Morgunblaðið - 20.09.2001, Qupperneq 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ill álög
(Double Whammy)
G a m a n m y n d
Leikstjórn og handrit: Tom DiCillo.
Aðalhlutverk: Denis Leary, Eliza-
beth Hurley, Steve Buscemi. (101
mín.) Bandaríkin 2001. Myndform.
Bönnuð innan 16 ára.
RAY PLUTO er lögga í algjörum
mínus. Hann hefur nýverið misst
konu og barn og hefur algjörlega
glatað öllu sjálfstrausti. Bitnar það
ekki svo lítið á
starfinu og hann
gerir hverja skyss-
una á fætur ann-
arri. Til að bæta
gráu ofan á svart
leggst allt amstrið
á bakið á honum
þannig að hann
neyðist til að leita
aðstoðar hnykk-
læknis, sem reynist glæsikvendi sem
fellur fyrir honum og veitir honum
glætu á ný. En Pluto er og verður
ólukkukráka og lendir í miðju ólík-
indalegra og blóðugra viðburða sem
eiga sér stað í fjölbýlishúsi hans.
Líkt og aðrar myndir DiCillo er
Double Whammy skemmtilega
skrítin. Þótt saga þessi sé kannski
ekkert alltof sterk þá skortir hann
ekki hugmyndaauðgina karlinn þann
og það sem meira er þá kann hann að
velja leikarana. Leary er í senn
brjóstumkennanlegur og hrífandi á
sinn lágstemmda máta og Buscemi
samur við sig. Verst með hana Hur-
ley – sem virðist bara ekki geta leikið
fyrir sitt litla líf.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Lánlaus lögga
CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveit-
in Bylting frá Akureyri föstudags- og
laugardagskvöld.
CATALINA, Hamraborg: Stór-
dansleikur með hljómsveitinni Upp-
lyftingu föstudags- og laugardags-
kvöld.
CELTIC CROSS: Hljómsveitin
Spilafíklar föstudags- og laugar-
dagskvöld.
CLUB 22: Dj Benni í búrinu föstu-
dagskvöld. Dj Johnny verður við
plötuspilarann laugardagskvöld.
Bæði kvöldin er frítt inn til klukkan
2. Handhafar stúdentaskírteina fá
frítt inn alla nóttina.
DILLON - BAR & CAFÉ: Dj Þórð-
ur spilar fönk-soul-djass fimmtu-
dagskvöld. Dj Andrea Jónsdóttir
heldur uppi fjörinu föstudags- og
laugardagskvöld.
FÉLAGSHEIMILIÐ KLIF, Ólafs-
vík. : Stórdansleikur með Björgvin
Halldórssyni, Sigríði Beinteinsdótt-
ur, Grétari Örvarssyni og hljómsveit
laugardagskvöld kl. 23:00 til 03:00.
Forsala á Gistiheimili Ólafsvíkur.
FJÖRUKRÁIN: Hljómsveitin Kos
föstudags- og laugardagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Buttercup
spila föstudags- og laugardagskvöld.
Svenni Björgvins og co með útgáfu-
tónleika sunnudagskvöld. Ensímu og
Úlpa með síðustu tónleikana á land-
inu áður en þeir leggja upp í tón-
leikaferðalag mánudagskvöld.
GULLÖLDIN: Stuðboltarnir Sven-
sen og Hallfunkel sjá um fjörið föstu-
dags- og laugardagskvöld.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum:
Greifarnir spila laugardagskvöld.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Léttir sprettir leikur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld.
LIONSSALURINN, Kópavogi,
Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu-
dansa verður með dansæfingu
fimmtudagskvöld kl. 20:30 til 23:30.
Elsa sér um tónlistina.
LUNDINN, Vestmannaeyjum:
Diskórokktekið og plötusnúðurinn
Skugga-Baldur föstudags- og laug-
ardagskvöld. Miðaverð er 500 krón-
ur.
N1-BAR, Reykjanesbæ: Hljóm-
sveitin Spútnik laugardagskvöld.
ODD-VITINN, Akureyri: Dans-
band Friðjóns Jóhannssonar föstu-
dags- og laugardagskvöld.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Hljómsveitin Hunang föstu-
dags- og laugardagskvöld.
SJALLINN, Akureyri: Írafár spil-
ar laugardagskvöld.
SKUGGABARINN: Nökkvi Svav-
ars spilar gamla góða diskóið ásamt
nýjustu tónlistinni föstudags- og
laugardagskvöld. 22 ára aldurstak-
mark og 500 króna aðgangseyrir eft-
ir miðnætti.
SKÚLAGARÐUR, Kelduhverfi:
Réttarball með Mannakorni laugar-
daginn.
SPOTLIGHT: Dj Cesar sér um að
halda uppi fjörinu fram til morguns
föstudags- og laugardagskvöld.
ÚTHLÍÐ, Biskupstungum: Hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar laug-
ardagskvöld.
VAGNINN, Flateyri: Hljómsveitin
Sódóma föstudags- og laugardags-
kvöld. Hljómsveitina skipa Linda
Sæmundardóttir, Jón Gunnarsson,
Jón Magnússon, Halldór Halldórs-
son og Haraldur Ó. Leonhardsson.
VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM:
Á móti sól laugardagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri:
Django-djass tríóið Hrafnaspark
með tónleika fimmtudagskvöld kl.
21:30. Pelican með stórdansleik
fimmtudagskvöld. Hljómsveitina
skipa Pétur Kristjánsson, Björgvin
Gíslason, Jón Ólafsson, Ásgeir Ósk-
arsson og Tryggvi Hubner. Pelican
með stórdansleik föstudags- og laug-
ardagskvöld. Hljómsveitina skipa
Pétur Kristjánsson, Björgvin Gísla-
son, Jón Ólafsson, Ásgeir Óskarsson
og Tryggvi Hubner.
VÍKIN, Höfn: Á móti sól föstu-
dagskvöld.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN:
Ný dönsk laugardagskvöld.
Hljómsveitin Spútnik.
Frá A til Ö
ASTRÓ: Breakbeat is, Icelandic
Airwaves, Knowledge Magazine og
Spegils kynna Digital (Metalahead
UK) fimmtudagskvöld kl. 21:00 til
02:00. Ásamt Dj Reyni, Dj Kristni og
Tomma White. Digital er eitt stærsta
nafnið í danstónlist Bretlandseyja í
dag. Aðgangseyrir er 500 krónur.
BARBRÓ, Akranesi: Stefán Hilm-
arsson og Eyjólfur Kristjánsson
flytja lög Simons og Garfunkel föstu-
dagskvöld kl. 23:30.
BREIÐIN, Akranesi: Papar spila
laugardagskvöld.
BROADWAY: Frumsýning á
töfrasýningunni PG Magic show með
Pétri Pókus í aðalhlutverki fimmtu-
dagskvöld. Frumsýning á Rolling
Stones-sýningunni föstudagskvöld.
Helgi Björnsson syngur mörg af
helstu lögum hljómsveitarinnar.
Dansleikur með Milljónamæringun-
um laugardagskvöld. Frumsýning á
töfrasýningunni PG Magic show með
Pétri Pókus í aðalhlutverki sunnu-
dagskvöld.
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Lúdó sextett og Stefán leika fyrir
dansi laugardagskvöld.
Segjast 97% vera mjög ánægð með námskeiðið og mæli sterklega með því við aðra.
Segja 99% að allur lestur í námi og starfi sé mun léttari og að afköst hafi vaxið mikið.
S k r á ð u þ i g í s í m a 5 6 5 - 9 5 0 0
Af þeim sem ljúka hraðlestrarnámskeiði:
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 25. september
Hraðlestrarnámskeið
HRAÐLESTRARSKÓLINN
w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s
ætlun sem byggir jafnt á verk-
legu og bóklegu námi,
kennslugögn eru á íslensku.
Leiðbeinendur eru Margrét R.
Jónasdóttir naglafræðingur
OPI og förðunarmeistari,
Svava Margrét Blöndal Ás-
geirsdóttir, naglafræðingur og
förðunarmeistari sem varð Ís-
landsmeistari í ásetningu
gervinagla 2001, og Guðný
Ósk Hauksdóttir, naglafræð-
ingur sem varð í 2. sæti í Ís-
landsmeistarakeppni í ásetn-
ingu gervinagla 2001.
“Þessi skóli mun veita mjög
faglega og ábyrga kennslu í
naglatækni. Þeir sem útskrif-
ast úr OPI skólanum fá fag-
skírteini frá OPI og verða
sjálfkrafa meðlimir í OPI
klúbbi fagfólks sem gefur
naglafræðingum möguleika á
að koma sér upp vörum og
verkfærum á góðum kjörum.
Það er okkur tilhlökkunarefni
að fá Mariana hingað og það á
eftir að skila miklum og góð-
um árangri til nemenda okkar
í framtíðinni,” segir Margrét.
Skráning í skólann er hjá
einheild.is, Nýbýlavegi 28
í síma: 564 4500.
“Það er mikil hvatning og
ánægja að fá færasta sérfræð-
ing OPI í Bandaríkjunum
hingað í tilefni af opnun skól-
ans,” segir Margrét R. Jónas-
dóttir, stjórnandi Nagla-
tækniskólans. Undirbúning-
urinn hefur staðið í um níu
mánuði en Mariana verður
hér á landi í viku til að hjálpa
okkur við að leggja lokahönd
á undirbúninginn. OPI fyrir-
tækið hefur fengið viðurkenn-
inguna “Leiðtogi á sínu sviði”
í Bandaríkjunum og starfræk-
ir skóla í 60 löndum. Það er
fremst í framleiðslu efna fyrir
fagfólk og vörur þess hafa
fengið fjölda viðurkenninga
fyrir háþróaða framleiðslu.”
Áhersla á heilbrigði og
fagmennsku
“Við reiknum með góðri
aðsókn í skólann því nagla-
fræðingar með góða, faglega
menntun eiga mjög góða
atvinnumöguleika.
Hjá OPI er lögð mikil áhersla
á heilbrigði naglanna. Undir-
staðan skiptir öllu máli þegar
gervineglur eru settar á, t.d.
sótthreinsun, rétt val á efnum
og að vel sé farið með nöglina
sjálfa. Það færist sífellt í auk-
ana að bæði karlar og konur
leiti til naglafræðinga til að fá
aðstoð þegar það er í vand-
ræðum með neglurnar. Sumir
eru með viðkvæmar og veik-
byggðar neglur sem rifna eða
brotna auðveldlega og aðrir
naga neglurnar. Þessu fólki
hafa naglafræðingur hjálpað
með því að setja styrktarlag
ofan á neglurnar til að byggja
þær upp og vernda.
Bóklegt og verklegt
nám
Mariana Viola heldur ítarlegt
námskeið fyrir naglafræðinga
laugardaginn 6. október og er
aðgangur ókeypis. Hún verð-
ur einnig viðstödd kynningu á
skólanum á opnu húsi að Ný-
býlavegi 28, Kópavogi sunnu-
daginn 7. október.
Skólinn tekur til starfa þann
15. október og mun hvert
námskeið standa í 10 vikur
með 72 klukkustunda námsá-
Hinn heimsþekkti litahönnuður OPI
samsteypunnar, Suzi Wiess - Fisch-
mann er heimsþekkt fyrir að vera
óvenjuforspá um tískuna. Á vorin og
haustin koma 12 nýir litir í OPI
naglalökkum og Suzi hefur alltaf reynst
sannspá um það hvaða litir verða vin-
sælir. Í haust hannaði hún World
Collection línuna sem er tileinkað 20
ára afmæli OPI.
Sérfræðingur OPI við opnun Naglatækniskólans
OPI Haustlitir
Avoplex
Avoplex húðvörurnar hafa að undanförnu
fengið mjög góðar viðtökur. Avoplex inni-
heldur olíu úr avókadóávextinum.
Þessveegna hefur hún einkar nærandi og
mýkjandi áhrif á húðina.
Sérfræðingur OPI,
Mariana Viola tekur
þátt í undirbúningi
vegna opnunnar
skólans.
Auglýsing