Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Val- gerður Sverrisdóttir, tók nýlega formlega í notkun íslenskt kennsluforrit, Ævar 2.0, í Borg- arskóla í Grafarvogi. Forritið er vöruþróunarverkefni hugbún- aðarhússins Juventus sem hefur verið unnið í samstarfi við Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðntæknistofnun. Verkefnið er stutt af Nýsköp- unarsjóði þar sem hér er um að ræða nýjung á markaði. Að sögn Guðmundar S. John- sen, forstjóra Juventus, er forrit- inu ætlað að vekja keppnisanda notenda, það er nemenda, og hvetja þá til þess að reyna við ákveðin verkefni þar til full- komnun er náð. Forritið er sett upp á tölvuleikjaformi og geta nemendur keppt við sjálfa sig, sín á milli og að auki geta bekkj- ardeildir háð keppnir um hver hefur fæstar villurnar. Góður ár- angur í keppni tryggir svo sæti á topp tíu lista skólans og nem- endur hafa það því að markmiði að bæta stigagjöf sína. Forritið er byggt upp á eyðu- fyllingu og getur notandi valið á milli æfinga í málfræði, stærð- fræði, dönsku eða ensku. Tölvan fer svo snarlega yfir verkefnið og gefur einkunn. „Krakkar í dag eru heimavanir í tölvuleikja- umhverfinu og finnst gaman að takast á við áskorun og keppni. Þetta er því hvetjandi æfinga- og kennslukerfi,“ segir Guðmundur en leggur áherslu á að forritinu sé ekki ætlað að vera tæmandi kennslubók eða koma í staðinn fyrir kennara heldur sé það hjálp- artæki sem blandi saman lærdómi og skemmtun og geti létt kenn- urum starfið. „Kennaraútgáfan af Ævari er hönnuð þannig að kennarinn get- ur nýtt sköpunargáfuna og ein- beitt sér að sköpun, þ.e. samið nýjar og skemmtilegar æfingar og breytt þeim sem fyrir eru,“ segir Guðmundur. Þegar ráðherra hafði ræst for- ritið þreytti hún stutt krossapróf þar sem þekking hennar á mál- efnum líðandi stundar í stjórn- arumhverfinu var könnuð. Þess má geta að ráðherra stóðst prófið með prýði og hlaut 10 í einkunn. Því næst tóku fulltrúar tveggja sjöundu bekkja skólans við tölv- unum og hófu stafsetning- arkeppni sín á milli. Keppnin var æsispennandi þar sem keppendur áttu að velja á milli þess að setja y og i inn í stafsetningaræfingu. Stöllurnar Alexandra og Sandra höfðu vinninginn en Sif og Hall- dór komu fast á hæla þeirra og hlutu krakkarnir veglega konfektkassa að launum. Allir grunn- og framhalds- skólar fá að kynnast Ævari Kennsluforritið Ævar var fyrst gefið út haustið 1996 og var þá gefið í alla grunn- og framhalds- skóla landsins. Síðan hefur forrit- inu verið breytt og það endurbætt til samræmis við framfarir í tölvugeiranum sem orðið hafa á síðustu árum. Verkefnið hefur staðið yfir í þrjú ár og hafa 10 til 15 manns unnið að þróun forrits- ins á þeim tíma. Forritið verður sett upp í öllum grunn- og framhaldsskólum lands- ins á næstu vikum. Aðspurður hvaða framtíð bíði Ævars segir Guðmundur að Ævar eigi vonandi eftir að ferðast sem víðast, þegar er hafin kynning á forritinu í Sví- þjóð og er stefnt að því að hefja víðtækara kynningarstarf um Norðurlönd og Evrópu upp úr áramótum. „Tölvutækninni hefur fleygt fram og við erum farin að nýta okkur aðferðir og úrlausnir sem áður virtust ómögulegar. Við eigum eftir að þróa forritið enn frekar á næstu árum þar sem Æv- ar er ekki háður einstökum náms- greinum eða aldursflokkum og því er mögulegt að setja sem flestar námsgreinar inn í þetta form svo það nýtist sem flestum. Í náinni framtíð verður svo að öll- um líkindum hægt að láta nem- endur taka próf með Ævari og í honum getur jafnvel verið mögu- leiki á nýrri leið til námsefn- isgerðar,“ sagði Guðmundur. Nýtt kennsluforrit tekið í notkun Hægt að keppa í stafsetningu og dönsku Morgunblaðið/Þorkell Stöllurnar Alexandra og Sandra sýndu snilldartakta í stafsetningar- keppninni sem efnt var til í Borgarskóla í gær. Ein sveit skáta á al- heimsmót í Taílandi NÆSTA heimsmót skáta verður haldið í Taílandi um áramótin 2002–2003 og er gert ráð fyrir að héðan fari ein sveit skáta eða rúm- lega tuttugu manns en kostnaður vegna ferðarinnar er rúmlega 250 þúsund kr. fyrir hvern einstakling. Þorsteinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, sagði að inni í þessu gjaldi væri kostnaður vegna fararstjóra og foringja að hluta til, auk sam- eiginlegs búnaðar sem fara þyrfti með á svona mót. Mótsgjaldið úti væri um 60 þúsund kr. fyrir þá tíu daga sem mótið stæði, auk kostn- aðar vegna ferða sem farnar verða í kjölfarið. Kostnaðurinn væri því fljótur að vaxa. Hann bætti því við að sumartími væri þarna úti þegar mótið væri haldið og því ekki sömu mögu- leikar á að fá ódýrar flugferðir og á öðrum tímum, auk þess sem bandaríkjadalur hefði hækkað mikið að undanförnu eins og kunn- ugt væri. Síðasta alheimsmót var haldið í Chile Þorsteinn sagði að þetta mót væri haldið á fjögurra ára fresti og almennir þátttakendur væru á aldrinum 14–18 ára. Rúmlega tutt- ugu manns væru búnir að skrá sig, þannig að líklegt væri að ein sveit myndi fara héðan á mótið. Þá væru einnig nokkrir búnir að skrá sig í starfsmannabúðir. Þorsteinn sagði að síðasta mót hefði verið haldið í Chile. Það væri fljótt að safnast upp í kostnað þeg- ar langt væri farið og þeir reikn- uðu ekki með að það færi mikill fjöldi á þessi mót sem væru svona langt langt í burtu. Þó hefðu tíu manns farið til Chile og fyrir nokkrum árum hefðu 12–13 manns farið til Kóreu á slíkt mót en þau væru nánast haldin til skiptis í heimsálfunum. Það væri mikð æv- intýri að fara á þessi mót, það væri engin spurning. Næsta mót á eftir þessu árið 2007 yrði haldið í upphafslandi skátahreyfingarinnar í Bretlandi í tilefni af 100 ára afmæli hreyfing- arinnar. Leið til að jafna aðstöðumun þjóða Þorsteinn sagði að mótsgjöld væru mismunandi há eftir því hvaðan fólk kemur. Þjóðum í heim- inum væri skipt upp í tvö eða þrjú efnahagssvæði og mótsgjöldin mis- munandi há í samræmi við það. Þau lönd sem lentu í efsta efna- hagssvæðinu væru öll Vestur-Evr- ópuríkin, Bandaríkin auk fleiri ríkja borguðu mun hærra móts- gjald en þróunarlöndin. Þetta væri leið til þess að jafna aðstöðumun þjóða og gefa fátæk- ari skátum möguleika á að komast á þetta mót. Þetta hefði gilt innan hreyfingarinnar í fjölda ára. Þótt við værum smá hér stæðum við vel efnalega og ættum að geta lagt okkar af mörkum eins og aðrir. Áfrýjunar- stefnan komin til Hæstaréttar ÖRYRKJABANDALAGIÐ hefur áfrýjað dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur um að for- sætisráðuneytinu beri ekki að afhenda bandalaginu minnis- blað sem fylgdi skipunarbréfi nefndar sem skipuð var vegna öryrkjadómsins svo- kallaða. Dómur Héraðsdóms féll á þriðjudag en Ragnar Aðal- steinsson, lögmaður Öryrkja- bandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áfrýjunarstefnan væri þegar komin til Hæstaréttar. ÓLAFUR Örn Haraldsson, formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, segir fjárlaganefnd eiga eftir að fara yfir skýrslu umboðsmanns barna og leita úrlausna á vanda embættisins. Verður þetta gert í kjölfar ummæla umboðsmanns, Þórhildar Líndal, þar sem hún segir að embættið sé í fjársvelti. Þórhildur segir í nýútkominni skýrslu um starf embættisins á liðnu ári að þrátt fyrir að umfang starfsins hafi vaxið stöðugt á síðustu árum hafi fjárveitingarvaldið „dauf- heyrst við ítrekuðum óskum um- boðsmanns um aukna fjárveitingu til embættisins“. Umboðsmaður segir að allt frá stofnun embættisins hafi verið við ramman reip að draga „og skilningur á eðli og þörfum þess ekki sá sem umboðsmaður vænti í upphafi“, eins og segir í tilkynningu frá Þórhildi Líndal. Ólafur Örn segir að sakir anna fjárlaganefndar hafi skýrsla um- boðsmanns enn ekki verið tekin fyr- ir en það verði gert á næstunni. „Umboðsmaður verður þá að öllum líkindum fenginn til að koma á fund nefndarinnar og gera grein fyrir ástandinu. Fjárlagabeiðnin verður síðan sérstaklega tekin til umfjöll- unar en úrslit ráðast að sjálfsögðu ekki fyrr en við afgreiðslu fjárlag- anna,“ segir Ólafur og bendir á að þarna sé um málefni að ræða sem snerti alla landsmenn. „Þetta er eitt af þeim velferðar- málum sem við höfum lagt mikla áherslu á og það er eðlilegt að því sé fundinn sá farvegur og þær áherslur sem hæfa málefninu,“ segir Ólafur og bendir á að breyttar þjóðfélags- aðstæður kalli eðlilega á að mála- flokkur þessi þurfi meira svigrúm. „Embættið er nýtt og því þarf að finna það rúm sem vera ber bæði í fjárveitingum og starfsaðstöðu. Þjóðfélagsþróun síðustu ára og ára- tuga hefur að mörgu leyti ekki verið börnum hagfelld að mínu mati og allt þetta finnst mér mæla með því að við skoðum þetta sérstaklega. Hver úrslitin verða veit ég ekki en það ber að benda á að nú þarf að gæta aðhalds við ríkisrekstur á öll- um sviðum,“ sagði Ólafur. Aukin útgjöld umboðsmanns vegna stigvaxandi aðsóknar Embætti umboðsmanns barna var stofnað árið 1995 og hefur Þór- hildur Líndal gegnt því frá upphafi. Í nýútkominni skýrslu fyrir árið 2000 frá umboðsmanninum segir að erindum til embættisins, munnleg- um og skriflegum, hafi fjölgað ár frá ári. Á árinu 2000 bárust embættinu 977 nýskráð munnleg erindi og 120 nýskráð skrifleg erindi. Árið áður bárust 86 skrifleg erindi og 41 árið 1998. Flest erindanna varða börn og fjölskyldur þeirra, menntun barna og skólamál, sem og barnavernd í víðum skilningi. Í skýrslunni segir umboðsmaður þessa auknu aðsókn vera fagnaðarefni og þessi þróun sé jákvæð en hins vegar einnig tímafrek og kosti aukin útgjöld af hálfu skrifstofunnar, „en eins og komið hefur fram áður hefur emb- ætti mínu allt frá stofnun þess verið þröngur stakkur skor- inn fjárhagslega, mið- að við umfang þess og eðli“, eins og segir í skýrslu umboðsmanns barna. Hann segir aukin umsvif embætt- isins hafa kallað á fjölgun stöðugilda við embættið en þrátt fyrir ítrek- aðar óskir hafi fjárveitingavaldið ekki brugðist við þeim beiðnum. Fastir starfsmennn skrifstofunnar auk umboðsmanns voru tveir á árinu 2000. Umboðsmaður barna segir embættið í fjársvelti Ólafur Örn Haraldsson Þórhildur Líndal Finna þarf embættinu rúm í fjárveitingum TVÆR bílveltur urðu á Suður- landsvegi í gærmorgun. Skömmu fyrir klukkan átta valt bíll til móts við Litlu kaffi- stofuna. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu. Nokkrum mínútum síðar fór bíll út af og valt skammt austan Þrengslavegar. Ekki urðu meiðsl á fólki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Bílarn- ir eru mikið skemmdir. Hálka var í Svínahrauni og á Hellisheiði í gærmorgun. Tvær bílveltur á Suðurlandsvegi Slasaðist á bifhjóli í Grafningi ÖKUMAÐUR bifhjóls hlaut beinbrot á handlegg og fæti við útafakstur í Grafningi í gær. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og þurfti að gangast undir aðgerð. Maðurinn mun hafa ekið of- an í svokallað Kattagil með fyrrnefndum afleiðingum. Líkams- árás kærð LÖGREGLUNNI í Kópavogi hefur borist kæra og refsikrafa vegna tilefnislausrar líkams- árásar við Sæbólsbraut í Kópa- vogi aðfaranótt sunnudags. Þar hafði samkvæmi farið úr bönd- unum og kom til átaka fyrir ut- an húsið í framhaldi af því. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.