Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR
54 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðbjörg Páls-dóttir fæddist í
Hjallakoti á Álfta-
nesi 22. febrúar
1907. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi sunnudag-
inn 7. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Páll
Stefánsson sjómað-
ur, f. 26. júní 1864, d.
10. ágúst 1935, og
Ólöf Jónsdóttir
húsfrú, f. 25. júní
1873, d. 8. október
1948. Systkini Guðbjargar voru:
Þjóðbjörg, f. 28. desember 1890, d.
1977, Jóhanna, f. 15. mars 1895, d.
1975, Guðný, f. 16. júlí 1897, d.
1973, Guðmundur, f. 28. septem-
ber 1900, d. 1980, Ingveldur, f. 4.
ágúst 1904, d. 1989, og Gestur, f. 5.
nóvember 1911, d. 21. júlí 2000.
gift Alfreð Júlíussyni vélstjóra, f.
17. ágúst 1930. Dætur þeirra eru:
a) Guðbjörg, f. 9. apríl 1952, gift
Ásmundi Karlssyni og eiga þau
einn son, Axel. b) María Júlía, f. 11.
september 1953, gift Símoni Ólafs-
syni og eiga þau tvo syni, Jón og
Alfreð. Jón er kvæntur Sigríði
Karen Bárudóttur og eiga þau tvö
börn, Sögu og Daða. c) Ólöf, f. 30.
júlí 1956, gift Ágústi Victorssyni
og eiga þau þrjár dætur, Ernu
Dóru, Laufeyju og Ásgerði Júlíu.
Laufey á eina dóttur, Viktoríu
Önnu, með Úlfari Óla Sævarssyni.
d) Kristín Gróa, f. 17. desember
1966. 2) Guðmar, deildarstjóri hjá
Danól, f. 30. maí 1945 í Reykjavík,
kvæntur Pálínu I. Jónmundsdóttur
framhaldsskólakennara, f. 25. júní
1942. Börn þeirra eru: a) Jón-
mundur, f. 8. mars 1968, kvæntur
Margréti Gísladóttur Blöndal og
eiga þau fjögur börn, Þórarin, Pál-
ínu Ingibjörgu, Ragnhildi og
Svein. b) Halldóra, f. 8. desember
1976. c) Pétur Kristinn, f. 25. des-
ember 1978.
Útför Guðbjargar fer fram frá
kirkju Óháða safnaðarins í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Sonur Þjóðbjargar,
Júlíus Sigvaldason, f.
31. júlí 1911, d. 1980
ólst upp með systkina-
hópnum. Fjölskyldan
bjó fyrst í Hjallakoti
og síðar í Mýrarkoti á
Álftanesi. Árið 1913
fluttust þau til Reykja-
víkur að Klapparstíg
27.
Guðbjörg giftist 9.
júní 1928 Marel Kr.
Magnússyni vörubíls-
stjóra, f. 8. febrúar
1902 að Kolsholtshelli
í Flóa. Hann lést 24.
maí 1996. Foreldrar hans voru
Magnús Þorsteinsson járnsmiður,
f. 25. september 1857, d. 8. október
1942, og Sigríður Magnúsdóttir, f.
18. ágúst 1861, d. 3. ágúst 1941.
Börn Guðbjargar og Marels eru:
1) Erna Dóra húsmóðir, f. 3. janúar
1933 í Reykjavík, d. 26. ágúst 1997,
Það er komið að kveðjustund.
Amma mín og nafna er látin eftir
langa ævi. Hún varð 94 ára og mundi
tímana tvenna eftir nærri heila öld.
Hún upplifði báðar heimsstyrjald-
irnar, plágur sem herjuðu á landið,
torfbæi, moldargólf og fátækt þjóð-
arinnar.
Amma átti sex systkini og einn
uppeldisbróður, Júlíus, son elstu
systur hennar, Þjóðbjargar. Systk-
inahópurinn var einkar samheldinn
og var glatt á hjalla þegar þau og
fjölskyldur þeirra komu saman. Um
það á ég margar góðar minningar.
Hún var ein eftir, eins og hún sagði
svo oft við mig, en öll systkini hennar
og afa Marels og makar þeirra höfðu
áður yfirgefið þennan heim, síðast
Gestur bróðir hennar.
Tvisvar á lífsleiðinni átti amma við
alvarleg veikindi að stríða. Hún fékk
berkla þegar mamma var þriggja ára
og var á Vífilsstöðum í níu mánuði.
Hún talaði oft við mig um þennan
tíma sem var henni þungbær með
svo unga dóttur en var afar þakklát
þeim sem höfðu hjálpað afa og
mömmu á þessu tímabili. Hún var
með það sem nefnt var þriggja
krossa smit og var alvarlegt. Henni
stóð til boða að fara í aðgerð á
Landakoti þar sem meinið var skorið
burt og fyllt upp í holrúmið sem
myndaðist með paraffíni. Læknarnir
á Vífilsstöðum drógu frekar úr henni
að þiggja aðgerðina en hún sat föst
við sitt. Hún vildi reyna allt annað en
að vera höggvin. Ekki löngu eftir að-
gerðina var hún smitlaus og þótti
Vífilsstaðalæknum hér hafa orðið
kraftaverk. Hún komst heim fyrir jól
1936. Læknarnir lögðu henni lífs-
reglurnar eftir heimkomuna og var
ein þeirra að ganga úti á hverjum
degi. Í hverri einustu ferð gengu þær
mæðgur hönd í hönd, mamma þá
fjögurra ára. Hún sagði mér að
mamma hefði ekki getað sofnað eftir
að hún kom heim eftir veikindin því
hún hefði verið svo hrædd um að
amma færi aftur. Á sjöunda áratugn-
um þjáðist amma af liðagigt í mörg
ár.
Amma var skörp kona og vel gefin.
Þó skólaganga hennar yrði ekki löng
las hún og skildi bæði dönsku og
ensku. Hún var trygglynd og vinur
vina sinna. Á heimilinu var mikill
gestagangur enda voru þau afi afar
gestrisin. Amma tók öllum opnum
örmum og kunni að hlusta og tala við
hvern sem var. Þau hjónin voru afar
trúuð og voru þau ein af stofnendum
Óháða safnaðarins. Ég fór iðulega í
kirkju með þeim þangað á mínum
yngri árum. Amma fylgdist vel með
öllu og hafði mikinn áhuga á stjórn-
málum, þjóðmálum og fréttum al-
mennt.
Sjálf tel ég mig lánsama að hafa
átt svo góða ömmu öll þessi ár. Hún
kenndi mér að stafa og kveða að. Þá
gengum við Maja systir á hverjum
degi, ég fimm og hún fjögurra ára,
frá Sólvallagötunni á Bergstaða-
strætið með „Gagn og gaman“ í tösk-
unni, klæddar grænu VÍR úlpunum.
Ég sótti mikið til þeirra afa og
fékk oft að dvelja þar um helgar. Þau
voru bæði mjög barngóð. Á uppvaxt-
arárum mínum var pabbi til sjós og
fórum við systurnar og mamma á
hverjum sunnudegi til þeirra. Öll að-
fangadagskvöld og gamlárskvöld
vorum við hjá þeim á þessum árum
og þar var gott að vera.
Amma fylgdist vel með sínu fólki
allt fram á síðasta dag. Vildi vita
hvar við værum og hvað við værum
að gera og hringdi gjarnan. Sjónin
var næstum farin og sagði hún
stundum að síminn væri eina tækið
sem stytti sér stundir. Síðustu árin
voru henni þungbær en hún missti
afa fyrir rúmum fimm árum, en þau
voru afar samrýnd hjón. Dóttir
hennar, Erna Dóra, lést ári síðar.
Með Guðbjörgu ömmu minni er
síðasti einstaklingur hennar kyn-
slóðar í ættinni horfinn, manneskja
sem var bæði með stóra sál og gott
hjarta. Hún sagði mér margt frá
fyrri tíð þegar við áttum samveru-
stundir sem ég á eftir að sakna.
Elsku amma, þakka þér fyrir allt
og blessun guðs fylgi þér á nýjum
vegum.
Guðbjörg.
Það rifjast upp hjá mér margar
minningar um elsku ömmu nú þegar
hennar lífshlaupi er lokið. Í mínum
huga var hún þessi sterki persónu-
leiki sem ekkert gat bugað. Mér er
svo minnisstætt hvað mér fannst
amma mikil heimskona þegar ég var
lítil, að hún kynni að tala og lesa út-
lensku. Hún keypti í hverri viku
ensku og dönsku blöðin og las þau
spjaldanna á milli. Þetta var nú fyrir
tæpri hálfri öld, en amma hefði orðið
95 ára í febrúar næstkomandi. Ein
ósk var ömmu minni ofarlega í huga
alla tíð, en það var að ferðast með
flugvél, sú ósk rættist aldrei. Það var
mikill missir fyrir ömmu þegar afi
Marel dó fyrir fimm árum, en þau
höfðu þá verið gift í 68 ár. Enn meiri
missir var þegar Erna Dóra, mamma
mín og dóttir ömmu, lést ári seinna
langt um aldur fram, en mamma var
búin að vera þeim stoð og stytta á
þeirra efri árum. Símon maðurinn
minn og ég erum erlendis og getum
því miður ekki fylgt ömmu síðasta
spölinn. Við kveðjum ömmu Guð-
björgu með söknuði og þakklæti.
María Júlía og Símon.
Hún Guðbjörg amma er dáin og
langar okkur að minnast hennar með
nokkrum orðum. Guðbjörg amma
var stór hluti af lífi fjölskyldunnar
alla tíð og ungir og aldnir í fjölskyld-
unni hændust að henni. Hún var með
afbrigðum fjölskyldurækin og vin-
föst og vinmörg. Heimili hennar var
miðdepill þar sem allir komu og fóru
og í raun og veru breyttist það ekk-
ert þótt árin færðust yfir. Hún var
einstaklega ung í anda, ekki síst hvað
varðaði allar tækninýjungar sem
voru til þess að létta heimilisstörf og
auka þægindi þeirra sem hlut áttu að
máli. Guðbjörg missti manninn sinn,
hann Malla afa, fyrir nokkrum árum
en hún lét ekki deigan síga og hélt
áfram að búa í íbúð þeirra í Furu-
gerðinu. Og þegar eitthvað var um
að vera í fjölskyldunni, afmæli og
þess háttar, lét hún sig aldrei vanta
ef hún mögulega gat komist heilsu
sinnar vegna. Hún lét í raun og veru
ekki neitt heilsuleysi aftra sér frá því
að koma og hitta fjölskylduna og Elli
kerling hafði ekkert í hendurnar á
henni að gera enda taldi hún sig allt-
af vera á besta aldri. Guðbjörg amma
varð fyrir þeirri þungu raun að missa
dóttur sína ári eftir að hún missti
mann sinn. Það varð henni mikið
áfall en hún bognaði en brotnaði ekki
enda átti hún líka sinn góða son sem
var hennar stoð og stytta. Guðbjörg
hafði mjög gaman af lestri góðra
bóka meðan hún gat lesið. Ennfrem-
ur var hún mikil spilamanneskja og
kenndi m.a. dótturdætrum sínum að
leggja kapal en það var henni mikil
dægrastytting.
Það er margs að minnast þegar
horft er til baka og hugur okkar er
fullur af þakklæti til Guðbjargar
ömmu fyrir allt sem hún var okkur
öllum í fjölskyldunni. Minningin um
hana mun lifa áfram í hug okkar og
hjarta. Guð blessi minningu góðrar
konu.
Kristín Gróa, Ólöf og fjölskylda.
Elsku Bjarga mín. Nú hefur þú
kvatt þetta líf og ert komin á góðan
stað. Þú snertir svo mörg líf og sér-
staklega hefur þú snert mitt líf. Að
koma í heimsókn til þín var mjög
fróðlegt því að þú vissir svo margt og
gast alltaf sagt manni fréttir. Tölvu-
áhugi þinn var mikill og þú gast
frætt mann um margt. Það eru ekki
margir komnir á tíræðisaldurinn
sem vita mikið um þessa hluti
Ég heimsótti þig á Landspítalann
áður en ég fór út í ágúst og fannst
mér þú orðin nokkuð þreytt. Alltaf er
harmur að kveðja svo mikilvæga
persónu í lífi manns en þú lifðir góðu
lífi og varst alltaf glöð þegar ég hitti
þig. Ég vona að þér líði vel þar sem
þú ert núna.
Hjördís Kjartansdóttir.
GUÐBJÖRG
PÁLSDÓTTIR
! !
"
#$"#%&&
! "
! "
!"
#$
!%& ' (
)%&
!
!
'
(
)&#*&&
*
+,!
! "
+$,$
- * .
)%&
- !
.
!
! / !
#0
1!
2!
"/-0123 4 "004 )%/* 5
6-003 5 !0 4
"03 5 / 70 44
1 3 5 8"004 474
3 03 5 '/*
4
-, !
" ! "
! " "
$3$9,#$
18 1
:&/ &;
"< <
.1- ! / !
(
#0
!0'5 = 4
8 4 / 1 5
4
% 4
= !0' 5 !0 > 4
' '* 5' ' '*
3
! "
! "
,?,$
170%.@
!
!
(
#4#55&
6
!
30%> 4 "* )5
=> 5
!
"
$
?" 9#$
< -")02
%0710%1- 7)11A
"< <
!
#&" !
! - !
"
(
#4"#55&
B%04
%05
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi