Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 25

Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 25 Gjöfin þín Verðmæti kaupauka kr. 4.500 Stórglæsilegir kaupaukar á útsölustöðum um land allt* *Meðan birgðir endast. • Ô OUI! ilmur 7 ml • Tonique Clarté 50 ml • Hydra Zen krem 15 ml • Gel Clarté 30 ml • Hydra Zen augnkrem 5 ml • Snyrtibudda Er viðskiptasérleyfi (franchise) eitthvað fyrir þig? Ráðstefna um viðskiptasérleyfi (franchise) á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 24. september kl. 14.00-17.00 Ef þú…  hefur áhuga á að stofna eða reka fyrirtæki,  rekur fyrirtæki og vilt selja viðskiptasérleyfi (franchise),  veitir fjárhagslega eða faglega þjónustu til þeirra sem reka fyrirtæki, … þá er þessi ráðstefna ætluð þér. Þátttaka tilkynnist á t-pósti til stefania.b.eggertsdottir@is.pwcglobal.com eða í síma 550 5300. Aðgangseyrir 5.000 kr. Dagskrá: 14.00 Ráðstefnan sett Gunnar Þór Sch. Elfarsson, SAND Kringlunni, formaður Félags um viðskiptasérleyfi. 14.15 Er viðskiptasérleyfi eitthvað fyrir þig? Marcel R. Portmann, varaforseti hjá Alþjóðasamtökum um viðskiptasérleyfi, International Franchise Association (IFA). 15.15 Kaffi 15.40 Kostir og gallar við viðskiptasérleyfi, Björgvin Bjarnason, ráðgjafi, PriceWaterhouseCoopers. 16.00 Gerð samninga um viðskiptasérleyfi Árni Vilhjálmsson hrl., Logos lögmannaþjónusta. 16.20 Boss, Mango og fleiri verslanir - Reynslusaga sérleyfistaka. Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri Háess. 16.40 Pizza 67 - Reynslusaga sérleyfisgjafa, Georg Georgiou, framkvæmdastjóri Pizza 67. 17.00 Ráðstefnu slitið. KRISTJÁN Davíðsson ereinn af helstu listmálurumÍslendinga en hann nam við Barnes Foundation og Penn- sylvaníuháskólann í Bandaríkjun- um. Að námi loknu gekk hann til liðs við sýningarhóp íslenskra myndlistarmanna, sem kenndu sig við September, en meðal annarra meðlima hópsins voru Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Nína Tryggvadóttir og Þorvaldur Skúlason. Fyrsta sýning hópsins árið 1947 markaði tímamót í ís- lenskri málaralist, en meðlimir hans voru boðberar byltingar- kenndra viðhorfa afstraktstefn- unnar. Á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin er frá því að þetta end- urmat í íslenskri málaralist átti sér stað hefur Kristján Davíðsson áunnið sér virðingarsess sem einn helsti málari íslenskrar myndlist- arhefðar með ljóðrænum afstrakt- stíl sínum þar sem samspil forma og sterkra lita tjáir persónulega sýn og innsæi. Meira með litlu en miklu Í umsögnum um þær sýningar sem Kristján hefur haldið undan- farna áratugi hafa listrýnendur greint ákveðna þróun í list hans, þar sem litirnir hafa þokað fyrir næmu línuspili. Kristján kveikir sér í pípu í kjallara Gallerís i8 og hlýðir ábúðarfullur á spurningu blaðamanns þess efnis hvort rétt sé að greina megi enn frekari þró- un í átt til fínleika og sparsemi í notkun lita og stroka á þeirri sýn- ingu sem hann opnar í dag. „Jú, það er vissulega lítið sett á strig- ana í þessum verkum,“ segir hann. „Og er ég eiginlega á því að hérna sé um breytingu að ræða hjá mér fremur en þróun. En mikilvægur þáttur í þessu er ef til vill hversu lengi ég hef verið að, og finn ég nú jafnvel enn meira fyrir því en áð- ur, að listin sjálf er að vekja upp spurningar sem erfitt er að svara. Eitt af mínum svörum við því er þó að með litlu geti maður gert meira en með miklu, ef svo má komast að orði,“ segir Kristján, og hlær að orðaleiknum. Hann þver- neitar þó að grípa til hugtaka á borð við mínimalisma eða naum- hyggju í því sambandi. „Það vil ég ekki sjá, því menn vita ekkert fyr- ir hverju það hugtak stendur leng- ur, það hefur satt að segja allt ruglast í höndunum á mönnum.“ Kristján er nú spurður hvort hann sé með þessu að lýsa að ein- hverju leyti viðhorfi sínu til lista- umhverfis samtímans. „Það lista- umhverfi sem blasir við mér nú, er umhverfi þar sem menn ganga meira hver í sína áttina og enginn mælikvarði er betri en annar. Það er auðvitað sannleikskorn í þessu, þar sem allt mat fer eftir því hvað maður leggur til grundvallar, en mér finnst margir byggja á af- skaplega hæpnum grundvelli. Menn taka sig til dæmis til og fara að endurtaka eitthvað úr býsans, en það vantar alla endurreisn í því sem menn eru að gera. Mér finnst að listsköpun verði að fela í sér eitthvað sem upplýsir mann um þetta líf sem við lifum, en ekkert slíkt má sjá í mörgu af því sem menn eru að gera í dag að mínu viti.“ Kristján bætir því þó við að hann hafi alla tíð verið mjög vand- fýsinn gagnvart annarra list, að- eins örfáir hefðu yfirleitt „intress- erað“ hann. „Þó hafa alltaf verið nokkir hæfileikamenn sem ég hef hrifist af vegna þess að þeir dreifa um sig skilningi og upplifun sem er lifandi,“ segir Kristján og nefn- ir í því sambandi þann listamann sem ef til vill hefur verið hans helsti áhrifavaldur í listinni, þ.e. Dupreé. „En auðvitað lærði maður líka mikið í skóla í Bandaríkjun- um,“ bætir hann við. Ánægður þegar lánast Kristján hefur verið undanfarið ár að vinna þær myndir sem hann sýnir nú í gallerí í8. Hann vill sem minnst um verkin segja, telur það ógjörning að koma málverkunum yfir í orð, hvað þá í blaðaviðtals- form. „Málverkin eru sérheimur, sem á sér stað í hreyfingum, litum og línum,“ segir Kristján og lætur þau orð koma í stað frekari grein- inga á eigin málverkum. En hvernig er tilvera myndlist- armannsins Kristjáns Davíðsso- nar, sem haldið hefur á fjórða tug einkasýninga, tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim, og mál- ar enn vel kominn á níræðisald- urinn? Hér viðurkennir Kristján að þróttleysi og heilsuleysi hrjái hann og eigi hann oft erfitt um vik með að sinna myndlistinni. „Ég er hálf ósáttur við þetta, en þó lánast mér einstaka sinnum og þá er ég andskoti ánægður. Ég myndi ekki segja að ég hafi verið afkastamikill listamaður um ævina, en þó hef ég þann eiginleika að geta gert mikið á stuttum tíma. Þannig hef ég til dæmis málað flennistórar myndir á einum degi. En áreynslan sem það kostar mig að vinna nú, minnir mig stundum á það þegar ég var að byrja að fást við að mála. Ég get því engu lofað um það sem ég er að gera, en við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristján Davíðsson að lokum. Sérheimur í hreyfingum, litum og línum Kristján Davíðsson opnar í dag sýningu á nýjum málverkum í Galleríi i8 við Klapp- arstíg. Um er að ræða verk sem Kristján hefur unnið á síðasta ári. Heiða Jóhanns- dóttir hitti listamanninn að máli. Morgunblaðið/Þorkell Kristján Davíðsson sýnir málverk sem unnin eru á síðasta ári í Galleríi i8. heida@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.