónsson, er barátt- unni fyrir tilvist einkarekins útvarps hvergi nærri lokið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Norðurljósum samskiptafélagi hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.