Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 37 ölvu- bókhald Markmiðið með þessu 96 kennslustunda námi er að þjálfa nemendur fyrir víðtæk tölvubókhaldsstörf í atvinnulífinu. Kennt er á “Navision Financials” með viðbótarlausnum sem skiptast niður í eftirfarandi námsgreinar: Nemendur sem sækja námið þurfa að hafa haldgóða tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi. Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið sem hefjast 22. og 23. október. Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is Grunnkerfi (6) Fjárhagsbókhald og launakerfi (36) Sölu- og viðskiptamannabókhald (24) Birgða,- innkaupa- og tollakerfi (30) Verklegar æfingar (kennslustundir í sviga): Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n tv .i s FYRSTU 5 verkin eftir Mozart eru samin fyrir hljómborð þegar Mozart var sex ára en fiðlusón- öturnar K 6 til 15 eru samdar á ár- unum 1762 til ’64 og sex síðustu, K 10-15, eru samdar í London, þegar Mozart var níu ára og naut gest- risni Johanns Christian Bach. Sagnfræðingar telja að Johann Christian hafi leiðbeint hinum unga Mozart í gerð sinfónískra verka, nokkuð sem faðir hans hafði bannað drengnum að fást við en stráksi hafi notað tækifærið, þegar faðir hans veiktist og gat ekki vak- að yfir honum.Talið er að hann hafi samið fjórar eða fimm sinfóní- ur meðan hann dvaldist í London og leiðréttingar, sem sjást í verk- unum, séu hugsanlega eftir Jo- hann Christian. Þrjár af þessum sinfóníum eru til (K 16, 19 og 19a), hreint ótrúlega góð tónverk og sama má segja um fiðlusónöturn- ar. Á tónleikum Kammerhóps Sal- arins sl. sunnudag var fyrsta verk- ið fiðlusónatan K 14, í C-dúr, en samkvæmt forskrift Mozart og samkvæmt venju einnig tilgreint að leika megi verkið á selló. Á tón- leikunum var sónatan leikin á flautu og voru það Áshildur Har- aldsdóttir og Nína Margrét Gríms- dóttir sem fluttu þetta ljúfa æsku- verk eftir Mozart. Flutningurinn var í alla staði fallega mótaður, einkum tveir fyrri þættirnir, þó menúettarnir hafi hugsanlega ver- ið of hraðir, miðað við það, að sá dans er hægur og uppfærður í gangandi takti. Hvað um það, þá var samleikur Áshildar og Nínu Margrétar óaðfinnanlegur. Annað verkið á tónleikunum var flautukvartettinn K 285, sem sam- inn er í Mannheim á jólum 1777 og þrátt fyrir að Mozart vildi ekki semja fyrir flautu er verkið að mörgu leyti mjög vel samið og sér- staklega hægi þátturinn, þar sem Mozart leikur sér á meistaralegan máta með svonefnda hljómleys- ingja, sérstaklega granntóna, er gefur tónmálinu vissa sársaukatil- finningu. Má vera, að þótt Mozart hafi verið leiður yfir því að þurfa að semja fyrir flautu, eigi það þátt í þeim sérkennilega trega, sem heyra má í þessum einstæða kafla. Flautukvartettinn var sérlega vel leikinn og þar fór fyrir öðrum Ás- hildur, því kvartettinn er nær einn samfelldur flautuleikur. Með í þessum fallega leik voru Sif, Helga og Sigurður Bjarki. Píanó- og fiðlusónatan í B-dúr K 378 er gamall kunningi, og var glæsilega leikin af Nínu Margréti og Sif. Þrátt fyrir að píanóið sé þarna í forustuhlutverki átti fiðlan nokkrar fjörugar strófur í fyrsta kaflanum, syngjandi laglínuna í miðkafla hæga þáttarins, er leiðir svo fallega yfir í upphafsstefið. Lokakaflinn er ein flugeldasýning, sem var aldeilis vel fluttur. Loka- verk tónleikanna var píanókvart- ettinn í g-moll, K 478, sem er það sem kalla mætti píanókonsert og þar bættist í hópinn Miklos Dalmay og var leikur hans sérlega glæsilegur og í raun magnaður. Sif, Helga og Sigurður Bjarki áttu stóran þátt í þessum frábæra flutningi. Sagan segir, að þegar Mozart var í London hafi hann og Johann Christian Bach orðið mestu mátar og til þeirra hafi sést, er Johann Christian sat undir drengnum við píanóið og þeir spiluðu til skiptis, botnuðu tónhendingar hvor hjá öðrum. Það er ljóst, að Johann Christian vissi að á hnjám hans sat snillingur, því varla hefði hann lof- að smástrák að gera sér dælt við sig og þaðan af síður að „kveðast“ á við sig, enda virti Mozart Johann Christian mikils og var að mörgu leyti undir áhrifum af tónmáli hans. Snillingurinn Mozart var í Saln- um sl. sunnudag. Tónmál hans átti sér tilvist í handtaki þeirra er þar komu fram og vart er hægt að hugsa sér betri flutning en þar gat að heyra. Sú kynslóð, er þarna um vélaði, mun tryggja framtíð góðrar tónlistar í landinu og er fær um að stefna sínu til sætis, þar sem „feg- urðin ein ríkir ofar hverri kröfu“. Var Mozart í salnum? TÓNLIST S a l u r i n n Kammerhópur Salarins flutti fjögur verk eftir Mozart. Flytjendur voru: Áshildur Haraldsdóttir, Helga Þórarins- dóttir, Miklos Dalmay, Nína Margrét Grímsdóttir, Sif Tulinius og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Sunnudagurinn 14. október, 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson W.A. Mozart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.