Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 43
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 43
Skilgreining:
MBA-nám er al-
mennt viðskipta-
og stjórnunarnám
fyrir fólk sem hef-
ur háskólagráðu
(B.A. eða B.Sc.) á einhverju sviði og reynslu af stjórnunar-
og sérfræðistörfum. Yfirleitt er gerð krafa um að umsækj-
endur í MBA-námi hafi lokið háskólagráðu en þó þekkjast
undantekningar þegar um er að ræða einstaklinga sem
hafa að baki áberandi farsælan feril í viðskiptum.
Alþjóðlegt samstarf:
HR er eini háskólinn á Íslandi sem býður nemendum al-
þjóðlegt MBA nám í samstarfi við níu virta erlenda við-
skiptaháskóla í Evrópu og Norður-Ameríku. Það nefnist
GEM, og merkir Global eManagement. Samstarfið lýtur
að kennslu og þróun fjölþjóðlegs stjórnunar- og viðskipta-
náms sem samþættir kennslu á sviði viðskipta, stjórnunar
og upplýsinga- og samskiptatækni. Háskólarnir sem
standa að GEM: Erasmus háskólinn í Rotterdam, Við-
skiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Kölnarháskóli í
Þýskalandi, Viðskiptaháskólinn í Aþenu, Fylkisháskólinn í
Georgíu í Bandaríkjunum, Viðskiptaháskólinn í Bergen,
Háskólinn í Denver, ESADE í Barcelona og EGADE í
Mexíkó, og HR.
Áhersla
Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, breytt neyslumynstur
neytenda, notkun Internetsins og annarrar upplýs-
ingatækni í viðskiptum kallar á nýja starfshætti. Sum fyr-
irtæki eru þegar farin að laga sig að breyttum veruleika
með nýtingu rafrænnar tækni til að endurskapa áherslur
og verkferli. HR leggur áherslu á menntun sem eykur
hæfni einstaklinga til að ná árangri í þessu nýja umhverfi.
Helmingur kennara kemur frá samstarfsskólunum sem
gefur alþjóðlegt viðmið og eykur gæði námsins.
Áhersla er lögð á hópvinnu og þátttaka nemenda í tím-
um er mikil, enda er gert ráð fyrir að þeir hafi reynslu til
að miðla af.
Nemendur vinna raunhæf og hagnýt verkefni úr eigin
starfsumhverfi sem nýtast fyrirtækjum í daglegri starf-
semi.
Gestafyrirlesarar koma víða að og áhersla er lögð á fyr-
irtækjaheimsóknir og náin tengsl við atvinnulífið.
Til viðbótar við hefðbundna kennslu taka nemendur
þátt í þremur alþjóðlegum námsstefnum ásamt nem-
endum samstarfsskólanna. Tilgangurinn er annars vegar
að byggja upp alþjóðleg teymi nemenda sem vinna sam-
eiginlega að verkefnum síðar í náminu og hins vegar að
skapa vettvang fyrir fræðilega og hagnýta umræðu um
þau atriði sem horft er til í sameiginlegri námsskrá skól-
anna. Það er m.a. gert með því að kalla til sérfræðinga í
fararbroddi og framámenn í alþjóðlegu viðskiptalífi, auk
fræðimanna við samstarfsskólanna.
Öll aðstaða í HR er nútímaleg og fyrsta flokks og hafa
nemendur aðgang að skólanum allan sólarhringinn. Bóka-
safnið er að mestu leyti rafrænt og innan skólans er þráð-
laust net. MBA nemendur hafa eigið vinnuherbergi, fund-
arherbergi og kaffiaðstöðu innan skólans.
Lengd náms:
Námið tekur í heildina 15 mánuði og skiptist námstím-
inn í 5 stuttannir, sem hver um sig varir í 8 vikur, auk 3
mánaða lokaverkefnis. MBA námið er 45 eininga nám sem
samanstendur af 15 námskeiðum, 3 námsstefnum og loka-
verkefni. Námið hófst í febrúar 2001 og mun næsti hópur
fara af stað í janúar 2002.
Hverjum ætlað:
Umsækjendur geta bæði verið viðskiptafræðingar sem
vilja skerpa kunnáttu sína og færni en ekki síður ein-
staklingar með annars konar mennt-
un að baki sem í störfum sínum hafa
þróast meira yfir á svið viðskipta og/
eða stjórnunar. Þeir 31 nemendur
sem nú leggja stund á námið koma
víða að úr viðskiptalífinu og hafa mjög
ólíkan menntunarlegan bakgrunn
sem þýðir að þekkingarsvið þeirra er
breitt og starfssviðin og reynsla úr at-
vinnulífinu ólík.
Inntökuskilyrði:
Við val á umsækjendum er lögð
áhersla á að mynda nemendahóp með
breiðan menntunarlegan bakgrunn
og viðamikla starfsreynslu. Umsækj-
andi verður að hafa lokið háskólanámi (BS/BA eða sam-
svarandi gráðu). Umsækjandi verður að hafa a.m.k.
þriggja ára starfsreynslu. Allir sem teknir verða inn í
námið verða að ljúka GMAT prófi áður en þeir útskrifast.
Námsgreinar:
Marketing, Accounting, Management – Organizational
Behavior, e-Technology, Leading Organizational Trans-
formation, Business Statistics, Economics, e-Decisions,
Finance, Supply Chain Management, Strategy Business
Policy, eApplications, Law, Entrepreneurship.
Kennslutungumál:
Enska.
Skólagjöld:
Skólagjöld námsárið 2002-2003 eru 2.150.000 kr. og fell-
ur undir þau allur kostnaður við námsstefnur, auk bóka og
annarra námsgagna. Námið er lánshæft hjá LÍN en dæmi
eru um að vinnuveitandi greiði skólagjöld eða hluta þeirra.
Umsóknir:
Upplýsingar um inntökuskilyrði og fylgigögn umsóknar
er að finna á heimasíðu námsins á www.ru.is/mba. Þar er
einnig mögulegt að leggja inn umsókn með rafrænum
hætti. Upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn veitir
María Kristín Gylfadóttir verkefnastjóri MBA-náms í
síma 510-6262 eða á mba@ru.is. Umsóknarfrestur er til 1.
nóvember fyrir hópinn sem byjar í janúar 2002.
Vinna með náminu:
Kennsla í náminu tekur mið af þörfum fólks í atvinnulíf-
inu og gert er ráð fyrir að nemendur stundi vinnu sam-
hliða námi. Gera má ráð fyrir að nemendur þurfi að eyða
15- 20 klst. á viku við lærdóm auk tímasóknar.
Hvenær kennt:
Námið er skipulagt þannig að mikil samlegðaráhrif eiga
að vera á milli náms og vinnu. Kennslan í náminu tekur
mið af því og fer hún fram aðra hvora viku á fimmtudags-
eftirmiðdögum, föstudögum og laugardögum. Í áttundu
viku hverrar annar eru próf eða verkefnaskil.
Lokaverkefnið:
Náminu lýkur með þriggja mánaða lokaverkefni sem
gjarnan er unnið í samvinnu við þarfir fyrirtækis nemand-
ans. Í grundvallaratriðum er verkefnið hugsað sem
stefnumótunarverkefni sem getur að grunninum til byggt
á sérhverjum áhersluþætti/námskeiði innan námsins. Til-
gangurinn er að leggja fram mótaða stefnu til að fylgja
eftir við hugsanlegt breytingarferli á ríkjandi fyr-
irkomulagi sérstaklega með það fyrir augum að auka hag-
nýtingu upplýsingatækni í stjórnun og rekstri fyrirtæk-
isins. Nemendur eru þó ekki skyldaðir til að einblína á
slíkt breytingarferli heldur getur eins verið um að ræða
nýsköpunarhugmynd í formi nýs fyrirtækis eða rekstr-
areiningar.
Fjöldi nemenda:
Ekki verða fleiri en 35 nemendur teknir inn í námið sem
hefst í janúar 2002.
Agnar Hansson
hefur umsjón með
MBA-náminu í HR.
Háskólinn í Reykjavík
kynna nám sitt í október. Gunnar Hersveinn valdi 14 þætti til
að varpa ljósi á einkenni námsins í hvorum skóla. Samanburð-
urinn auðveldar ef til vill áhugasömum að velja á milli þeirra.
VÍSINDAVEFUR HáskólaÍslands var formlega opn-aður 29. janúar árið 2000og var hluti af verkefninu
„Reykjavík – Menningarborg Evr-
ópu árið 2000“. Vefurinn er að
stærstum hluta fjármagnaður af
Happdrætti Háskólans en nýtur
einnig stuðnings nokk-
urra fyrirtækja og
ráðuneyta.
Vísindavefurinn
fjallar um vísindi í víð-
um skilningi og geta
gestir hans lagt fram
spurningar sem starfs-
menn vefjarins leita
svara við. Vefnum er
ætlað að efla vísinda-
áhugann í landinu og
auðvelda öllum al-
menningi aðgang að
heimi vísindanna. Þor-
steinn Vilhjálmsson
prófessor er ritstjóri
Vísindavefjarins en
aðstoðarritstjóri í
hlutastarfi er Ólafur
Páll Jónsson.
Þorsteinn segir að vefurinn hafi
þegar í upphafi fengið afar góðar
viðtökur og spurningum hafi bók-
staflega rignt inn. „Þetta eru ótrú-
lega fjölbreyttar spurningar frá alls
konar fólki, einskonar þversniði af
þjóðfélaginu. Það er eins og við höf-
um hitt á æð þar sem þessi vanrækti
áhugi kemur í ljós. Við giskum á að
um það bil helmingur spurninganna
komi frá fólki yfir tvítugu en helm-
ingurinn frá yngra fólki, allt niður í
sjö til átta ára börn.“
Átta þúsund spurningar
Þorsteinn segir að helst sé spurt
um stjörnufræði, dýrafræði og eðl-
isfræði en einnig heimspeki, sögu
og heilbrigðisvísindi. Vísindavefn-
um hafa borist ríflega 8.000 spurn-
ingar frá upphafi og eru svörin orð-
in 1.800 en 2.700 spurningum er enn
ósvarað. Mismunurinn segir Þor-
steinn að felist í því að oft sé fleiri
en einni spurningu svarað í sama
svarinu auk þess sem nokkuð er um
endurtekningar og skörun. Lang-
flestar spurningarnar eru teknar til
meðferðar. „Við svörum ekki spurn-
ingum um íþróttaúrslit eða leikara
og við fáum stundum spurningar
sem eru ekki nógu afmarkaðar. Ef
við hefðum tíma og starfskrafta
myndum við vilja svara yfir 90%
spurninganna.“
Þorsteinn segir að lögð sé áhersla
á að svörin séu stutt, aðgengileg og
skýr og hafa notendur Vísinda-
vefjarins látið í ljósi ánægju með
það. Næstum fjögur hundruð höf-
undar hafa svarað spurningum á
vefnum því jafnan er
leitað til sérfræðinga á
hverju sviði.
Milli þrjú og fimm
hundruð manns heim-
sækja vefinn daglega
og ýmist senda inn
spurningar eða leita
svara í því efni sem
þegar er komið inn.
Aðeins þarf að slá inn
leitarorð og þá er hægt
að sjá hvað er komið
um það efni sem gest-
urinn hefur í huga.
Myndefni er að finna
þar sem við á, tengla
milli skyldra svara og
krækjur á aðra vefi,
t.d. erlenda vísinda-
vefi.
Vísindavefurinn hefur verið í
samstarfi við Morgunblaðið en þar
birtast vikulega (nú í Lesbókinni á
laugardögum) spurningar og svör af
vefnum og segir Þorsteinn viðbrögð
við því hafa verið mjög jákvæð.
Samstarf við Vitann á RÚV
Nýlega hóf Vísindavefurinn sam-
vinnu við barnaþáttinn Vitann sem
er á dagskrá rásar 1 í Ríkisútvarp-
inu kl. 19 virka daga en í þættinum
eru endursögð svör sem unnin hafa
verið fyrir vefinn. Einnig er til um-
ræðu að efna til samstarfs við fleiri
fjölmiðla. Nokkrir grunnskólar nýta
sér vefinn, einkum í tengslum við
átak menntamálaráðuneytisins í
upplýsingatækni og rætt hefur ver-
ið um að gefa út bók eða bækur með
efni vefjarins.
Þorsteinn segir þessu verki
hvergi nærri lokið og jafnvel þótt
svo færi að hætt yrði að taka við
spurningum þá stæði vefurinn og
þær upplýsingar sem þar er að
finna óhaggaður. Auk þess býður
það efni sem þegar liggur fyrir upp
á fjöldamörg ný verkefni eftir því
sem upplýsingatækninni fleygir
fram.
Slóð Vísindavefjarins er http://
www.visindavefur.hi.
Vísindavefur-
inn vinsæll
Þorsteinn
Vilhjálmsson