Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ANNAR dagur formlegrar heim-
sóknar forseta Íslands til Grikk-
lands hófst í gær með því að Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
lagði blómsveig á minnismerki hins
óþekkta hermanns, sem staðsett er
framan við þinghúsið í Aþenu. Þá
var haldið í Benaki-fornminjasafnið
og safnið skoðað undir leiðsögn
stjórnarformanns safnsins. Safnið
hefur að geyma mikið af dýrmætum
og fallegum fornmunum frá Mið-
jarðarhafssvæðinu sem safnað var
af einum manni, Benaki, og komið
fyrir í stóru og glæsilegu einbýlis-
húsi hans í Aþenu sem enn hýsir
safnið í dag.
Að því loknu hélt Ólafur Ragnar
ásamt Sólveigu Pétursdóttur, dóms-
og kirkjumálaráðherra, og föru-
neyti þeirra á fund Constantinos Si-
mitis, forsætisráðherra Grikklands
og var fundurinn haldinn í Max-
imos-höllinni í Aþenu. Í ávarpi til
fjölmiðla eftir fundinn kom fram í
máli Ólafs Ragnars Grímssonar og
Constantinos Simitis að báðar þjóð-
ir hefðu áhyggjur af hryðjuverkum
í heiminum í ljósi síðustu atburða,
en mikilvægt væri fyrir bæði löndin
sem og bandamenn þeirra að standa
saman í baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum alls staðar í heiminu.
Lýðræði, frelsi og mannréttindi
markmið samstarfs á 21. öldinni
„Við lýsum yfir samúð okkar með
bandarísku þjóðinni á þessum erf-
iðu tímum og við munum vinna sam-
an ásamt bandamönnum okkar til
þess að koma í veg fyrir hryðju-
verk,“ sagði Simitis. Hann sagðist
einnig telja að Evrópusambandið
myndi hafa mikilvægu hlutverki að
gegna við að leiða alþjóðlegt sam-
starf til að tryggja öryggi í heim-
inum.
Ólafur Ragnar Grímsson, sagðist
fagna þessu tækifæri að eiga við-
ræður við forsætisráðherra Grikk-
lands um þessi mál, enda ættu Ís-
land og Grikkland ýmislegt
sameiginlegt. Bæði löndin væru á
evrópska efnahagssvæðinu og til-
heyrðu Schengensvæðinu auk þess
að hafa verið samherjar um langt
skeið í NATO.
„Markmið okkar er ásamt Grikk-
landi og öðrum bandamönnum að
gera okkar besta til að koma í veg
fyrir þessa hættu hér á jörðu. Og ég
tel að Grikkland og Ísland, þegar
litið er til arfleifðar landanna frá
fornum tímum lýðræðis og frjáls
þjóðfélags, séu í sérlega góðri að-
stöðu til að leggja áherslu á hin ei-
lífu gildi þessa vísdóms og að háleit
markmið samstarfs okkar á 21. öld-
inni ættu að vera lýðræði, frelsi og
mannréttindi handa öllum,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Tvísköttunarsamningar verði
teknir upp milli landanna
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, sagði fundinn
með Simitis hafa verið mjög gagn-
legan. Að sögn Sólveigar tók hún
upp á fundinum fyrri óskir um að
gerðir verði tvísköttunarsamningar
á milli landanna. Fjármálaráðu-
neytið sendi sl. vor erindi þar sem
óskað var eftir því að slíkir samn-
ingar yrðu gerðir sem fyrst en eng-
in svör höfðu borist. Sólveig segir
að málið hafi nú verið tekið upp á
nýjan leik og framundan séu við-
ræður um gerð tvísköttunarsamn-
inga milli landanna. Slíkir samn-
ingar geta skipt íslenska
viðskiptaaðila miklu máli, sér í lagi
þegar stofnuð eru dótturfyrirtæki
erlendis, í þessu tilfelli Grikklandi.
Að fundi loknum bauð gríski for-
sætisráðherrann forseta Íslands og
fylgdarliði hans til hádegisverðar.
Síðar í gær mætti forseti Íslands á
fund á Grande Bretagne-hótelinu í
Aþenu með íslenskum viðskiptaað-
ilum, umboðsmönnum þeirra og
fulltrúum frá verslunarráði Grikk-
lands. Þorsteinn Pálsson, sendi-
herra, var fundarstjóri en á fund-
inum var farið yfir meginþætti í
grísku efnahagslífi og hvernig efla
mætti viðskipti milli landanna.
Síðdegis í gær var haldin móttaka
fyrir forseta Íslands í boði D. Avr-
amopoulos, borgarstjóra Aþenu, í
ráðhúsi borgarinnar. Þar var Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
afhent gullmerki Aþenuborgar. Í
gærkvöldi bauð síðan forseti Ís-
lands til kvöldverðar til heiðurs
Constantinos Stephanopoulos, for-
seta Grikklands, og var kvöldverð-
arboðið haldið á heimili ræð-
ismannshjónanna í Grikklandi,
Constantine Lyberopoulos og Emil-
íu Kofoed-Hansen Lyberopoulos.
Forseti Íslands hitti forsætisráðherra Grikklands í formlegri heimsókn
Mikilvægt að vinna saman
gegn hryðjuverkum
Morgunblaðið/Kristinn
Ljósmyndarar og myndatökumenn grískra fjölmiðla kepptust við að taka myndir við upphaf fundar forseta
Íslands og forsætisráðherra Grikklands, Constantinos Simitis í Maximos-höllinni.
Aþenu. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Starfsmaður Benaki-safnsins kynnir safnið fyrir Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra, Dorrit Moussaieff
og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, hélt fund í
gær með Chryssochoidis, innanrík-
isráðherra Grikklands, þar sem
farið var yfir ýmis öryggis- og lög-
reglumál og reynsluna af Schen-
gen-samstarfinu. Í haust verður
haldinn árlegur fundur utanríkis-
ráðherra NATO-ríkjanna og fer
hann fram á Íslandi að þessu sinni.
Á fundinum ræddi Sólveig um ör-
yggismál vegna fundarins við
gríska ráðherrann, en Grikkir hafa
mikla reynslu í að takast á við
mótmæli og óeirðir.
Þá var á fundinum rætt um
hryðjuverkin í Bandaríkjunum og
viðbrögð við þeim. Meðal ríkja í
Evrópusambandinu eru nú í und-
irbúningi aðgerðir til að takmarka
ógn sem stafar af hryðjuverkum,
að sögn Sólveigar. Meðal þess sem
verður skoðað er landmæraeftirlit
og reglur Schengen, peninga-
þvætti í tengslum við fjármögnun
hryðjuverka, samvinna um hand-
tökur og aðrar lögregluaðgerðir og
hvernig skilgreina eigi hryðjuverk.
Fram kom á fundinum að aðild
Grikkja að Schengen hefði reynst
vel til að tryggja betra landa-
mæraeftirlit en Grikkir hófu aðild
vorið 2000. Meðal annars hefur
upplýsingakerfi Schengen (SIS) í
mörg þúsund tilfellum gefið upp-
lýsingar sem ollu því að óæskileg-
um aðilum var ekki hleypt inn á
svæðið. Í Grikklandi búa nú yfir
milljón innflytjendur sem flestir
koma frá Albaníu en Grikkir hafa
nýlega breytt útlendingalöggjöf
sinni sem leiddi til þess að stór
hluti ólöglegra innflytjenda hefur
nú öðlast réttindi í Grikklandi.
Þá ræddu ráðherrarnir um man-
sal og kynlífsþrælkun og leiðir til
að takast á við það vandamál sem
er vaxandi í Grikklandi. Margar
konur frá Austur-Evrópu hafa ver-
ið fluttar til landsins til að stunda
vændi sem er hins vegar löglegt í
Grikklandi en yfirvöld leita ráða til
að mæta þeim vanda sem felst í
ólöglegri kynlífsþjónustu.
Dómsmálaráðherra fundar með innanríkisráðherra Grikklands
Öryggismál rædd vegna
NATO-fundar í haust
EKKI er vitað til þess að tölvu-
ormurinn Nimda-A sem vart varð
við í fyrradag hafi valdið skaða á
tölvu- og hugbúnaði fyrirtækja og
einstaklinga hér á landi að því
leyti að hann eyði skrám eða eyði-
leggi gögn. Hann dreifir sér hins
vegar mjög ört og mikil vinna er
samfara því að hreinsa tölvukerfin
af honum og losa sig við hann. Þá
hefur hann einnig þá verkan að
hann opnar aðgang að gögnum í
tölvum með því að stofna gestanot-
anda, sem getur veitt óviðkomandi
fullan lestraraðgang að c-drifi tölv-
unnar.
Friðrik Skúlason tölvufræðingur
sagði að tölvuormurinn notaði sér
fjöldann allan af þekktum göllum í
Windows forritum frá Microsoft og
smitaði ólíkar útgáfur þess með
mismunandi hætti. Hann nýtti sér
til dæmis sömu leið til að smita
IIS-þjóna og svokallaður „code-
blue ormur“, en þar sé um árs-
gamlan galla að ræða, sem líklegt
sé að margir séu búnir að loka sem
mögulegri smitleið.
Dreifir sér af miklum krafti
út um allan heim
Friðrik sagði að vírusinn virkaði
eftir því sem best væri vitað á
stýrikerfi eins og Windows 95,
Windows 98, Windows ME, Wind-
ows NT4 og Windows 2000 og
myndi væntanlega einnig virka á
Windows XP. Þannig að segja
mætti að þarna væri um að ræða
öll Windows stýrikerfi, sem væru í
einhverri notkun í dag. Notendur
Linux eða annarra Unix kerfa séu
algerlega ónæmir fyrir þessu og
sama gildi um Machintosh, þannig
að notendur þeirra kerfa þurfi
engar áhyggjur að hafa af þessum
tölvuormi.
Friðrik sagði að ennþá hefði
ekki fundist neitt í orminum sem
ætlað væri til að valda einhverjum
alvarlegum skaða. Aðaltilgangur
ormsins virtist vera að dreifa sér
sem hann gerði nú af miklum
krafti út um allan heim. Ef hins
vegar fólk notaði eitthvert annað
póstforrit en Outlook, ef menn
væru ekki með gallaða uppsetn-
ingu á IIS og ef menn pössuðu sig
á að tvísmella ekki á torkennileg
viðhengi þá væru menn öruggir
fyrir þessum tölvuormi.
Fljótur að dreifa sér
Sigurður Erlingsson hjá Arcis,
sem er fyrirtæki á sviði tölvuör-
yggis, sagði að þó vírusinn eyði-
legði ekki gögn þá ylli hann skaða
með því að yfirfylla tölvur og setja
netþjóna á hliðina og hann vissi
um nokkur dæmi þess. Í nokkrum
tilvikum hefði vírusinn komið sem
hljóðskjal og dæmi væru um að
nóg hefði verið að fara með bend-
ilinn yfir skjalið til þess að ræsa
vírusinn. Eftir það væri vírusinn
mjög fljótur að dreifa sér á alla í
fyrirtækinu og mikil vinna væri
samfara því að hreinsa hann út
aftur.
Sigurður sagði að vírusinn væri
mjög skæður vegna þess að smit-
leiðirnar væru svo margar og þess
vegna væri hann flokkaður sem
mjög öflugur. Þó að hann skemmdi
ekki gögn þá ylli hann tjóni af því
leyti að það kostaði mikið að lag-
færa tölvukerfin að nýju.
Sigurður sagði að ástæðan fyrir
því að tölvuvírusinn smitaði Wind-
ows væri sú að þannig næðist
mesta útbreiðslan þar sem það
væri útbreiddasta stýrikerfið.
Tölvuormurinn
Nimda-A dreifir sér
af miklum krafti
Ekki vitað
um skaða
á gögnum
í tölvu-
kerfum
TVEIR menn, 18 og 20 ára og þrítug
kona voru sakfelld fyrir þjófnað í
Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju-
dag. Mennirnir voru dæmdir í þriggja
og sex mánaða skilorðsbundið fang-
elsi en konunni var ekki gerð frekari
refsing.
Eldri manninum og konunni var
gefið að sök í ákæru lögreglustjórans
í Reykjavík að hafa farið inn í íbúðar-
hús í Reykjavík og stolið ýmsum
verðmætum fyrir tæpar 300 þúsund
krónur í fyrrasumar. Yngri maðurinn
var sakaður um að hafa ekið þeim að
húsinu og skömmu síðar með þeim af
vettvangi með þýfi úr innbrotinu.
Eldri maðurinn viðurkenndi inn-
brotið, en sá yngri neitaði að hafa vit-
að að til stæði að brjótast inn í húsið.
Konan neitaði einnig að hafa farið inn
í húsið með þeim ásetningi að stela.
Héraðsdómur taldi hins vegar sannað
að hún hefði farið inn í húsið og tekið
þátt í því að leita að verðmætum.
Sakfelld fyr-
ir þjófnað