Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERULEGRAR óánægju virðist gæta meðal leigubílstjóra með frum- varp til laga um leigubifreiðar sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Verði frumvarpið að lögum mun stjórnsýsla málaflokksins færast frá samgönguráðuneytinu til Vega- gerðarinnar og leigubílstjórum verð- ur gert að greiða sérstakt árlegt gjald, 13 þúsund krónur, fyrir hvert atvinnuleyfi. Þá mun bifreiðastöðvun- um verða heimilt að sjá um útgáfu undanþágna sem bifreiðastjórafélög- in sáu áður um. Tekið skal fram að talsmenn bif- reiðastöðvanna og formaður bíl- stjórafélagsins Frama vildu ekki tjá sig um málið þar sem þeir höfðu ekki enn kynnt sér frumvarpið. Magnús Kjartansson, sem situr í stjórn bílstjórafélagsins Andvara, segir verulega óánægju vera með frumvarp samgönguráðherra. Hann segist alls ekki geta séð hverra hags- muna sé verið að gæta með frumvarp- inu; það þjóni hvorki hagsmunum neytenda, bílstjóra né stöðvanna. Ríkið sé farið að hlutast til um málefni sem með réttu eigi að heyra undir stéttarfélögin og bifreiðastöðvarnar sjálfar. Ríkið sé komið langt út fyrir þau mörk að marka greininni starfs- ramma. Þá sé óeðlilegt að verið sé að hlutast til um orlof bílstjóra og útgerð bíla í veikindaforföllum og sama gildi um tilkynningaskyldu í veikindafríi og bann við veru erlendis í veikinda- fríi. Leigubílstjórar séu sjálfstæðir atvinnurekendur og greiði öll gjöld sem slíkir til ríkisins og þeim eigi að vera í sjálfsvald sett hvernig þeir taki sitt orlof eða hagi sínu veikindafrí. Það geti ekki verið hlutverk ríksins að ákveða slíkt. „Sé um langvarandi veikindaút- gerð að ræða og leyfishafi stundi aðra atvinnu á sama tíma þarf að taka á því með öðrum hætti en dæmi eru um að menn hafi dvalið langdvölum erlendis í veikindafríi án þess að amast hafi verið við því. Nær væri að verðleggja atvinnuleyfið þannig að ríkisvaldið hefði einhverja tryggingu frá bílstjór- um fyrir því að þeir stundi þessa vinnu sjálfir og þeir fengju þetta fé endurgreitt ef þeir ákveða að hætta störfum. Leigubílar of margir á höfuðborgarsvæðinu Hvað varðar takmörkun fjölda leigubifreiða á svokölluðum takmörk- unarsvæðum, segir Magnús: „Þá er það öllum ljóst í dag að leigubílstjórar á höfuðborgarsvæðinu eru allt of margir, bæði vegna fjölgunar einka- bifreiða, aukins framboðs af þjónustu smárúta, jeppabifreiða í einkaeign sem bjóða upp á fjallaferðir og jafnvel svipaða þjónustu og leigubifreiðar. Auk þess er um aukið sætaframboð að ræða vegna stærri leigubifreiða og eins draga tækniframfarir úr eftir- spurn eftir þjónustu leigubílstjóra eins og til að mynda tölvupósturinn.“ Magnús segir engan rekstrar- grundvöll vera fyrir þá 570 leigubíla sem hafa atvinnuleyfi í Reykjavík. „Þess vegna álítum við að til þess að leigubílstjórar geti lifað af vinnu sinni og eðlilegum vinnutíma þurfi að fækka bifreiðum á virkum dögum. Það er grunur okkar að með tilkomu frumvarpsins eigi að grípa til sárs- aukafulls niðurskurðar á stéttinni sem annars væri hægt að gera með öðrum hætti, s.s. með því að gefa þeim bílstjórum sem stunda aðra vinnu kost á að breyta sínum leyfum í tak- mörkuð leyfi sem gildi á álagstímum, s.s. helgum og stórhátíðum enda greiði þessir aðilar gjöld samkvæmt því. Þá ber einnig að takmarka endur- útgáfu innlagðra leyfa eins og áður hefur verið gert.“ Þá segir Magnús að ákvæði um að atvinnuleyfishafi þurfi að eiga að minnsta kosti 35% eignarhlutdeild í leigubifreið sinni samkvæmt samn- ingi við löggilt kaupleigufyrirtæki komi illa við fjölmarga bílstjóra enda ósanngjarnt ákvæði og ekki í sam- ræmi við það sem tíðkast í öðrum at- vinnugreinum. Verði gengið eftir þessu yrði fjöldi bílstjóra sendur heim. Þá sé í frumvarpinu að finna ákvæði um að daglegt eftirlit með leigubílstjórum verði í höndum lög- reglunnar sem teljist furðulegt þar sem samstarf leigubílstjóra og lög- reglu hafi verið með ágætum í gegn- um árin og væri nær að þarna væri ákvæði um að leigubílstjórar hefðu forgang um aðstoð hjá lögreglu þegar svo bæri undir. Þetta séu aðeins nokkur dæmi af mörgum um vafasöm ákvæði í frum- varpi samgönguráðherra. Aukin miðstýring Magnús Jóhannsson, formaður Bíl- stjórafélagsins Freys í Keflavík, segir að með frumvarpinu sé verið að koma á aukinni miðstýringu í málefnum leigubílstjóra jafnframt því sem verið sé að vega að starfsemi bílstjórafélag- anna og félagafrelsi leigubílstjóra. Þá sé óeðlilegt að verið sé að færa vald sem sveitarfélögin hafa haft um út- gáfu starfsleyfa til Vegagerðarinnar. Með upptöku gjaldsins sé einnig verið að leggja nýjan skatt á leigubílstjóra til þess að standa straum af aukinni miðstýringu í greininni sem geri meira gagn en ógagn. Þá bendir Magnús á að frumvarpið gangi í ber- högg við samþykktir á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem samgönguráðherra tilheyri þó. Bílstjórar ósáttir við frumvarp um leigubíla Talið óeðlilegt að hlutast sé til um or- lof og útgerð bíla í veikindaforföllum EKKI hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort efnt verður til prófkjörs hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík vegna borgarstjórn- arkosninga næsta vor. Margeir Pétursson, formaður stjórnar full- trúaráðs flokksins í Reykjavík, segir að nú að loknum landsfundi flokksins sé bráðlega komið að því að kalla fulltrúaráðið saman. Margeir Pétursson segir fyrsta skrefið að kjósa fulltrúa í 15 manna kjörnefnd sem fer fram skriflega. Fulltrúaráðið kýs meiri- hluta fulltrúanna en aðrir eru til- nefndir. Hann kvaðst ekki geta til- greint nú hvenær ákvörðun um hvort efnt verði til prófkjörs ligg- ur fyrir en fyrsta skrefið í lýðræð- islegum ferli við undirbúning kosninganna sagði hann vera skip- an kjörnefndar. Óvíst um prófkjör sjálfstæðis- manna SVANHILDUR Kaaber, fram- kvæmdastjóri þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, mun láta af störfum framkvæmda- stjóra þingflokksins á næstu mánuð- um samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þar sem hún mun taka við sínu fyrra starfi sem skrifstofustjóri á skrifstofu rektors við Kennarahá- skóla Íslands. Ekki hefur enn verið ákveðið hver tekur við hennar störf- um sem framkvæmdastjóri þing- flokksins. Hættir sem fram- kvæmdastjóri þingflokks ÞESSA dagana eru framkvæmdir hafnar við niðurrif þeirra húsa sem lengst af hýstu afurðasölu Sam- bands íslenskra samvinnufélaga við Kirkjusand í Reykjavík. Þar hyggjast Íslenskir aðalverktakar reisa tvö fjölbýlishús á næstunni. Rúnar Ágúst Jónsson, verkefn- isstjóri hjá ÍAV, sagði í samtali við Morgunblaðið að ef allt gengi að óskum væri hægt að hefja uppslátt strax í næstu viku. Hann býst við að lokið verði við að rífa gömlu af- urðasöluna fyrir áramót en nú er verið að vinna að því að rífa helm- inginn af fyrrverandi húsum Sam- bandsins til að rýma til fyrir bygg- ingadeildinni. Morgunblaðið/RAX Fyrrverandi afurðasala SÍS víkur fyrir fjölbýlishúsum ÞÓRARINN Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segir niðurstöður könnunar á vímuefnaneyslu 16-19 ára framhalds- skólanema í raun hafa komið sér á óvart, en hann hefði talið neysluna al- mennari en könnunin gefur til kynna. Hann bendir hins vegar á að aðeins 10-11% úr aldurshópnum 16-19 ára sem leituðu sér hjálpar hjá SÁÁ í fyrra hafi verið í framhaldsskóla. Könnunin segi því lítið um ástandið hjá þeim hópi ungmenna sem kom í meðferð. Þórólfur Þórlindsson, for- maður áfengis- og vímuvarnaráðs, hefur sagt að til standi að gera könn- un á vímuefnanotkun 16-18 ára ung- linga sem eru hættir í skóla. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá niðurstöðum könnunar á vímu- efnaneyslu 16-19 ára framhaldsskóla- nema. Í ljós kom að verulega hafði dregið úr áfengisneyslu en neysla ólöglegra vímuefna hafði aukist frá árinu 1992. Mest var aukningin í hass- neyslu en um 12% nemanda hafði neytt hass þrisvar sinnum eða oftar og tíundi hver nemandi hafði notað svefntöflur eða róandi lyf. 5% höfðu neytt kókaíns Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands voru ríflega 17.000 ung- menni á aldrinum 16-19 ára í dagskóla haustið 2000 þegar könnunin var gerð. Um 90% af 16 ára ungmennum sóttu þá dagskóla en hlutfallið lækkar eftir því sem ofar dregur í aldurs- flokka og sóttu um 64% af 19 ára ung- mennum dagskóla haustið 2000. Í fyrra leituðu 288 ungmenni á aldrin- um 16-19 ára sér meðferðar vegna vímuefnaneyslu hjá SÁÁ. Um 90% þeirra sögðust ekki vera í framhalds- skóla og um 60% þeirra höfðu ekki lokið grunnskólaprófi. Aðspurður um hvaða vímuefni ung- mennin noti helst segir Þórarinn að neyslan sé fjölbreytt. „Þeirra vímu- efni númer eitt og tvö, það vímuefni sem gerir þau óvirk og þau nota dag- lega, er kannabis.“ Að auki fikti þau með fíkniefni sem mikið séu notuð á skemmtistöðum, s.s. e-töflur og LSD. Í könnuninni á vímuefnaneyslu framhaldsskólanema kemur fram að 5% höfðu neytt kókaíns. Þórarinn segir að þessi háa tala komi nokkuð á óvart. Hann hefði aftur á móti talið að neysla amfetamíns og e-taflna væri algengari en kom fram í könnuninni en 4% nema sögðust hafa neytt amfetamíns eða spítts og 3% sögðust hafa notað e-töflur. „Ég hélt að þessi neysla væri almennari. Þetta er ekki stór hópur sem er að fikta með þetta sem betur fer,“ segir Þórarinn. Fæstir sem fara í meðferð eru í fram- haldsskóla ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.