Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum vikum lýsti ríkisstjórn Íslands því yfir, að hún hefði fengið lagaheim- ild til þess að ganga í ábyrgð fyrir flugrek- endur að fjárhæð 2.700 milljarðar. Fjárhæðin er svo ævintýraleg að maður kann varla að nefna hana. Rökstuðn- ingur ríkisstjórnarinn- ar, sem þykist hafa fengið „heimild“ lög- gjafans til þessa, er sá, að tryggja samgöngur landsins við umheim- inn, en það er sami rök- stuðningur og þeir not- uðu, óheillakarlarnir sem sömdu við norskan konung fyrir rúmlega 700 árum. Jafnframt er þess getið, að á svipaðan hátt hafi verið gert í ein- hverjum öðrum löndum. Ríkisábyrgðin með þeim fjárhæð- um sem þar er um að ræða er með slíkum endemum mið- að við heildareignir ábyrgðarveitandans, að hann yrði óðara sviptur fjárræði ef um einstakling væri að ræða, og krafist væri. Eignum og aflahæfi ís- lensku þjóðarinnar er hér kastað á rúllettu, þ.e. vonina um að þetta slampist einhvern veg- inn. Það er að vísu nokkuð áberandi þátt- ur í þjóðareðlinu, þ.e. að láta slampast, en ætti helst ekki að vera leiðarstjarna æðstu stjórnvalda. Fyrir hverja er þetta gert? Ekki fyrir almenning. Það er stríð. Þá er ekki nauðsynlegt að komast í hvelli til Kanaríeyja. Á árunum 1939–1945 var stríð. Þá voru örfá skip í förum milli Íslands og annarra landa utan hertekins meginlands Evrópu. Síma- samband miklu verra en nú er. Samt tórðum við hér vegna aðfanga sem við fengum með samningum um flutninga við eigin farmenn og vel- viljuð sjóveldi. Þar er allt annað upp á teningnum. Það er hreint rekstrar- og fjárhagsatriði hvort nauðsynlegt eða skynsamlegt verði að styrkja rekstur flugfélaga eftir að þau hafa aflað sér nauðsynlegra trygginga og þar með orðið rekstrarhæf. Þau eru ekki rekstrarhæf ef 2.700 milljarða áhætta ríkissjóðs Íslands er skilyrði fyrir því að þau megi senda flugvélar sínar á loft. Það er auðmjúk bæn mín til hæst- virtrar ríkisstjórnar, að hún fram- lengi ekki þessar ábyrgðir ef ekki er unnt að segja þeim upp strax. Hvað ætti að hvetja flugfélögin til þess að kaupa sér tryggingar dýrum dómum ef þau hafa fengið að pantsetja allar eignir heillar þjóðar fyrir lítið eða ekki neitt í staðinn? Sigurgeir Jónsson Höfundur er fv. hæstaréttardómari. Tryggingar Það er auðmjúk bæn mín til hæstvirtrar rík- isstjórnar, segir Sig- urgeir Jónsson, að hún framlengi ekki þessar ábyrgðir ef ekki er unnt að segja þeim upp strax. Glæfralegasta stjórnar- athöfn Íslandssögunnar Í DAGLEGU lífi fólks skipar tónlistin veglegan sess. Það er ekki víst að fólk leiði hugann oft að því hversu stór hlutur tónlistar er í útvarps- dagskrám, sjónvarpi, leikritum, ýmiss kon- ar hátíðum, brúð- kaupum, jarðarförum, skemmtunum, kvik- myndum, tónleikum og svo framvegis. Á bakvið þessar tónsmíðar og flutning á þeim liggur langt og strangt nám oft frá barnsaldri, mikil fjár- festing í námi og dýrum hljóð- færum, miklir hæfileikar og þrot- laus vinna. En enginn verður fyrsta flokks tónlistarmaður án náms og mikillar vinnu. Við hér á Íslandi getum kinnroðalaust státað af blómlegu tónlistarlífi, sem hefur verið unnið að og byggt upp á mörgum áratugum. Að þetta tónlistarlíf getur til dæmis skartað Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er hljómsveit á al- þjóðamælikvarða, er engin tilvilj- un. Við eigum mjög góða tónlist- armenn á öllum sviðum tónlistar. Hvernig getur staðið á þessu? Hafa þeir ekki bara sprottið full- skapaðir úr höfði Seifs? Nei, svo einföld er skýringin nú ekki. Þess- ir tónlistarmenn hafa nefnilega hlotið gott tónlistaruppeldi og gott tónlistaruppeldi byggist ekki síst á góðum tónlistarkenn- urum. Starfa tónlistar- kennara, sem margir hverjir eru hámennt- að háskólafólk, er stundum getið á góð- um hátíðis- og tylli- dögum en þegar kem- ur að því að greiða þeim mannsæmandi laun kemur annað hljóð í strokkinn. Ég skora á stjórn- völd að opna augu sín og sérstaklega eyru og meta svo réttlát laun til handa þessari stétt í samræmi við mikilvægi hennar í uppeldi ung- menna landsins og þeirri blómlegu menningu sem hún stendur undir. Ef ekki verður að gert er hætta á að tónlistarkennarar flosni upp og leiti sér annarra möguleika. Verði það niðurstaðan er tónlistarlíf á Íslandi í mikilli hættu. Íslensk tónlistar- menning í hættu Gunnar Kvaran Höfundur er sellóleikari. Kjaradeila Tónlistarlíf á Íslandi, segir Gunnar Kvaran, gæti verið í mikilli hættu. Í Morgunblaðinu laugardaginn 13. okt. er grein eftir Alfreð Þor- steinsson, þar sem ég fæ ekki betur séð en hann setji sjálfan sig á bekk með Jóni Þorláks- syni og Knúti Ziemsen sökum fyrirhyggju sinnar og framsýni í orkumálum Reykvík- inga. „Vér eplin“ sögðu hrossataðskögglarnir. Ég er hrædd um að dómur sögunnar yfir Línu.Neti og forsvars- mönnum hennar verði annar en Alfreð gerir sér vonir um. Hvers vegna? Vegna þess að Lína.- Net er byggð á mistökum frá upphafi, og hefur með hverju skrefi þróast nær því að verða fjárglæfrafyrirtæki, sem rekið er fyrir skattfé Reykvík- inga. Fyrirtækið hefur þegar sogað til sín hundruð milljóna og safnað skuld- um sem nema nú á þriðja milljarð króna. Það má með sanni spyrja hvað borgin sé að gera á þessu sviði fjar- skipta, þar sem hún notar almannafé til að tvöfalda þau leiðslukerfi sem þegar er búið að fjárfesta í einu sinni fyrir almannafé. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að standa undir þessari endurtekningu? Hagsmunir neytenda liggja ekki í því að hér séu margföld net grafin í jörð, heldur að þjónustan sé ódýr og góð. Leiðin þangað liggur gegnum það að mis- munandi rekstraraðilum bjóðist afnot af þeim leiðslum sem þegar eru til staðar og þeir keppi um að veita sem besta og ódýrasta þjónustu. Leiðin er ekki sú, að tvöfalda, þrefalda, fjór- falda leiðslukerfið með tilheyrandi milljarðakostnaði. Enginn ábyrgur léti sér koma til hugar að fara þá leið – enginn sem þyrfti að greiða reikning- inn. Þeir einir fara þessa leið, sem ætla að senda reikninginn á almenn- ing. Það hefur R-listinn gert með Línu.Neti. Flestum þykir erfitt að átta sig á því sem þarna er að gerast, því atburðarásin er falin á bak við eilífar nafna- breytingar og loftfim- leika sem gera hana ógagnsæja og illskiljan- lega. Lesandinn tapar fljótlega áttum í súp- unni Lína.Net, Tetra.- Lína, Yrja, Stikla, T- Net … Hvað er hvað? Til glöggvunar lang- ar mig að rekja í ein- földu máli nýjasta kafla þessa ævintýris. Á síð- asta fundi borgarstjórnar var tekist á um það hvort Orkuveita Reykjavíkur eigi að kaupa svokallaða Tetra-línu af Línu.Neti. Tetra-Lína er samskipta- kerfi fyrir almannavarnir og ekki augljóst hvers vegna Orkuveitan á að vera að eiga slíkt. En R-listinn hafði sitt í gegn og nú munu skattgreiðend- ur sjá eftir 630 milljónum frá Orku- veitunni til Línu.Nets; 225 milljónum í reiðufé auk yfirtöku skulda uppá 405 milljónir. Orkuveitan á 2⁄3 hluta í Lín- u.Neti. Til hvers er hún þá að kaupa þennan hluta Línu.Nets, nánast af sjálfri sér, og það á þessu verði, sem heimatilbúið hjá Línu.Neti og ekki stutt nokkrum sannfærandi rökum. Svarið er einfalt: þetta er gert til þess að rétta við fjárhag Línu.Nets, sem um síðustu áramót skuldaði 1.615 milljónir króna. Ætla má að skuldirn- ar nemi a.m.k. 2.300 milljónum nú. Ætla má, segi ég, því frá áramótum hefur ekki verið nokkur leið að fá að sjá reikninga eða milliuppgjör fyrir- tækisins, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur borgarfulltrúa þar um. Þetta stríðir að sjálfsögðu gegn öllum viðteknum reikningsskilavenjum. Er að furða þótt mann gruni að þarna sé ekki allt með felldu? Hvers vegna lætur Orkuveitan fara svona með sig? Aftur er svarið einfalt: Alfreð Þorsteinsson stjórnarformað- ur Línu.Nets er líka stjórnarformað- ur Orkuveitunnar – og til að loka hringnum er hann stjórnarformaður Sparisjóðs vélstjóra, sem hefur lánað Línu.Neti stórfé. Þegar kemur að skuldadögum, eru hæg heimatökin fyrir Alfreð: hann millifærir bara frá Orkuveitunni. Það kemur fram í kaupsamningnum, að Orkuveitan á nú að taka yfir 70 milljóna króna skuld Tetra.Línu við Sparisjóð vél- stjóra! Alfreð Þorsteinsson má eflaust gera sér nokkrar vonir um að komast á spjöld sögunnar – en það verður ekki við hlið Jóns Þorlákssonar og Knuts Ziemsens. Hann og Helgi Hjörvar hafa skapað sér þá sérstöðu, að hafa varið milljörðum af almannafé í algeran óþarfa, í skjóli þess að þeir hafa lyklavöld að fjárhirslum borgar- innar. Séu þeir gagnrýndir, vita þeir að þeir eiga öruggt skjól undir pils- faldi Ingibjargar Sólrúnar, sem fyrir löngu festi sig í fjárglæfraneti þeirra. Hún sér ekki annað fært en verja þá út í rauðan dauðann, og það mun hún væntanlega gera. Eplin og hrossa- taðsköggullinn Guðrún Pétursdóttir Lína.Net Lína.Net er byggð á mistökum frá upphafi, segir Guðrún Péturs- dóttir, og hefur þróast nær því að verða fjár- glæfrafyrirtæki, sem rekið er fyrir skattfé Reykvíkinga. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.