Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ kyns væri en annar maður mun hafa staðið fyrir hrekknum. Rýma þurfti allt húsið þar sem um 800 manns vinna og senda hóp af fólki í sérstaka hreinsunaraðgerð. Sagði Ashcroft að tveggja daga aðgerðir lögreglunnar og vinnutapið hefði kostað skattgreið- endur í allt um 1,5 milljónir dollara, um 150 milljónir króna. Talið er að Faryniarz geti fengið allt að fimm ára fangelsi og þriggja milljóna dollara sekt. Fulltrúadeild lokað í fimm daga Ekki hefur enn greinst með vissu neitt tilfelli af miltisbrandsgróum í bréfi annars staðar en í Bandaríkj- unum þar sem ákveðið var í gær að loka sölum fulltrúadeildarinnar í fimm daga meðan gerð væri gaum- gæfileg leit að gróum. Öldungadeildin mun starfa áfram. Miltisbrandsgró fundust í gær- morgun í híbýlum á vegum öldunga- deildarinnar er liggja að sjálfu þing- húsinu, Capitol. Starfsmenn á skrifstofu Tom Daschle, talsmanns demókrata í öldungadeildinni, greind- ust með sýkilinn auk tveggja lög- reglumanna. Lokunin var ákveðin er skýrt var frá 31 tilfelli sem greind voru á skrif- stofu Daschle og sýkillinn fannst einnig í pósthúsi öldungadeildarinn- ar, að sögn Dennis Hasterts, forseta fulltrúadeildarinnar. Þótti því vissara að rannsaka húsakynni fulltrúadeild- arinnar vandlega en borin var til baka sú fullyrðing Hasterts að efnið hefði fundist í loftræstikerfi hússins. Mikið kapp er lagt á að reyna að rekja feril bréfanna með miltis- brandssýklum en ekki er það auðvelt verk þótt póststimpill gefi ákveðnar vísbendingar. Robert Mueller, yfir- maður alríkislögreglunnar, FBI, sagði í gær að viss sameiginleg ein- kenni væru með bréfi sem Daschle fékk í Washington og öðru sem sent var sjónvarpsfréttamannium Tom Brokaw hjá NBC-stöðinni í New York. Bæði voru bréfin send frá borg- inni Trenton í New Jersey og sér- fræðingar benda á að stafagerðin í ut- anáskriftinni sé keimlík. Málin eru er rannsökuð sem glæpamál, eins og samsvarandi mál í Flórída og embættismenn telja líkur á að um samhæfðar aðgerðir hryðju- verkamanna geti verið að ræða. Á hinn bóginn er ekki hægt að fullyrða neitt um það hverjir séu að verki. En George W. Bush og fleiri háttsettir leiðtogar hafa sagt að vel komi til greina að samtök Osama bin Ladens, sem nú er reynt að handsama eða ganga af dauðum í Afganistan, eigi hlut að máli. STJÓRNIR ríkja um allan heim gripu til margvíslegra ráða í gær til að auka varnir gegn hugsanlegum sýklavopnaárásum vegna miltis- brandsárásanna í Bandaríkjunum. Sums staðar eru starfsmenn póst- flokkunarstöðva nú látnir bera grím- ur og hanska við störf sín. En einnig var íhugað hvernig skyldi brugðist við bréfum með hættulausu dufti sem send eru af stráksskap en valda miklu umstangi og tefja fyrir starfi lögreglu, engu síð- ur en raunveruleg hætta. John Ash- croft, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur varað fólk við slíku athæfi, það sé að brjóta með „svívirði- legum hætti gegn gagnkvæmu trausti í samfélaginu“ og refsað verði fyrir af- brotin með fangelsisdómum. Heil- brigðismálaráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, sagði hættu á að fölsk hótunarbréf yrðu að „andstyggi- legu þjóðarsporti“. Bent er á að skelfingin vegna sýkla- vopna í sendibréfum og bögglum geti haft víðtæk efnahagsleg áhrif, aukið kostnað við viðskipti og almennt óör- yggi, jafnvel þótt ekki reynist um raunverulegar sýklavopnaárásir að ræða. En einnig er ljóst að baráttan við raunveruleg hryðjuverk verður bæði erfiðari og kostnaðarsamari en ella vegna áðurnefndrar gamansemi. Dæmi eru um að fólk hefur sent bréf með dufti af einhverju tagi til fólks sem því er illa við, einfaldlega til að valda því hræðslu. Ashcroft nefndi sem dæmi um kostnaðinn af fölskum vísbendingum að starfsmaður hjá umhverfisstofnun í Connecticut, Joseph A. Faryniarz, hefði 11. september, er árásirnar voru gerðar á New York og Washington, sagt lögreglu frá ókennilegu dufti sem hann rakst á rétt hjá tölvunni sem hann vann við. Duftið var á papp- írsþurrku og ritað á hana „miltis- brandur“. Efnið reyndist síðar vera kaffirjómaduft og Faryniarz viður- kenndi að hafa frá upphafi vitað hvers Hertar aðgerðir vegna falskra sýklahótana Gripið til sekta og fangelsis- refsinga Washington, París. AFP, AP. Reuters Starfsmaður hjá póstþjónustunni í Búlgaríu með gasgrímu og hanska við vinnu sína í höfuðborginni Sofiu. Víða um heim hafa öryggisráðstafanir vegna þeirra sem flokka bréfa- og bögglasendingar verið hertar. SKRIFSTOFA sænska stjórnar- ráðsins fékk í gær bréf með hvítu dufti sem þegar í stað var afhent lög- reglunni, að því er sagði í frétt AP- fréttastofunnar. „Starfsmenn sem komust í snertingu við bréfið hafa þegar gengist undir læknisskoðun eða munu gera það,“ sagði í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Svipuð bréf, sem þótt hafa grunsamleg, hafa verið rannsökuð í Noregi, Finnlandi og Danmörku af ótta við að þau inni- héldu miltisbrandsgró sem fundist hafa í bréfum í Bandaríkjunum. Enn hafa þó ekki fundist nein dæmi um slíkt annars staðar en í Bandaríkj- unum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum álíta að lítil hætta sé á að hryðju- verkamenn geri þar árásir með sýklavopnum. Göran Forsell, yfir- maður öryggismála hjá sænska þinginu, sagðist í samtali við Göte- borgs-Posten telja að mesta hættan sem steðjaði að Svíum væri sögu- sagnirnar og ókyrrðin sem skapaðist. Lögreglan í Malmö kannaði á þriðju- dag innihald plastpoka með hvítu efni er starfsmenn póststöðvar fundu. Var staðurinn girtur af um hríð. Tveir menn verða ákærðir í Noregi Fimm manns voru sendir í skoðun í Notodden í Noregi eftir að hafa handfjatlað bréf sem sent var til ráð- húss bæjarins sem er um 100 kíló- metra suðvestan við Ósló. Aftenpost- en sagði í gær að sennilega hefði verið um að ræða strásykur og tveir menn, er gengist hefðu við að hafa sent bréfið að gamni sínu, myndu verða ákærðir fyrir að hóta fólki. Lögreglan í Noregi hefur rannsakað um 20 önnur bréf sem þóttu tor- tryggileg. Bókasafnið í bænum Hort- en var yfirgefið í gær eftir að þangað barst bréf með dufti. Meðal staða í Danmörku þar sem ótti greip um sig vegna bréfa með undarlegu dufti voru fataverslun í Árósum og lögmannastofa í Kaup- mannahöfn. Niðurstöður rannsókna hafa í öllum tilvikum sýnt að ekki væri hætta á ferðum en talsmenn lög- reglunnar ráðlögðu samt fólki að hafa samband ef því fyndist bréf grunsam- legt, að sögn Berlingske Tidende. Bréf með dufti sent stjórnar- ráðinu Svíþjóð AFGANSKIR stjórnmálamenn, skæruliðar úr fjöllunum, stuðnings- menn hins aldna útlæga konungs og jafnvel hófsamir menn úr röðum tal- ibana munu koma saman til fundar um næstu helgi, að tilstuðlan Banda- ríkjamanna og Pakistana, til að leggja á ráðin um myndun ríkis- stjórnar á breiðum grundvelli sem taka myndi við völdum í landinu eftir að stjórn talibana hefði verið steypt af stóli. Hermt er að stjórnvöld í Banda- ríkjunum, Pakistan og víðar óttist að hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta verði til þess að velta talib- anastjórninni úr sessi áður en stjórn- arandstaðan í Afganistan nær sam- komulagi um myndun nýrrar stjórnar, en það gæti leitt til enn frekara stjórnleysis og átaka í land- inu. Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, varaði sérstaklega við þessari hættu á fréttamannafundi eftir við- ræður þeirra Colins Powells, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í Isl- amabad á þriðjudag. Kváðust Powell og Musharraf vera sammála um nauðsyn þess að kraftur yrði settur í stjórnarmyndunarviðræður og að breið samstaða næðist milli þeirra ólíku þjóðernishópa sem byggja Afg- anistan. Stjórnlagaþing undir forsæti konungsins Meðal möguleika sem nefndir hafa verið er að fá hinn 87 ára gamla fyrr- verandi konung, Mohammad Zaher Shah, til að vera í forsæti á þingi allra stjórnmálafylkinga, þar sem reynt yrði að ná samkomulagi um framtíð- arstjórn landsins. Þessi hugmynd nýtur meðal ann- ars hljómgrunns í Bandaríkjunum, Pakistan, Bretlandi og fleiri vestræn- um ríkjum. Afganar, sem eru þessu hlynntir, munu koma saman í landa- mærabænum Peshawar í Pakistan á laugardag til að ræða val fulltrúa á slíkt þing, eða „loya jirga“. Á þinginu myndu koma saman leiðtogar stærsta þjóðarbrotsins, pashtúna, fulltrúar Norðurbandalagsins, stuðn- ingsmenn hins útlæga konungs og hugsanlega hófsamir menn úr röðum talibana, sem sætta sig við að hreyf- ingin geti ekki lengur setið ein að völdum. Norðurbandalagið hefur sam- þykkt að taka þátt í slíku þingi undir forsæti konungsins. Fulltrúar þess sögðu þó á þriðjudag að ekki ætti að kalla þingið saman fyrr en leiðtogi bandalagsins, Burhanuddin Rabbani, kjörinn forseti sem steypt var af stóli, hefði stýrt bráðabirgðastjórn í tvö til þrjú ár. Ekki allir hrifnir af Norðurbandalaginu En ekki eru allir hrifnir af því að Norðurbandalagið undir stjórn Rabbanis hafi undirtökin í væntan- legri samsteypustjórn. Gagnkvæm tortryggni ríkir milli Pakistana og bandalagsins og ýmsir hafa bent á að liðsmenn þess hafi ekki síður gerst sekir um grimmdarverk en talibanar. Í fjögurra ára forsetatíð sinni var Rabbani ófær um að hafa hemil á þeim stríðandi fylkingum sem nú eru sameinaðar í andstöðunni við talib- anastjórnina. Átök milli fylkinganna urðu um 50.000 manns að bana, lögðu stóran hluta Kabúl í rúst og sköpuðu grundvöll fyrir valdatöku talibana ár- ið 1996. Peter Kessler, starfsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, varaði í viðtali við AP-frétta- stofuna við „blóðbaði“ ef Norður- bandalagið kæmist til valda. Pakistanar hafa hvatt Bandaríkja- stjórn til að koma í veg fyrir að bandalagið setjist eitt við stjórnvöl- inn. Vara þeir við því að stærsti þjóð- ernishópurinn, Pashtúnar, myndi aldrei sætta sig við það, þar sem Norðurbandalagið sé fyrst og fremst myndað af minnihlutaþjóðernishóp- um Tadsjika og Úsbeka. Pakistanskir og vestrænir emb- ættismenn eru sammála um nauðsyn þess að einhver niðurstaða fáist í málið fyrir lok nóvember, þar sem upphaf vetrar og föstumánaðar mús- lima, ramadan, geti tafið fyrir hern- aðaraðgerðum. Reuters Afganskt flóttafólk fer yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa varað við því að hundruð þúsunda Afgana kunni að svelta eða frjósa í hel eftir að vetur gengur í garð í næsta mánuði verði landsmönnum ekki komið til hjálpar. Lögð á ráðin um nýja stjórn í Afganistan Islamabad. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.