Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag koma inn Hoyo Maru no. 8, Mánafoss og Koyo Maru no. 31. Út fara Goðafoss og Arnarfell. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður fimmtudag kl. 14-17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45-10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 10-16 púttvöllur opinn. Allar uppl. í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 16 hárgreiðsla, kl. 8.30- 14.30 böðun, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 mynd- list, kl. 9-16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 14-15 dans. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Vetr- arfagnaður 8. nóvember. Skráning í síma 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudag og fimmtudag kl. 13-16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstud. kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum á fimmtu- dag kl. 17-19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13-16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8- 16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9- 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9-13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur, kl. 9.45 boccia, kl. 10 keramik, kl. 12.15 spænska, kl. 13 vinnu- hópur gler, kl. 9-14 fóta- aðgerðarstofan, kl. 13.30 spilað í Holtsbúð 15. nóv, 29. nóv. Spilakvöld í Holtsbúð 25. okt. kl. 19.30 í umsjá þjóðmála- nefndar Rótaryklúbbs- ins Görðum í Garðabæ. Rútuferðir samkvæmt venju. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Pútt í Bæjarútgerðinni kl. 10-11.30. Kl. 13 gler- skurður. Á morgun verð- ur myndlist kl. 13, bridge kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Í dag brids kl. 13. Nám- skeið í framsögn kl. 16.15. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál 25. okt. n.k. kl. 10.30-11.30, panta þarf tíma. Uppl. um starfið á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 glerskurður, kl. 9-13 hárgreiðsla, kl. 9-16 böð- un, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið sunnu- dag frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Furugerði 1, fé- lagsstarfið. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Leirmuna- námskeið og glerskurð- arnámskeið. Laus pláss á þessi námskeið. Kl. 9.45 verslunarferð í Austurver, kl. 12 hádeg- ismatur og kl. 15 kaffi- veitingar. Á morgun verður messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni. Frá há- degi spilasalur opinn. Myndlistarsýning Val- garðs Jörgensens stend- ur yfir. Mánudag 22. okt. kl. 13.30 „Hittumst heil“. Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir kemur í heimsókn og syngur lög af nýjum geisladiski eftir föður sinn, Ágúst Pétursson. Veitingar í veitingabúð. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30 klippimyndir, taumálun, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Dansað í Gjábakka í kvöld frá kl. 20-22. Sigvaldi stjórnar. Myndir Gerðar af ung- um gestum á fjöl- skyldudeginum 13. okt. sl. hanga uppi í Gjá- bakka næstu daga. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga, kl. 9.05 brids, kl. 13. handavinnustofan opin, leiðb. á staðnum, línudans kl. 17. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, bútasaum- ur, kortagerð og perlu- saumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Föstud. 26. okt. kl. 18 kveðjum við sumar og heilsum vetri. Dagskrá: Matur, hlaðborð, danssýning, lukkuvinningur, tísku- sýning, fjöldasöngur og dans. Allir velkomnir. Skráning í síma 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 fjöl- breytt handavinna, kl. 14 félagsvist. Hársnyrting og fótsnyrting. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar heldur fræðslufund í kvöld kl. 20.30 í Hásölum Hafn- arfjarðarkirkju. Gengið inn frá Strandgötu. Fyr- irlesari er Rósa Guð- bjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Unglingar úr Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar flytja tónlist. Kaffi á könnunni. Fyrirspurn og umræður. Kvenfélag Kópavogs. Fundur í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 10. Anna Guðmundsdóttir kynnir íslenskar húðvernd- arvörur fyrir fjölskyld- una. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10-11 ganga, kl. 10-15 leirmun- anámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing, kl. 17-20 leirmótun. Leir- mótun hefst í dag 18. okt. kl. 17-20, leiðbein- andi Hafdís Benedikts- dóttir, fullbókað. Næsta námskeið hefst 29. nóv. Uppl. og skráning í síma 562 7077. Þjónustu- miðstöðin er opin öllum Reykvíkingum óháð aldri. Í dag 18. okt. kl 10.30 er fyrirbænastund í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Haustfagnaður í dag kl. 19. Léttur kvöldverður. Fjölbreytt dagskrá. Skráning og uppl. í síma 561 0300. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur í umsjá Valgerðar Gísladóttur kl. 17. Allar konur vel- komnar. Astma- og ofnæmis félagið. Málþing verður haldið laugardag 20. okt. á Hótel Loftleiðum kl. 10-13. Þema fundarins er Daglegt líf með astma og ofnæmi. Á dagskrá eru einnig fyrirlestrar og pallborðsumræður. Allir velkomnir. Skrán- ing í síma 552 2153. ÍAK. Leikfimi kl. 11.15 í Digraneskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids mánudaga og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Ga-fundir spilafíkla á fimmtudag í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3-5. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Í dag kl. 13-16 er prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomn- ir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Úrvalsfólk. Haustfagn- aður á Hótel Sögu Súlna- sal föstudag 19. okt. kl. 19. Aðgöngumiðar seldir hjá Rebekku og Valdísi 5854000. Í dag er fimmtudagur 18. október, 291. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema guð einn.“ (Lúk. 18.19.) K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur alltaf haft dálít-ið gaman af vef ungra vinstri- manna, www.murinn.is. Flestir sem skrifa á vefinn eru vel ritfærir og hafa ýmislegt til málanna að leggja. Það er ekki síst dálkur sem múrverj- ar kalla „menning og þó ...“ sem kæt- ir Víkverja, en þar er fjallað um ým- islegt sem er að gerast í menningarlífinu. Múrverjar taka sig ekki allt of hátíðlega þegar þeir fjalla um menningarmál og fjalla jafnt um teiknimyndir, kvikmyndir, leikhús, simfóníutónleika og bókmenntir. Nýjasti pistill þeirra fjallar t.d. um V.S. Naipaul sem fékk Nóbelverð- laun í bókmenntum í síðustu viku, en þar má líka finna pistla um drepsótt- ir (Sjúklega hornið) og sögulega pistla (Ártíðir merkismanna). Múrinn er hins vegar fyrst og fremst hugsaður sem pólitískur vett- vangur fyrir unga vinstrimenn. Að undanförnu hafa múrverjar fátt um annað skrifað en hernað Bandaríkja- manna og Breta í Afganistan í kjöl- far árása hryðjuverkamanna á Bandaríkin. Hörð andstaða múr- verja við aðgerðirnar í Afganistan vekja nokkra furðu, ekki síst í ljósi þess að aðgerðirnar hafa verið sam- þykktar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og nær allar þjóðir heims hafa talið nauðsynlegt að berjast gegn þeim sem báru ábyrgð á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum. Víkverji grípur hér niður í einn af pistlum múrverja um loftárásirnar á Afganistan. „Eftir nokkur ár munu allir nema treggáfuðustu Heimdellingar viður- kenna að loftárásirnar sem nú standa yfir eru flugeldasýning. Þær eru skrautsýning á hernaðar- mætti Bandaríkjanna og taglhnýt- inga þeirra og hafa þann eina tilgang að sýna yfirburðina. Eftir er að handsama Osama Bin Laden og það verður ekki gert með loftárásum. Meira að segja Rumsfeld [varnar- málaráðherra] viðurkennir það og engin skynsamleg rök hafa heyrst fyrir því að loftárásirnar hafi nokk- urn tilgang í því. Rök íslenskra hern- aðarsinna eru þau að bandaríski her- inn hljóti að hafa vit á því sem hann er að gera. Tilgangslausar loftárásir af þessu tagi eru ekkert annað en hryðju- verk.“ NÝLEGA kom út fréttablaðiðHraunbúinn sem gefið er út á Litla-Hrauni. Í blaðinu, sem er vand- að og ágætlega skrifað, er fjallað um það hvernig fíkniefni geta farið með líf fólks, en þau hafa haft örlagaríkar afleiðingar á líf ritstjóra blaðsins. Hann segir: „Eiturlyf ættu allir unglingar að varast því að þessi efni geta farið illa með fólk andlega og líkamlega. Ég þekki þessa þraut út í gegn, því að ég átti við fíkniefna- vanda að stríða þegar ég var ungl- ingur. Þetta byrjar smátt og smátt. Ungmennið byrjar að drekka um helgar niðri í bæ eða hvar sem er. Að sjálfsögðu byrjar allt með fikti en því miður er ekki aftur snúið þó það sé bara um fikt að ræða. Ég byrjaði að drekka um helgar í bænum en svo óx þessi fíkn yfir í eitthvað meira en ég hafði nokkurn tíma stjórn á, eiturlyfin tóku völdin og ég var orðinn háður fíkniefnum og endaði einnig með því að fara að selja fíkniefni en það varð mér nærri því að bana.“ Því miður er þessi saga ekki eins- dæmi. Bekki vantar í Smáralind GUNNAR hafði samband við Velvakanda og sagði hann að þau hjónin hefðu farið að skoða Smáralind. Fannst þeim þetta allt sam- an mjög glæsilegt en fannst eitt vanta og það væru bekkir þar sem fólk gæti tyllt sér niður milli þess sem það færi í verslanirnar eða til að bíða eftir þeim sem væru í verslunum. Sagði hann að í erlendum verslunarmiðstöðvum sem hann hefði komið í væru bekkir á víð og dreif fyrir fólk til að tylla sér á. Góð þjónusta FÍB MIG langar að þakka FÍB, félagi íslenskra bifreiðaeig- enda, fyrir mjög góða þjón- ustu. Á horni Miklubrautar og Grensásvegar drap bifreið mín á sér og kom ég henni ekki í gang aftur. (Var þetta heldur óþægilegt í allri umferðinni milli kl. 16 og 17.) Ég hringdi í FÍB og þar svaraði kurteis og skiln- ingsrík stúlka sem sagðist senda bíl fljótt. Innan 10 mínútna var komin hjálpar- bifreið frá FÍB, sem gaf bif- reið minni rafmagn svo ég komst áfram og þetta kost- aði ekkert. Einnig ráðlagði maðurinn (Stefán) mér að láta mæla geyminn hjá Pól- um í Einholti, það væri ókeypis fyrir FÍB-félaga. Ég gerði það og reyndist geymirinn ónýtur og keypti ég geymi með FÍB-afslætti. Ég mundi ráðleggja öll- um sem eiga bifreiðar að ganga í FÍB, árgjaldið er ekki lengi að borga sig þeg- ar veitt er svona góð þjón- usta og margskonar afslátt- ur sem FÍB veitir. Bestu þakkir til starfs- fólks FÍB. Erla 181030-2329. Tapað/fundið Mongoose-fjallhjól týndist NÝLEGT, fagurblátt 26" Mongoose-fjallahjól tapað- ist frá Gnoðarvogi 74 um helgina og er þess sárt saknað. Hjólið er með svört fram- og afturbretti og var læst með gráum lás. Ef ein- hver kannast við að svona hjól sé í vanskilum í ná- grenni við sig þá vinsam- legast hringið í Matthías, s. 895 3066. Dýrahald Hundur í óskilum Border Colly-hundur er í óskilum á Hundahótelinu Leirum. Eigandi vinsam- legast vitji hans strax. Uppl. í s. 566 8366 eða 698 4967. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is STUNDUM er talað um innri augu skáldsins. Þá er vísað til þess að skáldið sjái dýpra og lengra en vanalegt er. Árið 1956 kom út ljóðabók eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi undir heitinu „Ljóð frá liðnu sumri“. Eitt af ljóðum bókarinnar nefnist „Til hvers?“. Ljóðið hefði allt eins getað verið samið í tilefni heimsatburðanna að undanförnu. Það ætti að vera til umhugsunar fyrir þá sem fremja ógnarverk í heilögum tilgangi, en einnig hina sem svara fyrir sig. Rúnar Vilhjálmsson. Látum Davíð hafa orðið: Þá grípur marga geigur, jafnvel sorg, sem ganga fram hjá sinni hrundu borg, og sumir raula viðlag eða vers, og vesæll maður spyr: Til hvers, til hvers? Og til hvers báru turnar hátt við ský, og til hvers er að reisa þá á ný, og til hvers eru tendruð ljós og glædd, og til hvers erum við í heiminn fædd, og til hvers streymir tímans mikla fljót, og til hvers holar dropinn leir og grjót, og til hvers er að treysta á lög og rétt, og til hvers eru landamerki sett, og til hvers er að treysta á vernd og náð, og til hvers voru frelsisstríðin háð, og til hvers er að taka mönnum blóð, og til hvers eru skáld að yrkja ljóð, og til hvers eru tundurskeytin gerð, og til hvers eru njósnarar á ferð, og til hvers er að trylla hrjáðan lýð, og til hvers er að heyja næsta stríð, og til hvers er að treysta á mannlegt vit, og til hvers eru prentuð heilög rit, og til hvers voru testamentin gjörð, og til hvers boðar Kristur frið á jörð? Þá grípur marga geigur, jafnvel sorg, sem ganga fram hjá sinni hrundu borg, og sumir raula viðlag eða vers, og vesæll maður spyr: Til hvers, til hvers? Til hvers? 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 gangverk í klukku, 8 sárið, 9 stormsveipur, 10 grjótskriður, 11 blettir, 13 hagnaður, 15 höfuð- fats, 18 kuldi, 21 verk- færi, 22 slátra, 23 hakan, 24 djöfullinn. LÓÐRÉTT: 2 ljúf, 3 alda, 4 skipta máli, 5 stormurinn, 6 hönd, 7 vex, 12 rödd, 14 stilltur, 15 ráma, 16 súg, 17 vitra, 18 falskt, 19 fár- viðri, 20 lesa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hnoss, 4 kelda, 7 lýkur, 8 liðug, 9 gól, 11 iðnu, 13 firn, 14 leiði, 15 kukl, 17 skær, 20 enn, 22 penni, 23 ílöng, 24 rausa, 25 keppa. Lóðrétt: 1 halli, 2 orkan, 3 sorg, 4 kall, 5 liðni, 6 augun, 10 Óðinn, 12 ull, 13 fis, 15 kopar, 16 kunnu, 18 klöpp, 19 ragna, 20 eira, 21 nísk. Til hvers? MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.