Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/BFH Vinnubúðir Arnarfells sem staðið hafa norðan Hrossaborgar í tvö ár. NÚ ER nýlokið við að leggja bundið slitlag á síðasta áfanga vegarins frá Reykjahlíð um Austurfjöll að Jökulsá á Fjöllum og heitir Skógarholt þar sem verkinu lýkur. Verktakinn er Arnarfell og hefur hann unnið að þessum áfanga, sem er 17 km langur, í um tvö ár. Enn er unnið að frágangi vegkanta og mun því ljúka á næstu dögum. Að loknu þessu verki má aka sam- fellt á bundnu slitlagi frá Helluvaði í Mývatnssveit og austur í Víðidal. Á Mývatnsheiði er enn malarvegur og úr Víðidal austur í Langadal er mal- arvegur. Úrbóta er þó að vænta á þessum vegum á næstu misserum. Vaxandi þörf fyrir sterkari brú Haustið 1947 var tekin í notkun glæsileg hengibrú á Jökulsá við Lind- höfða á móts við Grímsstaði á Fjöll- um, hún hafði þá verið í byggingu árin næstu þar á undan. Brúarsmiður var Sigurður Björnsson en Árni Pálsson verkfræðingur var hönnuður brúar- innar. Nú er þessu fallega mannvirki ekki lengur treystandi fyrir þyngstu tækj- um og þannig hefur Arnarfell þurft að gera vað yfir ána fyrir stórvirk tæki sín. Hinn kosturinn fyrir þyngstu flutninga er að fara niður í Öxarfjörð á brúna þar, sem er öflugri. Mikil og vaxandi þörf er fyrir sterkari brú á þessari aðalsamgönguleið, en um- ræða um slíkt er enn á byrjunarreit. Samhliða brúarbyggingu 1945-47 var unnið að vegagerð á leiðinni aust- ur frá Reykjahlíð um Námaskarð og Austurfjöll allt að brúarstæðinu. Þannig tengdist Mývatnssvæðið þjóð- veginum til Austurlands, en fram til þess tíma hafði leið Austfirðinga ein- göngu legið frá Grímsstöðum niður yfir Hólssand í Öxarfjörð og um brú á Jökulsá við Ferjubakka, síðan um Kelduhverfi og Reykjaheiði til Húsa- víkur og var það verulega lengri leið að fara milli Norður- og Austurlands. Vegagerð austur fjöllin úr Mý- vatnssveit var í höndum vaskra drengja og var verkstjóri þar Pétur Jónsson í Reynihlíð, landskunnur maður á sinni tíð fyrir frjálsa hugsun, vísnagerð og fleira. Kviðlingar gengu létt milli manna í vegavinnunni og segja mér þeir sem þar unnu, að gjarnan væri sungið við raust á heim- leið í tjaldbúðir úr vinnunni að kvöldi, vísur sem til höfðu orðið yfir daginn. Svo sem þessar: Góðan daginn gamli Ford, gott er ljóð á munni. Nú er hann Kristján kóngur lord kominn á ellefunni. (Kristján Þórhallsson var lengi fréttaritari Morgunblaðsins í Mý- vatnssveit og ók gamla Ford, Þ-11.) Þráinn sóknarbarn séra Más segist í kvöldmatinn narta. Ekur í bílnum frá Amtmannsás fyrst andskotinn gleypti þann svarta. (Þráinn Þórisson skólastjóri og Magnús Már Lárusson, þá prestur Mývetninga.) Á þeim árum sem vegurinn var fyrst lagður, var mest treyst á hand- aflið og malarskófluna eða stungu- spaða og torfsniddur í kanthleðslur, en gamli Ford og aðrir ámóta bílar notaðir þar sem mikls þurfti við. Nú eru á ferðinni stórvirkari vinnuvélar, svonefndar búkollur aka með 70 tonna farm og tölvustýrðir vegheflar eða jarðýtur skafa upp vegina, en staðsetningar allar og hnit tekin eftir gervitunglamerkjum og er þetta mik- il breyting á 55 árum. Verktakinn og landeigandi, Konráð Vilhjálmsson hjá Arnarfelli og Sigfús Illuga- son frá Reykjahlíð. Úrbætur í vegamálum Mývatnssveit LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og nokkrir samstarfsmenn hans kynntu stofn- unina og fjölluðu um ástand fiski- stofnanna á líflegum fundi á Skaga- strönd nýverið. Eftir framsögu þeirra Hafró-manna svöruðu þeir spurningum fundarmanna og út- skýrðu ýmislegt sem lá mönnum á hjarta. Jóhann taldi að stofnunin hefði oft verið gagnrýnd að ósekju og benti á að ávallt hefði verið farið fram úr ráð- gjöf þeirra varðandi veiðarnar. „Menn verða að muna að það erum ekki við heldur þið sjómennirnir sem veiða fiskinn, við leggjum bara til hve mikið má veiða,“ sagði Jóhann meðal annars. Hann taldi að tímabært væri að fara að huga að friðun ákveðinna haf- svæða til lengri tíma til að t.d. þorsk- urinn ætti sér griðastað einhvers staðar á miðunum. Sigfús Schopka skýrði út hvernig stofnunin stendur að stofnmælingum og mati á stærð fiskistofna við landið. Taldi hann togararallið á vorin vera mjög góða aðferð til að fá mynd af stofninum því þar væri ávallt staðið eins að verki og mælingarnar gerðar á sömu stöðum ár eftir ár. Með því fæst dýrmætur samanburður, að sögn þeirra Hafró-manna. Árni Sigurðsson, skipstjóri á frystitogaranum Arnari, gagnrýndi seinagang við tilraunir með smáfiska- skiljur á trollin. Óskaði hann eftir að fá slíkar skiljur sem fyrst til þess, eins og hann sagði, „að við getum ein- hvern tímann fengið frið við veiðarn- ar“. Þá var Árni mjög óánægður með hálfs mánaðar lokanir vegna smá- fisks hér og þar á miðunum. Krafðist hann þess að veiðieftirlitsmenn yrðu látnir fylgjast mun betur með hve- nær smáfiskurinn hyrfi af viðkom- andi svæðum. Taldi hann að smáfisk- urinn væri oft ekki nema einn, tvo daga á viðkomandi veiðslóð og það vissu allir sem vita vildu en þeir þyrftu að bíða hálfan mánuð áður en nokkuð gerðist. „Ég er nefnilega ekki sammála ykkur sérfæðingunum um að það sé hægt að geyma fiskinn í sjónum. Hvar er þá fiskurinn sem átti að geyma í hólfi austan við Halann, sem var lokað öllum veiðum í fjölda ára?“ spurði Árni, sem gjörþekkir miðin eftir margra ára veiðimennsku. Hafró-menn svöruðu Árna því til að erfitt væri að hafa virkt eftirlit með hólfunum vegna takmarkaðs mannafla. Jóhann taldi að frekar bæri að íhuga að loka svæðum lengur í einu og friða með því ákveðin haf- svæði. Sigurjón Guðbjartsson, útgerðar- maður á Skagaströnd, sagðist telja að þeir hafrannsóknarmenn þyrftu ekk- ert að krjúpa á kné frammi fyrir al- þjóð og biðjast afsökunar á útreikn- ingum sínum. Hann sagði að það væri miklu meiri fiskur í sjónum en þeir teldu. Það væri sín skoðun að til þess að ná þorskstofninum upp þyrfti að skoða miklu betur samhengið milli gegndarlausrar loðnuveiði og stærð- ar stofnsins. Eftir umfjöllun Höskuldar Björns- sonar um rækjuveiðarnar og stofn- stærð rækjunnar, þar sem meðal annars kom fram að niðurstöður úr stofnmælingum á innfjarðarrækju nú í haust við Norðurland voru mjög dapurlegar, spurði Stefán Jósefsson, skipstjóri á Ólafi Magnússyni, hvers vegna þeir hefðu ekki mátt veiða meira af henni meðan nóg var af rækju frekar en að láta hana alla lenda í gininu á þorskinum. Jóhann taldi að slíkt hefði verið með öllu ábyrgðarlaust því að reyna yrði að stunda sjálfbærar veiðar á öllum stofnum við landið. Jóhann var spurður um hvort stofnunin fengi álit annarra sérfræð- inga en þeirra sem hjá stofnuninni vinna á mælingum og stofnstærðar- útreikningum sínum. Jóhann kvað svo vera og meðal annars væru út- reikningar stofnunarinnar yfirfarnir af Alþjóðahafrannsóknarráðinu og aðrir utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til þess að fara yfir málin. Árni Sigurðsson tók aftur til máls og talaði um að sér þætti kolvitlaust að senda öflugustu skip þjóðarinnar til þess að veiða smákarfa á uppeld- isstöðvum hans uppi í kálgörðum við Grænland eins og gert var fyrr á árinu. „Svona háttalag á ábyggilega eftir að koma í bakið á okkur ein- hverntíma seinna,“ sagði Árni. Jó- hann sagðist vera alveg sammála Árna í þessum efnum. „Hér var það pólitíkin sem réð ferðinni en ekki við hjá Hafrannsóknastofnun,“ sagði hann. Að lokum sagði Jóhann frá áætl- unum stofnunarinnar um að halda hafrannsóknaþing á tveggja ára fresti með þátttöku sjómanna og allra þeirra sem slík mál varða. Þakkaði hann síðan fundarmönnum lífleg skoðanaskipti sem hann taldi gagnleg fyrir þá félaga sem sátu fundinn á vegum Hafrannsóknastofnunar. Þorskurinn þarf að eiga sér griðastað Var rétt að senda öflug skip til að veiða smákarfa á uppeldisstöðvum uppi í kálgörðum við Grænland? Þetta var meðal spurninga á fundi Hafrannsókna- stofnunar með heimamönnum á Skaga- strönd í vikunni. Ólafur Bernódusson var meðal fundargesta og fylgdist með kjarnyrtum skoðanaskiptum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, setur fundinn. Skagaströnd Ljósmynd/Ólafur Bernódusson Hafrannsóknastofnun heldur kynningarfundi með heimamönnum víða um land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.