Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 51 ALMENN fjársöfnun meðal Kópavogsbúa, sem miðar að því að safna nægu fé til þess að unnt verði að ljúka framkvæmdum við stækkun Sunnuhlíðar, hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi, mun fara fram laugardaginn 20. októ- ber næstkomandi. Þessari fjár- söfnun munu ýmsir velunnarar Sunnuhlíðar leggja lið, aldraðir Kópavogsbúar munu ganga í öll hús í bænum og óska eftir fjár- framlögum. Framundan er mikið átak sem ég vona að mæti skiln- ingi og velvilja íbúa í bænum. Svo sem flestum er kunnugt er mikill skortur á hjúkrunarrými fyrir aldraða um land allt og ekki síst í Kópavogi. Sunnuhlíð hefur um langan aldur þjónað þörfum aldraðra í bænum að þessu leyti, en sífelldur skortur á vistrými hef- ur komið í veg fyrir að unnt hafi verið að mæta brýnni þörf til fulls. Hinn 10. desember sl. hófust fram- kvæmdir við stækkun Sunnuhlíðar, en gert er ráð fyrir að þann 20. nóvember verði nýbyggingin tekin í notkun og mun þá hjúkrunar- heimilið geta tekið við 20 vist- mönnum til viðbótar. Áætlaður byggingarkostnaður við nýbygg- inguna í heild er 265 milljónir króna, en því miður náðist ekki að afla nema 220 milljóna króna og eru þá meðtalin fjárframlög úr rík- issjóði. Því hafa stjórn samtakanna og byggingarnefnd neyðst til að fresta hluta framkvæmdanna. Er það mjög miður, því sá frestur bitnar á starfseminni í heild. Vegna þessa fjárskorts þurftu samtökin að láta frá- gang við sjúkraþjálf- unarrými og starfs- mannaaðstöðu bíða um sinn. Auk þess hefur orðið að fresta frágangi á rými þar sem áætlað var að sjö vistmenn gætu dvalið. Er það mjög bagalegt í ljósi hinnar miklu þarfar sem er fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða hér í Kópa- vogi. Með fjársöfnuninni sem ráðist verður í þann 20. október nk. er ætlunin að lyfta grettistaki. Mark- miðið með þessu átaki er að safna því fé sem vantar til þess að unnt verði að ljúka nýbyggingunni, en til þess skortir um 30 milljónir króna. Þegar það fé hefur safnast verður þegar hafist handa við að ljúka þeim framkvæmdum sem frestað hefur ver- ið og má ætla að byggingin verði full- kláruð á næsta ári safnist nægilegt fé í því söfnunarátaki sem nú fer í hönd. Ljóst er að auðvelt hefði verið fyrir sam- tökin að taka lán til þess að ljúka bygging- arframkvæmdum, en þá er því miður ekki nema hálf sagan sögð. Það er nefnilega þann- ig að greiða þarf öll lán til baka og rekstrarframlagið í dag nægir varla til þess að greiða reksturinn. Stjórnin, þó bjartsýn sé, leggur ekki til að farið verði út í fram- kvæmdir og yfirvöldum sýndur reikningurinn á eftir. Slík vinnu- brögð eru ekki viðhöfð hjá stjórn Sunnuhlíðar, þótt víða séu for- dæmi um slíkt. Það er ætlun stjórnarinnar að sýna ábyrgð og festu við alla fjársýslu Sunnuhlíð- ar. Sunnuhlíð er sjálfseignarstofnun þar sem öllum arði af starfseminni er varið til hennar sjálfrar, en að undanförnu hefur því miður ekki verið um hagnað að ræða og skýr- ist það fyrst og fremst af hinni miklu þenslu sem verið hefur á vinnumarkaði hér á landi að und- anförnu. Frá því Sunnuhlíð tók til starfa hefur íbúafjöldi í Kópavogi vaxið mjög og fjöldi aldraðra tvöfaldast. Nú bíða um 60 umsóknir um vist- rými afgreiðslu og af því má sjá hve þörfin er brýn. Það skiptir því miklu að vel takist með þá söfnun sem í hönd fer. Um leið og ég þakka hinum fjöl- mörgu og þá ekki síst meðlimum ýmissa klúbba og félaga í bænum sem lagt hafa Sunnuhlíð og þeirri starfsemi, sem þar er rekin, lið vil ég hvetja Kópavogsbúa og fyrir- tækin í bænum til þess að styðja við bakið á Sunnuhlíð og bregðast vel við óskum um fjárstuðning. Með samstilltu átaki munum við ná þeim árangri sem stefnt er að. Söfnum fyrir Sunnuhlíð Guðjón Magnússon Fjársöfnun Ég vil hvetja Kópavogs- búa og fyrirtækin í bæn- um, segir Guðjón Magn- ússon, til þess að styðja við bakið á Sunnuhlíð og bregðast vel við óskum um fjárstuðning. Höfundur er formaður Sunnuhlíðarsamtakanna. G læ si le g a r g ja fa vö ru r Skál kr. 6.300 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt BROSTE - HAUST 2001 Blómasmiðja Ómars, Keflavík Huggulegt heima.... er heitast í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.