Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 65
ÚR FRIÐÞJÓFSSÖGU (13. öld) Eigi sér til Alda, erum vestr í haf komnir, allr þykkir mér ægir sem í eimyrju hræri; hrynja hávar bárur, haug verpa svanteigar, nú er Elliði orpinn í örðugri báru. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 65 DAGBÓK Flauelisbuxur - peysur Ný sending GLÆSILEGIR SÍÐKJÓLAR Stærðir 36-44 Laugavegi 54, sími 552 5201 Allt að 50% afsláttur Laugavegur 55 Sími: 561 3377 Lagersala vegna breytinga Hápunktur haustsins Sparidagar á Hótel Örk Fyrir alla eldri borgara Sparidagarnir hefjast 21. október, þegar Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri mætir til leiks og stjórnar dagskránni. Að venju verður í boði fjölbreytt dagskrá, m.a.: Morgunhreyfing, félagsvist, gönguferðir, bingó danskennsla, leikjanámskeið, ferðalag og svo öll tómstundaaðstaða hótelsins, auk kvöldskemmtana með söng og dansi á hverju kvöldi. Tvö tímabil eru í boði: 21. okt. -26. okt. 28. okt. - 2. nov. Verð fyrir manninn er kr. 18.500 Lykill að íslenskri gestrisni. HÓTEL ÖRK Sími 483 4700 Innifalið Gisting í fimm nætur, m.v. tvíbýli, morgunverður, þríréttaður kvöldverður ásamt skemmtidagskrá alla daga. Árnað heillaBRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÍTALSKI landsliðsspilarinn Norberto Bocchi starfrækir ágæta heimasíðu sem hægt er að nálgast í gegnum síðu ítalska bridssambandsins (Fererbridge.it). Meðal efn- is á síðu Bocchis er þáttur sem heitir því viðeigandi nafni „Gjörðir og misgjörð- ir“. Þar rekur Bocchi nýleg spil og greinir skilmerkilega frá staðreyndum, hvort sem vel er gert eða illa. Bocchi var ekki ánægður með frammistöðu félaga síns í þessu spili: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á854 ♥ ÁG3 ♦ 742 ♣ D109 Vestur Austur ♠ 63 ♠ 107 ♥ 9 ♥ KD10876 ♦ ÁKG1096 ♦ 53 ♣G872 ♣K64 Suður ♠ KDG92 ♥ 542 ♦ D8 ♣Á53 Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 hjörtu *Pass 3 spaðar Pass Pass Pass * Áskorun í fjóra spaða. Bocchi var í norður, en Giorgio Duboin í suður. Duboin er frábær spilari og sérstaklega hæfur í hlut- verki sagnhafa, en í þetta sinn brást honum bogalistin. Vestur kom út með einspilið í hjarta, sem Duboin tók strax og svo tvisvar spaða. Skiljanlega hefur Duboin verið heldur vonlítill, því vörnin virðist eiga fjóra rauða slagi og örugglega einn á lauf. En eins og tígul- staðan er, kemst austur ekki inn til að taka hjartaslagina. Duboin spilaði tíguldrottn- ingu af rælni og austur tók tvo slagi á litinn og spilaði þriðja tíglinum. Duboin trompaði og tapaði þar með spilinu. Ef sagnhafi hendir hjarta í þriðja tígulinn gerast und- ur mikil. Vestur spilar best laufi frá gosanum og austur lætur vera að setja kónginn á níuna. Enn vofir yfir tap- slagur í laufi, en sagnhafi á tvær leiðir til að vinna spilið. Hann getur spilað lauf- drottningu til að þvinga út kónginn og sent svo vestur inn á gosann og neytt hann til að spila út í tvöfalda eyðu. Hin leiðin er fallegri og Bocchi lætur nægja að nefna hana. Sagnhafi tekur öll trompin og neyðir austur til að fara niður á eitt hjarta og Kx í laufi. Og þá er einfalt að senda austur inn á hjarta og láta hann spila frá laufkóng. 1. f4 Rf6 2. Rf3 c5 3. g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. O-O g6 6. d3 Bg7 7. e4 O-O 8. Kh1 d6 9. Rc3 Rbd7 10. h3 d5 11. De1 d4 12. Re2 Re8 13. g4 e5 14. f5 Rd6 15. Rg3 c4 16. Hf2 cxd3 17. cxd3 Hc8 18. h4 Rc5 19. Dd2 f6 20. Re1 Hf7 21. Kh2 Hfc7 22. Dd1 Ba6 23. Bf1 Bb5 24. g5 fxg5 25. hxg5 gxf5 26. exf5 Be8 27. Bh3 Hb8 28. De2 Rf7 29. Dg4 Dd7 30. Dh4 Dd8 31. b4 Ra4 32. Re4 Rd6 33. Rf6+ Bxf6 34. gxf6 Bc6 35. Bh6 Re8 36. Rf3 Bxf3 37. Hg1+ Kh8 Haustmót Tafl- félags Reykjavík- ur hefur verið vagga íslensks skáklífs í áranna rás. Að jafnaði hefur þetta verið sterkasta meist- aramót sem tafl- félag á Íslandi heldur. Það hefur ekki breyst þótt kepp- endur séu færri en áður. Mótinu í ár er nýlokið og kom staðan upp á milli Arn- ars E. Gunnarssonar (2270), hvítt, og Ingvars Þ. Jóhann- essonar (2055). 38. Dg5! Bd5 39. f7! Dxg5 Ekki var björgulegra að leika 39... Bxf7 þar sem eftir 40. Bg7+ Kg8 41. Bf6+ er fokið í flest skjól fyrir svartan. Lokin eru grátbrosleg. 40. f8=D+ Dg8 41. Hxg8+ Bxg8 42. f6 Hf7 43. Hg2! Hxf8 44. Bg7+ Rxg7 45. fxg7#! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 18. október, er sjötug Þóra Sig- urjónsdóttir, Lækjarbakka, Gaulverjabæjarhr. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Jónsson, taka á móti fjöl- skyldu og vinum laugardag- inn 20. okt. frá kl. 14-19 að heimili sínu, Lækjarbakka. 85 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 18. október, er 85 ára Garðar Sigjónsson, fyrrverandi skipstjóri og hafnarvörður á Hornafirði, nú til heimilis í Hraunbæ 103, Reykjavík. Garðar er að heiman í dag. DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag fimmtudaginn 18. október eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Steinunn Sveinbjörns- dóttir og Steingrímur Þorsteinsson, fyrrverandi kennarar, Vegamótum á Dalvík. Deginum verja þau með fjölskyldu sinni. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík (13. öld) Upp skalt á kjöl klífa, köld er sævar drífa; kostaðu huginn at herða, hér skaltu lífit verða; skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þik falli; ást hafðir þú meyja; eitt sinn skal hverr deyja. ÞÓRIR JÖKULL LJÓÐABROT STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur góðri sköpunargáfu og átt auðvelt með að hafa áhrif á fólk. Treystu sjálfum þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu það ekki nærri þér þótt til einhverra orðaskipta komi milli þín og vinar þíns út af fjármálum. Hlutirnir munu komast á hreint. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt alltaf búast við því að aðrir vilji hafa eitthvað um það að segja, hvernig þú vinn- ur. Láttu það ekki tefja þig heldur haltu þínu striki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt sjálfur að hafa fyrir hlutunum því ekkert gerist öðru vísi. Gerðu fyrst kröfur til sjálfs þín áður en þú hefur uppi kröfur á hendur öðrum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér berst óvænt boð um þátt- töku í skemmtilegu sam- kvæmi. Láttu það eftir þér að fara og skemmtu þér vel. Það lyftir þér upp og býr þig und- ir frekari átök. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að skipuleggja hlut- ina betur og reyna að hafa sem mest á hreinu hvernig dagurinn verður. Það auð- veldar þér vinnuna og tryggir betri afköst. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu þér ekki bregða þótt einhver vinur þinn komi fram við þig með óvenjulegum hætti. Reyndu að setja þig í hans spor og vera þolinmóð- ur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður að standast allar freistingar til fjárútláta því nú er ekkert borð fyrir báru. Þú verður að láta föstu út- gjöldin ganga fyrir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér dugar lítt að sitja með hendur í skauti því þannig kemurðu engu í verk. Hristu af þér slenið, brettu upp erm- arnar og taktu til starfa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það vantar ekki að allir í kringum þig vilja gefa þér góð ráð en þú ættir að hugsa þig vandlega um áður en þú ferð eftir einhverju þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þegar þú tekur þátt í ein- hverju með öðrum skaltu ganga úr skugga um að sér- hver greiði það sem honum ber en að þú sitjir ekki uppi með sárt ennið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur það á tilfinningunni að eitthvað sé að gerast á bak við tjöldin á vinnustað þínum án þess að þú sért hafður með í ráðum. Þinn tími kemur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ýmislegt getur komið þér á óvart svo ef þú vilt ekki láta slá þig út af laginu skaltu vera viðbúinn. Þetta er þó ekkert til að hafa áhyggjur af. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.