Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu laugardaginn 13. október sl. var sagt frá niðurstöðum á ör- verumælingum á ís í ísgerðarvélum sem gerðar voru á lang- flestum sölustöðum í Reykjavík. Það var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem gerði þessa rannsókn sem byggðist á ör- fræðilegu mati. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru afar slakar og reyndust 53% sýnanna ófull- nægjandi, 25% fengu athugasemd en aðeins 22% voru fullnægjandi. Auk þess sem heild- argerlafjöldi fór allt of oft yfir leyfileg viðmiðunarmörk var kólí- gerlafjöldi of mikill í mörgum sýn- anna. Fram kom að helstu ástæður þessa megi rekja til ófullnægjandi kælingar á ísblöndum, endurnýt- ingar hennar, ófullnægjandi þrifa á ísvélinni og óþrifnaðar starfs- fólks. Það kom jafnframt fram að meðan á þessari úttekt stóð lagað- ist ástandið verulega hjá flestum og er það vel. Viðbrögð Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur í framhaldi af þessari gagnlegu úttekt valda hins vegar vonbrigðum. Ekki má birta nöfn staða Í fyrsta lagi hafnar Heilbrigð- iseftirlitið að upplýsa neytendur um hvaða sölustaðir eiga hér hlut að máli. Rök fyrir þessu eru þau að lög um mengunarvarnir og holl- ustuhætti kveði á um að eftirlits- aðilar skuli verndaðir og þá vænt- anlega fyrir nafnbirtingu. Einnig að íssalan sé yfirleitt lítið brot af starfsemi þessara staða og ef gefið væri upp hvaða staðir þetta eru gæti það skaðað aðra starfsemi sölustaðanna. Um þessa röksemdarfærslu má segja margt en eftirfarandi er látið duga. Í fyrra lét Hollustuvernd ríkisins heilbrigðiseftirlit sveitar- félaga mæla hitastig í kælum verslana og kannahreinlæti hjá ýmsum matvælafram- leiðendum. Hollustu- vernd ríkisins hafnaði hins vegar að birta niðurstöður fyrir hvert einstakt fyrir- tæki. Fréttastofa Stöðvar 2 kærði þessa ákvörðun og ákvað Hollustuvernd þá að birta þessar upplýs- ingar, þannig að ekki var verndin gagnvart fyrirtækjum metin mikils á þeim bæ. Við hljótum líka að spyrja hvar neytendaverndin sé og hvort ekki sé eðlilegt að tryggja mögu- leika neytenda til að sniðganga staði sem hafa orðið uppvísir að sóðaskap. Hvað varðar að íssala sé aðeins brot af annarri sölustarfsemi þá er eflaust mikið til í því. Neytenda- samtökin minna þó á að sölustaður sem selur ís úr vélum auk annarra vara (aðallega matvara), er rekinn af sama aðilanum og það er full ástæða fyrir neytendur að ætla að ef sóðaskapur sé látinn viðgangast varðandi ígerðarvélina, sé sóða- skapur einnig hvað varðar aðra hluti sölustarfseminnar. Þessa vegna hljóta upplýsingar um hvaða staðir fullnægja ekki reglum um hreinlæti að skipta miklu máli fyr- ir neytendur. Einnig hljóta þeir sölustaðir sem hafa hreinlæti í lagi að eiga kröfu á að upplýst sé um þetta, ella liggja þeir undir sömu sökum almennings og sóðarnir. Neytendasamtökin eru ósammála þessari túlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og krefjast þess að upplýsingar um einstaka sölustaði séu ávallt birtar. Á að leyfa meiri gerlafjölda í ís? Í öðru lagi leggur Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur til að reglur um viðmiðunarmörk varðandi gerlafjölda í ís verði hækkaðar frá því sem nú er, það er að heim- ilaður verði meiri gerlafjöldi en nú er leyfður. Vísað er til að sam- bærilegar reglur í Svíþjóð og Dan- mörku heimila meiri gerlafjölda í ís en íslenskar reglur gera. Þetta finnst Neytendasamtökun- um undarleg tillaga og við hljótum að spyrja hvort það sé nægjanlegt til að rýmka slíkar reglur að nógu margir brjóti þær með einberum sóðaskap. Þegar þessar reglur voru settar töldu yfirvöld ekkert því til fyrirstöðu að hafa þessar reglur með þeim mörkum um gerlafjölda sem þar eru ákveðin. Það dugar ekki að vísa á að í reglum í nágrannalöndum okkar sé leyfður meiri sóðaskapur hjá seljendum en leyfður er hér á landi. Slík röksemdafærsla er ekki boðleg gagnvart íslenskum neyt- endum. Jafnframt er minnt á að þessar reglur eru heldur ekki óyf- irstíganlegri en svo að 25% selj- enda standast þær með réttum vinnubrögðum. Neytendasamtökin hafna því að slakað sé á þessum kröfum og vandinn verði þess í stað leystur með nauðsynlegu hreinlæti. Slík lausn er best fyrir alla og raunar sjálfsögð gagnvart neytendum sem borða jú vöruna. Skítugur ís Jóhannes Gunnarsson Íssala Neytendasamtökin eru ósammála þessari túlk- un Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir Jó- hannes Gunnarsson, og krefjast þess að upplýs- ingar um einstaka sölu- staði séu ávallt birtar. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. MEGINHLUT- VERK ríkisins í at- vinnulífinu er að skapa frjótt umhverfi til at- vinnurekstrar fremur en að stunda sjálft slík- an rekstur. Áherslur stjórnvalda á grunn- rannsóknir og vísinda- menntun falla vel að þessum viðhorfum því að undirstöðuþekking og þjálfun mannaflans eru hvati allra framfara í nútímaþjóðfélagi. Af- urðir rannsókna eru ekki ólíkar annarri framleiðslu að því leyti að velgengni á erlend- um mörkuðum er háð nýsköpun á heimamarkaði. Íslendingar þurfa því að efla grunnrannsóknir og vísinda- menntun hér á landi til að standast harða samkeppni á hinu frjálsa markaðstorgi alþjóðlegra vísinda- rannsókna. Þar fer uppskera eftir því hverju sáð er. Góður árangur íslenskra vísindamanna Rannsóknir margra íslenskra vís- indamanna eru samkeppnishæfar er- lendis. Þetta kemur fram í birtingu á alþjóðlegum vísindagreinum og ár- angri í samkeppni um verkefnafé úr erlendum rannsóknasjóðum. Slíkur árangur næst ekki án mótframlags úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. En íslenskir vísindamenn ávaxta pundið sem varið er til rann- sókna hérlendis af skattfé þjóðarinn- ar með góðum árangri á alþjóðavett- vangi. Útgjöldin hafa einnig skilað sér undanfarin ár í fjölda nýrra einkafyrirtækja í hátæknigeiranum og fleiri störfum í greinum sem krefj- ast rannsóknamenntunar. Útgjöld til rannsókna skila sér ekki síður í auknu menntunar- og menningar- stigi þjóðarinnar sem verður seint metið á hagrænan mælikvarða. Merki þess að áherslur á vísinda- rannsóknir séu farnar að skila ár- angri sjást þannig víða og ekki skiptir minnstu máli að hlutfall hátækniaf- urða af heildarútflutningi hefur vaxið jafnt og þétt og var um 6% árið 1999 og hafði þá fimmfaldast á áratug. Menntun og þjálfun ungra vísindamanna Helsti tilgangur rannsóknanáms og vísindaþjálfunar er að fjölga ungu fólki með færni í sjálfstæðum vinnu- brögðum sem nýtast á öllum sviðum atvinnulífs og þjóðlífs. Framboð á sérhæfðum starfskrafti er flöskuháls í þróun einkafyrirtækja í þekkingar- og hátækniiðnaði þar sem skortur á rannsóknamenntuðu vinnuafli hefur verið landlægur. Flestir íslenskir vís- indamenn fá grunnmenntun sína í innlendum háskólum þótt langflestir þeirra fari utan í framhaldsnám. Þetta hefur ótvíræða kosti, en einnig galla sem til lengri og skemmri tíma gæti skaðað samkeppnishæfni þjóð- arinnar í framsæknum og rannsók- nafrekum iðnaði. Það er mikilvægt fyrir rannsóknir við íslenska háskóla og íslenskt atvinnulíf að menntun vís- indamanna fari fram á Íslandi þegar aðstæður leyfa. Lífæð háskólarann- sókna er þjálfun stúdenta í rann- sóknanámi og nálægð slíkra rann- sókna við þjóðlíf og atvinnulíf er allra hagur. Markmið rannsóknanáms á Íslandi verður hins vegar aldrei að færa það allt inn í landið, heldur fyrst og fremst að auka val stúdenta. Sjóðir Rannsóknarráðs Á undanförnum áratugum hafa heildarframlög til rannsókna og þró- unar á Íslandi aukist verulega. Þetta stafar fyrst og fremst af auknum hlut einkafyrirtækja. Háskólarannsóknir á vegum hins opinbera hafa einnig eflst, ekki síst framhaldsnám á veg- um Háskóla Íslands og í vaxandi mæli annarra háskóla. Sjóðir í vörslu Rannsóknarráðs Íslands eru alls um 600 m.kr. að meðtöldum tímabundn- um fjárveitingum til átaksverkefna og rekstrarkostnaði. Sjóð- irnir nema einungis um 10% af framlögum rík- isins til rannsókna og þróunar. Þetta hlutfall hefur minnkað ört sé litið til heildarframlaga þjóðarinnar til rann- sókna og þróunar og var komið niður fyrir 4% árið 1999 en var 11% árið 1986. Þótt hlutfall sjóða Rannsóknarráðs sé ekki hátt er mikilvægi þeirra ótvírætt. Úthlut- að er úr sjóðunum í harðri samkeppni þar sem árlegar umsóknir um rannsóknastyrki nema a.m.k. þrefaldri upphæð ráðstöfunar- fjár. Við mat á umsóknum fer fram ít- arlegt faglegt mat þar sem vísinda- eða tæknigildi verkefna hafa mest að segja. Mestum hluta styrkja úr Vís- indasjóði er varið til launa aðstoðar- manna við rannsóknir, en þeir eru ýmist nemendur í framhaldsnámi eða ungir vísindamenn í rannsóknanámi og vísindaþjálfun. Sama máli gegnir um talsverðan hluta Tæknisjóðs. Ný úthlutunarstefna Vísindasjóðs Aukin áhersla á samstarf sterkra rannsóknaeininga í vísindasamvinnu Norðurlanda og væntanlegri 6. rammaáætlun Evrópusambandsins vekur upp þá spurningu hvort sjóðir Rannsóknarráðs séu nægilega öflug- ir til að stuðla að virkri þátttöku Ís- lendinga í þessu vísindasamstarfi. Svipaða sögu má segja um formlegt vísindasamstarf við Bandaríkin og Kanada sem er í bígerð. Þá hefur kerfisbreyting undanfarinna ára á launamarkaði hækkað dagvinnulaun háskólamenntaðra starfsstétta í þjóðfélaginu verulega. Á fimm ára tímabili hefur ráðstöfunarfé Vísinda- sjóðs rýrnað um 40% mælt í manná- rum, en það bitnar nánast eingöngu á nemum í rannsóknanámi og ungum vísindamönnum sem þiggja daglaun sín tímabundið úr sjóðnum. Hlið- stæða sögu má segja af Tæknisjóði. Rannsóknarráð Íslands hefur sam- þykkt að reyna að bregðast við launaþróuninni og breyttum sóknar- færum erlendis með úthlutunar- stefnu sjóða sinna. Í nýjum áherslum sínum setur ráðið Vísindasjóð á odd- inn að þessu sinni og hyggst stofna til öndvegisstyrkja sem verða hærri en áður hefur tíðkast í grunnrannsókn- um hérlendis. Auk þess hefur um- sóknaferlinu verið breytt þannig að búast má við að meðalstyrkir hækki. Þetta þýðir vitaskuld að styrkjum fækkar verulega verði sama upphæð til skiptanna. Því má eflaust deila um þessar aðgerðir sem leysa vandann að hluta en skapa jafnframt nýjan skort. Til að styrkja vísindarann- sóknir í landinu og auka enn hróður íslenskra vísinda á alþjóðavettvangi þarf að snúa við blaði og stórefla sam- keppnissjóði í vörslu Rannsóknar- ráðs. Þar sem sjóðirnir eru nánast eina óbundna innlenda fjármagnið sem varið er til rannsókna og þróun- ar hérlendis þarf vogarafl þeirra að skipta máli í heildarfjármögnun rannsókna á Íslands. Veðjum á vís- indarannsóknir Hafliði Pétur Gíslason Höfundur er prófessor í eðlisfræði og formaður Rannsóknarráðs Íslands. Styrkir Þótt hlutfall sjóða Rannsóknarráðs sé ekki hátt, segir Hafliði Pétur Gíslason, er mikilvægi þeirra ótvírætt. ÞÆR gríðarlegu breytingar sem orðið hafa á félagslegum og efnahagslegum að- stæðum á Vesturlönd- um síðustu áratugi kalla á breytingar á lýðræðisfyrirkomulag- inu. Almenn og góð menntun, mikil tölvu- eign og meiri frítími en nokkurn tíma áður kallar allt á að fólk hafi miklu meira um hagi sína að segja en áður. Sá tími er liðinn að fulltrúar almennings taki allar ákvarðanir og tímabært að færa valdið í meiri mæli til fólksins. Netið býður upp á möguleika til að auka stórum milliliðalaust lýðræði og gera það að veruleika án þeirra galla sem fylgja tíðum þjóðarat- kvæðagreiðslum, þar sem kjósendur þurfa að fara á kjörstað til að greiða atkvæði. Milliliðalaust lýðræði Undirritaður hefur í félagi við nokkra þingmenn Samfylkingarinn- ar lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi skipi nefnd sem kanni möguleika á notkun Netsins við að þróa og koma á milli- liðalausu lýðræði. Einnig hvaða áhrif milliliðalaust lýðræði hefði á samfélagið, efnahagslega, fé- lagslega og stjórn- málalega, sérstaklega með tilliti til sveitar- stjórna, þar sem auð- velt og byltingarkennt gæti verið að nota milliliðalaust netlýð- ræði í miklum mæli. Þar er lagt til að stefna skuli að því að kosningar til Alþingis og sveit- arstjórna fari samhliða hefðbundn- um kosningum fram á Netinu innan fárra ára. Agora okkar tíma Kosningar á Netinu í kjölfar upp- lýsinga- og tæknibyltinganna eru að verða að veruleika og brýnt að kanna þegar í stað kosti þeirra og galla. Tímabært er að stíga skrefið frá Aþenu til internetsins við lýð- ræðislega stjórnarhætti og færa völdin í meira mæli til fólksins. Full- trúalýðræðið hefur að mörgu leyti gengið sér til húðar, þótt því fari fjarri að hægt sé að leggja það af. Kominn er tími til að lýðræðið leiti upprunans, en í stað handaupp- réttinganna á Agora-torginu í Aþenu á gullöld Grikkja rétta menn nú upp hönd á Netinu þess í stað. Fulltrúalýðræði hins illa upplýsta og fátæka almennings hefur runnið sitt skeið á enda og næsta framfara- skeið mannkynsins þarf að eiga sér stað á stjórnmálasviðinu með milli- liðalausu lýðræði og notkun Netsins við að koma því á. Lýðræði 21. aldarinnar Hlutverk og tilgangur þessarar tillögu er að þróa lýðræðið áfram í ljósi aukinnar menntunar og betri aðgangs að upplýsingum sem leiðir til þess að hinn almenni borgari get- ur nú tekið ákvarðanir í formi beins lýðræðis um mörg meginmál sam- félagsins. Meginviðfangsefni stjórn- málastarfsins er að komast að því hvaða lausnir flestir telja bestar og til mestra hagsbóta. Einfaldast er að spyrja fólkið að því beint í stað þess að fela það nokkrum fulltrúum þess. Beint lýðræði upprætir einnig óhófleg áhrif fjársterkra og há- værra hagsmunaafla sem oft hafa mikil áhrif á kjörna fulltrúa stjórn- málaflokkanna. Frá Aþenu til alnetsins Björgvin G. Sigurðsson Lýðræði Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að Alþingi skipi nefnd, segir Björgvin G. Sigurðsson, sem kanni möguleika á notkun Netsins við að þróa og koma á milliliða- lausu lýðræði. Höfundur er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar.                                
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.