Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMI göngudeildar SÁÁ á Akureyri er í uppnámi vegna fjár- skorts og gæti komið til þess að deildinni yrði lokað á næsta ári. Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður Norðurlandsdeildar SÁÁ, sagði að þetta hefði komið fram í máli Þór- arins Tyrfingssonar, formanns SÁÁ, á fundi á Akureyri um síð- ustu helgi. Þorgerður sagði að göngudeildin á Akureyri væri gríðarlega mik- ilvæg og ekki bara fyrir Akureyr- inga, heldur einnig aðra Norðlend- inga og Austfirðinga. Hún sagði að framundan væri hörð barátta fyrir því að tryggja áframhaldandi rekstur deildarinnar og m.a. leitað eftir stuðningi þingmanna kjör- dæmisins. Ólafur Hergill Oddsson, héraðs- læknir Norðurlands eystra, tók í sama streng um mikilvægi göngu- deildar og sagði nauðsynlegt að halda þeirri starfsemi áfram. „Það er mjög mikilvægt að hafa svona starfsemi utan spítala, sem er angi þjónustu SÁÁ, bæði varðandi það hvort leggja þurfi fólk inn á Vog og eins fyrir aðstandendur sem eru að leita eftir fræðslu og til- lögum um úrræði. Þessi starfsemi hefur gefist vel og er mikilvægur þáttur sem angi af heilbrigðsþjón- ustunni,“ sagði Ólafur Hergill. Um 300 koma í viðtöl á ári Stefán Ingólfsson er ráðgjafi á göngudeildinni og jafnframt eini starfsmaður SÁÁ á Akureyri. „Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að til lokunar geti komið en hins vegar hefur starfsemin hér forgang fáist aukið fjármagn. Við höfumsagt upp samningi við sál- fræðing og geðlækni í sparnaðar- skyni og það er vissulega slæmt. Við erum með marga unglinga sem eiga í erfiðleikum og það var ein- mitt liður í því að efla og bæta meðferðina að fá sérhæft starfs- fólk til liðs við okkur.“ Stefán sagðist fá um 300 komur í viðtöl á ári og að auki væri hann með stuðningshópa í gangi, fyr- irlestra og námskeið og því alveg ljóst að þörfin fyrir þessa þjónustu væri brýn, bæði fyrir þá sem ættu við áfengis- og vímuefnavandamál að stríða svo og aðstandendur þeirra.. Stefán hefur unnið á Akureyri í fimm ár og hann sagði að helsta breytingin á þeim tíma væri sú að foreldrar hefðu nú meiri áhyggjur af hassneyslu unglinga. Neyslu þessara ólöglegu vímuefna fylgdu oft lögreglumál, handtökur og fleira. Hef talað fyrir daufum eyrum Þorgerður sagði að aðstandend- ur hefðu ekki önnur úrræði en göngudeildina og heldur ekki for- eldrar sem hefðu áhyggjur af börnum sínum. „Það er líka hægt að meta það hér á staðnum hversu mikinn vanda er um að ræða hjá fólki.“ Þorgerður sagði líka dæmi um að með stuðningi frá göngudeild- inni hefði verið komið í veg fyrir innlögn fólks á spítala. Þetta skipti miklu máli því það væri dýrt fyrir samfélagið að fólk lægi inni á sjúkrastofnunum vikum saman. „Ég hef á hverju ári leitað eftir stuðningi við starfsemina hjá fjölda fólks. Ég hef farið fyrir fjár- laganefnd, heilbrigðisráðherra, að- stoðarmenn ráðherra og alþingis- menn en því miður hefur maður verið að tala fyrir daufum eyrum.“ Útlit fyrir niðurskurð á starfsemi SÁÁ vegna fjárskorts Starfsemi göngu- deildar í uppnámi FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Grími eru öflugir í sínu starfi. Einn af föstu liðunum í starfseminni er söfnun á flöskum og gleri eyjarbúa. Sú söfnun fer fram tvisvar á ári og stórir pokar sigla í land til endur- vinnslu. Peningarnir sem fást út úr þessu nema nokkrum hundruðum þúsunda og renna óskiptir til björg- unarmála í Grímsey. Vel útbúin björgunarsveit er lífsnauðsyn hér í okkar eyju og sem stendur er björgunarsveitin undir vernd- arvæng Kiwanisklúbbsins Gríms. Grímsfélagar hafa nýlega bæði fjárfest í góðum björgunarbát og stórum gámi sem hýsir tæki og bún- að björgunarsveitarinnar. Morgunblaðið/Helga Mattína Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími fyrir utan flöskuskúrinn. Flöskur til björgunarmála Í LANDI Botns í Eyjafjarðarsveit, sem er í eigu Akureyrarbæjar, er talsverð skógrækt eða um 7,5 ha reitur, en skógrækt hófst þar ár- ið 1951. Hluti reitsins, þ.e. sunn- an og austan heimreiðarinnar að Botni, er ræktaður í minningu Lárusar Rist. Reiturinn er í um- sjón Rótarýklúbbs Akureyrar og hafa rótarýfélagar gróðursett tré í þennan reit og tileinkað hann sér til frekari gróðursetningar. Á hverju ári gróðursetur m.a. um- dæmisstjóri Rótarýs á Íslandi eitt tré í reitnum þegar hann kemur í árlega heimsókn til Rotarýklúbbs Akureyrar. Núverandi umdæm- isstjóri, Eysteinn Tryggvason, gróðursetti tré í Botnsreit þegar hann og kona hans, Guðný Jóns- dóttir, heimsóttu Rótarýklúbb Akureyrar nú fyrir skömmu. Reiturinn er opinn almenningi, en ekki er heimilt að tjalda þar. Upplýsingar um reitinn, ásamt fjölmörgum greinum um skóga og skógrækt í Eyjafirði, er að finna í ágætri bók Skógrækt- arfélags Eyjafjarðar: Ásýnd Eyja- fjarðar, skógar að fornu og nýju. Rótarý-menn gróðursetja í landi Botns Eysteinn Tryggvason, umdæmisstjóri Rótarýs, gróðursetur í landi Botns í Eyjafjarðarsveit en með honum eru félagar í Rótarýklúbbi Akureyrar. KÓR Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika í Akureyrarkirkju næstkomandi fimmtudag, 18. október, og hefjast þeir kl. 20:00. Kórinn flytur blandaða efnisskrá sem samanstendur af lögum frá öll- um heimshornum. Aðgangs- eyrir er krónur 800 en frítt er fyrir alla nemendur. Stjórnandi Kórs Flensborgarskóla er Hrafnhildur Blomsterberg og píanóleikari er Ólafur Kolbeinn Guðmundsson. Tónleikar í Akureyr- arkirkju Kór Flensborgarskóla í Hafnarfirði KOSIÐ verður um sameiningu fjög- urra hreppa í S-Þingeyjarsýslu laug- ardaginn 3. nóvember nk., þ.e. Bárð- dælahrepps, Hálshrepps, Ljósa- vatnshrepps og Reykdælahrepps. Verði sameiningin samþykkt verður til sveitarfélag með um 740 íbúa. Tekjur munu aukast um 18 millj- ónir króna á ári miðað við óbreyttan íbúafjölda en þar er um að ræða auk- in framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga. Skuldir sameinaðs sveitarfé- lags munu nema tæpum 23 þúsund krónum á íbúa en meðaltal skulda á íbúa í sveitarfélögum á landinu nem- ur um 200 þúsund krónum. Samstarfsnefnd um sameiningu hreppanna fjögurra hefur dreift kynningarbæklingi til íbúa sveitarfé- laganna, þar sem fjallað er um nið- urstöður af starfi nefndarinnar og tillögur hennar. Þá verður efnt til kynningarfunda í sveitarfélögunum fjórum á næstu dögum. Sem minnst breyting verði á þjónustuþáttum Tillaga samstarfsnefndar byggist í meginatriðum á að sem minnst breyting verði á þjónustuþáttum í sveitarfélögunum frá því sem nú er, t.d. hvað varðar grunnskóla- og heil- brigðisþjónustu og fleiri slíka þætti. Yfirstjórn verður endurskipulögð, sem og nefndastarf og gert er ráð fyrir að ráðinn verði sveitarstjóri sem stýri daglegum rekstri sveitar- félagsins. Sveitarfélögin fjögur búa við líka stöðu þegar kemur að fjármálum. Hátt hlutfall tekna rennur í fastan rekstrarkostnað og mun hlutfallið lækka við sameiningu. Samstarfs- nefndin leggur áherslu á að við sam- einingu skapist tækifæri til að auka þjónustu og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Sameiningar yrðu því farsælt skref fyrir svæðið. Kosið um sameiningu fjögurra hreppa í S-Þingeyjarsýslu Með sameiningu verður til sveitarfé- lag með um 740 íbúa TVEIR ráðgjafar frá Foreldrahús- inu í Reykjavík verða á Akureyri á laugardag, 20. október. Munu þeir bjóða upp á einkaviðtöl við foreldra í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, en þau eru eingöngu ætluð foreldr- um barna og unglinga sem eiga í vanda vegna áfengis- eða fíkniefna- neyslu eða grunur leikur á að slíkur vandi sé fyrir hendi. Frá kl. 17 til 19 sama dag verður opið hús í Safnaðarheimilinu, þar sem m.a. verður kannað hvort áhugi sé fyrir að hefja á Akureyri starf- semi í líkingu við Foreldrahúsið í Reykjavík og þá í samstarfi við það. Fundir í Safnaðarheimili Ráðgjafar frá Foreldrahúsi á Akureyri fimmtudaginn 18. október. Kennt verður á ensku. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir náms- menn og öryrkja. Allir eru hjart- anlega velkomnir. BÚDDAMUNKURINN Vener- able Drubchen fræðir um hin fjög- ur göfugu sannindien það var það fyrsta sem Búdda kenndi. Kennt verður í Múlasíðu 1,íbúð C, Kennsla um Búdda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.